Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 22

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 2. mars 1991 efst í huga Meb blóðbragö í munni Persaflóastríðinu er lokið. Flestir eru sjálfsagt búnir að fá sig fullsadda af umfjöllun um þetta stríð enda hefur það verið ofarlega á baugi í umræðunni síðustu vikur, bæði í fjölmiðlum og annars staðar. Hins vegar er því ekki að neita að fréttaflutningurinn hefur verið ákaf- lega einhliða og umræða almennings á svipuðum nótum. I sem einföldustu máli hefur átt sér stað bar- átta milli góðs og ills, hin háæruverðugu Vesturlönd og bandamenn þeirra hafa af mannkærleik sínum séð sig knúin til að stöðva illmennið og geðsjúklinginn Hussein og þar hefur tilgangurinn svo sannarlega helgað með- alið. En menn skyldu muna að það eru tvær eða fleiri hliðar. á öllum málum. Á síðustu dögum stríðsins reyndi Hussein itrekað að gefast upp. Hann byrjaði á að samþykkja friðar- áætlun Sovétmanna en það dugði bandamönnum ekki. (fyrsta lagi var hann of seinn til og í öðru lagi innihélt áætlunin skilyrði sem ekki samrýmdust sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna. Fullnaðarsigur skyldi vinnast og á því mátti enginn vafi leika. Hernaði var því haldið áfram. Næst lýsti Hussein því yfir í íraska útvarpinu að Kúveit væri ekki hluti af (rak og hann hefði kallað her- sveitir sínar heim. Um leið bárust fréttir af því að iraski herinn væri lagður af stað til síns heima. Ekki voru bandamenn fyllilega ánægðir með þetta því Hussein hafði ekki tilkynnt uppgjöf sína eftir réttum leiðum. Hernaði var því haldið áfram. Loks hafði Hussein samband við bandamenn eftir „réttum og formlegum" leiðum, lýsti uppgjöf sinni og hét að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna ef hernaði yrði hætt. Og það ótrúlega gerðist, banda- menn sættu sig enn ekki við viðbrögð hans og héldu áfram árásum á varnarlausan her (raka sem var á heimleið með skottið milli lappanna. Um leið bárust fréttir af því að bandamenn hefðu gert enn eina loft- árásina á Bagdad! Skýringin sem gefin var: Hussein á ekki að setja skilyrði af einu eða neinu tagi. Hussein gekk sem sagt að öllum kröfum bandamanna en af því að hann var svo ósvífinn að fara fram á að hernaði yrði hætt, eins og bandamenn höfðu reyndar lýst yfir að yrði gert, þá var hann farinn að setja skilyrði sem voru fullkomlega óaðgengileg! Skömmu siðar lögðu bandamenn svo reyndar niður vopn en það breytir engu um það sem áður gerðist. Nú má ekki skilja skrif mín sem svo að ég sé að taka upp hanskann fyrir Hussein. Hann er vafalaust sjúkur á sál eins og fjölmörg grimmdarverk hans bera skýran vott um og nauðsynlegt að stöðva hann. En það hljóta að vera takmörk fyrir öllu og framganga bandamanna á síðustu dögum stríðsins var með ólíkindum. Her (raka hafði bersýnilega gefist upp og árásir á þessa þjáðu menn sem höfðu lifað i ótta og skelfingu, svo ekki sé minnst á vosbúðina sem þeir máttu þola, bera vott um eitthvað alit annað en virðingu fyrir mannslífum. Og síðasta loftárásin á Bagdag er óskiljanlegt grimmdarverk sem allir hugsandi menn hljóta að fordæma. Fréttamenn höfðu greint frá ömur- legu ástandi í borginni og það bitnaði auðvitað mest á saklausu fólki og börnum. Allir vita að þúsundir gamal- menna, barna og annarra sakieysingja létu lífið í loft- árásum bandamanna. Samt þótti nauðsynlegt að halda áfram árásum á borgina og hver var eiginlega tilgangurinn? Átti að reyna að ná nokkrum börnum i viðbót? Eru engin takmörk fyrir þvi hversu langt er hægt að ganga til að gera niðurlægingu geðveiks ein- ræðisherra sem mesta? Mikill er sigur Vesturlanda! Grillaður kjúklingur Vi kr. 620,- Grillaður kjúklingur Vz kr. 310,- ^ FJÖLSKYLDUPAKKAR: 2ja manna 990,- • 3ja manna 1.485,- • 4ra manna 1.980,- • 5 manna 2.475,- Skammturinn inniheldur 2 bita, franskar, sósu og salat. Verð aðeins kr. 495,- pr. skammtur. Sjávarréttapíta m/Hörpuskelfisk, rækjum og krækling kr. 485,- Nautasteik m/Bearnaisesósu, bakaðri kartöflu og salati kr. 775,- Grísakóteletta m/frönskum og kryddsmjöri kr. 725,- Lambakótelettur 3 í skammti, franskar og kryddsmjör kr. 625,- Hamborgari og franskar kr. 399,- Djúpsteiktur fiskur, Orly m/frönkum, sósu og salati kr. 495,- Þad býður enginn betur! Vilt þú grennast og Ufa heilbrígðara lífi? Heilsuhelgi Náttúrulækningafélags Akur- eyrar á Hótel KEA laugardaginn 2. mars klukkan 13.00. Dagskrá: kl. 13.00 Hvað er hollast að borða? Kristín Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari. kl. 13.30 Makró-bíótískt fæði, hvað er það? Þuríður Hermannsdóttir. kl. 14.00 Lífræn ræktun og umhverfisvernd. Kristbjörg Kristmundsdóttir garðyrkjubóndi. kl. 14.30 Hreyfing, offita, streita. ingvar Teitsson læknir. Kaffihlé. kl. 15.45 Náttúrulækningafélag Akureyrar. Áslaug Kristjánsdóttir formaður. kl. 16.00 Heilsuhringurinn, hvernig samtök er hann? Erna Indriðadóttir deildarstjóri. kl. 16.15 Hvað verður gert í Kjarnalundi???? Jón Kristinsson, stjórnarmaður NLFA. Almennar umræður. Fundarstjóri: Erna Indriðadóttir. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Matreiðslunámskeið í makró-bíótík. Þuríður Hermannsdóttir heldur tvö námskeiö á Akureyri, annað á laugardaginn klukkan 15.00, en hitt á sunnudaginn klukkan 10.00. Námskeíðin verða í Hússtjórnarskólanum. Þátttaka tilkynnist í Heilsuhorninu í síma 21889. PH NI55AIM Bílasýnincf í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 2. mars og sunnudaginn 3. mars frá kl. 14.00-17.00 báða dagana. Nissan Prairie í fyrsta skipti á A^^±cyíí. Sýnum einnig Nissan Pathfinder 4ra dyra. Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við sölumenn frá Ingvari Helgasyni. BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22620 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2. Nýjung frá Nissan Nissan Sunny.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.