Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 21
Laugardagur 2. mars 1991 - DAGUR - 21 íþróftir Úrvalsdeildin í körfubolta: Stuldur í Seljaskóla - Þórsarar misstu unninn leik í hendur ÍR-inga og töpuu 81:85 lætum. Seinni partinn í maí fer U-18 ára liðið í æfinga- og keppn- isferð til Evrópu en hvort Guð- mundur tekur þátt í þeirri ferð, kemur í ljós síðar. Guðmundur hefur fengið til- boð um atvinnusamning við belgíska liðið Ekeren og einnig áhugamannasamning við þýska liðið Stuttgart. Samkvæmt heim- ildum Dags er ekki inni í mynd- inni hjá Guðmundi að skoða þau mál alvarlega fyrr en eftir úrslita- keppni drengjalandsliða í Sviss. Bikarkeppni KSÍ: Búið að draga í 1. umferð Dregið hefur verið um það hvaða lið leika saman í 1. umferð í Mjólkurbikarkeppni Knattspyrnusambands íslands. Á Norðurlandi verða leiknir fjórir leikir í 1. umferð og fara þeir fram þriðjudaginn 28. maí. Hvöt og Dalvík eigast við á Blönduósi, Reynir og UMSE á Árskógsströnd, Völsungur og Magni á Húsavík og Kormákur og Neisti á Hvammstanga. í 2. umferð koma síðan Pór, Leiftur, KS og Tindastóll inn í keppnina, ásamt sigurvegurunum úr leikjunum í 1. umferð. Leikirnir í 2. umferð fara fram laugardaginn 8. júní. -KK FARKORT GISTING Á HÓTEL ESJU EÐA HÓTEL LOFTLEIÐUM GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐU VERÐI FRÁ BÍLALEIGU FLUGLEIÐA HELGARFERÐIR Á HAGSTÆÐU VERÐI Kristján Kristjánsson FLUGLEIDIR Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. Ráðhústorgi 3 • 600 Akureyri Sími 96-25000 • Fax 96-27833 Enn eina ferðina töpuðu Þórs- arar í úrvalsdeildinni í körfu- bolta eftir að hafa unninn leik í höndunum. Nú voru það IR- ingar sem stálu sigrinum í Seljaskóla sl. fimmtudags- kvöld. Lokatölur urðu 85:81 og núna er fallbaráttan orðin einn hrærigrautur í úrvals- deildinni. Þarna fengu ÍR-ing- ar dýrmæt stig um leið og Þórsarar verða áfram í bull- andi fallhættu. Fyrstu 5 mín. leiksins voru jafnar en þá gengu Þórsarar á lagið og náðu fljótlega öruggri forystu. Mestur var munurinn 12 stig, 27:15, 39:27 en í hálfleik var staðan 41:34 fvrir Þór. Stórskytta ÍR-inga Franc Booker, lék með þrátt fyrir meiðsli á hné en var ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki og skoraði aðeins fjög- ur stig í fyrri hálfleik. Þórsarar héldu áfram foryst- unni í seinni hálfleik, með þetta 6-14 stiga forystu. Þegar 5 mín. voru til leiksloka var staðan 76:65 fyrir Þór en þá kóm Booker inná fyrir ÍR, eftir að hafa hvílt lengi og hleypti lífi í sína menn. Eftir 2 mín. skildu aðeins 2 stig á milli, 76:74 og leikurinn skyndilega orðinn spennandi. Staðan var 81:77 fyrir Þór þeg- ar 1 mín. var eftir en þá fóru hlut- irnir að gerast. Booker skoraði þriggja stiga körfu og staðan því 81:80 og Þórsarar fóru í sókn. Þegar 15 sek. voru eftir, var dæmd sóknarvilla á Þór og ÍR- ingar fengu tvö vítaskot. Þeir hittu úr öðru þeirra og jöfnuðu 81:81. Sjö sek. eftir og þegar Þórsarar ætla að hefja sókn, tekst Karli Guðlaugssyni að stela bolt- anum undir körfunni og skora fyrir ÍR, að sjálfsögu við gríðar- Knattspyrna: Guðmundur meiddur Guðmundur Benediktsson knattspyrnumaður úr Þór á við meiðsli í fæti að stríða og er í gipsi frá tá og upp undir nára. Við læknisskoðun kom í ljós rifa í krossbandi í hné og þarf Guðmundur að vera í gipsi í að minnsta kosti tvær vikur. Á þessari stundu er því óljóst hvort Guðmundur kemst með meistaraflokksliði Þórs í æfinga- og keppnisferð til Skotlands í mars, eða með unglingalandslið- inu til Möltu um páskana. Þá er einnig mikið framundan hjá unglingalandsliðum Islands, bæði 16 ára liðinu og U-18 ára liðinu í vor. Úrslitakeppni drengjalandsliða hefst í Sviss í byrjun maí og þar verður Guð- mundur í baráttuni ef að líkum Flest bendir þó til að hann leiki með Þór í 2. deildinni í sumar. -KK leg fagnaðarlæti heimamanna. Þær 3 sek. sem eftir voru, dugðu niðurbrotnum Þórsurum ekki og í staðinn fékk Karl tvö vítaskot til að gulltryggja sigur ÍR-inga 85:81. Þórsarar léku ekki illa í þess- um leik, vörnin var lengstum sterk svo og sóknin en það fór að hrikta í stoðum á síðustu 2 mín. og einbeitingu vantaði til að klára dæmið. Dan Kennard var drjúg- ur og Jón Örn kunni ágætlega við sig á gömlum slóðum. Þá var Jó- hann Sigurðsson sterkur í vörn- inni en fékk sína 5 villu undir lok leiksins. Það var góð liðsheild ÍR-inga sem skóp þennan mikilvæga sigur. Booker lék á annarri löpp- inni en var liðinu samt mjög mikilvægur. Stig Þórs: Franc Booker 18, Karl Guð- laugsson 17, Björn Steffensen 14, Eggert Garðarsson 13, Halldór Hreinsson 11, Ragnar Torfason 10 og Hilmar Gunnars- son 2. Stig Þórs: Dan Kennard 26, Sturla Örlygsson 21, Jón Örn Guðmundsson 16, Konráð Óskarsson 8, Jóhann Sigurðsson 6, Björn Sveinsson 2 og Helgi Jóhannes- son 2. Dómarar voru Bergur Steingrímsson og Árni Freyr Sigurlaugsson og dæmdu þeir ágætlega. -bjb fíHiðþHt! Frumsýning föstudag 1. mars. 2. sýning, laugardag 2. mars. Sýningar hefjast kl. 21.00 í Freyvangi. ★ Miðapantanir í síma 24936 ★ Freyvangsleikhúsið. SKREPPA í LEIKHÚS BORÐA GÓÐAN MAT DANSA OG SKEMMTA SÉR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.