Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 11 Veturinn hefin* verið góður hjá mér - segir Haukur Eiríkssoð, íslands- og bikarmeistari í skíðagöngu 66 Eins og komið hefur fram í blaðinu stóðu skíðagöngu- menn frá Akureyri sig geysi- lega vel á Skíðalandsmóti íslands sem fram fór í Reykja- vík fyrir rúmri viku. Þeir voru í verðlaunasæti í öllum greinum og oftar en ekki var gullið þeirra. Við heimkomuna tók Þröstur Guðjónsson, formað- ur Skíðaráðs Akureyrar, á móti köppunum og afhenti þeim blóm fyrir hönd SRA í viðurkenningarskyni fyrir frá- bæra frammistöðu. Dagur not- aði tækifærið og ræddi við þá Hauk Eiríksson, Kristján Olafsson og Ingþór Bjarnason, föður Rögnvalds Ingþórsson- ar, en hann tók við vendinum fyrir hönd Rögnvaldar sem fór beint til Svíþjóðar að móti loknu þar sem hann dvelur við nám og æfingar. Ef rennt er í snarheitum yfir afrek Akureyringanna á lands- mótinu þá unnu þeir tvöfalt í 30 km göngu, Haukur Eiríksson varð þar sigurvegari og í öðru sæti varð Rögnvaldur Ingþórsson sem einnig er frá Akureyri. í 15 km göngu varð Haukur í 2. sæti og Rögnvaldur því 3. en hlut- skarpastur varð Sigurgeir Svav- arsson frá Ólafsfirði. Haukur varð síðan sigurvegari í tví- keppninni sem var samanlagður árangur úr þessum tveimur grein- um og Rögnvaldur lenti í 2. sæti. Kristján Ölafsson, félagi þeirra frá Akureyri varð í 3. sæti í 10 km göngu 17-19 ára en hann er aðeins 16 ára gamall. Loks sigr- aði A-sveit Akureyrar, skipuð þessum þremur mönnum, í 3x10 km boðgöngu eftir spennandi keppni. Til að kóróna árangurinn hlaut Haukur bikarmeistaratitil- inn þar sem hann vann yfirburða- sigur í stigakeppnum vetrarins. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með árangurinn. Við. bjuggumst nú kannski við því að verða með þeim fremstu þarna en ekki þessu,“ sagði Haukur Eiríksson. Sigur hans í 30 km göngunni var af ýmsum talinn óvæntur en Haukur er ekki á því. „Hann kom mér ekkert sérstaklega á óvart. Við erum mjög jafnir, Rögnvaldur, Sigurgeir og ég. En þetta voru vitanlega ánægjuleg úrslit fyrir mig.“ Ingþór tók undir með Hauk að þetta hefði ekki komið á óvart. „Það er búin að Hvera mikil pressa á Rögnvaldi. Hann er búinn að keppa 26 sinn- um frá áramótum og var farinn að þreytast,“ sagði hann. Hauk- ur bætti því við að Sigurgeir hefði veikst úti í Svíþjóð, en hann dvelur á sama stað og Rögnvald- ur, og hann hefði verið rétt risinn upp úr því. Haukur sagðist lítið hafa æft í vetur miðað við fyrri ár. „Ég æfði mjög vel í fyrra og hittifyrra og bý að því. Veturinn hefur verið góður hjá mér en það má ekki gleyma því að Rögnvaldur og Sigurgeir hafa verið úti og ég hefði kannski ekki unnið jafn- mikið hefðu þeir verið meira með. Ég tók þó góða skorpu eftir Vetraríþróttahátíðina og er í mjög góðu formi þessa dagana. Ég held að það hafi átt við okkur alla nema e.t.v. Rögnvald sem náði ekki sínu besta formi,“ sagði hann. Kristján tók undir þetta og sagðist hafa æft mjög vel og vera í góðu formi. Hann hefur komið á óvart í vetur og nánast alltaf verið í verðlaunasæti. Skíðaganga hefur verið á mikilli uppleið á Akureyri upp á síðkastið og ætti að vera orðið óhætt að tala um að bærinn sé orðinn stórveldi í greininni. En er það framtíðin? „Það hefur orðið gífurlcg aukning í þessu. Við vorum með yfir 20 krakka hóp á Andrésar Andar