Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 3 fréttir í- Staðsetning nýs álvers hér á landi: Atlantal og iðnaðarráðuneytið óska upp- lýsinga frá sveitarfélögum á svæðinu Sveitarfélögum á Eyjafjarðar svæðinu er nú að berast bréf frá Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- ráðherra, þar sem fjallað er um samninga um nýtt álver. Meðfylgjandi þessu bréfi er bréf frá Atlantal hópnum þar sem í er að finna ýmsar spurn- ingar um Eyjafjarðarsvæðið en þessir aðilar eru nú að viða að sér ýmsum upplýsingum um þá staði sem til greina þykja koma fyrir nýtt álver á íslandi. Fram kemur m.a. í bréfi ráðherra að gert er ráð fyrir að Atlantal- álverið greiði 100 milljónir króna í veltuskatt sem áætlað er að skipta áþekkt og um landsútsvar væri að ræða, þ.e.a.s. að 1/4 renni til við- komandi sveitarfélaga en 3A verði varið til byggðamála. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, vitnaði til innihalds þessa bréfs á upplýs- ingafundi um álver við Eyjafjörð sem nokkrir aðilar efndu til í Hlíðarbæ í fyrrakvöld. Þarf 70 ha. lands í heimildarlögum fyrir nýtt álver verði kveðið á um 0,75% fast- eignagjald sem gæti numið 75 milljónum króna á ári. Pessi upp- hæð rynni til viðkomandi sveitar- félaga. Um lóðar- og skipulags- mál segir í bréfinu að við það hafi verið miðað að ríkið og hlutað- eigandi sveitarfélög keyptu land það sem álverið yrði byggt á en leigðu álverinu afnot þess til langs tíma. Samkvæmt forsend- um Atlantal-aðilanna þurfi nýtt álver um 70 ha. lands með mögu- leika til stækkunar í 100 ha. í þessu bréfi kemur einnig fram að nýtt álver sem framleiðir 200 þúsund tonn af áli árlega þarf um 6 milljónir tonna af vatni. á ári til kælingar. Því þurfi að liggja fyrir hvort nægilegt vatn er til- tækt með viðráðanlegum til- kostnaði en hugsanlega mun álverið sjálft sjá um vatnsöflun. Um umhverfismál segir að lögð sé áhersla á af hálfu iðnaðarráðu- neytisins að tryggja fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir. „Atl- antal-aðilarnir hafa lagt mikla áherslu á að samningur um meg- inskilmála varðandi útblástur frá álverinu og aðrar mengunarvarn- ir verið undirritaður samhliða undirritun aðalsamnings um nýtt álver... Hafi sveitarfélögin sér- staka skoðun á þessu máli er æskilegt að koma þeim á fram- færi sem fyrst,“ segir iðnaðarráð- herra. Vothreinsibúnaðar verður að krefjast Á fundinum í Hlíðarbæ ræddi Hörður Kristinsson, grasafræð- ingur um áhrif flúors á gróður. Hann sagði áhrif flúormengunar á gróðursamfélög þau að þolnar tegundir nái yfirhöndinni yfir næmum tegundum. Um athugan- Ólafur Ragnar Grímsson á fundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri: Sanmingar um álver ekki í hendi - hallar á fyrirmyndarríki hægri stefnunnar í samanburði við ísland Á þessari sfundu liggur ekkert fyrir um að jákvæð niðurstaða náist í samningum íslenskra stjórnvalda og þriggja aðila í Atlantal-hópnum um byggingu álvers .g íslandi. Eftir er að semja um mörg mikilvæg atriði í þessu sambandi, s.s. orku- verð, skattamál og umhverf- ismál. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármála- ráðherra, á opnum fundi á Akur- eyri sl. sunnudagskvöld, en þar ræddi hann um stöðu efnahags- tnála og það hálfa annað ár sem hann hefur setið í stóli fjármála- ráðherra. Að afloknu ítarlegu inngangs- erindi svaraði Ólafur Ragnar spurningum fundarmanna og var greinilegt að þeim lék mest for- vitni að vita afstöðu ráðherrans til byggingar álvers við Eyja- fjörð. Hann lagði mikla áherslu á að samningar um nýtt álver væru ekki í hendi. Fjármálaráðherra sagði að fyrir lægi að ef samning- Fjársöfnun til byggingar dýraspítala á Akureyri: Reiknmgsnúmerið er 0-302-26-2119 Eins og Dagur greindi frá á föstu- daginn, stendur nú yfir fjársöfn- un