Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 L tómstundir i Heftir nemendur í fótbolta við óhefta kennara. Kennararnir komu nemendunum ekki á sjúkrabörurnar. Dillidagar í Framhalds- skólanum á Húsavík - íþróttir, skóli og félagsstarf og þá er enginn tími eftir, segir einn nemenda um tómstundaiðkun sína Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík hafa ekki verið í vandræðum með hvernig þeir geti varið tómstundum sínum þessa viku því Dillidagar hafa staðið yfir í skólanum, dagskrá til fróðleiks og skemmtunar. Tveir stjórnarmenn nemenda- félagsins, þau Þórhildur Vals- dóttir og Kristinn Wium, litu við á skrifstofu Dags og voru spurð við hvað unglingar á Húsavík verðu tómstundum sínum þegar ekki væru Dilli- dagar. Én lítum fyrst aðeins á hvað unglingar gera á Dillidögum. Ásmundur Arnarsson er formað- ur nemendafélagsins og einnig er Hörður Harðarsson í stjórn þess. Það var Ásmundur sem setti Dillidagana í íþróttahöllinni eftir hádegi á mánudag og að loknu ávarpi skólameistara fór fram keppni í blaki og knattspyrnu. Ekki lögðu kennarar í að keppa við nemendur óhefta, svo þeir voru drifnir í hnapphelduna í orðsins fyllstu merkingu. Meira að segja Ásmundur fór á hausinn er hann reyndi að sparka í bolt- ann með samanbundnar lappir, og unnu kennarar leikina með miklum yfirburðum. Nemendur hefndu ófara sinna síðar um dag- inn er þeir öttu kappi við óhefta kennara í mælskulist, og rúlluðu þeim upp. Umræðuefnið var hvort kennarar væru nauðsynleg- ir í nútíma þjóðfélagi og töldu nemendur svo vera. Hlutu þeir 486 stig móti 470 stigum kennara og var Sigmar Hallsson, nem- andi, ræðumaður dagsins með 175,5 stig. Auk hans voru Þröstur Jónasson og Garðar Héðinsson í sigurliðinu en lið kennara skip- uðu Björgvin Leifsson, Sigurður Ólafsson og Valgerður Gunnars- dóttir. Á þriðjudag var sýnd ein af þremur völdum kvikmyndum sem voru á dagskrá Dillidaga en síðan hélt Sigmundur Ernir Rún- arsson fróðlegan fyrirlestur sem nefndist Fjölmiðlafárið. Fjallaði hann vítt og breitt um fjölmiðl- un, sögu íslenskra fjölmiðla, eðli þeirra, fréttir, fréttamennsku og fjölmiðlun framtíðarinnar. Létu nemendur af að þeir væru margs vísari að loknu erindinu, en allt of fáir nýttu sér tækifærið til að fylgjast með því. Um kvöldið var mun betri mæting á kvöldvöku, en þar las Sigmundur Ernir ljóð og Einar Kárason las úr verkum sínum auk þess sem Píramus og Þispa, leikklúbbur skólans, flutti gamanmál. Ekki er langt liðið á Dillidaga er þetta er ritað, en á miðvikudag skyldi keppa við Laugaskóla í hinum ýmsu íþróttagreinum og um kvöldið átti Magnús H. Skarphéðinsson að flytja fyrir- lestur sem nefnist Líkurnar á lífi eftir dauðann. Á fimmtudag átti Eiríkur Beck frá fíkniefnadeild lögreglunnar að flytja fyrirlestur um fíkniefni og síðan átti að fara fram kynning á Framhalds- skólanum fyrir nemendur 10. bekkjar. Um kvöldið áttu síðan að vera tónleikar með Bubba Morthens. Föstudagurinn skyldi síðan fara í undirbúning árs- hátíðar með borðhaldi og tilheyr- andi sprelli, fjöri og gáska þar sem hljómsveitin Nýdönsk léki fyrir dansi, og þar með væri Dilli- dögum lokið að þessu sinni. Nemendur reka útvarpsstöð