Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 1. mai 1990 t Kveðjuorð: Gísli Oddsson frá Hofi Fæddur 18. apríl 1896 - Dáinn 15. apríl 1990 Kvaddur er kunningi og vinur, Gísli Oddsson frá Hofi í Vopna- firöi. Með honum er fallinn einn af þeim aldamótamönnum sem ekki gleymist þeim sem honum kynntust. Ég ætla ekki aö rekja ævisögu Gísla, aðeins stikla á stóru. Miklu fremur þakka honum þau góðu kynni sem með okkur tókust. Gísli fæddistf á Hallormsstað þann 18. apríl 1896, sonur hjón- anna Þorgerðar Bjarnadóttur ættaðri úr Fljótsdal og Odds Guðmundssonar ættuðum al' Suðurlandi, en þau voru í vinnu- mennsku á Hallormsstað. Síðan liggur leið þeirra sitt á | hvað austur í Fljótsdal út um allt Hérað og upp á Jökuldal.1 Fátæktin fylgdi þeim alla tíð, þau voru ýmist í vinnumennsku eða húsmennsku sem kallað var. Börn þeirra hjóna urðu níu, fimm dóu í bernsku. Þau sem upp komust voru Gísli, Páll, Björgvin og Guðrún. Snemma fór Gísli úr foreldra- húsum og hafði því lítið af syst- kinum sínum að segja. Gísli dvaldi á mörgum bæjum á Jökul- dal mismunandi lengi á hverjum bæ. Á Hákonarstöðum féll hon- um best af þeim bæjum sem hann hafði dvaliö á þá. þvi þar lekk hann nóg að borða en það var númer eitt. Þaðan flytur hann í Skjöldólfsstaði og ætlaði að setj- ast þar að fyrir fullt og allt því þar kunni hann vel við sig og líkaði vel í alla staði. en enginn veit sín örlög fyrir, atvik varð því vald- andi að Gísli yfirgaf Skjöldólfs- staði eftir aðeins eitt ár. Par má segja að Gísli hafi yfirgefið Jökuldal fyrir fullt og allt þó hann dveldi á heiðarbýlinu Ármótaseli síðasta árið. Áður en ég yfirgef þennan þátt æviferils Gísla skal þess getið að móðir hans deyr úr mislingum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal aðeins 45 ára, og faðir hans deyr úr lungnabólgu í Klausturseli 62 ára gamall. Nú veröa þáttaskil hjá Gísla. Vorið 1932 flytur hann norður í Vopnafjörð, fyrst í Burstafell er þar í tvö ár, síðanm í Ytra-Nýp er þar í tvö ár, þá í Einarsstaði og er þar í fjögur eða fimm ár og býr þar t\ö móusIu arin. Um 1940 flytur svo Gísli í Hof til séra Jakobs Einarssonar prests og prófasts og er þar samfleytt í 27 eða 28 ár, eða þar til staðurinn fór í eyði 1968, og við Hof var Gísli kenndur síðan. Gfsli fór ekki hmgt. flutti a næsta bæ Deildarfell til Júlíu Friðbjörnsdóttur og Friðjóns Gunnlaugssonar sern þar bjuggu. Þar dvaldi Gísli fram á árið 1975 er hann flutti í Vopnafjarðar- kauptún og dvaldi þar á annað ár. Sumarið 1977 flytur Gísli norður í Eyjafjörð á Dvalar- heimilið í Skjaldarvík þar sem hann átti eftir að dvelja í tæp 10 ár. Gísli endaði samt æviferil sinn í Vopnafirði því þar dvaldi hann síðustu árin og andaðist þar. Gísla tók sárt að þurfa að yfir- gefa Vopnafjörð sem vonlegt var eins frískur og hress sem hann var þá. Elliheimili í byggingu á staðnum og hefi ég aldrei botnað í því hversu svo þurfti að fara. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá Gísla í fyrsta skipti þá var hann að reka í kaupsstað slátur- lömb frá Hofi ásamt Magnúsi ráðsmanni staðarins. Viö pabbi hittum þá rétt þegar þeir voru að koma í kauptúniö, Gísli heilsar mér með ko^si og tok up| tóbaksdósina. Þetta bjarta og broshýra andlit það leyndi sér ekki að þar var góöur drengur á ferð, enda sagði ég við pabba en þeir þekktust frá gamalli tíð, („Þetta hlýtur að vera góður maður“.) En skrautlegur þótti mér hópurinn sem þeir ráku, enda lömb Gísla öll mislit og ég held ég megi fullyrða að fáar hvítar kindur hafi hann átt eftir að hann kom í Vopnafjörð a.m.k. hann var meira gefinn fyr- ir að hafa þær fallegar á litinn hcldur cn að kynbæta og ekki hikaði Gísli við að láta vænsta hrútinn sinn í skiptum fyrir skrautlega gimbrartusku. Eftir að Gísli flutti í Deildarfell fóðraði Friðjón fyrir hann margar kindur og þar átti hann kindur eftir að hann fór það n. Gísli gaf