Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 5 -I fréttir í Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga sl. laugardag í Félagsborg: „Taka verður ýmsar ákvarðanir sem valda sársauka og óánægju‘ - sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélag Eyfírðinga hefur tapað röskum 400 milljónum króna á síðustu tveimur árum en árið 1989 var félagið rekið með verulegum halla, líkt og gerðist árið 1988. Tap síðasta árs nam 177,2 milljónum króna en tap ársins 1988 nam 235 milljónum króna. Eigin- fjárstaða félagsins versnaði því á síðasta ári og rýrnaði eigið fé og stofnsjóður félagsmanna sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknins úr u.þ.b. 40% í ársbyrjun 1989 í 33% í árslok. A aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga sl. laugardag skýrðu Jóhannes Sigvaldason stjórnar- formaður og Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri frá rekstrinum á síðasta ári. Fram kom í máli Magnúsar Gauta að 27% aukning varð í heildarveltu félagsins milli ára sem að miklum hluta skýrist af kaupum félagsins á hluta þrotabús KSÞ í Fóður- vörudeildinni. Heildarveltan nam tæpum 11 milljörðum króna á síðasta ári. Fram kemur í rekstrarreikningi að rekstrartekjur voru 7,8 millj- arðar, rekstrargjöld um 7,6 millj- arðar og hagnaður fyrir fjár- magnsliði tæplega 270 milljónir. Fjármagnsgjöld umfram fjár- magnstekjur námu röskum 400 milljónum króna en að viðbætt- um eignarsköttum, kirkjugarðs- gjaldi og áætluðum skuldatöpum upp á um 60 milljónir verður niðurstaða rekstrarreikningsins 177,2 milljónir í tap. Nota verður bætt skilyrði til að laga reksturinn Jóhannes Sigvaldason vék í ávarpi sínu að þeim aðhaldsað- gerðum sem framkvæmdar hafa verið, bæði á síðasta ári og í ár. Hann sagði stjórninni ljóst að skiptar skoðanir séu meðal manna um þessar aðgerðir. „Allt þetta gerir að verkum að við verðum að standa betur saman um þetta félag, tryggja að við getum snúið aftur þeim taprekstri sem nú er til betri vegar og tryggt Úthlutun Menn- ingarsjóðs KEA Níu aðilar hlutu styrk úr Mcnningarsjóði KEA á þessu ári. Til úthlutunar voru 450 þúsund krónur og komu 50 þúsund í hlut hvers. Eftirtaldir hlutu styrk að þessu sinni: Kristín G. Gunnlaugsdóttir vegna myndlistarnáms, Ingi- björg Elva Bjarnadóttir vegna náms í sýningar- og sviðsstjórn fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir, Kristinn G. Jó- hannsson vegna kostnaðar við listsýningu, Sigríður K. Þor- grímsdóttir vegna útgáfu rits um Þuru í Garði, Stefán Þór Sæmundsson vegna útgáfu á eigin Ijóðum og sögum, Kirkjukór Grenivíkurkirkju vegna ferðakostnaöar, Guð- mundur Ármann vegna kostn- aðar við listsýningu erlcndis, Sigurður Á. Sigurðsson vegna myndlistarnáms og Sóknar- nefnd Akureyrarkirkju vegna útgáfu á sögu Akureyrar- sókna. að Kaupfélag Eyfirðinga verði það stei ka afl í þessari byggð sem það hefur alltaf verið,“ sagði Jó- hannes Magnús Gauti tók í sama streng og sagði að með bættum ytri rekstrarskilyrðum í þjóðfé- laginu verði að nota tækifærið og laga rekstur KEA. „Það er hvorki einfalt mál né auðvelt en taka verður ýmsar ákvarðanir sem valda sársauka og óánægju. Undan því verður ekki vikist þegar menn telja að slíkar ákvarðanir séu liður í að bæta rekstur félagsins. Stefnan er og verður að gæta aukins aðhalds á öllum sviðum kostnaðar og reyna jafnframt að auka tekjur. Ef tekst að framfylgja þe,'sari stefnu og framvinda efnahagsmála verð- ur eins og vonir standa til þá mun takast að laga rekstur Kaupfélags Eyfirðinga,“ sagði Magnús Gauti. Sláturhúsið í brennidepli í umræðum á