Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 24

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 24
Skagstrendingur hf.: Hyggst kaupa nýjan frystitogara - verður stærsta frystiskip flotans Skagstrendingur hf. hefur fest kaup á togaranum Hjörleifi RE-211 af Granda hf. í Reykja- vík. Kaupverðið er um 125 milljónir króna en Hjörleifi fylgir 450 þorskígilda kvóti. Ætlunin er að úrelda Hjörleif og frystitogarann Arnar og kaupa í staðinn nýtt skip. Hið nýja skip verður stærsta frystiskip hérlendis hingað til með um þrjátíu manna áhöfn. Kaupverð skipsins gæti orðið á bilinu sex til átta hundruð millj- ónir. Tvö skip eru inni í mynd- inni en þeim þyrfti að breyta nokkuð og er verið að kanna kostnað því samfara. Hugsanlega kemur til greina að láta smíða nýtt skip en það gæti kostað um 30% meira en notað. Skagstrendingur hf. verður að úrelda eða selja úr landi skip að sambærilegri stærð og nýja skipið og ætti þá að fást heimild fyrir kaupunum í sjávarútvegsráðu- neytinu. Skagstrendingur hf. hef- Helgarveðrið: ur ráðstöfunarrétt yfir alls 9000 tonna kvóta fyrir nýja skipið. Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf., sagði að Skagstrendingum þætti leitt að sjá á eftir jafn góðu skipi og Arnari úr landi. Mörg önnur skip ætti frekar að úrelda. „Ef eitthvert útgerðarfyrirtæki vill kaupa Arnar og úrelda annað skip í staðinn er ekkert því til fyrirstöðu að selja Arnar innan- lands,“ sagði Sveinn. Hann vildi ekki fullyrða hve- nær gengið yrði frá kaupunum á nýja skipinu, en verið væri að vinna í málinu af fullum krafti. kg Fjöldi gesta var viöstaddur formlega opnun jarðganganna í Ólafsfjarðarmúla í gær. Þessi mynd var tekin þcgar gest- irnir lögðu upp frá Akureyrarflugvelli í gærmorgun. Hér má m.a. sjá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, Steingrím J. Sigfússon, samgönguráðherra, Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóra, Jón Birgi Jónsson, yfirverkfræð- ing hjá Vegagerð ríkisins, Stefán Valgeirsson, alþingisinann og fleiri. Mynd: Golli Álafoss hf.: Sauðfjárbændur hafa ekki fengíð greitt fyrir haustníninginn - beðið eftir að ríkið gangi frá niðurgreiðslunum Bjart til lands- ins og hlýrra „Skíðafólk um land allt ligg- ur á bæn og biður um snjó, en það verður ekki bæn- heyrt um þessa helgi,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur á Veður- stofu Islands. Að sögn Guðmundar verð- ur austanátt ríkjandi á Norðurlandi um helgina og úrkomulaust. Bjart verður til landsins og nokkru hlýrra en verið hefur að undanförnu. ój „Það hefði verið enn skemmti- legra að fá meiri snjó og kulda til að endurpantanir í kulda- skóm skiluðu sér því þar höfð- um við náð mjög góðum mark- aði, en samt sem áður höfum við aldrei selt eins mikið fyrir- fram og pantanir hafa aldrei verið fleiri,“ sagði Haukur Ármannsson, framkvæmda- stjóri hjá Skóverksmiðjunni Strikinu á Akureyri. Haukur sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á að efla sam- skipti við kaupmenn og dreifing- araðila og sú vinna væri að skila sér. Sala á framleiðsluvörum fyrirtækisins hefði aukist og nú væri t.d. mjög mikil eftirspurn eftir skóm á fermingarbörn. Mildur vetur og minni sala á kuldaskóm en ella hefur því ekki haft eins mikil áhrif og menn höfðu ætlað. Sauðfjárbændur eiga inni háar fjárhæðir hjá Álafossi hf. vegna ullarinnleggs frá og með nóvember sl. Álafoss hf. hefur í bréfi til félaga sauðfjárbænda tilkynnt að ekki sé unnt að ganga frá uppgjöri á meðan ríkið hafi ekki gengið frá breytingum á niðurgreiðslum á ull í samræmi við nýja reglu- gerð á ullarmati frá sl. hausti. Fram kemur í bréfinu að fyrir- tækið hafi árangurslaust reynt að fá ríkið til þess að ganga frá þessum málum. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráð- Veltuaukning hjá Strikinu er yfir 60% milli ára og spila þar inn í fjárfestingar sem hafa aukið veltuna. Haukur sagði að raun- aukning af eigin framleiðslu væri um 27% og hann kvaðst því bjartsýnn þótt alltaf mætti gera betur. Strikið verður með sýningu á vörum sínum á Hótel Sögu um í dag verður nýtt vélfryst skautasvell vígt í Laugardaln- um í Reykjavík. Tólf ung- menni frá Skautafélagi Akur- eyrar taka þátt í opnunarhátíð- inni og sýna listdans á skaut- um. Að sögn Jóns Hjaltasonar, tals- herra, lofar að þessi mál verði skoðuð og reynt að leysa þau hið fyrsta. Þann 1. október 1990 tók gildi ný reglugerð um ullarmat sem byggir á hreinni ull í stað óhreinnar eins og áður var. Þessi breyting kallaði á breytingar á uppgjörsaðferðum hjá Álafossi hf. svo og niðurgreiðslum frá rík- inu. Guðjón Kristinsson, for- stöðumaður ullardeildar Álafoss hf., segir að af hálfu Álafoss hf. hafi þessum breytingum verið lokið um miðjan desember sl. en árangurslaust hafi verið reynt að fá breytingar á niðurgreiðslum. helgina og þar verða lagðar Íín- urnar fyrir sumarið og fyrri hluta næsta vetrar. Haukur sagði að þetta ár væri mjög mikilvægt í sögu fyrirtækisins og ef vel tækist til myndi Strikið treysta sig í sessi. Hjá Strikinu vinna nú 50 manns og þar eru framleidd 160- 170 pör af skóm á dag. SS manns Skautafélags Akureyrar, hefur nokkuð stór hópur ung- menna æft listdans á skautum í vetur á vegum félagsins. Fyrir áramót annaðist Þórunn Ó. Rafnsdóttir þjálfun ungmenn- anna, en í dag vantar tilfinnan- lega þjálfara því Þórunn er nú búsett í Reykjavík. „Við sendum tólf listdansara til að taka þátt í Því hafi ekki verið hægt að ganga frá uppgjöri 20. janúar sl., sem aftur hafi haft í för með sér að ekki hafi verið unnt að hefja skráningu á febrúaruppgjöri. Guðjón segir að eftir að búið sé að ákveða niðurgreiðslur líði tvær til þrjár vikur þar til þær verði greiddar. í ljósi þess verði enn dráttur á ullaruppgjörinu. „Þetta er ull alveg frá því í nóvember. Haustullin ér verð- mætust og flokkast best, þannig að hér er um að stórar upphæðir að ræða,“ sagði Guðjón í samtali við Dag. Hann sagði að haust- rúningur hefði hafist að ein- hverju marki árið 1988 og síðan hefði hann aukist ár frá ári. Guðjón áætlaði að frá sl. hausti hefðu bændur lagt um 200 tonn af ull inn til Álafoss. „í gildi er samningur milli ullariðnaðarins og ríkisins frá 1988 sem kveður á um að iðnað- urinn kaupi ullina á heimsmark- aðsverði. Til þess að brúa bilið milli grundvallarverðs til bænda og heimsmarkaðsverðs, þá koma þarna til niðurgreiðslur, sem eru breytilegar eftir sveiflum heims- markaðsverðsins. Á síðasta ári lækkaði heimsmarkaðsverð og niðurgreiðslurnar þurfa því að aukast í samræmi við það,“ sagði opnunarhátíðinni, en hópurinn átti að vera stærri eða um 50 manns. íshokkýlið Skautafélags Akureyrar fer ekki suður. Veðurspáin fyrjr Reykjavík er óhagstæð og því munum við kynna íþróttina síðar, vonandi að viku liðinni," sagði Jón Hjalta- son. Guðjón. Á bændafundi í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit sl. fimmtudags- kvöld kom fram í máli landbún- aðarráðherra að hann hefði fyrst fengið vitneskju um þetta mál sl. fimmtudag. Ráðherra lofaði að gengið yrði strax í málið og það leyst. óþh Mývatnssveit: Dökkar horftir með vélsleða- keppnina Flest bendir til þess aö árleg vélsleðakeppni í Mývatnssveit falli niður þetta áriö sökum snjóleysis. Ilægt er að komast í snjó á Mývatnssveitarsvæðinu þar sem mögulega mætti keppa í einhverjum greinum en Ijóst er að slíkt mótshald yrði aidrei jafn fjölsótt og keppnin alla jafna er. Áð sögn Tómasar Behrend, formanns undirbúningsnefndar, á keppnin að fara fram um miðj- an marsmánuð. Undirbúnings- nefndin mun koma saman á morgun og ákveða hvað gert verður. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Mývatnssveit, Björgunar- sveitin Stefán og íþróttafélagið Eilífur hafa staðið fyrir keppn- inni og hefur hún verið aðal fjár- öflun þessara aðila. Tómas segir að því yrði það mikið áfall fyrir félögin og staðinn ef keppnin félli niður nú. „Ég hef hins vegar þá trú að mótið yrði endurreist og gert ennþá veglegra á næsta ári. Það hefur áður fallið niður vegna snjóleysis en var endurvakið aft- ur og síðan vaxið ár frá ári,“ sagði Tómas. JÓH „Höfiun aldrei selt eins mikið“ - segir Haukur Ármannsson, framkvæmdastjóri Striksins Vígsluhátíð í Laugardal: Ungmenni frá Akureyri sýna listdans á skautum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.