Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 9 JÚdÓ: KA-menn unnu 11 titla af 17 á íslandsmeistaramóti 17 ára og yngri KA-mcnn náðu frábærum árangri á íslandsmeistaramóti drengja yngri en 15 ára og pilta yngri en 17 ára í júdó sem fram fór í Grindavík á laugardag. KA-menn unnu 11 titla af 17 og til samanburðar má nefna að Ármenningar, sem komu næstir, unnu 3 titla. Reyndar má segja að nafn mótsins sé örlítið villandi því í liði KA var ein stúlka og vann hún að sjálf- sögðu til verðlauna. KA-menn sendu 59 keppendur til leiks að þessu sinni en alls voru keppendur á mótinu 150 talsins. Flestir voru á því að mót þetta hafi verið það sterkasta hingað til og það besta frá tæknilegum sjónarhóli séð. Keppt var í 17 aldurs- og þyngdarflokkum og eins og fyrr segir voru KA-menn mikið í sviðsljósinu og unnu 11 íslands- meistaratitla og alls unnu þeir 26 sinnum til verðlauna. Ármenn- ingar unnu 3 titla, Júdófélag Reykjavíkur 2 og Grindvíkingar I. Þessi árangur KA-manna kem- ur ekki á óvart þar sem þessi úr- slit eru á svipuðum nótum og ver- ið hefur frá árinu 1985. Hér á eftir fer listi yfir þá KA- menn sem unnu til verðlauna á mótinu. 15-16 ára, -60 kg: 1. Sævar Sigursteinsson. 3. Baldvin Kristjánsson. 13-14 ára, +55 kg: 2. Ari Kolbeinsson. 13-14 ára, -55 kg: 1. Ómar Arnarson. 2. Friðrik Heiðar Pálsson. 13-14 ára, -45 kg: 1. Elmar Elíasson. 13-14 ára, -38 kg: 1. Max Jónsson. 11-12 ára, +45 kg: 2. Einar Pálsson. 3. Ragnar Ólafsson. 11-12 ára, -45 kg: 2. Sverrir Jónsson. 3. Heiðar Örn Ómarsson. 11-12 ára, -40 kg: 1. Smári Stefánsson. 11-12 ára, -35 kg: 1. Víðir Guðmundsson. 9-10 ára, +40 kg: 1. Atli Pórarinsson. 9-10 ára, -40 kg: 1. Jóhann Kristinsson. 2. Jón K. Sigurðsson. 3. Birna Baldursdóttir. 9-10 ára, -30 kg: 1. Hilmar Stefánsson. 3. Helgi Stefánsson. 7-8 ára, -30 kg: 1. Kjartan Þórarinsson. 2. Valur Albertsson. 3. Jóhann Gunnarsson. 7-8 ára, -25 kg: 2. Ingólfur Axelsson. 3. Björn Harðarson. 5-6 ára (einn flokkur): 1. Arnar Hihnarsson. 3. Andri Karlsson. KA-menn stóðu sig frábærlega á Islandsmótinu um helgina og voru yfírburðir þeirra miklir. Mynd: KL Akureyrarmótið í svigi: Valdemar og Guðrún meistarar Guðrún H. Kristjánsdóttir og Valdemar Valdimarsson urðn um helgina Akureyrarmeistar- ar í svigi. Valdemar sigraði í karlaflokknum eftir nokkuð harða keppni við Jóhannes Baldursson en Guðrún var sú eina í kvennaflokknum sem lauk keppni enda mættu að- eins tveir keppendur til leiks. Keppt var í flokki fullorðinna. 