Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 Leikfélag Menntaskólans: „Loksins er leikhús á Akureyri“ Manno hnngdi. „Ég vil koma eftirfarandi á fram- færi: Loksins er leikhús á Akur- eyri. Ég fór á sýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á Draumi á Jónsmessunótt og þetta var hreint stórkostleg stund. Krakkarnir eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu st'na. Svona á að fara með Shakespeare, ein- falda hann og gera hann auðskil- inn. Kærar þakkir fyrir skemmt- unina! Ísstríðið: Emmess byijaði Lesandi blaðsins sem kunnugur er málum ísframleiðenda í land- inu hafði samband við blaðið vegna skrifa í Smáu og stóru á dögunum um stríð ísfram- leiðendanna. Óskaði hann eftir því að fram kæmi að auglýsinga- stríðið hefði hafist með auglýs- ingu frá Emmessís en ekki Kjörís. Þessu til viðbótar sagði liann ekki rétt að kæra hafi kom- ið frá Kjörís vegna auglýsinganna heldur hafi þær verið kærðar af framkvæmdastjóra Baulu í Hafn- arfirði. lesendahornið i- w PNjftí '■ \ * Bréfritari er óhress með auglýsingastefnu Ólundar. Mynd: KL Stætisvagnabiðskýlið: „Vísum engum út af tilefnislausu“ Svana í Nætursölunni hringdi: „Vegna lesendabréfs í Degi um að drengir hafi verið reknir út úr Nætursölunni (strætisvagnabið- skýlinu) er rétt að það komi fram að við vísum engum út nema við- komandi sé með óspektir. Við munum ekki eftir þessu tiltekna atviki sem Valdimar getur um en það er alveg ljóst að enginn er rekinn héðan út af tilefnislausu. í þeim fáu tilvikum sem einhverj- um er vísað út er ávallt um fyrir- Ólundarauglýsingar um alla veggi Lesandi hringdi til blaðsins ...og kvartaði yfir auglýsingum á húsveggjum vítt og breitt um bæinn sem bera yfirskriftina „Krossfesting Ólundar". Hann sagði þessar auglýsingar mjög til Burt með auglýsingamar! Einn óánægður hringdi. „Mig langar til þess aö koma á framfærj kvörtunum vegna aug- lýsinga frá Ólund, sem eru úti um ullun miðbæ. Af þessu er hin mesta óprýði og það á að skipa þeim mönnum sem aö þessu standa að taka þetta hið snarasla niður. Ég veit til þess að þeir hafa sumstaðar sett upp auglýsingar í leyfisleysi. Þetta er afar sóöalegt, sérstaklega í miðbænum." óprýði og húseigendum jafnvel til skaða þar sem skemmdir geta hlotist af þegar reynt er að ná þeim af veggjum. Svipuð umræða hafi komið upp fyrir nokkrum árum þegar settar voru upp svip- aðar veggauglýsingar frá Sirkus Arena og þá hafi jafnvel verið rætt um að í framtíðinni yrði með einhverju móti komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Allir hljóti að vera sammála því hversu mikil óprýði sé af þessum auglýsingum. Bridge Firmakeppni B.A. verður haldin í kvöld, þriðjudagskvöld að Félags- borg kl. 19.30. Spilað verður með einmennings fyrirkomulagi. Allir spilarar velkomnir. Stjórnin. Akureyringar, nærsveitamenn Við opnum nýja Frá og með 2. maí verður starfsemi Véla- deildar KEA og Þórshamars hf. sameinuð í húsakynnum Þórshamars hf. að Tryggva- braut 5-7. Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að þiggja léttar veitingar í nýju vara- hlutaversluninni. Við munum sem fyrr kappkosta að veita góða þjónustu í öllum deildum Þórshamars hf. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR HF. Tryggvabraut 5-7. Símar 22700 og 30496. Bein lína 22875. c IAIIDSVIRKJUH ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-11. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 30. apríl 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. Smíða skal úr ca. 30 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvanhúða eftir smíði. Verklok eru 16. júlí og 15. ágúst n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðju- dagínn 15. maí 1990 fyrir kl. 14.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 25. apríl 1990. gang og læti að ræða. Ég vil beina þeim tilmælum til Valdimars að hafa samband við okkur og í til- fellum sem þessum finnst mér skynsamlegra að hafa samband við okkur fyrst til að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að leiðrétta misskilning." Lesendur athugiö! Lesendur eru hvattir til að láta álit sitt í Ijós í lesenda- þætti blaðsins. Tekið er við lesendabréfum á ritstjórnarskrifstofum Dags á Akureyri, Húsavík og Sauð- árkróki. Æskilegt er að bréfin séu vélrituð. Einnig geta les- endur hringt til uð koma skoðunum sínum á framfæri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fullt nafn, heimilisfang, kennitala og símánúmer þarf að fylgja með bréfunum, jafnvel þótt við- komandi kjósi að skrifa undir dulnefni. Það sama gildir ef lesendur kjósa að nota sím- ann. Einnig skal það tekið fram að ef bréfritari eða sá sem hringir er að deila á ákveðna persónu eða persón- ur, veiður hann að koma fram undir fullu nafni. Að öðrum kosti verður bréfið ekki birt. Ritstjóri Gódar veíslur enda vel! Eftireinn -ei aki neinn yft UMFERÐAR U RAÐ Starfsemi Véladeildar KEA verður flutt frá Óseyri 2 að Tryggvabraut 5-7 ★ Viðskiptavinum Véladeildar KEA eru þökkuð viðskiptin á liðnum árum og við bjóðum þá og aðra viðskiptavini vel- komna í nýja og glæsilega verslun Þórshamars hf. Með ósk um gott samstarf í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.