Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 02.03.1991, Blaðsíða 7
liáúaardaaúr 2. mars 1991 - DAGUR -7 Hér er stríðið í beimii útsendingu - morðum Qölgar í Bandaríkjunum Pegar valið var nafnið „Ameríku- bréf“ á þessa pistla mína, var náttúrulega haft í huga þetta hugtak sem varð til á síðustu öld. Þá bar það oft við að íslendingar fengu bréf frá vinum eða vanda- mönnum sem höfðu flust til Ameríku. Það vóru kölluð Ameríkubréf og þóttu að sjálf- sögðu mikil tíðindi. Raunar hafa sjálfsagt flestöll bréf þá verið tíð- indi í sjálfu sér, altjent þau sem ekki komu úr næsta nágrenni. Það er sjálfsagt á mörkunum að nútímafólk geti gert sér grein fyr- ir því hvernig fréttir bárust fyrir daga síma og loftskeyta - svo ekki sé nú minnst á útvarp og sjónvarp. Þetta er sérstaklega áberandi núorðið þegar hyllst er til að hafa alla hugsanlega „heims- viðburði" í beinni útsendingu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir aldamót skipti það ef til vill ekki eins miklu máli þótt fréttir væru orðnar nokkuð gaml- ar þegar þær bárust - samgöngur vóru hvort eð er með þeim hætti að sjaldan varð brugðist fljótt við atburðum í fjarlægð. Eflaust hafa menn ekki sett það fyrir sig þótt Ameríkubréf væri orðið nokk- urra mánaða gamalt þegar það barst; miklu betra var að fá gamalt bréf en ekkert bréf. Nú eru engar fréttir nema nýj- ar fréttir. Auðvitað hafa samgöngur breyst svo mjög að nú geta menn brugðið skjótt við og farið milli heimshorna á dægri ef þeim býð- ur svo við að horfa. Sími og öll slík fjarskiptatækni gerir mönn- um líka mögulegt að koma boð- um nær samstundis um hálfan hnöttinn svo menn geta nú fylgst með því sem er að gerast ef þeir kæra sig um það. Jafnvel getur verið býsna erfitt að komast hjá því að fá allar þessar fréttir, ef ég vil vita hvort einhver tíðindi hafa gerst í landsmálum í dag verð ég líka að hlusta á fréttir frá allskonar útlöndum; til að frétta að eitt- hvað gott hafi gerst á íslandi þarf ég líka að frétta margvísleg ótíðindi annars staðar frá. Skyldu þá engar skuggahliðar vera á þessari öru þróun sam- gangna og samskipta? Jú, kannski er nú ekki örgrannt um það. Svo sem öllum má vera kunnugt braust út stríð við Persaflóa um miðjan janúar. Hér í Bandaríkjunum var þetta stríð háð meira og minna í beinni útsendingu sjónvarps. Þær sjón- varpssendingar náðu reyndar miklu víðar og auk heldur heim á ísland. Nú veit ég ekki hvernig þessi beina myndlýsing á stríði hefir orkað á íslendinga en hér í heimalandi annars stríðsaðilans þóttust menn sjá nokkur áhrif. Á fyrstu tveim vikunum sem Persa- flóastríðið var í beinni útsend- ingu heima í stofu hverrar fjöl- skyldu, féllu eitt þúsund banda- ríkjamenn fyrir morðingjahendi hér heima fyrir. Þessi frétt hygg ég hafi komið heldur ónotalega við fólk og lái ég það ekki. Ekki hefi ég nákvæmar tölur um hið venju- lega mannfall hér á „heimavíg- stöðvunum“ en hitt kom skýrt fram í fréttum að þessar tvær fyrstu stríðsvikur var það miklu meira en venjulega. Þótt ekki væri þessi fjölgun morða sett beinlínis í samband við stríðið og fréttir af því fer varla hjá því að menn gruni að eitthvert samband sé þarna á milli. Enda verður ekki annað sagt en fréttir og lýsingar á þessu við- bjóðslega stríði hafi síst verið til Valdimar Gunnarsson skrifar þess fallnar að auka virðingu fyrir mannslífinu, altjent ekki fyrir lífi andstæðingsins. Það hefir lengi verið vígorð allra fjölmiðla og reyndar margra annarra að nútímamanninum sé nauðsynlegt (gott ef ekki lífsnauðsynlegt) að „fylgjast með“. En á einhvern hátt virðist sem þessi stöðuga mötun á „fréttum“ og „upplýsingum“ verði ekki til að gera menn betri, umburðar- lyndari og víðsýnni en áður. Ameríku