meðan á Dillidögum stendur og senda út þegar aðrir dagskrárliðir standa ekki yfir. Nemendafélagið hefur verið starfandi við skólann á fjórða ár, eða frá stofnun hans og segja stjórnarmenn það virkt í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem opnir dagar við skólann á Húsavík nefnast Dillidagar og er Þórhild- ur spurð hverjum hafi dottið þetta nafn í hug. Kristinn Wiuni og Þórhildur Valsdóttir, stjórnarmenn í Nemendafélagi Framhaldsskólans. Lið kennara: Björgvin, Valgerður og Sigurður. „Það var litið í íslenska sam- heitaorðabók og fundið samheiti yfir svona gleðidaga, dilli mun dregið af orðinu að daðra, eða eitthvað í þá áttina." - Þetta er mjög viðamikil dagskrá hjá ykkur, var ekki erfitt að fjármagna þetta, Kristinn? „Það hefur svo lítið verið um að vera hjá nemendafélaginu undanfarin ár að það voru til peningar. Það var mikið verk að undirbúa þessa viku og síðasti mánuðurinn er búinn að vera ansi strembinn, sérstaklega síð- asta vika.“ - Hvernig gengur að skapa árlegar hefðir í nýjum skóla? „Það er svolítið erfitt í svona litlum skóla, en við erum árlega með árshátíð í mars og það er frí föstudaginn fyrir árshátíð og þá koma allir saman til að skreyta og undirbúa. Við höfum ekki verið með busavígslur, en svona smá- móttöku fyrir nýja nemendur. Stúdentsefni dimmiteraði í vetur og við vonum að áframhald verði á því,“ sagði Kristinn. - Hvað gera nemendur Fram- haldsskólans í tómstundum þegar ekki eru Dillidagar, ef þú svarar fyrir strákana, Kristinn, og Þór- hildur fyrir stelpurnar? „Þeir strákar sem eru í íþrótt- um stunda íþróttir á kvöldin en ég hef á tilfinningunni að hinir séu bara í bænum, eða að horfa á vídeó einhversstaðar." - En stelpurnar? „Þær stelpur sem eru í íþrótt- um eru að æfa á kvöidin og svo fer fólk stundum í bíó. Ég er í íþróttum og veit ekki hvað hinir gera, en ég veit að krakkarnir á vistinni eru dálítið mikið saman í sínum tómstundum." - Finnst ykkur vanta að ykkur sé sköpuð aðstaða til tómstunda- iðkunar, eða að meira sé fyrir ykkur gert á einhvern hátt? „Það mætti vera eitthvað fyrir þennan eldri aldurshóp í skólan- um, en við höfum ekki borið fram óskir um neitt sérstakt. Þeg- ar bíóið kom var því vel tekið,“ sagði Þórhildur. - Er mikill fjöldi unglinganna mjög virkur í íþróttum? „Ég held að það sé ekki mjög stórt hlutfall. En okkur finnst það ef við erum í íþróttunum sjálf því þá umgöngumst við mest þessa krakka. Það eru til dæmis mikið þau sömu sem eru í fót- bolta á sumrin og handbolta á veturna. Það er í rauninni enginn tími eftir hjá okkur sem erum í stjórn ncmendafélagsins, þegar við erum búin að vera í íþróttum, skólanum og félagsstarfinu,“ sagði Þórhildur. Við þökkum unga fólkinu fyrir spjallið og þau eru þotin því nóg er að starfa á Dillidögum, útvarp- stöðin í gangi þar sem fjöldi nemenda spreytir sig við dag- skrárgerð. IM Nemendur og kennarar fylgdust með og studdu sína menn. Myndir: IM Opið laugardaga frá kl. 10-20. ----- ------------------------------------4 1 skammtur franskar kr. 290 KEA Sunnuhlíð Munið okkar frábæra helgartilboð á kjúklingum á aðeins kr. 499

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.