Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. mars 1991 - DAGUR - 5 fréttir Skíðavél Flugfélags Norðurlands: Sjúkraflug við erfiðar aðstæður á Grænlandi Á fímmtudag barst Flugfélagi Norðurlands beiðni um að flytja sjúkling frá Scorisby- sundi á Grænlandi til flugvall- arins á Constable Point. Éin af Twin Otter vélum félagsins, búin skíðum, var stödd á þess- um slóðum og gat sinnt þessu verkefni þrátt fyrir erfiðar Verðkönnun Neytendafélagsins: KEA Nettó með lægsta vöruverðið - kjötvörur hækkuðu um 14,7% í Hagkaupi frá jólum Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hefur kannað verð á kjötvörum og algengum neyslu- vörum og borið saman við könnun sem gerð var skömmu fyrir jól. Niðurstaðan er sú að almennt hefur vöruverð hækk- að lítið sem ekkert nema hvað Hagkaup hefur hækkað verð á kjötvörum um 14,7% og í KEA Hrísalundi hafa kjötvör- ur hækkað um 10,1%. í frétt frá Neytendafélaginu segir að Hagkaup hafi að meðal- tali verið með lægst kjötverð fyrir jólin og var líkum leitt að því að verðið hefði verið lækkað í þeim tilgangi að fá fleiri viðskiptavini inn í verslunina. NAN segir að þetta álit virðist hafa verið staðfest: „Á sama tíma og meðalverð 68 algengra neysluvara í Hagkaupi hækkaði um 1% hækkuðu kjöt- vörurnar um rúmlega 14%. Hvort þetta hringl með kjötverð- ið var í anda sjálfra jólanna eða eingöngu auglýsinga- og sölu- brella til að ná í fleiri viðskipta- vini sem hugsanlega keyptu í leiðinni vörur sem ekki væru á eins hagstæðu verði, verða fors- varsmenn Hagkaups og annarra verslana sem fóru líkt að, að svara sjálfir fyrir,“ segir í frétt NAN. Verslun Benny Jensen hefur ekki hækkað verð á kjötvörum. á þessu tímabili og þar er kjötið ódýrast. Verðið er næst lægst í Matvörumarkaðinum þar sem kjötvörur hafa verið á tilboðs- verði. Lítum þá á niðurstöður úr fjór- um könnunum NAN á verðlagi á algengum neysluvörum í des- Ólafsflörður: Hillir undir náttúru- grípa- og byggðasafn Nú er unnið við að innrétta efstu hæð Sparisjóðs Ólafs- fjarðar fyrir náttúrugripa- og byggðasafn Ólafsfírðinga. Öskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar, segir að lengi hafí staðið til að koma upp safni á staðnum, en húsnæðisskortur hafí jafnan staðið í vegi. Ólafs- fjarðarbær stendur að safninu og leigir hann húsnæðið af Sparisjóðnum. Byrjað var á sl. ári við að inn- rétta þetta húsnæði, en því var ekki lokið þá. Þráðurinn er nú tekinn upp að nýju og verður smiðshöggið væntanlega rekið á verkið fyrir vorið. Þá verður strax byrjað að setja upp safn- muni. Óskar Þór sagði að í safninu yrði komið fyrir bæði fuglasafni Ara Albertssonar í Ólafsfirði og fugla- og eggjasafni Jóns Sigur- jónssonar á Akureyri, sem bæn- um barst að gjöf ekki alls fyrir löngu. Einnig verða þarna fleiri góðir náttúrugripir. „En meginhluti rýmisins fer undir byggðasafn. Það hefur ekk- ert safn verið í bænum og lengi hefur verið talað um að ráða bót á því. Það er ýmislegt til sem bíð- ur þess að verða sett á byggða- safn. Þar á meðal er skóverkstæði Sigurðar Jóhannessonar. Ég býst við að því verði komið upp í bás þarna, sem líkast því og það var. Þá verður innan skamms hafin söfnun á hlutum sem erindi eiga á slíkt safn. Mér sýnist vera af nógu af taka,“ sagði Óskar Þór. óþh Endurskoðun vegaáætlunar: