Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 20
Akureyri, þriðjudagur 1. maí 1990 Kodak Express Gædaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni ^esta ^PediGmyndir' l&K Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. WpWWWiBMWi^llllllllllllllllHIIHIIIiaillllllllllllHllllllllllllllltM Fjölmcnni var á Húsavíkurflugvelli á laugardaginn þcgar forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hcimsótti Húsvíkinga í tilefni 40 ára afmælis bæjarins. Mynd: im Aðalfundur Norðurlandsdeildar SÁÁ: Glæsilegur árangur af meðferð á göngudeild - áfengismeðferð í vernduðu umhverfi ekki alltaf nauðsynleg Aðalfundur Norðurlandsdcild- ar SAA var haldinn á Akureyri í gær og þar gerði Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi, m.a. grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur með starfi göngu- deildarinnar á Akureyri. Hann þykir mjög glæsilegur til þessa og má nefna að tólf einstakl- ingar, sem aldrei höfðu farið í áfcngismeðfcrð, komu til með- ferðar á göngudeild SAA-N og hafa níu af þessum tólf ekki drukkið aftur, tveir drukku eitt kvöld en náðu sér aftur á strik. Ingjaldur segist í mörgum til- fellum ekki sjá ástæðu til að senda menn til nteðferðar í vernduðu umhverfi, en hvers vegna skyldi þessi góði árangur einmitt nást á Akureyri? „Ég get ímyndað mér að vegna fjarlægðar við Vog hafi myndast jákvætt andrúmsloft fyrir þessari tilraun á Akureyri. Það er ekki eins létt fyrir alkóhólista hér að skjótast í meðferð eins og á höf- uðborgarsvæðinu og menn virð- ast ■ fúsir til að prófa eitthvað annað,“ sagði Ingjaldur. Akureyringar sigruðu í Landsleiknum: „Þetta voru góðar spumingar“ - sagði Guðmundur Gunnarsson, Reykjavíkurskelfir Lið Ákureyringa sigraði lið Reykvíkinga með miklum glæsibrag í úrslitakeppni Landsleiksins Bæirnir bítast sem sýnd var í beinni útsend- ingu á Stöð 2 sl. sunnudags- kvöld. Keppnin var jöfn og spennandi framan af en síðan fór heilastarfsemi Akureyringa í gang svo um munaði og í lok- in höfðu þeir fengið 42 stig gegn 24 stigum Reykvíkinga. Sigurlið Akureyringa var skip- að þeim Guðmundi Gunnarssyni, fulltrúa, Helgu Erlingsdóttur, nema, og Jónasi Baldurssyni, verkamanni. Þau náðu ákaflega vel saman og búa greinilega yfir margþættri þekkingu og fróðleik úr ýmsum áttum. Reykvíkingar höfðu einu stigi betur eftir fyrsta hluta spurninga- keppninnar en síðan náðu Akur- eyringar forystu og létu hana ekki af hendi. Bilið breikkaði stöðugt. Guðmundur gaf tóninn með því að gjörþekkja íslenska ráðherra frá fyrri tímum og í vís- bendingaspurningunum voru Reykvíkingar grátt leiknir. „f>etta fór betur en ætla mátti fyrirfram. Maður áleit þetta vera hina öflugustu andstæðinga. Pað seig alltaf á ógæfuhliðina hjá þeint og það hefur dregið úr þeim máttinn. En þetta voru góðar spurningar,“ sagði Guðmundur Gunnarsson í samtali við Dag í gær. Ein spurningin í vísbendinga- hlutanum varðaði vökva og fyrsta vísbendingin var fólgin í nafni hans á arabísku. Guðmundur svaraði hiklaust rétt, skyldi hann kunna arabísku? „Nei, en ég vissi það að alkó- hól er eitt af örfáum orðum úr arabísku sem notuð eru í ís- lensku og þá var bara að skjóta á það,“ sagði Guðmundur og var hann að vonunt ánægður með það að koma með sigurlaunin til Akureyrar. SS „Sú staðreynd er að renna upp að það er hægt að ná, reyndar með völdum hóp einstaklinga, síst lakari árangri á göngudeild en á meðferðarstofnun. Þetta finnst mér stórkostlegt," sagði Ingjaldur í samtali við Dag, en þessi tilraun, að fara beint í stuðningshóp án undangenginnar meðferðar mun vera nýjung hér á landi. Hann bendir á að það sé mjög dýrt að senda fólk í 6 vikna með- ferð á stofnunum og augljóslega ntikill ávinningur fyrir einstakl- inginn ef hann getur náð sama árangri á göngudeild. Hann getur þá unnið samhliða meðferðinni og engin röskun á heimilishögum þarf að koma til. í grein sem birtast mun í Degi segir Ingjaldur: „Á þessunt fjórt- án mánuðum, frá því fyrsti ein- staklingurinn sem aldrei hafði farið í meðferð byrjaði að mæta á göngudeild, hef ég tekið tólf slíka einstaklinga af báðum kynjum til meðerðar í stuðningshópnum. Af þessum tólf hafa níu ekki drukk- ið áfengi aftur, tvö hafa drukkið í tilraunaskyni eitt kvöld, en komu strax aftur í stuðninginn og eru edrú síðan. Einn hefur drukkið áfram með líku mynstri og áður. Hafa ber í huga áður en við blás- um út þessar árangurstölur meira en orðið er, að hér er vart um meira en fáa mánuði að ræða hjá suntum, lengri tíma hjá öðrum, en byrjunin lofar góður og ég mun svo sannarlega halda þessu starfi áfram.