Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 BABU - BABÚ - rætt við Björgu Birgisdóttur, sigurvegara í eldri fiokki smásagnasamkeppninnar Jæja, þá eru úrslitin í smásagnakeppninni BABÚ - BABÚ komin. Þátttakan var fremur dræm og voru sögurnar sem bárust í keppnina af ýmsum toga. Dómnefndin fór vandlega yfir sögurnar en hana skipuðu við umsjónarmennirnir ásamt Stefáni Þór Sæmundssyni blaðamanni og rithöfundi. Við komumst að þeirri niðurstöðu að smásagan „ Röddin “ eftir „Anarkistann“ væri sú besta í eldri aldurshópnum (16-20). „Anarkistinn“ reyndist vera tæplega 19 vetra menntskæling- ur sem heitir Björg Birgisdóttir. Við brugðum okkur heim til Bjargar og spjölluðum við hana um smásöguna hennar, bækur o.fl. Golli ljósmyndari tók síðan mynd af stúlkunni og að lokum afhentum við henni vegleg bóka- verðlaun sem bókaútgáfan Skjaldborg gaf til keppninnar. Úrslit í yngri aldurshópnum verða hins vegar ekki gerð kunn fyrr en í næstu Unglingasíðu. - Jæja Björg, hefurðu samið mikið af smásögum? Björg: Nei, ekki mikið. - Er langt síðan þú byrjaðir að skrifa smásögur? Björg: Já, en ég hef aðallega skrifað fyrir skólann, þessi smá- saga er ein af þeim. - Er langt síðan þú skrifaðir hana? Björg: Nei, um eitt ár. - Og hvernig datt þér svo í hug að senda hana í smásagna- keppnina? Björg: Ég átti hana inn í her- bergi og sá keppnina auglýsta. Svo leist kennaranum ágætlega á hana og sagði að það væri verst að vita til þess að hún myndi ryk- falla einhversstaðar - þess vegna þorði ég að senda hana inn. - Það koma frekar dapurlegar hugsanir fram í smásögunni, eru þær þínar eigin? Björg: Ég veit vel að hún er frekar þunglyndisleg. Auðvitað er þetta allt eitthvað sem mér hefur dottið í hug. Ég hef lent í að finnast þetta sjálf, en ekki svona dagsdaglega. Svo ýkir mað- ur kannski svona til að ná fram skýrari mynd. - Hvernig er svo að vera vinn- ingshafinn? Björg: Það er alveg ágætistil- finning. Ég var mjög hissa þegar ég frétti úrslitin. - Er þetta hvatning til frekari skrifta? Björg: Já, það getur vel verið! Annars á ég ekki svo auðvelt með að skrifa nema ég þurfi þess. Stundum dettur mér samt í hug að setjast niður og skrifa en það er sjaldan. En gera það ekki allir. Ég held að það prófi allir að skrifa. - Hvernig vinnurðu svona sögu? Björg: Ég skrifa niður setning- ar sem koma upp í hugann. Svo raða ég hugmyndunum saman og bæti inn í. Þegar beinagrindin er komin þá skrifa ég söguna. Þetta er allt mjög hrátt fyrst svo að maður reynir að lífa upp á þetta. - Stefnirðu á einhverjar fleiri samkeppnir? Björg: Nei. Ég stefni nú ekki beinlínis að því að verða rit- höfundur, a.m.k. eins og er. - Af hverju skrifarðu svona Björg Birgisdóttir, vinningshafi í eldri flokki smásagnasamkeppni unglingasíðunnar, BABÚ-BABÚ. Mynd: Goiii sögur? Björg: Það er enginn annar vettvangur til þess að tala um hluti eins og í þessari sögu. Þetta er ekkert sem maður talar um nema bara við einstaka mann- eskjur. Það sem ég skrifa eru oftast vangaveltur sem ég losna ekki við nema að ég skrifi þær niður. - Lestu mikið af bókum? Björg: Já, frekar. Ég les mikið á sumrin en á veturna les ég lítið annað er skólabækurnar. - Áttu uppáhaldshöfund eða uppáhaldsbók? Björg: Nei, ekki sem ég man eftir í augnablikinu. Mér finnst höfundurinn ekki skipta svo miklu máli, annaðhvort er bókin góð eða ekki. Ég les þó frekar eftir útlenda höfunda en íslenska. Mér finnst íslenskir höfundar ekki jafn áhugaverðir. - Lestu mikið af smásögum? Björg: Já, ég