Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 saa ÞÓRSHAMAR HE l BILASALA Glerárgötu 36, sími 11036 og 30470 Við emm bæði í portinu og salnum Opið kl. 9-18 virka daga og kl. 13-16 laugardaga. Sýnum meðal annars Pajero stuttan árg. ’85 Bensín - sóllúga - ný dekk. M.M.C. Colt árg. ’87 Sjálfsk., hvítur, góður. Nýjar Hondur Allar gerðir bíla á skrá ÞÓRSHAHIAR HF. | BÍLASALA Glerárgötu 36, sími 11036 og 30470 Kynningarfundur á tillögum sjömannanefndar á Hvammstanga: Mikil andstaða við áfanga skýrslu sjömannanefiidar - fundarmaður kallaði skýrsluna stríðsyfirlýsingu á hendur bændum Mikið fjölmenni var á kynn- ingarfundi sjömannanefndar á Hvammstanga á þriðjudag. Búnaðarsambönd Húnavatns- sýsina og Strandasýslu stóðu fyrir fundinum. Sex menn úr sjömannanefndinni mættu en Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda vantaði. Björn Arnórs- son hagfræðingur sat sem vara- maður fyrir Ogmund Jónas- son. Guðmundur Sigþórsson fór vandlega yfir áfangaskýrsluna og rakti aðdraganda þeirra aðgerða sem lagðar eru til í skýrslunni. Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda kynnti einnig tillögur nefndarinnar. Að loknum framsöguræðum voru leyfðar fyrirspurnir og gekk einn af starfsmönnum fundarins um salinn með hljóðnema og spurðu fundargestir sjömanna- nefndina úr sætum sínum. Á meðan var safnað á mælendaskrá og varð hún fljótlega full. Margir ræðumenn réðust harkalega að tillögum sjömanna- nefndarinnar. Stefán Jónsson bóndi á Kagaðarhóli sakaði nefndina um að leggja til aðgerð- ir sem munu valda mestu byggða- röskun hérlendis á þessari öld. Einnig sakaði hann nefndina um að vanreikna tekjumissi ríkis- sjóðs vegna fækkunar bænda. Þá kom fram í ræðu Stefáns að hon- um þætti undarlegt að nefndar- menn segðust ekki eiga að koma með tillögur að byggðastefnu en samtímis Ieggi þeir fram tillögur sem valda byggðaröskun. Sem dæmi um áhrif niður- skurðarins nefndi Stefán að áburðarnotkun minnkaði um 490 tonn en það þýðir 50 milljón króna samdrátt hjá Áburðar- verksmiðju ríkisins. Samkvæmt tillögum nefndarinnar á að lækka afurðaverð um 2% til bænda á komandi hausti. Sagði Stefán þetta þýða 4% skerðingu á launalið bóndans og spurði Ás- mund Stefánsson forseta ASÍ hvort honum þættu þetta góðir kjarasamningar. í lok ræðu sinn- ar sagði Stefán að bændur væru vanir köldum vetrum en venju- lega hefði vorað að lokum og kallaði hann tillögurnar nefndar- innar kaldar kveðjur til bænda. Bændum sem vilja hætta búskap gert það mögulegt Fram kom í máli margra fund- armanna að þó margt mætti finna að tillögum áfangaskýrslunnar FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 í Höfða, Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14.00. skv. 10. gr. samþykkta Dagskrá: 1. Venuleg aðalfundarstörf félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félags- ins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, Hlutarbréfadeild á 2. hæð frá og með 13. mars n.k. frá kl. 09.00 til 17.00 og fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundar- gagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. væru vissulega ljósar hliðar á henni. Sú ráðstöfun að ætla að greiða bændum fyrir framleiðslu- rétt og einnig alla framleiðslu verður að teljast mjög athygl- isvert. Jósep Rósinkarsson bún- aðarþingsfulltrúi Strandamanna vakti athygli á þessari hlið máls- ins og taldi það mikilsvert að þeim sem vilja hætta búskap sé gert það mögulegt fjárhagslega. Jósep varaði við að tillögur um flata skerðingu hefðu mjög fjandsamleg áhrif fyrir yngri bændurna. Einnig kom Jósep inn á að hvergi