Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 fréttir Jakob Kárason formaður íþrótta- og æskulýðsráðs afhendir Ólafi Björnssyni 5.000 kr. vöruúttekt í Torginu í verðlaun fyrir nafn á félagsmiðstöðina Skjólið. Mynd: ÁS Siglujörður: Hallarportið 1 árs í dag: Óvæntar uppákomur ws ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, þar sem fram kemur að ráðuneytið lýsir því yfir að heilsugæslustöðin verði rekin sem sjálfstæð starfsemi með sérstakri stjórn. Enn- fremur að þjönusturými og dagvistun alcjraðra verði 'rekin í stacfctengslum við hjúkrun- oina og lúti þar með sérstakri stjórn sem sjálfseign- arstofnun. ■ Bæjarráð hefur saniþykkt á grundvelli tilboðs sem borist hefur, að gerður verði santn- ingur við Gámaþjonustu Norðurlands til næstu tveggja ára á leigu og losun sorpgáma. ■ Bæjarráð hefur tekið já- kvætt í hugmynd um að koma upp listaverki eftir Ingibjörgu Einarsdóttur í vegskálann Ólafsfjarðarmegin en leitað verði eftir leyfi Vegagerðar- innar vegna staðsetningar verksins. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá íþróttafélaginu Leiftri, þar sem Bæjarstjórn er minnt á að árið 1931 var félagið stofnað og verður því 60 ára á þessu ári. ■ Bæjarráð hefur beint þeim tilmæium til útgerðaraðila í Ólafsfirði, að þeir láti þá aðila sem hafa lögheimili í Ólafs- firði sitja fyrir við ráðningu á skip á sín. ■ A fundi tónskólanefndar nýlega kom fram að innritun á vorönn er lokið og eru skráðir nemendur nú 54 og hefur fjölgað um 8. ■ Stjórn veitustofnana hefur lagt til að gjaldskrá hitaveitu hækki um 2,5% frá 1. mars og að heildar hækkun á gjald- skránni á árinu verði allt að 7,5%. Bæjarráð hefur sam- þykkt tillögu stjórnarinnar. ■ Bygginganefnd hefur borist erindi frá Tréver hf. um starf- rækslu steypustöðvar við Brimnesá við gamla Múlaveg og afnot af gömlu grjótnám- unni á sama stað. Nefndin samþykkti að veita fyrirtækinu stöðurétt í 15 ár. ■ Atvinnumálanefnd fjallaði á fundi sínum nýlega, um atvinnuleysisskráningu á síð- asta ári. Fram kont að greidd- ar bætur og endurgreiðsla til fyrirtækja nam alls kr 6.117.898.- og greiddir dagar 2.984. Einnig kom fram að fyrstu 25 daga ársins 1991 var búið að greiða kr. 4.757.533.- og greiddir dagar voru 2.634. ■ A fyrsta fundi nýrrar skíða- málanefndar sem haldinn var 13. febrúar, var m.a. rætt um uppsetningu á nýrri lyftu sem sett yrði upp sunnan við þá lyftu sem fyrir er og mundi ná niður að Túngötu. Með þeirri framkvæmd töldu menn að komið væri svæði sem þjónaði almenningi betur. ■ Skíðamálanefnd fjallaði einnig um þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru fyrir Skíðamót íslands 1991. Þar er um að ræða stökkaðstöðu í Kleifarhorni, þ.e. stökkpall og dómarapall. Félagsmiðstöðin Skjólið á Siglufirði var opnuð á laugar- dag að viðstöddu fjölmenni. Félagsmiðstöðinni bárust við þetta tækifæri góðar gjafir frá Lionessum á Siglufirði. Félagsmiðstöðin er í gömu húsvarðaríbúðinni í Gagnfræða- skólanum. Vinna við að breyta innréttingum o.fl. hefur staðið yfir frá í haust, en gamla æsku- lýðsheimilið við Vetrarbraut var orðið ónothæft í fyrra. Nýja Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, segir að næstu sólarhringar ráði úrslit- um um hvort takist að ná