Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. mars 1991 - DAGUR - 13 - Ingimar Brynjólfsson ó Ásláksstöðum í helgarviðtali urinn hafði gengið erfiðlega síð- ustu árin, einkum eftir að síldin fór að veiðast lengst austur í hafi, og kostnaðarsamir síldarflutning- ar settu strik í reikninginn. Haustið 1966 var verksmiðjunni lokað og hluti véla og tækja selt burt. Landsbanki Islands tók eignirnar i sína vörslu. Fólkið flutti brott frá Hjalteyri í stórum stíl, deyfð og doði lagðist yfir byggðarlagið. Ingimar segir að þetta hafi ver- ið eitt stærsta áfallið í sögu Arn- arneshrepps. Þriðjungur hrepps- búa missti atvinnu sína, með til- svarandi tekjumissi fyrir sveitar- félagið. Margt ungt fólk flutti brott, sumir þeir eldri urðu eftir. Kyrrstaða ríkti í 12 ár. „Menn létu sér detta í hug að hið opinbera teldi sig hafa vissar skyldur við þennan stað og íbúa sveitarfélagsins eftir þetta áfall. Ég leitað nokkrum sinnum til Byggðastofnunar, og óskaði þess að staðurinn yrði tekinn út. Manni var vel tekið, ekki vantaði það. En þetta var eins og í mörgu öðru þegar landsbyggðin á hlut að máli, eða hugmyndir koma upp um að gera eitthvað úti á landi. Yfirleitt var svarið á þá leið að ekki væru neinir peningar til í slíka hluti. Við fengum leyfi til hafnar- framkvæmda á Hjalteyri, til að bæta aðstöðu smábátanna. Erfitt reyndist að fá fjármagn og leyfi hins opinbera til þessara fram- kvæmda, en það hafðist að lokum. Hreppurinn stóð á bakvið þessa framkvæmd og fékk til hennar opinbert fé, hún hefði ekki komið til sögunnar með öðr- um hætti,“ segir Ingimar. Arnarneshreppurinn kaupir land og eignir á Hjalteyri En hreppsnefnd Arnarneshrepps vildi gera meira. Fljótlega eftir þetta fóru menn að huga að möguleika til að festa kaup á Kveldúlfseignunum, sem verið höfðu í vörslu Landsbankans í rúman áratug. „Á hreppsnefndarfundi árið 1978 var ákveðið að leita eftir kaupum á eignum Landsbankans á Hjalteyri. Þeir svöruðu okkur á þá leið að hreppurinn yrði að gera tilboð. Við gerðum okkur grein fyrir því að hver sem var gat gert til- boð í eignirnar, þar sem sjónar- mið bankans var að þær væru til sölu á frjálsum markaði, þ.e. hreppurinn hefði ekki endilega forgang. Við sendum inn tilboð, og það gerðu einnig aðilar á Akureyri. Málið lagðist í dá í nokkurn tíma, og mánuðum sam- an gerðist ekkert. Samkeppnis- aðilar okkar hækkuðu sitt tilboð, í kjölfar þess að við buðum hærra verð. Að lokum fór þetta svo að Landsbankinn seldi hreppnum eignirnar fyrir 52 milljónir gaml- ar krónur, árið 1979. Þetta var ekki svo lítil upphæð fyrir hreppinn að borga, um var að ræða fjögurra ára tekjur hans. Á móti kom að hreppurinn hafði tekjur af ýmsum eignum á Hjalt- eyri, t.d. voru íbúðarhús á staðn- um leigð út og svo keypti fólk íbúðir af hreppnum. Þessi kaup urðu því ekki þungur baggi á sveitarfélaginu. KEA gerði mikið til að styðja við bakið á okkur á Hjalteyri, og er eiginlega eini aðilinn sem hef- ur komið verulega til móts við hreppinn í þessu efni. Valur heit- inn Árnþórsson var okkúr mjög innan handar, og studdi okkur með ráðum og dáð. KEA sýndi vilja sinn í verki með því að stofna til fiskverkunar á Hjalt- eyri, en það er fyrsta atvinnu- starfsemin á eyrinni í 14 ár. Hreppsnefndin var alltaf ein- huga um að festa kaup á Hjalt- eyri, og við höfum síður en svo séð eftir því,“ segir Ingimar. Fiskeldi á Hjalteyri Árið 1987 hefst undirbúningur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. að því að koma upp fiskeldi. Litlu