mér kindur sem Friðjón fóðraði fyrir mig meðan hann bjó. Þó Gísli hefði gaman af kind- um þá hygg ég að hann hafi verið meira gefinn fyrir hesta og það hafa kunnugir sagt mér að hon- um hafi farist vel við þá. Á Deildarfelli átti Gísli góða daga, þó hann gæti ekki unnið sökum mæði, þá var hann lifandi í öllu sem gcrðist, fólkið var hon- um sérlega gott og eiga þau hjón- in þakkir skildar fyrir það. Én þó að Gfsli væri góður drengur, var hann ekki gallalaus frekar en aðrir. Hann var ákaf- lega viðkvæmur þoldi illa hið minnsta mótlæti, svo jafnvel smáatvik gat orðið þess valdandi að honum sárnaði illa og sat þá í honum lengi og jafnvel alltaf. Gísli var gjöfull maður svo ég taki nú ekki sterkara til orða. enda safnaði hann ekki pening- um, hann sagði mér að ef hann hefði sest aö á Skjöldólfsstöðum hefði hann orðið stórríkur, en ég held að Gísli hefði aldrei orðið ríkur á veraldlega vísu, en hann var ríkur af mörgu öðru. Sem dæini um gjalmildi h.uisei .iðeiiui 'sinni þegar hann var á Hofi fékk hann stóran happdrættisvinning. Gísla fannst þetta svo mikið að hann gaf prcsti helminginn, þetta lýsir Gísla best og ég held ég mæli þetta fyrir munn margra er þekkktu hann. Gísli dvaldist hjá mér hér á Akureyri oftar en einu sinni, mis- munandi lengi. Einu sinni fór liann með ókkur suður í Munað- arnes þar sem við dvöldum í viku, cinn daginn skruppum viö til Reykjavíkur og Gísli auðvitað með, ég spurði hann hvert hann vildi fara, hann bað mig að kcyra sig á Skólavörðustíg í Úra: og skartgripaverslun Kornelíusar, Vinningstölur laugardaginn 28. apríl ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.235.076.- O PLÚSra®ítí 4af5^P- 4 97.132.- 3. 4af5 84 7.978.- 4. 3af 5 3.278 462.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.854.392.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Þökkum innilega öllum þeim mörgu sem sendu okkur kveðjur eða vottuðu okkur samúð sína vegna andláts og útfarar föður okkar og afa, HERMANNS VALGEIRSSONAR, frá Lönguhlíð. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Mólandi, Árskógsströnd, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 28. apríl. Sigurpáll Sigurðsson. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, HEIÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, frá Auðnum í Laxárdal, S.-Þing. til heimilis að Hamarstíg 32, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Seli og Heimahjúkrunar Akureyrarbæjar. Pétur Gunnlaugsson, Gunnlaugur Pétursson, Arndís Ögn Guðmundsdóttir, Heiðrún Pétursdóttir, Arnþór Grímsson og barnabörn. I og ég held ég fari rétt mcð að þeir I hafi verið fyrrverandi mágar. Þegar inn í búðina kom sagði Gísli viö okkur hjónin að við ætt- um að velja okkur úr, sem sagt gaf okkur úr sem við eigum ennþá. Svona var Gísli sígefandi sitt á hvað. Það er sagt að þeir sem gefi fái það margfalt borgað, og sé þctta rétt þá átti þetta við Gísla, því alltaf hafði hann peninga þó tekjurnar væru litlar. Margar sögur var Gísli búinn að segja mér og hafði ég gaman af, hann sagði vel frá og minnið frábært. Gísli var tæplega meðalmaður að slærö. I'allega \a.\inn og halði mikiö dökkt og þykkt hár sem fór vel, hörundið bjart og svipurinn hreinn og fágaður. andlilið l'ell ingalaust og' brosið Ijómaði um það. Hann \ar gleðskaparmaðui. hlo oft hátt og dátt. æörulaus og bjartsýnn á hverju sem gekk, en undir niðri bjó viðkvæm sál. Ég ætlaði ekki að hafa þetta langt, ég vil og fjölskylda mín uðcins þakka honum þau góðu kynni sem með okkur tókust og fyrir allt sem hann gaf og gjörði fyrir okkur. Ég veit og er þess ullviss að þó að hann sé hoifinn íéðan, þá mætir hann góðu hinu negin. Ég votta systkinum haris og 'iðrum ættingjum og vinum mín- u' bestu samúðarkveðjur. Stefán G. Sveinsson frá IVliðhiísuni. Foreldrar! Vlða leynast hættur á heimilum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.