Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 6
T5 -'tJAGUR -taugardagtrr2.-iniars'1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aú loknu Persaflóastríði Persaflóastríðinu lauk með sigri Bandamanna, eins og vænta mátti. Þar með hefur sameinaður her Vesturlanda kveðið upp dóm yfir árásar- og yfirgangsstefnu einræðis- herrans Saddams Husseins, íraksforseta. Þeim dómi verð- ur ekki áfrýjað. Óskandi er að harðstjórar og valdafíklar um allan heim og aðrir bræður Saddams Husseins í anda, dragi lærdóm af hrakförum írösku þjóðarinnar og láti sér niðurlægingu hennar og hörmungar að kenningu verða. Persaflóastríðið var ekki langvinnt miðað við margar styrjaldir sem mannkynið hefur háð á blóði drifnum ferli sínum. Þrátt fyrir það er ljóst að stríðið hefur reynst afar kostnaðarsamt, hvort sem litið er til mannfalls og annarra mannlegra hörm- unga ellegar fjárútláta. Enn sem komið er getur enginn sagt til um hversu margir hafa fallið eða særst í þessum hildarleik né heldur hve margir eiga um sárt að binda vegna missis ástvina og ann- arra ástæðna. Þó er ljóst að fórnarlömb Persaflóastríðs- ins skipta tugum milljóna. Hörmungar þeirra eru ekki á enda þótt stríðinu sé lokið, því uppbyggingar- og endur- reisnarstarf á vígstöðvunum mun taka mörg ár. Herkostn- aðurinn í krónum tahð er að sama skapi stjarnfræðilegur en hann er óræð stærð enn sem komið er. Vissa vísbend- ingu er þó að finna í því að tjónið í Kúwætríki einu er tal- ið nema að minnsta kosti 6 þúsund milljörðum króna. Þá tölu má eflaust margfalda nokkrum sinnum til að fá endanlega niðurstöðu. Samkvæmt samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var markmiðið með aðgerðunum gegn írökum fyrst og fremst að ná Kúwæt úr höndum þeirra. Ljóst er að því markmiði er náð. Nú, þegar alger uppgjöf íraka hefur verið knúin fram, taka stjórnmálamennirnir við af hersveitunum á vígvöflunum og ákvarða framhald málsins. Þær samningavið- ræður sem í hönd fara eru í senn viðkvæmar og erfiðar. Stjórnmálamönnunum er mikill vandi á höndum. Þeir verða að leika stríðsleikinn til enda af skynsemi og víðsýni ef þeim á að auðnast að stuðla að varanlegum friði í þessum heimshluta. í því skyni er nauðsynlegt að við- ræður hefjist hið fyrsta um lausn deilumála, afvopnun og friðargæslu. Markmiðið er að koma þeirri skipan á svæðið við Persaflóa, sem tryggir að ofbeldisaðgerðir af því tagi sem íraksstjórn hef- ur gert sig seka um gagnvart Kúwæt, endurtaki sig ekki. Væntanlega mun mikið vatn renna til sjávar áður en því marki verður náð. Þótt Bandamenn hafi farið með sigur af hólmi í Persa- flóastríðinu er sá sigur í senn beiskju blandinn og dýru verði keyptur. Raunar er því ávallt þannig farið þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft má segja að í styrj- öld tapi aflir sem hlut eiga að máli. Mannkynið í heild er fátækara eftir hvern hildar- leik sem háður er með dráps- tólin að vopni. BB. fíá mínum bœjardyrum séð Birgir Sveinbjörnsson skrifar Að veita þjónustu í orðabók Menningarsjóðs er kvenkynsnafnorðið þjón- usta skilgreint á þennan veg: „1. Vinna sem einhver er ráðinn til að leysa af hendi fyrir annan. 2. Það að veita beina eða aðra aðstoð: ráð- gjafarþjónusta, sálfræðiþjónusta. 3. Kona sem þvær og dyttar að fötum einhvers, þjónustustúlka, þjónka. 4. guðsþjónusta. 5. það að veita þjónustu." Mér sýnist á þessari skilgreiningu að hugtakið sé býsna vítt og samkvæmt framanskráðu er ég að þjón- usta lesendur Dags með því að rita þessar línur. Hversu mikilvæg sú þjónusta er, byggist auðvitað á því hversu margir Iesa þessa pistla mína. Ég veit ekki til þess að Gallup eða Skáís hafi gert á því nokkra könnun og aðdáendabréfum hefur ekki rignt yfir mig. Kannski er þjónustuhlutverkið mitt harla léttvægt fundið. Reyndar hef ég frétt af einum lesanda á Húsavík sem heldur tryggð við pistla mína. í annan stað hringdi góðvinur minn af Akranesi og sagðist lesa greinarkorn mín. í þriðja lagi hringdi karlmaður um daginn heim til mín og skammaði konuna mína fyrir pistil sem hafði birst hér nokkru áður. En hvort þrír lesendur teljast nægjanlegt til að þjónusta sé mikilvæg skal ósagt látið. Margir veita þjónustu Margir eru í þjónustuhlutverki hér á landi samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar og misjafn sauður er í mörgu fé. Ég minnist þess að árið 1985 var ég á ferð á hringveginum og kom við í kaupstað austur á landi til að fá ofurlitla raf- eða logsuðu í kerru sem ég