15-16 ára og 12 ára og yngri. Mótið átti upphaflega að fara fram á laugardeginum en var frestað um einn dag vegna veðurs. Á sunnudeginum var veður hins vegar með besta móti og það sama má segja um færið. Konur: 1. Guðrún H. Kristjánsd., KA 1:36.17 Karlar: 1. Valdemar Valdimarsson, KA 1:28.54 2. Jóhannes Baldursson, KA 1:29.02 3. Kristinn H. Svanbergsson, KA 1:30.07 4. Rúnar Ingi Kristjánsson, KA 1:36.21 Stúlkur 15-16 ára: 1. Linda Pálsdóttir, KA 1:44.03 Knattspyrna: KA-menn unnu Tactic-mótið - lögðu Þór 2:0 í síðasta leiknum Islandsmcistarar KA sigruðu á Tactic-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Sana-vellinum á Akureyri um helgina. KA sigr- aði Þór 2:0 í síðasta leik móts- ins og tryggði sér þar með sigurinn. Leiftur frá Olafsfirði varð í öðru sæti í mótinu, Þórs- arar í því þriðja og Tindastóll rak lestina. KA-menn hófu mótið með 4:2 sigri á Tindastól. Stólarnir opn- uðu leikinn á sjálfsmarki en Kjartan Einarsson bætti öðru marki við fyrir KA fyrir hlé. í síðari hálfleik náðu Skagfirðing- arnir að jafna nreð mörkum Stef- áns Pcturssonar og Sverris Sverrissonar en KA-menn tryggðu sér sigur með marki frá Jóni Grétari Jónssyni og öðru frá Kjartani. Sama dag léku Þór og Leiftur og skildu þau jöfn, 1:1. Siguróli Kristjánsson náði forystunni fyrir Þór í fyrri hálfleik en Ómar Torfason jafnaði metin fyrir Leiftur með skallamarki. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í leiknum en Þórsarar fengu þó fleiri færi. Á laugardeginum léku KA og Leiftur og aftur varð jafnt, að þessu sinni 2:2. KA-menn náðu tveggja marka forskoti með mörkum frá Jóni Grétari Jóns- syni en Leiftursmenn gáfust ekki upp'og jöfnuðu í síðari hálfleik. Örn Torfason skoraði fyrra mark Leifturs og Helgi Jóhannsson það seinna. Síðar sama dag sigraði Þór Tindastól 1:0. Þórsarar mættu til leiks með hálfgert b-lið en virtust þó heldur sterkari mest allan tímann. Valdimar Pálsson skor- aði mark Þórs úr vítaspyrnu. Á síðasta degi mótsins vann Leiftur nokkuð öruggan sigur á Tindastól, 3:0. Hörður Benónýs- son skoraði tvívegis fyrir Leiftur og Helgi Jóhannsson einu sinni. Leiftursmenn höfðu svo sem enga yfirburði á vellinuni en sköpuðu sér mun fleiri færi og sigur þeirra var sanngjarn. KA-menn höfðu nokkra yfir- burði í síðasta leik mótsins gegn Þór. Nánast allt spil sem sást var þeirra og þrátt fyrir að aðstæður geti vart talist marktækar verður liðið að teljast til alls líklegt í sumar. Kjartan Einarsson skor- aði fyrra mark KA úr aukaspyrnu og hefði Friðrik átt að verja það skot. í síðari hálfleik bætti svo Bjarni Jónsson öðru marki við eftir góðan undirbúning Kjartans. KA-menn voru vel að sigrinum í mótinu komnir og voru greini- lega með sterkasta liðið. Þórsarar virðast ekki nægilega vel undir- búnir ennþá en hlutirnir gætu smollið saman hjá þeim á þeirn vikum sem enn eru í mót. Lcift- ursmenn eru nokkuð sprækir en Tindastólsliðið lofar ekki góðu og á sennilega erfitt sumar í vændum. 