bréf Sumir halda jafnvel að áhrifin séu þveröfug. Hvernig getur staðið á þessu? Er það framsetn- ing þessara tíðinda sem veldur? Reyndar minnist ég þess að hafa heyrt margt fólk segja sem svo að þessar sífelldu fréttir af ófriði, hryðjuverkum, slysförum og öðr- um ótíðindum úr fjarlægum og tiltölulega ókunnum heimshlut- um verði til þess efns að deyfa til- finningu okkar fyrir óhamingju þessara meðbræðra okkar. Það kann þá sumsé að fara svo að okkur finnist með tímanum þetta vera okkur óskylt mál, þetta sé eins og hvert annað veður í lofti. Erum við ef til vill með ein- hvern innbyggðan „þröskuld", einhver takmörk fyrir því hvað við getum látið koma okkur við? Eða bregðumst við á einhvern lítt eða ekki meðvitaðan hátt við þessum fréttaflaumi? Hver er sjálfum sér næstur, segir máltæk- ið og líklega fer ýmsum eins og Bjarti í Sumarhúsum þegar hann orti: Spurt hefég tíu milljón manns sé myrtir í gamni utanlands. Sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel. og lokaniðurstaða hans var þessi: Pví hvað er auður og afl og hús efengin jurt vex í þinni krús? En ekki mun öllum vera svo farið að geta látið illar fréttir sem vind um eyru þjóta en hugsa ein- ungis um sitt. Það hefi ég lesið á bókum að þegar fjölmiðlar láta slíkar hörmungafréttir dynja á hverjum sem er, nauðugum, vilj- ugum; þá fjölgi líka sjálfsvígum. Þó erfitt sé að sanna beint orsaka- samband milli svona hluta fer varla hjá því að sem fyrr vakni ákveðinn grunur. Margir hafa orðið til að bera saman Víet-Nam stríðið og stríðið við írak, en aðrir og einkum yfir- völd hermála, benda á að Víet- Nam stríðið hafi verið mistök sem verði ekki endurtekin heldur höfð sem víti til varnaðar. Það er að minnsta kosti ljóst að áróður hér heima fyrir er með öðrum hætti en þá var, og enda er við- horf almennings mikið ólíkt því sem var á dögum Víet-Nam stríðsins. Mótmæli friðarsinna eru nú aðeins dauft bergmál af þeirri andstöðu sem hér var á sjötta og sjöunda áratugnum en aftur á móti er talsvert látið bera á víðtækum stuðningi við stríðið gegn írak. Þetta almenningsálit er að verulega miklu leyti, ef ekki búið til, þá altjent ræktað í fjöl- miðlum. Það er sannarlega lærdómsríkt - en reyndar stundum ónotalegt - að sjá hvernig þessi yfirgrips- mikla og markvissa mötun fjöl- miðla skilar árangri. Ekki fer hjá því að sá sem er að sumu leyti utanveltu við þetta samfélag; sá sem hefir ekki alið með sér þá þjóðernistilfinningu sem inn- fæddir hafa, undrist sumt af því sem fram fer í þessum frétta- og upplýsingatímum. Innrætingin kemur víða fram. Nú ber öllum saman um að frá því fyrir jól liafi stóraukist hér vestra sala á hvers kyns spilum eða leikjum sem tengjast á ein- hvern hátt stríði. Klókustu fram- leiðendur slíkra leikja (fyrir tölv- ur eða venjulegra teningaleikja) hafa nú sett á markað ýmsa leiki sem vísa rakleitt til stríðsins við Persaflóa og fjölbreytnin er ótrúlega mikil. Sjálfsagt eru það að stórum hluta börn og unglingar sem leika sér á þennan hátt; sumt af því mundum við ef til vill kalla óvita- skap. En hvernig skyldu þessir „óvitar" hugsa og bregðast við þegar þeir eru orðnir ráðamenn sinna þjóða? Valdimar G. ©PCRCHE^ TILBOÐ Handlaug - salerni (með setu) og baðker. Allt í einum pakka. Tilboðsverð 29.900,- Gerum tilboð - leitið upplýsinga! K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun með hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088 TUNGUMALA' NÁMSKEIÐ LINGUAPHONE LÆRIÐ TUNGUMÁL Á SKÖMMUM TÍMA Á AUÐVELDAN HÁTT YMR30TUNGUMÁL ALLAR NÁNARl UI’PLÝSINGAR (SÍMUM 96-52261, ÍSAK, 91-600934, JÓHANN S • K • I • F • A • N SKEIFAN 17 -100 REYKJAVÍK ® (91) 600 900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.