leikunum en það var það mesta sem nokkur bær var með. Það er því ekki annað að sjá en að við eigum fríðan hóp sem á örugglega eftir að verða í fremstu röð á næstu árum. Það er mikið af fólki sem vinnur að þessu, fjöl- margir foreldrar taka þátt í starf- inu og það verður virkilega Haukur Eiríksson hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í í vetur. spennandi að fylgjast með þessu," sagði Ingþór. En hvenær taka þessir krakkar við? Hvað verða þeir sjálfir lengi í baráttunni? „Það er mjög ein- staklingsbundið. Menn hafa orð- ið heimsmeistarar 35-36 ára. Besti aldur skíðagöngumanns fer mikið eftir því hvernig hann æfir. Ég mundi skjóta á að ntenn sem byrja að æfa um 16 ára aldur þurfi að æfa í 10-12 ár, þá séu þeir á toppnum," sagði Haukur. Af þessu má ráða að Kristján eigi framtíðina fyrir sér en hamr'er tregur á spádóma þar um. „Mað- ur verður í þessu á meðan það er skemmtilegt. Árangurinn hlýtur líka alltaf að spila inn í," sagði Hann. Ingþór taldi að Rögnvald- ur myndi engan bilbug láta á sér finna. „Það er mikið framundan. Það er heimsmeistaramót 1991, Ólympt'uleikar '92, heimsmeist- aramót '93 og Ólympíuleikar aft- ur '94. Það er því að miklu að keppa. Honum líkar mjög vel í Svíþjóð og verður þar næstu árin og æfir við mjög góðar aðstæð- ur." Bæði Hauk og Kristján dreym- ir um að komast erlendis og dvelja þar við æfingar. Haukur er búinn að sækja um inngöngu í sama skóla og Rögnvaldur og Sigurgeir eru í og ætlar sér að flytja þangað með fjölskyldu sína ifái umsóknin jákvæða nteðferð. „Ef að svo fer og allt gengur vel helli ég mér sjálfsagt á fullu út í æfingar. Ég myndi láta skólann ganga fyrir til að byrja með en ef allt gengi að óskurn er aldrei að vita nema maður myndi fara að æfa af verulegum krafti," sagði Haukur. Kristján sagðist ekki reikna með að fara út næsta vetur en menn væru að kanna fyrir hann skóla í Svíþjóð og það væri möguleiki að hann slægi til seinna. Þeir félagar voru spurðir hvað það væri sem heillaði við skíða- gönguna og Haukur varð fyrir svörum: „Hjá mér er það fyrst og fremst að finna hvað maður er í góðu formi þegar maður er búinn að æfa vel og mikið. Að sjá langa og bratta brekku fyrir frantan sig og vita að maður getur þotið upp hana án þess að þreytast er dásamleg tilfinning. Éf maður er í góðu formi líður manni virki- lega vel eftir 30 km göngu." Haukur og Kristján fóru að lokum frant á að þökkum þeirra til Skíðaráðs fyrir veittan stuðn- ing yrði komið á framfæri og er það hér nteð gert. „Við viljum líka koma þökkum á framfæri til starfsfólksins í fjallinu. Það hefur reynst okkur vel, t.d. verið.dug- legt að troða fyrir okkur brautir og á þakkir skildar," sögðu þeir Haukur Eiríksson og Kristján Ólafsson. Rögnvaldur Ingþórsson í boðgöngunni á Vetraríþróttahátíðinni fyrr í vetur. Knattspyrnuæfingar í íþróttahöllinni vorið 1990. 30. apríl kl. 17.00 stúlkur 14 ára og yngri \ 30. apríl kl. 18.00 6. fl. (drengir 10 ára og yngri) 2. maí kl. 17.00 6. fl. 2. maí kl. 18.00 5. fl. 3. maí kl. 17.00 stúlkur14ára og yngri 3. maí kl. 18.00 5. fl. 7. maí kl. 17.00 stúlkur 14 ára og yngri 7. maí kl. 18.00 6. fl. 9. maí kl. 17.00 6. fl. 9. maí kl. 18.00 5. fl. 10. maí kl. 17.00 stúlkur 14 ára og yngri 11. maí kl. 19.00 5. fl. Knattspyrnudeild K.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.