Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 13 Tom Jones í tón- leikaferð tíl íslands - Heldur fimm tónleika á sex dögum Breski stórsöngvarinn og hjartaknúsarinn Tom Jones er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun hann halda fimm tónleika hér á landi. Tónleikarnir verða haldnir á Hótel íslandi í Reykjavík dag- ana 8., 9., 10., 11. og 13. maí nk. Það er ef til vill óþarfi að kynna Tom Jones sérstaklega hér á landi, enda um það bil aldar- fjórðungur liðinn frá því hann hóf að syngja sig inn í hjörtu landsmanna með lögum eins og „What’s new pussycat?", „Delil- ah“, „Green green grass of home“, „Love me tonight" og „Help your self“. Tom Jones fæddist í bænum Pontypridd í Suður-Wales þann 7. júní 1940. Drengurinn hlaut reyndar nafnið Thomas Jones Woodward, en breytti því síðar í Tont Jones, í höfuðið á þeirri frægu skáldsagnapersónu. Hann byrjaði ungur að vinna í kola- námunum í heimabæ sínum, á sama hátt og faðir hans og forfeð- ur höfðu gert á undan honum. Pað var hins vegar söngurinn sem kom honum upp úr námunum og hóf hann til vegs og virðingar í skemmtanabransanum. Skemmti- krafta-umboðsmaðurinn Gordon Mills „uppgötvaði" Tom Jones af tilviljun og kom honum á fram- færi við „rétta“ aðila. Mills var á ferðalagi í Wales og var staddur á þorpskránni í Pontypridd er Tom Jones steig á svið og tók nokkur lög fyrir gestina, eins og hann gerði svo oft í frístundum stnum. Mills sá samstundis að þarna var á ferðinni efni í stórstjörnu. Hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér og eftirleikinn þekkja flestir. Pótt Tont Jones verði fimintug- ur í suntar, lætur hann engan bil- bug á sér finna. Hann ferðast unt heiminn þveran og endilagan og heldur tónleika, oftast fyrir fullu húsi. Gömlu lögin eru á sínunt stað á efnisskránni en hann hefur bætt mörgum nýjum við á löng- um ferli. Hann er meira að segja ennþá að koma lögum inn á topp- listana í Bretlandi og Bandaríkj- ununt, þótt hann sé löngu oröinn afi og sumir gömlu aðdáendanna séu komnir af léttasta skeiðinu... Vafalaust fýsir marga að fara á tónleika með kappanum, enda þykir sviðsframkoma hans sér- stök og tilþrifamikil. Hljómsveit- in sem leikur undir með stjörn- unni er skipuð bandarískum hljóðfæraleikurum og baksöngv- urum. Þeir voru sérstaklega fengnir til liðs við Tom Jones fyr- ir þessa hljómleikaferð, scm hófst í Helsinki í Finnlandi 13. apríl sl. og endar hér á Fróni. Miðasala og borðapantanir hófust fyrir nokkru á Hótel ís- landi og er vissara fyrir þá Tom Jones aðdáendur, sent enn hafa ekki tryggt sér miða, að hafa snör handtök. Síntinn er 91-687111. Akureyringar! OPIÐ HÚS í Hafnarstræti 90 í dag, þriðjudaginn 1. maí, frá kl. 16.00-18.00. Lítið inn og ræðið við frambjóðendur Framsóknar- flokksins til bæjarstjórnar og fáið ykkur kaffisopa um leið. Gleðilega hátíð! Framsóknarfélag Akureyrar. Tom Joncs: Fimmtugur og cnn í fullu Ijöri. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Umsókn um skólavist Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjávar- útvegsdeild. Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkrunarbraut. Við rekstrardeild eru tvær námsbrautir, iðnrekstrar- braut og rekstrarbraut. Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjávarútvegs- braut. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní 1990. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í heilbrigðisdeild er stúdentspróf, próf frá Hjúkrunarskóla Islands eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í sjávarútvegsdeild er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt svo og eins árs starfsreynsla við sjávarútveg. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félags- stofnun stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1990. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrif- stofu skólans við Þingvallastræti, sími 96-27855, frá klukkan 9.00 til 12.00. Háskólinn á Akureyri. ygrimannaskoy ^ Mvenskoy _ ~~ feamaskoy Komið og gerið góð kaup meðan úrvalið er mest Skóverslun M.H. Lyngdal E Hafnarstræti • sími 23399 Jonwmnufcíocjin ómci vimmíi jéfhi tíf ójávor ocj sveita dfm ficiffa á famUu-ocj fiátíéiscfccji afþjóífccjrar v'crfafij&sfircyjinijar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.