er minnst á að skapa vinnu fyrir þá tólf hundruð bænd- ur sem verða atvinnulausir eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Kratar til bjargar bændum Margir ræddu um hvort tillögur þessar yrðu að lögum í búvöru- samningi á þessu þingi. Magnús Pétursson taldi tillögunar stríðs- yfirlýsingu á hendur bændum og taldi að fundurinn ætti að for- dæma þær. En fram kom í upp- hafi fundarins að ekki yrðu nein- ar ályktanir gerðar á fundinum því hann væri einungis ætlaður sem kynningarfundur. í lok ræðu sinnar kom Magnús fram með þá skoðun að kratar myndu stoppa búvörusamninga á þessu þingi og því ættu bændur ekki að venjast að kratar kæmu þeim til bjargar. Fulltrúar nefndarinnar svör- uðu ræðumönnum eftir bestu getu því segja má að hver einasti ræðumaður hafi gagnrýnt áfanga- skýrsluna mjög harðlega. Gunnar Sæmundsson búnaðarþingsfulltrúi Strandamanna gagnrýndi skýrslu sjömannanefndar tnjög harðlega. í máli hans kom fram að efla þyrfti framleiðnisjóð og lífeyrir- sjóð bænda. Einnig verði að sjá jarðakaupasjóði fyrir fjármagni ef hann ætti að gegna hlutverki sínu. Gunnar taldi það óréttlæti að færa launalið bóndans niður því alkunna sé að bændur hafi þurft að draga mikið saman nú þegar og frekari kjaraskerðing sé órétt- lát. Braskarar sviftir framleiðslurétti Heimaslátrun og framhjásala var mörgum fundarmönnum mikið áhyggjuefni ef tillögur skýrslunn- ar ná fram að ganga. Gunnar Sæmundsson lagði til að þeir bændur sem yrðu uppvísir að framhjásölu yrðu sviftir öllum framleiðslurétti. Þótti Gunnari að framhjásalan væri vaxandi vandamál og síður en svo að á henni sé tekið í tillögunum. Einnig kom fram í máli Gunnars að tryggja þyrfti að enginn inn- flutningur búvara verði á þeim tíma sem samningurinn á að ná yfir. Margir létu í ljós þá skoðun að sá tími sem ætlaður er til fækkun- ar um 70.000 fjár sé allt of stuttur. Ef búvörúsamningur verður samþykktur á Iíðandi þingi kemur umrædd fækkun til framkvæmda strax í haust. Elín Líndal benti á að í Vestur-Húna- vatnssýslu væri virkur fullvirðis- réttur nýttur að fullu þannig að öll skerðing á fullvirðisréttinum kæmi fram í minnkandi fram- leiðslu. Elín sagði að svo illa mætti aldrei fara fyrir bændastéttinni að kratar þyrftu að koma henni til bjargar. Þess má geta að Elín er varaþingmaður framsóknar á Norðurlandi vestra. Ekki einungis vandi bænda í máli Péturs Arnars Péturssonar forseta bæjarstjórnar á Blöndu- ósi kom fram að fleiri en bændur hafa áhyggjur af samdrætti í sauðfjárframleiðslunni. Pétur Arnar sagði að ef tillögurnar um niðurskurð næðu fram að ganga þýddi það rothögg fyrir bæi eins og Blönduós. A Blönduósi er mikil úrvinnsla á landbúnaðar- afurðum og lítil útgerð. Taldi Pétur Arnar að bæir sem byggja allt sitt á landbúnaði gætu ekki tekið við þeim bændum sem eiga að hætta samkvæmt tillögunum. Pétur Arnar taldi að nefndin hefði gleymt mannlega þættinum við samningu skýrslunnar og um væri að ræða afkomu fleiri en bænda. Valdimar Guðmannsson fornraður Verkalýðsfélags Blönduóss gre.indi frá að í sínu verkalýðsfélagi hefðu um 65% félagsmanna framfæri af störfum tengdum landbúnaði. Valdimar sem einnig er fjárbóndi bauð Ásmundi Stefánssyni bú sitt til láns og skyldi Ásmundur hag- ræða búi sínu eins og lagt er til í skýrslunni. Á meðal frummælenda á fundinum á Hvammstanga voru Guðmundur Sig- þórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og formaður sjömanna- nefndar, Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ en þeir eiga einnig sæti í sjömannanefnd. Mynd: kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.