sam- an nýjum búvörusamningi til kynningar á Alþingi fyrir þingslit. Þetta kom fram í máli hans á fjölmennum bænda- klúbbsfundi á vegum Búnaðar- sambands Eyjafjarðar með eyfírskum bændum í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit sl. fímmtudagskvöld. Fundinn, sem var líflegur en málefnaleg- ur, sóttu um 170 manns. Steingrímur var ófús að gefa fundarmönnum upplýsingar um hvað nákvæmlega væri verið að Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð telur raunhæft að gera nýjan búvörusamning á grunni fyrirliggjandi tillagna sjömannanefndar um framtíð- arskipan sauðfjárræktarinnar. Á bændafundi í Laugarborg á fímmtudagskvöldið kynnti Davíð Guðmundsson, bóndi í Glæsibæ, samþykkt stjórnar félagsins frá því sl. fímmtudag. Samþykkt Félags sauðfjár- bænda við Eyjafjörð er svohljóð- andi: „Stjórn FSE telur raunhæft að félagsmiðstöðin kemur því í góðar þarfir fyrir unga Siglfirð- inga. Guðný Friðriksdóttir, formað- ur Lionessuklúbbs Siglufjarðar, tók við viðurkenningarskildi frá Jakobi Kárasyni, formanni æskulýðs- og íþróttaráðs. Jakob afhenti Ólafi Björnssyni einnig verðlaun fyrir að hafa unnið sam- keppni um besta nafnið á félags- miðstöðina, en það var úttekt hjá versluninni Torginu. EHB ræða um þessa dagana í búvöru- samningsnefndinni. Hann sagði að viðræðurnar væru á mjög við- kvæmu stigi og því ekki rétt að upplýsa á þessu stigi um einstök efnisatriði. Landbúnaðarráðherra lagði á það áherslu að vinnu við nýjan búvörusamning væri flýtt eins og kostur væri því allra hluta vegna væri nauðsynlegt að fá sem fyrst botn í málið. Hann orðaði það svo að nú væri efniviður til þess að gera skynsamlegan búvöru- samning. Ráðherra ræddi í löngu máli um sölumál búvara, einkanlega sauðfjárafurða, og taldi ljóst að gera nýjan búvörusamning er byggi á grundvelli áfangaskýrslu sjömannanefndar um framleiðslu sauðfjárafurða, en vill þó benda á eftirfarandi: 1. Ýmsar hliðarráðstafanir þarf að gera til þess að hvetja bændur til sölu á fullvirðisrétti fyrir 1. september 1991. Greiðslur fyrir fullvirðisrétt verði undanþegnar opinberri skattlagningu. Auknu fé verði varið til gróðurverndar, landgræðslu og skógræktar og bændum sem hætta sauðfjárbú- skap tryggð vinna við það verk- Þórsarar halda upp á 1 árs afmæli Hallarportsins í dag en nú er ár liðið frá því rekstur portsins hófst í Dalsbraut 4. Síðastliðið haust var portið flutt upp í Iþróttahöll og þar hefur æ síöan verið lífíegur markaður á laugardögum. Starfsemin í Hallarportinu verður með dálítið öðru sniði á afmælisdaginn því ýmsar óvæntar uppákomur munu setja mark sitt Blönduósingar eru mjög óhressir með að engar fjárveit- ingar skuli vera til hafnarmála á fjárlögum fyrir líðandi ár. Nú er svo komið að menn hafa rætt að bjóða fram sérstakan lista fyrir þingkosningarnar í vor til að reyna að stuðla að framgangi málsins. Þeir aðilar sem velt hafa þessum mögu- leika fyrir sér eru úr öllum flokkum. Þreifingar þessar eru stutt á veg komnar en að sögn Valdi- mars Guðmannssonar formanns Verkalýðsfélagsins á Blönduósi hafa menn verið að velta þessum sölukerfið yrði að skera rækilega upp, enda hefði það „ekki gert okkur gott.