Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIÐJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Dagur samstööunnar 1. maí er alþjóðlegur hátíðisdagur verkalýðsins og minn- ast menn hans hver með sínum hætti og eftir aðstæðum á hverjum stað. Hátíðahöldin 1. maí hafa breyst í tímans rás hér á landi sem annars staðar á Vesturlöndum. Þau bera ekki lengur svip mikilla átaka ólíkra stétta, því með samstilltu átaki hefur okkur tekist að byggja upp þjóðfé- lag í átt til nokkurs jöfnuðar. Dagurinn er engu að síður tengdur sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar órjúfanleg- um böndum. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því fátækt verkafólk hóf sókn til betri lífskjara með skipulegum bar- áttuaðferðum og samstöðuna að vopni, fer fjarri að bar- áttunni sé lokið með fullum sigri. Því fer fjarri að fullkom- inn jöfnuður ríki í kaupum og kjörum á vinnumarkaði og fullyrða má að slíkur jöfnuður náist aldrei. Hins vegar hlýtur það að vera meginmarkmið verkalýðshreyfingar- innar í dag að ná sem mestum jöfnuði til handa umbjóð- endum sínum, á þessu sviði sem öðrum. Enn er langt í land. Það er því miður staðreynd að þrátt fyrir áratuga langa baráttu verkafólks er munurinn á hæstu og lægstu launum gífurlegur, allt að fjórtánfaldur samkvæmt útreikningum sérfræðinga í þessum efnum. Það er einnig staðreynd að fæstum tekst að lifa mannsæmandi lífi af dagvinnulaununum einum saman og fyrir þá sem minnst bera úr býtum er slíkt óhugsandi með öllu. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur látið margt gott af sér leiða á löngum starfsferli en margt hefur einn- ig farið miður. Hún hefur á stundum verið sökuð um aðgerðarleysi og vanmátt er stjórnvöld hafa svipt laun- þega umsömdum kjarabótum með gengisfellingu og verðhækkunum í kjölfarið. Forysta verkalýðshreyfingar- innar hefur einnig mátt sæta gagnrýni fyrir að láta flokkspólitísk tengsl hafa áhrif á gerðir sínar. Loks hefur því oftlega verið haldið fram á síðustu árum að skipulag verkalýðshreyfingarinnar og uppbygging sé úrelt og svari ekki kalli tímans. Ljóst er að þessi gagnrýni á að verulegu leyti við rök að styðjast. Verkalýðshreyfingin hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Ótal vandamál bíða úrlausnar og baráttan fyrir bættum kjörum er eilíf. Þess vegna verður forysta launþegahreyfingarinnar að halda vöku sinni. Hún verð- ur að vinna að því að skapa aukið jafnvægi milli hinna fjölmörgu launahópa í landinu og beita til þess raunhæf- um aðferðum. Ekki síður er krafan um fulla atvinnu öllum til handa æ þýðingarmeiri, eftir því sem atvinnuástand hér á landi versnar. Með því að taka virkan þátt í hátíða- höldum dagsins sýna launþegar í verki að þeir skilja mikilvægi samstöðunnar. „Kröfuganga í dag hefur sama tilgang og sömu áhrif og áður sé henni beitt af einlægni. Árangur næst ekki í karphúsum eða á formannafundum samtaka vorra ef samhugur og samstaða fjöldans týnist," segir m.a. í 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna á Akureyri. Það eru orð að sönnu. 1. maí er dagur sam- stöðunnar. Þá samstöðu skulum við sýna í verki. BB. Kostnaður við sundlaugarbygginguna við Glerárskóla: , Svör við fyrirspumum Ulfhildar Rögnvaldsdóttur Úliliildur Rögnvaldsdóttir lagði fyrir nokkru fyrirspurn fyrir Sigfús Jónsson, bæjar- stjóra, vegna sundlaugarinnar í Glerárhverfi. Hér fara á eftir spurningar Úlfhildar og svör bæjarstjóra. 1. Hver var upphæð tilboðs Híbýlis hf. í byggingu laugarinn- ar, framreiknuð? Svar: „Tilboð Híbýlis hf. dags. 25. ágúst 1987 í byggingu sund- laugar við Glerárskóla var kr. 35.682.120,- Framreiknað til þess tíma er laugin var tekin í notkun, 20. janúar 1990, reiknast tilboðið kr. 35.682.120 x 159,6/100,3 = 56.778.328 kr. Ef við hins vegar tökum allar greiðslur vegna samnings þessa og framreiknum þær, hvern mánuð fyrir sig til þess tíma er laugin var tekin í notkun, 20. janúar á þessu ári, ásamt reiknuðum verðbótum, kemur eftirfarandi í ljós: Greitt Híbýli hf. sept. ’87 - sept. ’89 ....... kr. 55.430.018 Greitt undirverktökum og fyrir efni, okt. ’89 .. kr. 7.386.152 Alls ............ kr. 62.816.170 2. Hver varð kostnaður við bygginguna framreiknaður til sama tíma (20.01.90)? Svar: Hönnun, eftirlit og fundar- setur ........... kr. 11.586.501 Byggingarkostn- aður ............ kr. 62.816.170 Stofnbúnaður .... kr. 1.304.367 Lóð ............... kr. 118.251 Alls ............ kr. 75.825.289 Rétt er að hafa í huga eftirfar- andi forsendur: Akureyrarbær stóð ekki við skuldbindingar sín- ar hvað varðar eldri verksamning við Híbýli hf., heldur var dregið úr framkvæmdahraða og verkið jafnvel stöðvað alveg sökum fjárskorts. Af þessum sökum kröfðust forráðamenn Híbýlis hf. þess að gerður yrði viðbótar- samningur við bæjarsjóð, þar sem meðal annars var breytt regl- um um útreikning verðbóta, en reikna skyldi nú hvern verkþátt fyrir sig, en ekki samkvæmt heildarvísitölu svo sem venja er. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Þá urðu aðilar ásáttir um að skiladagur verksins skyldi vera 1. október 1989. Einnig krafðist Híbýli hf. þess að fá þann hluta geymslufjár er tilheyrði verkþátt- um þeim er lokið var., ásamt verðbótum. Á þetta féllust for- ráðamenn bæjarins, og var samn- ingur þessi undirritaður 3. mars 1989. Ef auðnast hefði að fara eftir samningnum frá 3. mars ’89, svo og verkáætlun, þá hefðu greiðsl- ur til Híbýlis vegna verksamnings getað verið sem hér segir, fram- reiknaðar til 20. janúar í ár: September 1987 - febrúar 1989 ... kr. 30.100.024 Mars - september 1989 ........... kr. 25.458.833 Desember 1990 ... kr. 1.330.428 Alls ........... kr. 56.889.285 3. Hver varð kostnaður vegna þeirra viðgerða og endurbóta sem framkvæma þurfti eftir að laugin var tekin í notkun? Svar: Kostnaður vegna við- gerða og endurbóta eftir að laug- in var tekin í notkun er kr. 327.517. Þar af eru 129 þúsund vegna lagfæringa á skemmdum sturtum, 148 þús. vegna viðgerða á úretan kvartsi á gólfi og 50 þús. vegna viðgerða á hurðum. Við- gerð á gólfi var fyrirséð áður en laugin var tekin í notkun og þá var ákveðið að loka um páska til þess að valda sem minnstri rösk- un á skólastarfi. Arkitektar vildu hafa grönn rör 4. Var í útboðsgögnum gert ráð fyrir þeirri tegund hurða og röra sem gáfu sig fljótt eftir opnun laugarinnar, eða var eftirliti ábótavant með framkvæmdinni? Svar: Sturtur: Samkvæmt upp- haflegri verklýsingu áttu lagnir og blöndunartæki að vera inn- múruð í vegg. Samkvæmt ósk íþróttaráðs og beiðni bæjarverk- fræðings var ákveðið að hafa blöndunartækin og röralögn að sturtuhaus utanáliggjandi. Bygg- ingadeild vildi hafa venjuleg galvaniseruð rör frá blöndunar- tækjum að sturtuhaus, en arki- tektar þvertóku fyrir það. Þeir vildu hafa grönn rör þrátt fyrir aðvaranir byggingadeildar. Að ósk byggingadeildar hafði pípulagningameistari hússins samband við verktaka sem ann- ast hafði uppsetningu og viðhald sundlauga á höfuðborgarsvæð- inu, m.a. á Seltjarnarness- og Laugardalslaugum. Pípulagn- ingameistarinn pantaði síðan efni til verksins í samráði við arki- tekta, eftir leiðbeininguni umrædds verktaka. Rétt er að taka fram að eftir að laugin var tekin í notkun fyrir skólana og fram að þeim tíma er hún var opnuð almenningi, varð ekki vart neinnar skemmdarstarfsemi, og einnig að hvergi virðist hafa verið hreyft við búnaði sem þessum fyrir sunnan. Þá er rétt að hafa í huga að í kvennaklefum sundlaugar Gler- árskóla sér ekki neitt á sturtu- búnaði, enda virðist umgengni og stjórnun þeim megin vera til fyrirmyndar. Hurðir: Samkvæmt verklýs- ingu hönnuða áttu hurðir að vera úr rakaþolnu efni og smíðaðar úr góðri timburgrind á hefðbundinn hátt. í verklýsingu hefði átt að gera kröfu um að hurðir væru úr vatnsheldum plötum. Hurðir þær sem settar voru upp voru úr raka- þolnu efni en ekki vatnsheldar. Hins vegar var gerð hurða, efni og frágangur ekki í samræmi við verklýsingu.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.