Pvcrárljallsvegur stofii- braut í framtíðiimi? - gæti flýtt framkvæmdum við veginn Nefnd sem vinnur að endur- skoðun langtímaáætlunar í vegagerð hefur ákveðið að vegur yfír Þverárfjall milli Skagafjarðar og Húnavatns- sýslu verði tekinn í flokk stofn- brauta. Hingað til hefur þessi leið verið í flokki þjóðbrauta en litlar fjárveitingar hafa ver- ið til þeirra. Tillögur að nýrri vegaáætlun verða lagðar fram á þessu þingi og væntanlega samþykktar. Bæjarsjórn Sauðárkróks hefur þrýst á þingmenn kjördæmisins að láta málið til sín taka og svo virðist að það hafi haft tilætluð áhrif. Tilkoma vegar yfir Þverárfjall mundi stytta leiðina milli Sauðár- króks annars vegar og Blönduóss og Skagastrandar hins vegar, um tugi kílómetra. Vegur yfir Þver- árfjall yrði að sögn kunnugra frekar ódýr og fljótbyggður en mundi skipta sköpum fyrir sam- göngur milli sýslanna. Stefán Guðmundsson alþingis- maður á sæti í nefndinni sem sér um endurskoðun á vegaáætlunni og að sögn hans er mjög líklegt að fyrirhuguð breyting verði samþykkt. kg ember-febrúar. Meðalverð er 100 og kemur KEA Nettó best út með 96,6, þá Plúsmarkaðurinn 98, Hagkaup 98,6, Hrísalundur 101,9 og Matvörumarkaðurinn 103,7. SS aðstæður. Flugstjóri í ferðinni var Jónas Finnbogason en Ragnar Ólafsson var flugmað- ur. Á flugvellinum á Constable Point beið flugvél frá Grönlands- fly eftir sjúklingnum og flutti hann áfram til Nuuk. Upphaflega átti að nota þyrlu til að flytja sjúklinginn milli staðanna en vegna aðstæðna þurfti hún frá að hverfa. Þá var ákveðið að reyna Twin Otter Flugfélags Norður- lands en hún var á þessum slóð- um í verkefnum fyrir danska sjó- herinn. Vélin gat lent á ísnum við Scorisbysund seinnipartinn á fimmtudag og flutt sjúklinginn í veg fyrir vélina til Nuuk. Sigurður Aðalsteinsson segir það ekki óalgengt að verkefni sem þessi komi upp á þegar vélar félagsins eru í vinnu á Græn- landi. Sem dæmi þar um nefnir hann að fyrir skömmu aðstoðaði skíðavél félagsins áhöfn þyrlu sem hafði verið strand í marga daga á öðrum stað á austurströnd Grænlands. Sigurður segir að gjarnan sé leitað eftir aðstoð skíðavélarinn- ar þar sem hún er oft eina vélin á austurströnd Grænlands með þennan búnað. Verkefni fyrir danska sjóherinn eru ekki sam- felld en oft svipuð frá ári til árs. JÓH HVERS VEGNA ab-mjólk inniheldur sérstaka gerla, þ.e. Lactobacillus acidophilus (a) og Bifidobacterium bifidum (b), sem auðvelda meltingu á mjólkurpróteinum og stuðla á þann hátt að mun betri nýtingu á kalki er styrkir og byggir upp beinvefi líkamans. ab-mjólk getur aukið mótstöðuafl líkamans gegn margvíslegum sjúkdómum. Einnig benda rannsóknir til þess að hún geti komið í veg fyrir aukningu kólesteróls í blóði. ab-mjólk bætir meltinguna með því að viðhalda eðlilegri þarmaflóru líkamans, og koma á skjótu jafnvægi ef truflanir verða á starfsemi meltingarfæranna, t.d. af völdum sjúk- dóma eða streitu. Regluleg neysla ab-mjólkur tryggir stöðugt magn af a og b gerlum til þarmanna og stuðlar þannig að bættu heilsufari. ab-mjólk fullkomnar málsverðinn - ekki síst ef þú bætir í hana ávöxtum eða trefjaríkum kornblöndum. 45 02 15 01 rjjú einni9 v r lítra .• , 1/2 Utra fernu,.-' ab-mjólkin bætir þinn innri mann MJÓLKURSAMLAG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.