Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 Atvinna - Virðisaukaskattur Hjá skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra er laus til umsóknar ein staða í virðisaukaskattsdeild. Nokk- ur þekking á bókhaldi er nauðsynleg. Laun sam- kvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Einnig vantar starfsmann til gagnaskráningar tíma- bundið einn til tvo mánuði. Upplýsingar veitir skattstjóri á staðnum. Akureyri 28.04. 1990 Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Starfskraftur óskast til almennra afgreiðslustarfa og fleira. Áskilið: Enska (talkunnátta og bréfaskriftir). Vélritun. Æskilegt er að viðkomandi sé yfir 25 ára aldri. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar í síma 27422 frá 9.00-18.00 virka daga eða á staðnum. NÝJA FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106, 600 Akureyri. tónlist Píanótónleíkar Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Lyngholt 26, Akureyri, þingl. eigandi Þórir Jón Ásmundsson, föstud. 4. maí '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Islandsbanki og Skúli J. Pálmason hrl. Steindyr, Svarfaðardal, þingl. eig- andi Ármann Sveinsson, föstud. 4. maí '90, kl.15.30. Uppboðsbeiðandi er: Búnaðarbanki fslands. Þrastarlundur v/Skógarlund, þingl. eigandi Pétur Valdimarsson, föstud. 4. maí '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Islandsbanki. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Gránufélagsgata 19 e.h. Akureyri, þingl. eigandi Selma Jóhannsdóttir, föstud. 4. maí '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes. Hafbjörg EA-23, Hauganesi, þingl. eigandi Auðbjörg sf., föstud. 4. maí '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Ragn- ar Aðalsteinsson hrl. Hánefsstaðir Svarfaðardal, þingl. eigandi Þórólfur Jónsson, föstud. 4. mal '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl., Ævar Guðmundsson hdl. og Ólafur Sigurgeirsson hdl. Hjallalundur 9 e, Akureyri þingl. eig- andi Auður Stefánsdóttir, föstud. 4. maí '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Ingólfsson hdl., Reynir Karls- son hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Hringtún 5, Dalvík, þingl. eigandi Magnús I. Guðmundsson, föstud. 4. maí '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Brynjólfur Eyvindsson hdl. og Guðni Haraldsson hdl. Knarrarberg, Öngulsstaðahreppi, talinn eigandi Gísli Sigurgeirsson, föstud. 4. maí '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Fjárheimtan hf. og Veðdeild Landsbanka íslands. Lundargata 6, Akureyri, talinn eig- andi Jóna Vignisdóttir, föstud. 4. maí '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarsjóður Akureyrar og Veðdeild Landsbanka íslands. . Móasíða 4 a, Akureyri, þingl. eig- andi Einar Ingi Einarsson, föstud. 4. maí '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Kristín Jóhannesdóttir lögfr. Norðurgata 57, o.fl. Akureyri, þingl. eigandi Sana hf., föstud. 4. maí '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður, Bæjarsjóður Akur- eyrar og Ingólfur Friðjónsson hdl. Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Fjölnismenn hf., föstud. 4. maí '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Skáldalækur, Svarfaðardal, þingl. eigandi Hallur Steingrímsson, föstud. 4. maí '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Búnaðarbanki íslands, Stofnlánadeild, Veðdeild Landsbanka íslands og Kristinn Hallgrímsson hdl. Strandgata 31, o.fl. Akureyri, þingl. eigandi Dagsprent hf. o.fl., föstud. 