aðalfundinum sætti sú ákvörðun að úrelda sláturhús- ið á Dalvík nokkurri gagnrýni. Auk þess voru umræður um aðra tillögu félagsstjórnar til aðalfund- ar þess efnis að fundurinn feli stjórn félagsins að ákveða endan- legt verð á stórgripakjöti og húð- um sem félagið hefur tekið til sölumeðferðar með áætluðu verði á árinu 1989 þegar séð verður hvað félagið fær fyrir þessar afurðir. Flutt var tillaga um að stjórninni verði falið að ganga til samninga við Félag ey- firskra nautgripabænda um endanlegt verð á innlögðu kjöti og húðum innlögðu á árunum 1988 og 19§9. I framhaldi af þessu bauð Jóhannes Sigvaldson viðauka við fyrri tillöguna þannig að haft verði samráð við Félag nautgripabænda um ákvörðun á endanlegu verði á stórgripakjöti og húðum. Á þessa viðbót sætt- ust bændur og drógu fyrri tillög- una til baka. í umræðum á aðalfundinum eftir hádegið báru tvö mál hæst, annars vegar staða samvinnu- hreyfingarinnar og hlutur KEA þar og hins vegar aðhaldsaðgerð- ir og uppsagnir hjá fyrirtækinu í vetur. Staða samvinnu- hreyfíngarinnar Árni Jóhannsson vakti máls á stöðu samvinnuhreyfingarinnar og taldi nauðsynlegt að fá fram afstöðu fundarntanna gagnvart henni og hvort bæri að sveigja í einhverju af þeirri braut sem mörkuð hefði verið. Kristján Theodórsson sagðist telja það ranga skilgreiningu að SÍS væri stóri bróðir. Þvert á móti væru kaupfélögin og þ.m.t. KEA grunneiningar SIS. Kristján kvaðst setja stórt spurningar- merki við víðfeðman rekstur SÍS á höfuðborgarsvæðinu. Kristján vék að launamálum innan sam- vinnuhreyfingarinnar og sagði það sína skoðun að í launum ætti starfsfólk að standa sem jafnast að vígi. Laun toppanna í SÍS væru of há miðað við þá sem minnst bæru úr býtum. „Hæfi- leikar stjórnenda fara ekki aðeins eftir því hvað þeim er borgað í laun,“ sagði Kristján. Ragnar Sverrisson taldi nauð- syniegt að standa vörð um sam- vinnuformið og sú þróun að breyta fyrirtækjum í samvinnu- rekstri í hlutafélög væri uggvæn- leg. Nefndi hann Miklagarð í því sambandi. Ragnar sagði raun- hæfustu leiðina að virkja starfs- menn og framleiðendur innan KEA í að efla samvinnuformið og ekkert fyrirtæki væri betur til þess fallið að snúa vörn í sókn en einmitt KEA. Breyting á samvinnulögum Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að með lagabreytingum hefði verið rýmkaðar reglur varð- andi hlutafélög en beðið væri eft- ir úrbótum með reglur um sam- vinnufélög. Von stæði til að úr rættist innan tíðar. Jóhannes Geir sagði að númer eitt væri að bæta rekstur SÍS en í öðru sæti kæmi síðan að finna félaginu hentugt rekstrarform til lengri tíma. Valdirnar Bragason taldi ástæðu til að blása lífi í sam- vinnufélagsformið og undir það tók Jóhann Ólafsson. Jóhann taldi Framsóknarflokkinn hafa látið íhaldið teyma sig út í það fen og ógöngur sem samvinnu- rekstur væri kominn í, m.ö.o. ekki varið samvinnuhreyfinguna eins og nauðsynlegt hefði verið. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknar- flokksins, sagði þetta ekki rétt mat hjá Jóhanni. Staðreyndin væri sú að þræðir samvinnuhreyf- ingarinnar næðu inn í alla stjórn- málaflokka, Framsóknarflokkinn eins og aðra flokka. Skeggrætt um uppsagnir Miklar umræður spunnust um til- lögu Gunnars Hallssonar um stuðningsyfirlýsingu við stjórn KEA og kaupfélagsstjóra vegna ýmissa erfiðra ákvarðana að undanförnu. Sveinn Jónsson sagðist að sumu leyti skilja aðgerðir stjórnar KEA og að sumu leyti alls ekki. Hann kvað undarlegt að hafi þurft 30-40 ár fyrir fyrirtækið að uppgötva að það hefði ekki not fyrir ákveðna starfsmenn. Hann sagðist