Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 1
umnuiNN Laugardagur 13. nóvember 1976. — 41. árg. — 255 tbl. Frá Flokksráðsfundi Alþfðubandalagsins Kagnar Arnalds, form, Alþýðubandalagsins, flýtur ræðu sfna á flokks- ráðsfundinuin i. gær. Til vinstri á myndinni er Stefán Halldórsson, fundarritari, og til hægri Grétar Magnússon fundarstjóri. Efliim einingarflokk gegn og auðmagni sagði Ragnar Arnalds Svipmyud frá flokksráðsfundinum í nyja Þjóðviljahusinu i gær. af turhaldi starfi þeirra i okkar röðum. Þeim fjölgar ört. sem skilja nauðsyn þess, að islenskir vinstri menn efli svo einn stjórnmála- flokk, að hann verði þess umkom- inn að hafa i fullu tré við flokk auðmagns og afturhalds. Jafn- framt dylst mönnum varla að Alþýðubandalagið er eini flokkur- inn, sem hefur öll skilyrði til að verða hið sterka einingarafl vinstri manna. Alþýðubandalagið er sósialisk- ur flokkur, en um leið baráttutæki fyrir vinstri stefnu i kapitalisku þjóðfélagi. 1 þvi felst engin mót- sögn. f störfum sinum og stefnu verður Alþýðubandalagið einmitt að fella saman i eina heild fram- tiðarmarkmið og baráttu liðandi stundar. f seinustu þingkosningum var Alþýðubandalagið með vel yfir 18% atkvæða að baki sér, en Framsóknarflokkurinn meö tæp 25%. Munurinn var 6.6%. Flest bendir til þess, að munurinn verði litill á þessum flokkum eftir næstu kosningar. Með nokkurri bjartsýni er jafnvel ekki fráleitt, að gera ráð fyrir, að Alþýðu- bandalagið verði þá næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubandalags- ins flutti framsöguræðu um stjórnmálaviðhorfið á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins/ sem hófst í gær en lýkur á morgun. Nokkur hluti af ræðu Ragnars mun birtast i Þjóðviljanum á morgun, en hann kom viða við’. Ragnar ræddi m.a. um það upplausnarástand, sem skapast hefur i islensku þjóðfélagi i tið nú- verandi rikisstjórnar og hin ýmsu viðbrögð. sem fram hefðu komið i þvi sambandi, sum rökrétt önnur órökrétt. Undir lok ræðu sinnar vék Ragnar að stöðu mála á vinstri væng stjórnmálanna og sagði þá m.a.: A undanförnum vikum hafa ýmsir liðsmenn úr Samtökum frjálslyndra gengið i Alþýðu- bandalagið, þar á meðal ýmsir frambjóðendur Samtakanna i seinustu þingkosningum. Við bjóðum þessa nýju félaga hjartanlega velkomna i Alþýðu- bandalagið og væntum góðs af Viöræöum viö Gundelach ekki enn lokið Verður fram haldið 25. nóvember Svo var að heyra á Finn Olav Gundelach, sendimanni Efna- hagsbandalags Evrópu, og ráð- herrunum Einari Agústssyni og Matthiasi Bjarnasyni á blaða- mannafundi i gær, að talsverður árangur hefði náðst I könnunar- viðræðum um fiskveiðar i land- helgi sem staðið hafa yfir i gær og fyrradag. Þessum viðræðum var ekki lokið og mun verða haidið áfrain 25 nóvember. Greinilegt er á öllu að fullur samkomulagsvilji er fyrir hendi hjá báðum aðilunt. Ekki kom margt merkilegt fram á þessum blaðamannafundi en Gundelach og ráðherrarnir sögðu að fiskveiðipólitik og fisk- verndun á N-Atlantshafi hafi ver- ið aðalumræðuefnið en ekki rætt V atnsþörf Suðurnesjamenn hafa löngum mátt búa við vandræði i sam- bandi við vatnsöflun, og hefur það vatn viða verið á mörkum þess að vera neysluhæft, sökum saltinni- halds. Er i þvi sambandi sögð saga af gömlum hjónum, sem fluttust til Reykjavikur i ellinni, og þótti Gvendarbrunnavatnið þá svo dauft, að þau neyddust til að salta kaffið sitt. um nein tilboð ennþá. Matthias Bjarnason sagði að itarlega hefði verið rætt um fiskstofna og ástand þeirra á íslandsmiðum, Grænlandsmiðum og á Norður- sjó. Gundelach tók það fram að þetta væru timamótaviðræður að þvi leyti að i fyrsta skipti kæmi Efnahagsbandalagið fram sem heild i sambandi við fiskveiði- samninga. Nú þyrfti að móta framtiðarstefnu um fiskveiðar og fiskvernd á Atlantshafssvæðinu. Matthias og Einar sögðu að ekki hefði verið farið fram á að samningarnir við breta yrðu framlengdir og byggjust þeir við að togararnir færu út fyrir 200 milur 1. desember. GFr. Suðurnesja Með tilkomu hitaveitu Suðurnesja hafa vatnsöflunar- vandamálin birst i nýrri mynd og er af þvi tilefni birt viðtal við Freystein Sigurðsson jarðfræðing i blaðinu i dag. SJÁ OPNU Gundelach, Einar Agústsson og Matthias Bjarnason i Ráðherrabústaðnuni eftir viðræðurnar i gær. „Ævintýraútgerð ” færist í vöxt: Vildu ráða 5 spán- verja á ísl. skip Það tók Sjómannafélag Reykjavikur ekki langan tíma að hafna þeirri málaleitan islensks útgerðarfyrirtækis að fá að ráða á skip sitt fimm spán- verja. Komu tilmælin i gegnum félagsmálaráðuneytið, sem ósk- aði umsagnar Sjómannafélags- ins og var sú ákvörðun tekin á fundi nú i vikunni að synja beiðninni. Þetta er i fyrsta sinn, sem leitað er heimildar til ráðn- ingará útlenskum skipverjum á islensk kaupför, en á fiskiskip hefur hins vegar verið nokkuð um ráðningar á færeyingum og fleiri útlenskum sjómönnum. Guðmundur Hallvarðsson, starfsmaður Sjómannafélags Reykjavikur sagði i samtali við blm. Þjv. i gær að nóg væri til af islenskum sjómönnum á islensku kaupskipin,sem sigla á milli útlenskra hafna, jafnvel undirútlepjskum fánum, en ráða menn" sliia alla samkvæmt islenskum samningum. Væri þvi engin ástæða til að leyfa ráðningar á erlendum sjómönn- um sem væru þá lika oftast gerðar i þeim tilgangi að fá ódýran vinnukraft eins og kom- ið hefði t.d. i ljós þegar mál nigeriumannanna var dregið fram i dagsljósið og gert opin- bert. Guðmundur sagði að nú væri vitað um tvö skip, sem rekin væru af islenskum útgerðar- mönnum með islenskri áhöfn en sigldu hins vegar undir fána Singapore og færu að öllu leyti eftir þeim lögum, sem þar rikja. Hann sagði það færast mjög i vöxt að islenskir ,,ævintýraút- gerðarmenn” legðu út á þessa braut, en tiltölulega auðvelt er að leigja útlensk skip til lengri eða skemmri tima án verulegr- arbókhaldsvinnu hérheima eða mikilla opinberra gjalda til islenskra stjórnvalda. — Það hefur verið mjög mik- ið um það undanfarið að menn af þessum skipum hafa komið til okkar og beðið um útreikning á launum sinum og þvi er ekki að neita að oft hefur vantað mikið upp á að farið sé eftir þeim samningum sem i gildi eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.