4. maí '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður, Skúli J. Pálma- son hrl., Fjárheimtan hf. og Iðnlána- sjóður. Sunnuhlíð 13, Akureyri, þingl. eig- andi Kjartan Bragason o.fl., föstud. 4. maí '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og innheimtu- maður ríkis$jóðs. Verksmiðjuhús o.fl. Krossanesi, þingl. eigandi ístess hf., föstud. 4. maí ’90, kl. 16.00. Uppboðsbeiöandi er: Iðnlánasjóður. Ægisgata 13, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinar Rósantsson, föstud. 4. mai ’90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs- son hdl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Sigurður Marteinsson, píanó- leikari, hélt tónleika í sal Tónlist- arskólans á Akureyri laugardag- inn 28. apríl. Sigurður hóf píanónám sitt við Tónlistarskóla Sauðárkróks og var fjögur ár nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann er nú við nám í Kaupmannahöfn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Fyrsta verkið á tónleikum Sigurðar Marteinssonar var Par- títa no 6 í e-moll eftir J. S. Bach. Þetta er mikið verk og glæsilegt. Það skiptist í sjö kafla, sem eru Toccata, Allemande, Courante, Air, Sarabande, Tempo di Gavotte og Gigue. Sigurður lék þetta verk af lip- urð og að langmestu af talsverðu öryggi. Hins vegar var túlkunin óþægilega einhæf. Flutningurinn var kliðkenndur, svo að hin flókna og glæsilega raddsetning Bachs skilaði sér ekki. Einnig var hraði um of sem næst sá sami allt verkið á enda og styrkbreytingar afar lítið notaðar. Verkið naut af þessum orsökum ekki fjölbreytni sinnar. Sjötíu manna kór mun nk. sunnudag kl. 17 flytja í Akur- eyrarkirkju messuna IVlissa Brevis eftir ungverska tón- skáldið Zoltán Kodály. Þctta er frumflutningur Verksins hér á landi. Verkið verður einnig flutt í Egilsstaðakirkju sunnu- daginn 13. maí kl. 17. Svo stór- um kór hefur verið náð með því að slá saman Kór Akureyr- arkirkju og Samkór Stöðvar- fjarðar og Breiðdalsvíkur. Undirleik á orgel annast stjórnandi fyrrnefnda kórsins, Björn Steinar Sólbergsson, en stjórnandi síðarnefnda kórs- ins, Ungverjinn Ferenc Utassy, stjórnar flutningi verksins. Kórarnir hafa í vetur æft Missa Brevis sitt í hvoru lagi og nk. föstudag koma Ausffirðingarnir að austan og gefst þá tími til aö stilla saman strengi fyrir sjálla tónleikana át sunnudag. I kórnum eystra eru um 30 manns en í Kór Akureyarkirkju syngja um 40 manns þannig að með því-að slá þeim saman næst 70 manna kór. Um aðdraganda að samstarfi kóranna sagði Björn Steinar Sól- bergsson að sú hugntynd hafi vaknaö á orgel- og kóranáin- skeiði í Skálholti fyrir tveim árum þar sem þeir Ferenc Utassy liafi hist. Hugmynditi hafi síðan aftur komið til umræðu á sama námskeiði á síðasta sumri og Fer- enc lagt til að frumflytja hér á landi verk Kodálys landa síns, Missa Brevis. „Eftir að hafa kynnt mér verkiö leist mér vel á hugmyndina," sagði Björn Stein- ar. „Þetta er stórkostlegt verk og gerir kröfur til þess að það sé flutt af stórum kór. Mér fannst því tilvalið að sameina krafta kóranna. Við höfum æft verkið sitt í hvoru lagi. Kórinn fyrir austan fór að húga að æfingum í október sl. en Kór Akureyrar- kirkju hóf æfingar á verkinu cftir áramótin. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Kór- arnir munu koma saman á föstu- dag og æfa stíft þann dag, á laug- Fjögur smáverk eftir Hafliða Hallgrímsson voru næst á efnis- skrá Sigurðar. Þessi verk eru afar áheyrileg og vel unnin af hendi höfundar. Þrjú þeirra eru eigin- lega tilbrigði yfir lögin Við skul- um halda á Siglunes, Ljósið kem- ur langt og mjótt og Grímseyjar- gæla. Hafliði fer á kostum í tónsmíði sinni og kallar fram ntyndir, sem falla að lögunum og efni Ijóð- anna, sem þau eru við. Hug- myndaauðgi hans er mikil og skemmtileg og Ijóst er, að honum lætur vel að semja myndræna tónlist. Sigurður Marteinsson lék verk Hafliða Hallgrímssonar af inni- leika og tilfinningu. Þau eru eng- an vegin auðveld í meðförum en Sigurður virtist hafa þau nær full- komlega á valdi sínu. Næst lék Sigurður Næturljóð op. 15 nr. 2 í Fís-dúr, Næturljóð op. 72 nr. 1 í e-moll og Ballöðu op. 38 í F-dúr eftir F. Chopin. Sigurður nýtti styrkbreytingar allvel og í heildina var flutningur ardag og sunnudagsmorgun," sagði Björn Steinar. Á fyrri hluta tónleikanna á sunnudag spilar Björn Steinar þrjú orgelverk eftir Cesar Franck, en á þessu ári eru 100 ár liðin frá fráfalli hans. Verkin heita Piece heroique, Prelodia, fúga og variasjónir og Choral í a- moll. Eftir hlé frumflytja kórarnir Missa Brevis. Verkið skiptist í átta kafla, Introitus (orgelinn- gangur), Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Benedictus, Agnus Dei og Ite missa est. Einsöng með kórnum syngja Margrét Bóas- dóttir sópran, Dagný Pétursdótt- ir sópran, Kristín Alfreðsdóttir sópran, Gunnfríður Hreiðars- dóttir alt, Guðlaugur Viktorsson hans snyrtilegur. Þó skorti víðast nokkuð á þá tilfinningu, sem vænta má í túlkun verka Chopins. Næst henni komst Sigurður í ballöðunni. Hún var flutt af þrótti og umtalsverðri innlifun. Lokaverkið á tónleikum Sigurðar Marteinssonar var Són- ata op. 57 í f-moll (appassions- ata) eftir L. v. Beethoven. Þetta mikla og erfiða píanóverk flutti Sigurður allvel og á stundum með góðum tilþrifum. Því miður var nokkuð um á- sláttarvillur og önnur smámistök á tónleikum Sigurðar Marteins- sonar í Tónlistarskólanum á Akureyri. Það er ekki vafi á því, að í framtíð mun slíkt hverfa með aukinni þjálfun. Einnig munu túlkunarleg atriði slípast ,til. Tæknileg geta Sigurðar er greinilega í góðu lagi á mörgum sviðum og leikni hans á hljóðfær- ið er veruleg, svo að þrátt fyrir ýmsa ágalla voru tónleikar hans á margan hátt ánægjulegir. Haukur Ágústsson. tenór og Benedikt Siguröarson bassi. Höfundurinn, Zoltán Kodály, er Ungverji og ásamt Béla Bar- tok þekktasta tónskáld Ungverja á þessari öld. Hann samdi Missa Brevis upprunalega fyrir orgel árið 1942. Tveim árum seinna bætti hann um betur og endursantdi verkið fyrir blandað- an kór og einsöngvara. Eins og fleiri íbúar Búdapest lokaði hann sig niðri í kjallara og dvaldi þar í þann tíma cr sprengjuregn og kúlnahríö síðari hcimsstyrjaldar dundi á borginni. Missa Brevis v;ir samin í kjallaranum og koma tilfinningar Kodálys undir þess- um kringumstæðum glögglega frain í verkinu í sífelldu ákalli htins á frið. óþh Um 40 manns eru nú í Kór Akurcyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Myndin var tekin sl. sunnudag þegar kórinn söng ■ Grundar- kirkju í Eyjafiröi. í samkór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur eru um 30 manns. Stjórnandi hans er Ungverjinn Ferenc Utassy. Myndin var tekin þegar kórinn söng á menningarhátíð á Egilsstöðum í fyrra. Kór Akureyrarkirkju/Samkór Stöðvaríjarðar og Breiðdalsvíkur: 70 maima kór friimflytiir á fs- landi Missa Brevis eftir Kódály - tónleikar í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 17 og viku síðar á Egilstöðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.