var með aftan í bílnum. Pað var heitt í veðri. Einn af þessum heitu sumardögum fyrir austan, logn og sólskin. Ég tók daginn í þjónustubænum tiltölulega snemma og fór að leita að verkstæði sem bætt gæti úr brýnni þörf minni. Verkstæði fann ég og fleiri en eitt. Bifvélavirkjar voru ekkert áfjáðir í að sinna erindi mínu þótt þeir vissu að ég væri ferðamaður, sem virkilega þurfti á þessu viðviki að halda. Mér var vísað frá Heródesi til Pílatusar og aftur til Heródesar. Eftir dúk og disk og mikið ráp milli verkstæða var erindi mínu sinnt og hafði þá meginþorri þessa blíðviðrisdags farið í að verða sér úti um þjón- ustu, sem tók um 5 mínútur að framkvæma. Annað viðmót Kunningi minn einn á bílaverkstæði. Ég skipti við hann, þegar dytta þarf að blikkbeljunni minni, gera við, smyrja eða hvað svo sem þarf að gera. Ég treysti þess- um kunningja mínum alveg til að vita hvað er bílnum mínum fyrir bestu. Stundum er mikið að gera á verk- stæðinu hjá honum þegar ég kem með bílinn. Þá finnst mér kunningi minn svolítið gjarn á að láta mig bíða. A.m.k. kippir hann sér ekkert upp við það þó að ég birtist og er ekkert að hlaupa á móti mér til að spyrja hvað sé nú að. Einu sinni brá þó út af þessum vana. Forsaga þess er sú að ég gerðist snemma þunnhærður eins og Egill Skallagrímsson og Steingrímur Sigfússon. Til að reyna að bæta þann „útlitslöst“ fékk ég mér hár- kollu sem ég notaði í nokkur ár. Rétt eftir að ég setti á mig þennan „fegurðarauka" í fyrsta sinn þurfti ég að fara á verkstæðið til kunningja míns. Ég birtist án þess að gera boð á undan mér eins og ég hafði oftast gert. Kunningi minn var í kaffi í glerbúri sínu þegar ég kom inn á verkstæðið. Er ekki að orðlengja það að hann sletti í sig kaffinu í einum hvelli og kom hlaupandi á móti mér til að grennslast fyrir um það hvaða þjónustu væri hægt að veita þessum ókunna og hárprúða manni, sem birtist svo óvænt á verkstæðinu hjá honum. Petta kalla ég að taka vel á móti ferðamönnum. Að þjónusta ferðamenn Á smástöðum úti á landi er það meira happdrætti að leggja í kostnað við ferðamannaþjónustu heldur en að kaupa sér lottómiða. Bæði er ferðamannatíminn stuttur og veðráttan og ferðamaðurinn óútreiknanleg. Pó eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að taka áhættuna og leggja undir í þeirri von að íslenska sumarið verði óvenju gott, að útlendingar leggi leið sína hingað til lands í meira mæli en nokkru sinni fyrr eða að íslenski ferðalangurinn taki nú loksins landið sitt fram yfir gylli- tilboð ferðaskrifstofa um ódýrar utanlandsferðir. Ekki eru beint horfur á því fyrir næsta sumar því að nú rignir yfir okkur tilboðum um sólarlandaferðir sem að sögn ferðaskrifstofa eru á 10-25% lægra verði en í fyrra. (Er þá ekki auðsýnt að verðið í fyrra hefur verið alltof hátt?) Verðið virkar sérlega hægstætt ef miðað er við hjón með tvö til þrjú börn, (þar af á eitt helst að vera kornabarn) og það verðdæmi er óspart auglýst. Af myndum í bæklingum frá ferðaskrifstofum að dæma sýnist mér samt að langflestir sólarlandarfarar séu ungar, íturvaxnar og fallegar konur, eti ekkert verð- dæmi sá ég sett sér upp fyrir þær. Að fara í fríið Ekki er óeðlilegt að margan fýsi burt frá klakanum á vit ævintýra í fjarlægu landi í fríinu sínu. Sólarlandaferðir hafa verið íslendingum hugleiknastar undanfarin sumur. Þar hafa sólbaðsstrendur Miðjarðarhafsins haft einna drýgst aðdráttarafl. Þar er líka nokkuð öruggt að landinn fær það sem hann sækist eftir; veðurblíðu, sól, ódýrar veigar og ódýran mat, skemmtun og þjónustu auk fjölmargra kynnisferða út frá aðaldvalarstaðnum. Þarna suður frá eru að sögn hreinar strendur, og óspillt náttúra og gildir þá einu hvort talað er um Spán eða Kýpur eða allt þar á milli. Frá Kýpur eru svo t.d. aug- lýstar þriggja til fjögurra daga kynnisferðir með skipi á söguslóðir Biblíunnar til ísrael og Egyptalands. Hvort margan fýsir þangað eins og ástandið er við Persaflóa þegar þessar línur eru settar á blað skal ósagt látið. Þó mun nokkuð ljóst að enn sem komið er hafa bókanir og staðfestingar á sumarleyfisferðum þarna langt inn í Miðjarðarhafið verið með minna móti og skyldi engan undra. Vonandi verður Persaflóladeilan til lykta leidd sem allra fyrst á sem farsælastan hátt. Ef hún hins vegar dregst á langinn gæti vel farið svo að hótelið á Djúpuvík og dekkjaviðgerðarmaðurinn á Raufarhöfn eigi eftir að upplifa metaðsókn sumarið 1991.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.