Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 matorkrókur Fiskur og ís úr Grímsey - Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir leggur til uppskriftir helgarinnar Það er Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir Vallargötu 3 í Grímsey sem leggur til upp- skriftirnar í matarkrókinn að þessu sinni. Hólmfríður er heimavinnandi húsmóðir og hefur nóg að gera við að ala upp sitt yngsta barn sem er átta mánaða gamalt. Aðspurð sagði Hólmfríður að í Grímsey væri hægt að fá flest til baksturs og elda- mennsku en það sem hún kallaði afbrigðilegt pantaði hún frá Akureyri eða keypti þegar hún skytist í bæinn. Hólmfríður kemur með þrjá fiskrétti enda sagði hún að auðvelt væri að fá ferskan og góðan fisk af ýmsum teg- undum í Grímsey. Einnig er hún með uppskrift af góðum heimagerðum ís og íssósu en villdi taka fram að fyrir þá sem væru að hugsa um lín- urnar væri rétt að fara varlega í ísinn og sósuna. Hólmfríður sagðist hafa gaman af því að gera tilraunir í bakstri og eldamennsku og líkaði manni hennar Óla Bjarna Ólafssyni sjómanni vel tilbreytingar í matseld- inni. Annars sagði Hólmfríð- ur að góðir eiginmenn borð- uðu að sjálfsögðu allt sem konur þeirra elduðu. En snúum okkur nú að kræsing- unum. Uppskrift af graflaxi 4 kg laxaflök (einnig hœgt að nota aðrar fiskteg.) Kryddblanda: 4 msk. salt Vi pipar 1 tsk. finkull 1 msk. saxaður laukur (má vera meira) 4 msk. dillduft. Fiskfiökin lögð á álpappír og kryddblöndunni stráð yfir. Flökin lögð saman og roðið lát- ið snúa út og pakkað vel inn í álpappír. Látið liggja í kæli í 14- 15 tíma, snúið einu sinni. Borið fram með ristuðu brauði smjöri og sinnepssósu. Sinnepsósa: 250 mayonaise 1 msk. sterkt sinnep 1 msk. hunang dill eftir smekk. Djúpsteiktur fiskur 700 g fiskur (ýsa, lúða, karfi, skötuselur, steinbítur) Jafningur til að láta fiskinn liggja í fyrir djúpsteikingu: 1 bolli hveiti 2 tsk. karrý Vi tsk. lauksalt Vi paprika 2 tsk. salt ögn af pipar 4 msk. pilsner I egg 3A bolli mjólk Jafningurinn hrærður saman og fiskurinn skorinn í smábita og þerraður vel. Fiskurinn lát- inn liggja í 20 mín. í jafningnum fyrir djúpsteikingu. Borið fram með frönskum kartöflum og hrásalati. Fiskbakstur í smurosti 500 g fiskur 2 tómatar 'A dós sveppir 5-6 msk. smurostur (rœkju og sveppa) rjómalögg Tómatar og sveppir saxaðir og látnir krauma á pönnu. Smurosturinn þynntur með rjóma og hrært í skál. Sveppun- um og tómötunum hrært saman við. Fisknum velt upp úr hveiti og velt á pönnu í stutta stund, salt og pipar stráð yfir. Fiskur- inn settur í eldfast mót osturinn settur yfir og bakað í 20-25 mín, við 175 gráðu hita. Smurostinn er gott að velgja í örbylgjuofni áður en hann er hrærður Eplakaka Vh dl möndlur 100 g smjör VA dl sykur 2 egg 6 epli (meðalstór) Möndlurnar hreinsaðar og saxaðar. Þeytt saman smjör, sykur og eggjarauður, möndl- um blandað saman við. Eggja- hvíturnar stífþeyttar og blandað saman við möndlumassann. Flysjuð og kjarnalaus eplin sett í smurt mót og möndlumassan- um smurt yfir. Bakað í 30 mín. við 175 gráðu hita. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís. Hólmfríður skorar á Bryndísi Karlsdóttir á Akureyri að koma með uppskriftir í næsta matar- krók. Heimagerður ís með Daim 1 l rjómi 6 egg 6 stykki Daim 200 g sykur Rjóminn þeyttur sér og egg og sykur þeytt saman. Daim- stykkin mulin (ekki í duft) blandað saman við eggin og sykurinn. Rjómi hrærður saman við eggin og sykurinn. Sett í mót og fryst í sólarhring Heit íssósa 3 dl rjómi 100 g suðusúkkulaði 4 st. Mars Sett í pott og látið sjóða við minnsta hita í ca. 30 mín. og borið fram heitt með ísnum. vísnaþáttur Þá koma nokkrar vísur sem magister Ingólfur Davfðsson sendi mér. Minnist hann þar æskuáranna heima á Stóru- Hámundarstöðum. Slæ í sinu út á engi, upp á hjalla fyrir völl. Bú og frú í góðu gengi úr grasi vaxa bömin öll. Krakkar leika, kátur póstur kaffiflösku í sokk mér ber. Kul afhafi, kaldur gjóstur, í kyrri lautu drukkið er. Borðdúkurinn blessað grasið, blóm í holti prýðin mest. Hallarveggir háreist fjöllin, himinblámans hvelfing sést. Halla ég mér að hlýrri þúfu hænublundur seig á brá. Gríp til orfsins endurnærður. Upp, upp, stúlkur, nóg