2. Sísý Malmquist, Þór 1:47.47 3. Harpa Hauksdóttir, KA 1:53.13 4. Inga Huld Sigurðardóttir, Þór 1:56.26 Piltar 15-16 ára: 1. Gunnlaugur Magnússon, KA 1:36.14 2. Ellert Þórarinsson, KA 1:44.20 3. Bjarni Bærings Bjarnas., KA 2:10.40 Stúlkur 11-12 ára: 1. Hrefna Óladóttir, KA 59.30 2. Brynja Þorsteinsdóttir, KA 59.44 3. Andrea Baldursdóttir, KA 1:04.04 4. Auður K. Gunnlaugsd., KA 1:04.20 5. Hallfríður Árnadóttir, KA 1:06.56 Piltar 11-12 ára: 1. Fjalar Úlfarsson, Þór 1:06.70 2. Guðmundur Ketilsson, KA 1:08.43 3. Jakob Gunnlaugsson, Þór 1:08.51 4. Erlingur H. Sveinsson, Þór 1:13.92 5. Jóhann Arnarson, Þór 1:14.04 Stúlkur 10 ára: 1. Guðrún Valdís Halldórsd., Þór 48.63 2. Halla Hafbergsdóttir, Þór 50.11 3. Anna María Öddsdóttir, Þór 51.46 4. Sigríður Jóna Ingadóttir, Þór 52.37 5. María Benediktsdóttir, Þór 54.02 Piltar 10 ára: 1. Óðinn Árnason, Þór 48.05 2. Rúnar Friðriksson, Þór 50.18 3. Karl H. Hákonarson, Þór 51.72 4. Ágúst Lárusson, Þór 53.73 5. Sævar Már Guðmundsson, KA 54.85 Stúlkur 9 ára: 1. Dagný Kristjánsdóttir, KA 1:21.06 2. Rósa María Sigbjörnsd., KA 1:23.04 3. Sólveig Rósa Sigurðard., Þór 1:23.12 4. Stefanía Steinsdóttir, Þór 1:23.41 5. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir, KA 1:24.65 Piltar 9 ára: 1. Jóhann Þórhallsson, Þór 2. Hjörtur Jónsson, KA 3. Rúnar Jónsson. Þór 4. Hörður Rúnarsson, Þór 5. Þórarinn Jóhannsson, Þór Stúlkur 8 ára: 1. Ása Katrín Gunnlaugsd., KA 2. Hildur Aðalbjörg Ingad., Þór 3. María Stefánsdóttir, KA 4. Borghildur Sif Marinósd., Þór 5. Auður Dóra Franklín, KA Piltar 8 ára: 1. Kristinn Magnússon, KA 2. Matthías Þór Hákonars., Þór 3. Jón Orri Guðjónsson, KA 4. Birgir Már Harðarson, KA 5. Eðvarð Eðvarðsson, Þór Stúlkur 7 ára: 1. Hildur Jana Júlíusdóttir, KA 2. Arna Arnarsdóttir, KA 3. Ragnh. Tinna Tóntasd., KA 4. Ólöf Rún Valdimarsd., Þór 5. Þóra Pétursdóttir Piltar 7 ára: 1. Egill Jóhannsson, KA 2. Jón Víðir Þorsteinsson, KA 3. Gunnar Valur Gunnarss., Þór 4. Birkir Baldvinsson, KA •5. Eiríkur lngi Helgason, Þór 1:10.23 1:18.72 1:20.84 1:21.29 1:21.57 1:20.66 1:25.25 1:29.24 1:29.35 1:29.56 1:20.85 1:27.56 1:32.16 1:34.02 1:37.65 1:23.70 1:23.75 1:25.26 1:31.70 1:33.17 1:21.23 1:26.06 1:28.82 1:29.49 1:30.29 Íslandsglíman: Eyþór í 3. sæti - yfirburðir Ólafs Hauks Eyþór Pétursson úr HSÞ hafn- aði í 3. sæti í Íslandsglímunni sem fram fór í íþróttahúsi Kcnnaraháskólans á laugar- dag. Sigurvegari varð Ólalur Haukur Ólafsson úr KR en hann var í nokkrum sérflokki á ntótinu. Ólafur hefur verið nánast ósigrandi síðustu þrjú ár. Arnþór Friðriksson úr HSÞ varð í 4.-5. sæti á mótinu en aðrir Þingeyingar urðu neðar. Sex Þingeyingar tóku þátt að þessu sinni. Frammistaða Þingeyinga bar þess nokkur merki að brösuglega gekk fyrir þá að komast á mótsstað. Mikil seinkun var á flugi og þegar glímukapparnir komust suður var klukkan orðin margt og ekki um annað að ræða en að skipta unt föt í rútunni á leið frá flugvellinum. Þeir komu síðan inn og byrjuðu nánast beint að glíma án allrar upphitunar. Nokkurrar óánægju gætti með- al keppenda vegna þess mikla hraða sem var á mótinu en hann stafaði af beinni sjónvarpsút- sendingu. Var mótið keyrt það mikið áfram að það kom niður á keppendum og voru margir glímumenn ekkert of ánægðir með þetta fyrirkomulag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.