ekki geta skrifað upp á það að eina úrræðið í erfiðri stöðu væri að draga saman seglin, eins og gert hafi verið. Þorgerður Guðmundsdóttir sagðist hafa verið undrandi yfir tillögu Gunnars Hallssonar. Hún sagðist hafa verið ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf og sárt væri að vera rekin út á gaddinn mcð fúsar vinnuhendur. Þorgerður sagðist þó skilja afstöðu kaupfé- lagsstjóra og vita að hann vilji félaginu vel. Þó sagðist hún líta svo á að framkvæmd uppsagn- anna hafi verið fljótræði. Vegna þessara orða Þorgerðar sagði Ragnheiður Sigurðardóttir að uppsagnir væru alltaf sárs- aukafullar, en ekki væri hægt að líta svo á að starfsmenn KEA væru æviráðnir. Jóna Steinbergsdóttir sagði uppsagnirnar mjög harkalegar. Hún sagði tillögu Gunnars um traustyfirlýsingu við stjórn KEA og kaupfélagsstjóra til skammar og hún myndi greiða atkvæði gegn henni. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagstjóri, lagði orð í belg og sagði ljóst að uppsagnirnar kæmu illa við þá sem yrðu fyrir þeim. Uppsagnir væru aðgerð sem menn vildu draga í lengstu lög. „Við eigum í miklum vanda og við verðum að bregðast við honum,“ sagði kaupfélagsstjóri. „Það verður að draga úr kostnaði og ég ásaka sjálfan mig fyrir að hafa ekki brugðist fljótar við. Þá hefði tapið orðið minna,“ sagði hann ennfremur. I lok fundarins var stjórnar- kjör. Stjórn KEA var öll endur- kjörin. Stefán Vilhjálntsson var kjörinn sem varamaður í stað Þóroddar Jóhannssonar, sem lést á árinu 1989. JÓH/óþh Samþykktir aðalfimdar Eftirtaldar samþykktir voru gerðar á aðalfundi KEA. Aðalfundur KEA haldinn 28. apríl í Félagsborg lýsir yfir, í ljósi gífurlegra erfið- íeika í rekstri KEA, fullum stuðningi við sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir kaupfé- lagsstjóra og hvetur hann til að neyta allra ráða við að snúa vörn í sókn. (Flutningsmaður: Gunnar Hallsson.) Aðalfundur KEA haldinn í Fclagsborg 28. apríl 1990 legg- ur til að stofnaður verði starfs- hópur áhugamanna til að kanna valkosti í samvinnu- rekstri þ.á.m. fá upplýsingar um samvinnufélögin í Mon- dragon á Spáni. Tilgangur hópsins sé að leggja fram til- lögur í umræðuna um framtíð samvinnurekstrar vegna hugs- anlegra breytinga úr sam- vinnuformi í hlutafélagsform. Hópurinn kanni hvaða fyrir- myndir eða þættir úr vel- heppnuðum samvinnufélögum mætti nota til að efla sam- vinnurekstur á Akureyri og jafnvel landinu öllu. (Flutn- ingsmaður: Ragnar Sverris- son.) Aðalfundur KEA haldinn í Félagsborg á Akureyriu 28. apríl 1990 samþykkir með til- vísun til 26. gr. Samþykkta Kaupfélags Eyfirðinga frá 6. maí 1989 að fella úr gildi Reglugerð um varasjóð frá 22.-23. apríl 1927 og 17. apríl 1941, í heild sinni. Aðalfundur KEA haldinn í Félagsborg á Akureyri 28. apríl 1989 samþykkir með til- vísun til 26. gr. samþykkta Kaupfélags Eyfirðinga frá 6. maí 1989 að fella úr gildi Reglugerð um útibú KEA frá 26. mars 1934. Reglugerðin, sem er 8 greinar falli brott t heild sinni. FISKKAUP - KVÚTI Óskum eftirskipum í viöskipti. Kaupum allar tegund- ir fiskjar. Getum lagt fram kvóta ef með þarf. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast hafiö samband viö Magnús í síma 95-35207. Haldið verður byrjendanámskeið í WordPerfect 5.0 ritvinnslu Námskeiðið verðnr haldið á kvöld- in og hefst 3. maí n.k. Framlialdsnámskeið verður haldið síðar. Iiiiiritiiii er liafin. S E Kennarar athugið. Verkefna- og styrkjarsjóður K.í. greiðir námskostnað að fullu. Tökufræðslan Akureyri h£ Glcrárgötu 34. IV. hæð. Sími 27899.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.