er Ijá. Lætur hátt í hrafni og spóa, hjörð á beit í grænni hlíð. Sjófugl kliðar, syngur lóa, sveitin brosir unaðsfríð. Fyrir landi fuglar synda, frakkur selur teygir haus. Fannir skreyta fjallatinda, fyrstur Helgi bú hér kaus. Sigurður Helgason á Jörfa kvað við drykkju: Gleði valda gómatól, gerumst aldrei linir, sterkir halda staupajól stórkeraldavinir. Enn kvað Sigurður: Rannveig þykist mikil mær meður hvítum lokkum. Á brúði standa berar tær báðum fram úr sokkum. Bólu-Hjálmar kvað um mann: Góðverka var sjónin sjúk, svartan bar á skugga, ágirndar því flygsufjúk fennti á sálarglugga. Næstu vísur eru fengnar hjá gömlu fólki, en höfundar eru gleymdir. Tíminn bak við tjaldið hljótt taumaslakur rennur. Lífsins vaka líður skjótt, Ijós að stjaka brennur. Efþú hikar og segir satt þeir segja þig vera að Ijúga, en ef þú lýgur og lýgur hratt þá líta þeir við og trúa. Úti þó að andi kalt á ég nóg af vonum, leysi snjóinn lifnar allt, líður að gróindonum. Helst það eykur hrellingu hér í lífsins skvaldri er kallar þú mig kéllingu konu á besta aldri. Gleymskunnar í saltan sjó sökkva snauðir þjófar. Eitthvað lengur endast þó afreksmenn - og bófar. Að hann dáið hafi úr hor held ég rengja megi, en eitt er tryggt, hann varí vor vel framgenginn eigi. Þorsteinn Guðmundsson frá Skálpastöðum kvað: A hverfulleikans hála stig heimur sveik að vonum. Einn á bleikum eltir mig, ekki skeikar honum. Næstu vísu kvað Daníel Kristinsson. Á vill fenna auðnuleið oft í menning villtri. Glópar renna gönuskeið gulls í sennu trylltri. Enn kvað Daníel: Bræði dylja og beygja má, biðlund skilja sanna. Skæðir byljir skella á skapi viljamanna. Kristján Helgason hafði keypt rafmagnshellu af Pálma Pálmasyni í Raforku. Nokkru síðar sendi hann kaupmanni vísur í þakklætisskyni: Það var mikið happ ég hlaut hellu frá þér Pálmi, nú að elda góðann graut gerist enginn tálmi. Svo var annað sem ég fann síst að minna gangi því hún eyðir andskotann engu rafurmagni. Undarlegt mun þykja þér það ég viðurkenni en það stenst, því aldrei er eldað neitt á henni. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi kvað: Þegar vínið færist fjær fer að versna líðan, það sem virtist grænt í gær gránað hefur síðan. Líklega er sá löngu dauður sem orti eftirfarandi gaman- vísur um mataræði fólks fyrr á tímum og nefndi þær, Úr öllum áttum: Það er næsta náttúrlegt með neysluvilja traustan að beinakexið borða frekt bragnar fyrir austan. Matvendnin er mótlæti, má ei auka forðann. Seðjast mest á selketi seggir fyrir norðan. Eru jafnan ánægðir, afla hafa bestan. Sterkir verða og staðlyndir af steinbít fyrir vestan. Þó að treinist ævin enn oft með maga þunnan. Þorskhausana þiggja menn þráfalt fyrir sunnan. Næstu vísu kvað Karl Á. Ágústsson í Litlagarði á þeim tíma er þeir höfðingjar voru á dögum er nefndir eru í vís- unni. Vísan var vini send: Verði þér aldrei veröld myrk. Veiti þér Drottinn Marsjalstyrk, Benjamíns ráðdeild blessist þér. Bjarni þá fyrir hinu sér. Ekki veit ég hver orti þessa vísu um hin kunnu málaferli Björns á Löngumýri: Lundin Björns er stinn sem stál, stýrir búi nettu, hefur unnið öll sín mál, af og til með réttu. Óvíst er um höfund næstu vísna, utan hvað Tómas Guðmundsson botnaði hina seinni í skyndi: Harmur berst um hugarsvið, hjartað skerst afergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi. Hárin mér á höfði rísa er hugsa ég um fríðleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinni parturinn. Hulið er mér með öllu, hver orti svo til konu sinnar: Þú ert ágæt elskan mín, óska ég það héldist. Eins og besta brennivín sem batnar þegar það eldist. María Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti kvað á köldum vetri: Undan þykkjuþungri brún þorri snjónum renndi. Sá hefur marga ramma rún rist með kaldri hendi. Ennþá kári eykur fár, ógnum gárar sundin, hann er grár og gnauðar þrár gjálfrar báran undir. Þá koma vísur eftir Pétur Jónsson. Mannlýsing: Rísa asnaeyrun há, úlfs er vanginn þunnur, tígrísaugun grimmu gljá, gapir höggorms munnur. Þessi er af öðrum toga: Mætti ég fegurð meiri sjá mundi ég reyna að vaka meðan logar ljósið á lífsins vonar stjaka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.