Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. mars 1991 - DAGUR - 15 y poppsíðon i j Cinderella: Sveit sem gefa má gaum Bandaríska rokkhljómsveitin Cinderella er gott dæmi um hljómsveit, sem höndlað hefur frægð nánast fyrir hreina tilviljun og heppni. Hljómsveitin sem á rætur aftur til áttunda áratugarins hafði um árabil reynt fyrir sér, en ekki náð lengra en að spila á meðalstór- um klúbbum. En kvöld eitt árið 1986 gripu örlögin í taumana er Jon Bon Jovi rakst inná tónleika með þeim. Hreifst hann svo af hljómsveitinni að hann kom henni í samaband við Polygram útgáfusamsteypuna, sem gerði svo samning við hana. Fyrsta platan, Night Songs, kom svo út strax sama ár og sló rækilega í gegn, sem þótti ekki síst að þakka því hversu vel Ginderella þótti standa sig á sviði. Tónlistin á Night Songs þótti ekki neitt sérstaklega frumleg, blanda af áhrifum frá Aerosmith og AC/DC, en féll engu að síður vel í kramið í Bandaríkjunum og seldist í um þremur milljónum eintaka. Önnur platan, Long Cold Winter, sem kom út eftir miklar tafir árið 1988 sýndi heldur blús- aðari hlið á Cinderella, en sú teg- und tónlistar hefur ætíð verið Umsjón: Magnús Geir Guömundsson forsprakka hljómsveitarinnar, söngvaranum og gitarleikaran- um Tom Kelfer, hugleikin. Voru viðbrögðin við henni á líka lund og við Night Songs, þótt hún seldist ekki alveg jafnvel. Seint á síðasta ári kom svo þriðja plata Cinderella út undir nafninu Heartbreak Station. Sýn- ir hljómsveitin á sér enn nýja hlið á henni í formi mikilla kántrý- áhrifa, þar sem kassagítar spilar stóra rullu, en sömuleiðis gætir ennþá áhrifa frá Aerosmith og AC/DC. Hefur hún ekki selst eins vel og hinar tvær fyrri enda er heildarsvipur hennar ekki eins sterkur. Á Heartbreak Station eru þó nokkur mjög góð lög eins og Shelter me, The more they change og titillagið, en það síð- asttalda hefur náð nokkrum vin- sældum. Það er því óhætt að mæla með Cinderella því hún er án efa í efri hiuta fyrstu deildar bandarískt rokks. Cinderella á sér margar hliðar í rokkinu. Hitt og þetta Shaun Ryder söngvari Happy Mondays birtist senn á sjónvarps- skjánum. Hafa nú borist fregnir af að tveir söngvarar af sitt hvoru sauðahúsinu, þeir Mick Jagger úr Rolling Stones og Shaun Ryder úr Happy Mondays, muni reyna fyrir sér á árinu, Jagger í bíómynd en Ryder í mini sjón- varpsseríu. Myndin sem Jagger leikur í (sem reyndar er ekki hans fyrsta því að hann lék í gamanmynd einhvern tímann á áttunda ára- tugnum sem umsjónarmaður man ekki hvað heitir í augnablik- inu en var heldur misheppnuð) er framtíðarmynd, leikstýrt af Geoff Murphy, sem gerði Yoyng Gods II, en í henni kom Jon Bon Jovi fram, og er hann þar í góðum félagsskap með Antony Hopkins og Emillip Estevez. Nefnist myndin, Free Jack, og munu tök- ur hefjast á henni innan skamms. Serían, sem Shaun Ryder leik- ur í, er alls þrír þættir og kallast hún Frankie’s House. Fjallar hún um frægan Ijósmyndara, Tim Page að nafni og fer Ryder með titilhlutverkið. Sinead O’Connor nýtur ekki frægðarinnar Söngkonan írska Sinead O’Connor, sem við sáum fagna svo innilega viðurkenningum sín- um frá MTV um síðustu helgi, er þó ekki eins hamingjusöm með frægðina eins og þó mætti ætla. Er nú svo komið að hún er alvar- lega farin að íhuga að draga sig í hlé frá skarkala tónlistarheimsins vegna ýmissa ástæðna. Hún sagði nýlega í viðtali að sú mikla frægð sem henni hefði hotnast á tiltölulega skömmum tíma hefði tekið mikinn toll og væri farin að hafa meiri áhrif á einkalíf hennar en góðu hófi gegndi. En þrátt fyrir þessar nei- kvæðu hliöar sem fylgja því að verða fræg af söng sínum segir Sinead O’Connor að það togist á í sér að hætta, þar sem söngur- inn sé hennar líf og yndi og að hún hafi ríka þörf fyrir að tjá til- finningar sínar og skoðanir með honum. Er söngkonan reyndar farin að íhuga gerð næstu plötu en segist ekki eiga von á að hún verði í líkingu við I do not want what I haven’t got hvað vinsældir varöar. Sinead O’Connor segist vera að sligast undan frægðinni. Willie Neison Það eru fleiri en Sinead O’Connor, sem hafa fundið fyrir beiskleika frægðarinnar og það á öllu verri hátt en söngkonan. Willie Nelson, sem um langt skeið var einn vinsælasti sveita- söngvari Bandaríkjanna, er ágætt dæmi um það, en hann varð gjaldþrota á síðasta ári vegna óráðsíu og skuldasöfn- unar. Til að fá upp í skuld hans, sem nemur hvorki meira né minna en 16,7 milljónum dollara (um milljarður ísl. kr.) var nýlega haldið uppboð á eignum Nelsons í Texas, en meðal þeirra eru hljóðver og golfvöllur. Því miður fyrir bæði Nelson og lánadrottna hans kom ekki fram eitt einasta boð á uppboðinu í eignirnar og því fyrirsjáanlegt að hagur beggja batnar ekki að sinni. FYRIR HANN JAKKI BUXUR SKYRTA BINDI SLAUFA KR. 7.190 KR. 4.400 KR. 2.150 KR. 1.250 KR. 995 FERMINGARSKÓR í ÚRVALI FYRIR HANA JAKKI KR. 5.360 BUXUR KR. 3.950 BLÚSSA KR. 3.950

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.