Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 Aðalfundur hestaíþrótta- deildar Léttis: Sigrún Brynjarsdóttir lilaut Funastyttnna fyrst kvenna - mikil starfsemi á árinu Hestaíþróttadeild Léttis hélt annan aðalfund sinn eftir að deildin varð fullgildur aðili að íþróttasambandi íslands. Starfsemin var mikil á árinu og hæst ber þar frábærlega vel heppnuð þátttaka hestaíþrótta- manna á vetraríþróttahátíð ISÍ síðastliðinn vetur og sigur deild- arinnar á Bikarmóti Norður- lands, þar sem hún vann Dags- bikarinn fimmta árið í röð. Að venju veitti félagið nokkrum íþróttamönnum viðurkenningu fyrir frammistöðuna á árinu. Sigrún Brynjarsdóttir hlaut Funastyttuna að þessu sirini, eri það eru verðlaun sem stigahæsti knapi ársins hlýtur. Reyndar er þetta í fyrsta sinn sem kona hrepp- ir þau verðlaun. Sigrúnu var líka veittur afreksbikar deildarinnar í flokki ungmenna, en hún varð íslandsmeistari í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á gæðingshryss- unni Snerru frá Skúfsstöðum í Borgarnesi á síðastliðnu sumri. Þór Jónsteinsson hlaut verðlaun sem stigahæsti knapi í eldri flokki unglinga og bóðir hans Elvar Jón- steinsson í yngri flokki. Þá var Magnúsi R. Árnasyni veitt viðurkenning sem prúðasti og snyrtilegasti knapi ársins. Síðastliðinn laugardag stóð deildin fyrir svokölluðu „árshá- tíðartölti", en hestamenn héldu árshátíð sína sama kvöld. Keppn- in tókst vel og mátti sjá þar marg- an knáan knapann og góðan gæð- inginn. Dórriarár voru Herinann fnga- son, Hrafnhildur Jónsdóttir og Magnús R. Árnason. Urslit urðu þessi: 1. Sigmar Bragason og Fengur. 2. Jóhann G. Jóhannesson og Funi. 3. Björn Sæmundsson og Djákni. Sigrún Brynjarsdóttir og Snerra; íslandsnieistarar í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni ungmenna 1990. Hvað er að gerast auglýsingadeild • Sími 96-24222 s kilafrestur aug- lýsinga sem eru 2ja dálka (10 cm) á breidd e5a smáaug- lýsinga er til kl. 11.00 daginn fyrir útgáíu- dag, nema í helgarblab, þá er skiiafrestur til kl. 14.00 á fimmtudag. Allar stærri aug- iýsingar og lit þarf a5 panta með 2ja daga fyrirvara. í helgarblað þarf að panta all- ar stærri auglýsingar fyrir kl. 11.00 áfimmludag._______________ Mývatnssveit og Húsavík: Tónleikar um helgina Minningartónleikar um Egil Jónsson, klarínettleikara verða í samkomusal Barnaskólans á Húsavík sunnudag. 3. mars nk. kl. 17. Sömu aðilar munu einnig halda tónleika f Skjóibrekku í Mývatnssveit laugardaginn 2. mars kl. 16. Egill Jónsson fæddist á Húsa- vík 19. mars 1921. Hann lést í Reykjavík 15. nóv. 1971. Foreldrar hans voru hjónin Jón Baldvinsson, rafveitustjóri á Húsavík, og kona hans, Aðal- björg Benediktsdóttir. Þegar í æsku kynntist Egill tónlist á heimili foreldra sinna þar sem leikið var á harmonium. Um tví- tugt nam Egill rakaraiðn á Akur- eyri og komst þá í kynni við klarínetthljóðfærið sem honum varð hugstætt upp frá því, lærði á og lék á til hinstu stundar. Hann nam klarínettleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Var við Hvað skiptir máli? Halldór og Guðmundur ræða landsmálin að Hótel KEA, Akureyri, þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30. Frambjóðendurnir Valgerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Guðmundur Stefánsson, Daníel Árnason og Guðlaug Björnsdóttir mæta á fundinn. Allir velkomnir! Framsóknarflokkurinn. Traust forysta • Samstilltur flokkur framhaldsnám í Royal College of Music í Manchester í Englandi og lauk þaðan prófi á undra- skömmum tíma. Egill lék með Halle sinfóníuhljómsveitinni á námsárum sínum undir stjórn Sir John Baik’erolli, hins heims- kunna stjórnanda. Egill lék með Sinfóníuhljóm- sveit íslands frá stofnun hennar árið 1950 sem 1. klarínettleikari og einleikari. Að dómi margra cr til þekkja er Egill í hópi snjöll- ustu tónlistarmanna íslendinga fyrr og síðar. Upptökur með hljóðfæraleik hans bera ótvírætt vitni um frábæra, tæknilega færni, töfrandi tón, þroskað og næmt tónlistarskyn. Flytjendur tónlistar á minning- artónleikunum eru þeir Jón Aðalsteinn Þorgerisson og Þor- steinn Gauti Sigurðarson sem báðir eiga ættir að rekja til Húsa- víkur og m.a. að nokkru þess vegna fengnir sem tónlistarflytj- endur. Jón Aðalsteinn er bróður- sonur Egils Jónssonar en amma Þorsteins Gauta var Jóna Hall- dórsdóttir frá Traðargerði á Húsavík. Jón Aðalsteinn Þorgeirsson er fæddur 1955. Hann leikur á klarínett og hefir stundað nám við tónlistarskóla í Reykjavík og síðan framhaldsnám í Vín. Lék þar m.a. í Haydn Sinfonietta hljómsveitinni. Þá hefur hann og leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og ýmsum öðrum hljóm- sveitum hér á Iandi svo og í leikhúsum í Reykjavík. Þorsteinn Gauti Sigurðarson er fæddur 1960. Hann hefir lagt stund á píanóleik og lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979. Stundaði fram- haldsnám í tónlistarháskóla í New York og í Róm á Ítalíu. Þorsteinn hefir víða komið fram sem einleikari og meðleikari bæði hér heima og erlendis. Skógræktarfélag Eyfirðinga: „í leit að erföaefni“ - fræðslufundur um harðgerð plöntuafbrigði þriðj udagskvöldið. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. KA-heimilið: Kaffihlaðborð og hlutavelta Handknattleiksdeild KA verður með kaffihlaðborð og hlutaveltu í KA-heimilinu á sunnudaginn kemur kl. 14.00. Boðið verður upp á góðar veit- ingar og glæsilega vinninga. KA- menn og aðrir velunnarar félags- ins eru hvattir til þess að mæta. Hraðskákmót Akureyrar Hraðskákmót Akureyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélags Akureyrar við Þingvallastræti og hefst keppni kl. 14. Teflt verður í einum flokki og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, en titillinn Hraðskák- meistari Akureyrar 1991 er í húfi. Þriðjudaginn 5. mars næstkom- andi verður haldinn fræðslufund- ur á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga. Efni fundarins er ferð, sem far- in var árið 1989 til Norðaustur- Síberíu. Tilgangur þessarar ferð- ar var að leita að harðgerðum plöntuafbrigðum, sem hentað |ætu í skógrækt og landbúnaði á Islandi. Þorsteinn Tómasson, forstöðu- maður R.A.L.A., Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, var í þessari för og mun hann skýra frá í máli og myndum. Fundurinn verður haldinn í Dynheimum og hefst kl. 20.30 á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.