síðar var stofnað hlutafélag, Fiskeldi Eyjafjarðar hf., og fékk það aðstöðu á Hjalteyri. Starf- semi þess er fyrst og fremst klak, þ.e. lúðuklak. Segja má að um rannsóknarstarf sé að ræða enn sem komið er, og binda menn miklar vonir við að það skili árangri. Einstaklingar og stofn- anir hafa sýnt þessari starfsemi áhuga og styrkt hana með hluta- fjárkaupum og öðrum framlög- um. Ingimar kveðst vona að atvinnuskapandi fyrirtæki eigi eftir að koma í kjölfar þessara rannsókna. Álver í Eyjafirði Nú víkur spjallinu að hugmynd- um um staðsetningu álvers í Árn- arneshreppi. Þær umræður og kannanir sem urðu í fyrra, í tengslum við Dysnes, voru þriðju vangavelturnar frá upphafi um staðsetningu álvers í hreppnum. Langt er síðan sú hugmynd kom fyrst upp á yfirborðið, og má rekja það mál allar götur aftur til þeirra tíma er umræður hófust um að reisa fyrsta og eina álverið í landinu, Straumsvík. Viðræðurnar við Alcan 1984 sigldu í strand, eins og kunnugt er, þegar kanadíska fyrirtækið dró áformin til baka. Ingimar segir að Alcan hafi verið mjög stórt og öflugt fyrirtæki, en það hafi skiljanlega viljað mæta vel- vilja heimamanna. Samstaða um slíkt hafi, því miður, ekki verið fyrir hendi því alltaf séu einhverj- ir tilbúnir að spilla fyrir framför- um, bæði fyrr og síðar. Fyrir nokkrum árum var farið að ræða um stækkun álversins í Straumsvík. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum, eins og kunnugt er. Skömmu síðar kom banda- ríska stórfyrirtækið Alumax inn í myndina, og viðræður voru tekn- ar upp við það og tvö önnur álfyr- irtæki, sem hugsanlega mynduðu samsteypu um byggingu álvers á íslandi. Ingimar segir að fullur vilji hafi verið fyrir byggingu álvers við Eyjafjörð í Héraðsnefnd Eyja- fjarðar. Á fyrsta aðalfundi hér- aðsnefndarinnar var kjörin þriggja manna nefnd til að fara á fund iðnaðarráðherra og vinna að málinu. Af tólf fulltrúum hér- aðsnefndar samþykktu sjö að kjósa þessa nefnd, þrír sátu hjá og tveir voru á móti. Áhugi Akureyrararbæjar fyrir málinu hafi verið mikill, svo og Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en bæjarfélögin urðu aðilar að Héraðsnefndinni í fyrra. Unnið var af heilindum til að styðja við málið bæði af bæjar- yfirvöldum og flestum aðilum að héraðsnefnd, m.a. hvað varðar að bjóða álverinu að byggja ókeypis hafnarmannvirki fyrir stórfé. Allt kom þó fyrir ekki. „Unnið var ötullega að því að fá álver staðsett hér, og menn komu oftar en einu sinni til að líta á aðstæður. Miklar rannsókn- ir hafa verið gerðar, bæði á jarð- vegi og veðurfari o.fl. þáttum ásamt úttekt á hafnarskilyrðum. Allar helstu upplýsingar ættu því að liggja fyrir, og flest mælti með staðsetningu álvers við Eyja- fjörð. Pólitíska samstöðu vantaði þó um málið. í dag er ég þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafi aldrei ætlað að koma álver- inu fyrir á landsbyggðinni. Samstaða þingmanna var ekki fyrir hendi, og ég segi að lands- byggðin hafi hreinlega verið svik- in af stjórnmálamönnum. í þessu efni eru þó allir flokkar jafnsekir, þar er enginn betri en annar. Stjórnvöld hafa brugðist lands- byggðinni á eftirminnilegan hátt í þessu máli. Auðvitað átt að setja skilyrði um að nýtt álver yrði staðsett út á landi. Til þess var ekki vilji. Undirskriftalistinn Eitt er það sem ekki verður kom- ist hjá að minnast á, en það er frumhlaup nokkurra einstaklinga héðan úr héraðinu og reyndar víðar að, þegar þeir sendu for- sætisráðherra og forráðamönnum álfyrirtækjanna undirskriftalista