“ SS Forstöðumaður Húsnæðisskrifstofu á Akureyri: Guðríður Friðriksdóttir ráðin Blönduvirkjun: SH verktakar hf. lægstir - í byggingu starfsmannaskála Landsvirkjun hefur opnað til- boð í starfsmannaskála við Blönduvirkjun. Tilboðið fól í sér byggingu vistarvera starfs- fólks með mötuneyti og geymslum. Einnig var innifalin frágangur lóðar og vegar að húsinu. Húsið verður tveggja hæða með risi og kjallara alls 2180 fermetrar að gólffleti. Verklok við húsið eru áætluð seinni hluta næsta árs og skal hús- inu skilað full frágengnu. Alls bárust ellefu tilboð í verkið. Þrjú lægstu voru; SH Verktakar hf. Tilboð 1. Hljóðar upp á 259.060.490 króna sem er 85,1% af kostnaðaráætlun. SH Verktakar hf. voru einnig með næst lægsta tilboðið. Það hljóðaði upp á 259.149.632 sem er 85,2% af áætlun. Hagvirki hf. var með þriðja lægsta tilboðið. Hljóðaði það upp á 260.560.546 króna sem er 85,5% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun sérfræðinga hljóðaði upp á rúrnar 304 rnillj- ónir króna. Tilboðin verða könn- uð nánar með tilliti til útboðs- gagna og mun Stjórn Landsvirkj- unar taka ákvörðun urn hvaða til- boði skuli tekið. kg Lokahelgi Sæluviku fór að mestu leyti friðsamlega fram í Skagafirði. Dansleikir voru víða á laugardagskvöld m.a í Miðgarði Varmahlíð og Bifröst Sauðárkróki. Ölvun var nokk- ur á Sauðárkróki á laugardags- kvöld þó ekki meiri en vant er í lok Sæluviku. Þrír bílstjórar á Sauðárkróki voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur á laugardagskvöld. „Þetta voru róleg Sæluvikulok fyrir utan Guðríður Friðriksdóttir, þrí- tugur byggingaverkfræðingur, hefur verið ráðin forstöðumað- ur væntanlcgrar Húsnæðis- skrifstofu á Akureyri. Guðríð- ur tekur við starfinu 1. júní. Dan Jens Brynjarsson, for- maður rekstrarnefndar Húsnæðisskrifstofunnar, segir að nítján umsækjendur hafi verið unt stöðuna. Húsnæðisskrifstofan tekur til starfa næsta sumar, en Guðríður mun fyrst í stað annast iskipulagningu starfseminnar og undirbúa opnunina. ölvunaraksturinn. Þó voru dans- leikir víða í firðinunt á laugar- dagskvöld,“ sagði Björn Mikaels- son yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki. Rólegheit voru einnig hjá lög- reglunni á Blönduósi um helgina. Að sögn lögreglunnar þar fara annir sumarsins þó brátt að hefjast. Fljótlega verða hafnar radarmælingar í nágrenni Blöndóss. Það er eins gott fyrir ökufanta að hægja á sér í gegnum Húnavatnssýslunnar. kg Sauðárkrókur: Róleg helgi hjá lögreglu Guðríður hefur sinnt ýmsum verkefnum á Akureyri, m.a. unn- ið að ákveðnum verkum fyrir Stjórn verkamannabústaða í bænum, einnig hefur hún starfað hjá verkfræðiskrifstofum, og vann nýlega við hluta deiliskipu- lags Oddeyrar. Dan Jens Brynjarsson segir að meðal næstu verkefna sé ráðning á öðru starfsfólki Húsnæðis- skrifstofunnar, en af þeim ráðningum er ekkert að frétta, enn sem komið er. EHB , Dalvík: I athugun að stoftia nvja matvöruverslun Jú, ég neita því ekki að þessi hugmynd er í athugun,“ sagði Kristján Ólafsson, fyrrum úti- bússtjóri KEA á Dalvík þegar borið var undir hann hvort hann hyggist setja upp nýja matvöruverslun á Dalvík. Kristján Ólafsson starfaði um 35 ára skeið hjá KEA. Hann var útibússtjóri á Dalvík og því næst gegndi hann starfi fulltrúa kaup- félagsstjóra Kaupfélags Eyfirð- inga á sjávarútvegssviði þar til fyrir skemmstu að honum var sagt upp í tengslum við skipulags- breytingar hjá féláginu. „Auðvitað hlýt ég að fara að vinna við það sem ég kann að gcra. Það hlýtur að liggja í aug- um uppi,“ sagði Kristján. Hann sagði að húsnæðismálin standi frekast í vegi fyrir þessari hugmynd en þessa dagana sé í athugun húsnæði á staðnum fyrir starfsemina. Þau rnál kunni að skýrast síðar í vikunni. Stærð og gerð þessarar verslunar ráðist nokkuð af húsnæðinu en ráðgerE að fyrst um sinn að þetta verði einungis matvöruverslun. Á Dalvík er starfrækt ein mat- vöruverslun, þ.e. Svarfdælabúð útibús KEA en auk þess hefur verslunin Dröfn haft ýmsar nauðsynjavörur á boðstólnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.