hef lesið nokkuð af þeim, meira að segja eftir íslenska höfunda. Ég á einhver smásagnasöfn. - Heldurðu að það sé mikill munur á því að skrifa smásögu og að skrifa heila bók? Björg: Já, ég held að það geti verið erfitt að halda athygli les- andans og að hafa eitthvað að segja í heila bók. Oft held ég smásöguformið sé skemmtilegra. Þá er hægt að skrifa um eitt mál án þess að vera með nokkrar málalengingar. Ég myndi frekar skrifa margar smásögur heldur en eina bók. Röddin Framtíö. Hennar framtíö. Ekki fannst henni þetta vera glæsileg orö. Henni fannst nógu erfitt „aö vera“, svo ekki væri nú talað um „aö vera“ í 50 ár í viöbót. Hálfa öld. Eöa lengur. 60 ár kannski! 60 ár föst í eigin hugarheimi. Þaö var þaö sem henni fannst verst. Aö vera föst inni í sjálfri sér. Geta ekki skroppið í hug Jóns Jónssonar og séð lífið meö hans augum. Litið á tilveruna frá öðr- um sjónarhóli. Bókstaflega. Hún var aldrei ánægt núna. Eða hamingju- söm. Hvaö ef hún yröi þaö nú aldrei? Eru ekki allir sífellt aö leita aö ham- ingju? Hvað ef hún leitaði í 60 ár en fyndi svo aö lokum ekki neitt? 60 ár aö bíöa eftir einhverju sem aldrei kæmi. Allt sem við gerum og hugs- um eru ákveðnar efnabreytingar. Kannski var hún bara ekki með ham- ingjuhormón í sér. Ef hún minnist á þaö viö einhvern að hún, 18 ára stelpan, sæi ekki til- gang meö lífinu. Að hana vantaði eitthvaö... hún vissi ékki hvaö en eitthvað til að koma lífinu á braut. Þess viröi að fylgja. Þá spyr þessi einhver: „Hvað er að? Hvað kom fyrir? Er það einhver strákur? Geng- ur þér illa í skólanum?“ En þaö er ekki þetta. Heldur allt. Þaö vantar eitthvaö til aö ýta burt flækjunni sem „a//f“ myndar. Þetta litla í kringum hana sem fer í taugarnar á henni, gerir hana pirraöa og reiða. Gerir hana sorgmædda. Heimskt fólk sem er sífellt að drepa eöa skipa öörum aö drepa. Sifjaspell og fíkniefna- neysla. Ástandiö í Suöur-Ameríku. Fátækt. Skilningsleysi og eigingirni. Og svo margt fólk sem finnur til. Allt þetta veröur aö einu æxli. Órjúfan- legri heild. Allur heimurinn viröist leggjast ofan á hana og vera að kæfa hana. Draga úr henni allan mátt. Læsa skítugum krumlunum um hálsinn á henni og þrýsta aö. En hún getur ekki dáiö. Hún er föst. Neydd til aö vera til. Föst meö sekt- arkennd. Full af vanmætti. Máttlaus. Hún hristir hausinn. „Af hverju get ég ekki hætt aö hugsa", segir hún við sjálfa sig. Verða ekki allir vitlausir á endanum á þessu sífellda röfli og pælingunum í hausnum á okkur? Þaö væri svo gott aö geta haft hljótt þarna uppi í smástund. Gera ekkert nema anda. Og þá hvílast fullkomlega. Geta svo byrjað aftur eins og maöur hafi skolaö ruglinu burt. Hreinsiö til. En þaö er ekki hægt. Litla röddin okkar heldur alltaf áfram. Malar. Röflar. Rífst og skammast. Hlær og grætur. Oft samtímis. Þaö er svo skrýtiö. Þegar hún fær sorglegar fréttir fara tilfinn- ingarnar allar í hnút og hún veit ekki sjálf hvernig líkami hennar mun bregðast við. Hvaöa efnabreytingar veröa ofan á. Meö alla þessa flækju inn í sér þarf hún aö fara á fætur á hverjum morgni og leika hlutverk „venjulegu manneskjunnar“. Hlutverk sem flest- ir leika en enginn er. Allir eru ein- stakir. Hlutverk „venjulegu mann- eskjunnar". Vera kurteis. Brosa. Hlæja. Hlusta. Og svona verður þetta í 60 ár í viöbót. Svona sér hún framtíðina fyrir sér. Tímann þar til hún deyr. Hún heldur áfram aö leita aö... einhverju. Og litla röddin heldur áfram aö mala. Endalaust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.