“ Oddur Gunnarsson, formaður Félags eyfirskra nautgripabænda, var meðal fjölmargra bænda sem til máls tóku á fundinum. Hann lagði áherslu á að ekki gengi lengur að landbúnaðurinn yrði látinn standa undir byggðaþróun í landinu. Oddur sagðist óttast að sjö- mannanefnd gerði óraunhæfar kröfur til framleiðniaukningar í landbúnaðinum á næstu árum. „Ef við lítum á þróunina síðustu 10 ár, þá er dálítið fróðlegt að sjá hvað hefur gerst. Frá árinu 1980 hefur mjólkurinnleggjendum í efni. Lífeyrissjóður bænda verði efldur þannig að flýta megi töku lífeyris að 60 ára aldri. Jarða- káúþasjóði verði tryggt nægilegt fjármagn. 2. Þurfi að koma til almennrar skerðingar verði hún látin ganga jafnt yfir alla sauðfjárbændur. Enginn verði látinn gjalda búsetu sinnar. 3. Búnaðarsambönd hafi milli- göngu við viðskipti einstaklinga á greiðslumarki. Bændursem aðeins búa með sauðfé hafi að öðru á markaðinn. Fyrir utan fjöl- breytt vöruúrval verða skemmti- atriði í gangi. Hallarportið er opið frá kl. 11-16. Þá hefur fregnast að stefnt sé að mikilli hátíð síðustu helgina í júní. Hallarportið og Kolaportið í Reykjavík munu setja upp stór- markað með karnival og tilheyr- andi. Slegið verður upp tveimur 400 fm tjöldum og þar verða seld- ar vörur, veitingar og boðið upp á skemmtiatriði. SS möguleika fyrir sér í alvöru. Valdimar var kosningastjóri fyrir framsókn fyrir síðustu þingkosn- ingar og setur það því mikla pressu á þingmenn flokksins að taka á þessu máli áður en sér- framboð verður að veruleika. Tilgangurinn með umræðum um sérframboð er að sögn kunn- ugra einnig sá að þrýsta á þing- menn kjördæmisins, óháð flokks- pólitík, til að beita sér í málinu. Reiði Blönduósinga er mest vegna þess að þingmenn höfðu lofað að fjárveiting kæmi til hafn- arinnar á fjárlögum þessa árs en við það var ekki staðið. kg landinu fækkað um 704, eða 31%. Á sama tíma hefur inn- leggsmagn á jörð sem enn er í mjólkurframleiðslu aukist úr tæpum 45 þúsund lítrum upp í u.þ.b 50 þúsund lítra. Á þessum sama tíma hefur verð til fram- leiðenda lækkað sem svarar 12% á föstu verðlagi. Þetta teljum við mjólkurframleiðendur að sé framleiðniaukning. Eg veit hins vegar ekki hvernig pappírs- mennirnir í Reykjavík túlka þetta. Það er kannski hæpið að við getum vænst þess að fram- leiðniaukning verði jafn mikil á næstu árum og og hún hefur verið á síðustu 10 árum,“ sagði Oddur. óþh jöfnu forgang til kaupa greiðslu- marks. Ábúð á lögbýli verði skil- yrði til kaupa greiðslumarks. 4. Eigi það markmið að nást að lækka raunverð dilkakjöts um 20% á næstu 5-6 árum þarf sjö- mannanefnd að benda á leiðir til lækkunar á síðari stigum fram- leiðslunnar, á vinnslu og heild- sölustigi og í smásöluverslun. Aðeins hluti þessarar lækkunar verði borinn af sauðfjárbændum nema launaliður bóndans verði skertur, en það mun ekki vera markmið sjömannanefndar. óþh Fjölmennur bændaklubbsfundur í Laugarborg sl. fimmtudagskvöld: Nú er efiniviður til þess að ganga firá skynsamlegum búvörusamningi - sagði Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra Félag sauðíjárbænda við Eyjaijörð: Raunhæft að gera búvörusamning - á grunni skýrslu sjömannanefndar Hafnarmál á Blönduósi: Sérframboð í uppsiglingu? -menn úr öllum flokkum standa í viðræðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.