gegn álveri við Eyjafjörð. Þessi undirskriftalisti endurspeglaði alls ekki vilja meirihluta íbú- anna, heldur aðeins lítils minni- hlutahóps. En undirskriftalistinn færði andstæðingum þess að landsbyggðin fengi að njóta afraksturs stóriðju, blóraböggul upp í hendurnar, og varð því miður til að skemma fyrir mál- inu. Nú fá menn ekki annað séð en að landsbyggðin hafi tapað í þessu mikilvæga máli, sem í margra augum var prófmál á vilja stjórnvalda fyrir byggðastefnu. Landsbyggðin tapaði. Nú sjá menn ekki fram á annað en kyrr- stöðu í besta falli, jafnvel aftur- för. Reyndar er afturför stað- reynd í landbúnaði, það voru margir búnir að sjá fyrir. Skýrsla sjömannanefndarinnar um niður- skurð í sauðfjárrækt er nýjasta dæmið. Þessi niðurskurður á ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með landbúnaðar- málum. Fólki fækkar á lands- byggðinni, þar verður afturför í atvinnumálum og atvinnutæki- færum fækkar. Þessu viidum við vinna gegn, með því að fá stór- iðju í héraðið, sem vegur upp á móti hnignun landbúnaðarins og stórskertra möguleika þar. Hér við Eyjafjörð verður kyrrstaða ef eitthvert verulegt átak kemur ekki til sögunnar, kannski afturför. Þetta sjáum við m.a. á tölum um mannfjölda, fólki hefur fækkað í nánast öllum sveitarfélögum á Norðurlandi. Menn sjá ekki nema svart í land- búnaðarmálum. Nýlega var skipuð nefnd til að gera áætlanir um aðgerðir í byggðamálum. Þetta er það sama og búið er að gera í tuttugu ár, og ég efast satt að segja mjög um að nokkuð komi út úr þessu," segir Ingimar. Áratuga störf að sveitarstjórnarmálum Ingimar hefur starfað mjög Iengi á vettvangi sveitarstjómarmála, og lagt þar drjúga hönd á plóginn í fjölmörgum málum. Úr störfum sínum að sveitarstjórnarmálum vill hann þó ekki gera mikið, en þakkar sveitungum sínum fyrir að hafa sýnt sér það traust að hafa kjörið sig oddvita í meira en aldarfjórðung, en auk þess hefur Ingimar átt sæti í hreppsnefnd Arnarneshrepps frá 1948. „Ég kom fyrst inn í hrepps- nefnd sem varamaður, en síðan hef ég verið í nefndinni. Upphaf- lega ætlaði ég mér aldrei að starfa á þessum vettvangi, en þó varð raunin önnur. Fyrir tuttugu og fimm árum var lagt hart að mér að gefa kost á mér sem oddviti, og lét ég undan að lokurn," segir Ingimar. Að sögn Ingimars eru margir samstarfsmenn minnisstæðir frá þessum tíma, en Ingimar segir að án þess að hallað sé á neinn eigi hann Vésteini heitnum Guð- mundssyni, fyrrum hreppsstjóra Arnarneshrepps og verksmiðju- stjóra í síldarverksmiðju Kveldúlfs, mest að þakka. Þekk- ing Vésteins á fjölmörgum mál- um og góðvild til allra hreppsbúa hafi verið ómetanlegur kostur í fari hans. „Ég á Vésteini mest að þakka fyrir að hafa miðlað mér af þekkingu sinni á sveitarstjórnar- málum, auk þess sem hann var góður vinur okkar hér á heimil- inu. Það var mikil eftirsjá að hon- um og fleiru góðu fólki héðan úr byggðarlaginu, þegar Kveldúlfur hf. hætti rekstri síldarverksmiðj- unnar. Vésteinn var einstaklega greiðvikinn, hann kom t.d. og hjálpaði mér að gera upp reikn- ingana fyrsta árið sem ég var oddviti." Ingimar segir að mikil breyting hafi orðið á oddvitastarfinu frá því hann byrjaði, annríki hafi aukist og samskipti séu miklu meiri og við fleiri aðila. Á stund- um er þetta erilsamt, en þó hefur mér aldrei fundist erfitt að standa í þessu. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið umborinn í allan þenn- an tíma,“ segir Ingimar að lokum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.