til byggingar dýraspítala á Akureyri. I frétt blaðsins kom fram að aðstandendur söfnunar- innar hafa stofnað reikning í Búnaðarbanka íslands á Akur- eyri og eru áhugamenn um mál- efnið hvattir til að láta fé af hendi rakna. Sérstök athygli er vakin á því að í reikningsnúmerinu, sem gefið var upp fyrir helgi, misrit- aðist einn stafur og er beðist vel- virðingar á þeim mistökum. Rétt reikningsnúmer söfnunarinnar er 0-302-26-2119. Gíróseðlar vegna söfnunarinn- ar liggja frammi í pósthúsum, bönkum og sparisjóðum á svæð- inu. ar tækjust gæti bygging álvers verið þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd og þenslu myndi ekki gæta í sama mæli ef það yrði byggt utan höfuðborgarsvæðis- ins. Hann vildi ekki kveða upp úr um líklega staðsetningu álvers hér á landi, en sagði rétt að nýlega hafi Keilisnes á Reykja- nesi komið inn í umræðuna. í þessu sambandi nefndi Ólafur Ragnar að vegna breyttrar heimsmyndar væri í sínum huga ekki spurning að herinn á Mið- nesheiði færi af landi brott, held- ur hvenær. Þá væri eðlilegt að menn færu að huga að uppbygg- ingu atvinnutækifæra á Suður- nesjum í staðinn. Hins vegar sagðist ráðherra hafa verið hrif- inn af þeirri mynd í byggðalegu tilliti að byggja næstu stórvirkjun á Austurlandi, næstu stóriðju á Norðurlandi og næstu jarðgong á Vestfjörðum. Fjármálaráðherra sagði að margt benti til að nú væri að nást langþráður stöðugleiki í efna- hagslífinu. Hann sagði að það væri ekki því að þakka að ráð- herrar í núverandi ríkisstjórn væru galdramenn, heldur hitt að breytt hefði verið um áherslu í stjórn efnahags- og ríkisfjármál- anna. Hann sagði að gjarnan væri litið til höfuðvígis hægri stefn- unnar, Bretlands, sem fyrir- myndaríkis í efnahagsstjórnun, en samkvæmt spá fyrir vfirstand- andi ár hallaði á Thatcher í samanburði við ísland. Þannig væri spáð meiri verðbólgu þar á bæ en á Islandi, óhagstæðari við- skiptajöfnuði, meiri atvinnuleysi, hærri kjörvöxtum óverðtryggðra lána og hærri sköttum í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Ólaf- ur Ragnar lagði mikla áherslu á að auka vægi tekjuskattsins og að sama skapi að draga úr neyslu- sköttum. Hann sagði vel koma til greina að hækka tekjuskattinn um 2-3% og þeir peningar gengju allir beint til hækkunar persónu- afsláttar, barnabóta og húsa- leigubóta, einkum til einstæðra foreldra. óþh ir á gróðri í námunda við álverið í Straumsvík sagði hann sýnileg- an verulegan mun á gróðri innan tveggja kílómetra marka og utan. Á fundinum höfðu einnig framsögu þau Gunnhildur Braga- dóttir, sem ræddi um félagsleg áhrif af byggingu álvers og Tóm- as Gunnarsson lögfræðingur sem ræddi um þjóðhagsleg áhrif. Sig- urborg Daðadóttir dýralæknir ræddi í erindi sínu þau áhrif sem flúormengun hefur á búfé. Hún taldi raunhæft að gera ráð fyrir að 1 kg. af flúor á hvert framleitt áltonn sleppi út í andrúmsloftið. Um hreinsibúnaðinn sagði hún að ef álver yrði sett niður í Eyja- firði þá megi fólk sætta sig við annað en þar verði fullkominn vothreinsibúnaður. Nánar verður greint frá ein- stökum erindum á fundinum í blaðinu á fimmtudag. JÓH ATTÞU HLUTABRÉF SEM Við staðgreiðum hlutabréf í eftirtöldum félögum, samdægurs: ---------------•----------*— Eimskipafélagi íslands, Olíufélaginu, Skagstrendingi, Sjóvá-Almennum. VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉIAGSINS HE Ráðhústorgi 3, Akureyri. Upplýsingar veitirÁstaBragadóttir, S: 11100 EININGAHÚS Húsbyggjendur - verktakar. Framleiðum í steyptum einingum íbúðarhús, gripahús og iðnaðarhús. Hringið og leitið upplýsinga í síma 96-21255. Sendum myndabæklinga og verðlista. MOL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Þú byggir ódýrara með okkar aðferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.