Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 V-þýskir umhverfisverndarmenn í baráttuhug Hyggjast hindra byggiiigu kjamorkuvers með valdi HAMBORG 12/11 Reutcr — Baráttumenn fyrir umhverfis- vernd hvöttu stuðningsmenn sina i dag til þess að taka með valdi á sitt vald svæði, þar sem fyrirhugað er að byggja nýtt kjarnorkuver. Dreifðu um- hverfisverndarmenn flug- blöðum með hvatningum i þessa átt i Brokdorf, norðvestur af Hamborg. Sterkur vörður er um byggingarsvæðið og auk þess er það umgirt gaddavir. en um- hverfisverndarmenn hvetja til þess að sú girðing sé rifin niður, hvað sem yfirvöld segja. A morgun eru fyrirhugaöar mótmælaaðgerðir gegn bygg- ingu atómstöðvar þessarar og er búist við að um 20.000 manns taki þátt i þeim. Fyrir tveimur vikum hrakti lögregla, sem beitti kylfum og táragasi, um 300 mótmælamenn frá bygg- ingarsvæðinu, sem siöan hefur verið viggirt rammlega bæöi með gaddavir og virkisgröf. Vaxandi andstaöa er i Vestur-Þýskalandi gegn rikj- andi stefnu i kjarnorkumálum, og telja margir að þeirri stefnu sé framfylgt meira af kappi en forsjá með tilliti til slysahættu. Viðrœður Bandarikjanna og Víetnams: Ekki búist við skjótum árangri Benn — aðalsmaður sem afnema vill árhundraða gömul sérréttindi stéttarbræðra sinna. Krafist afnáms lávarða- deildar Ihaldsmenn þar þvælast fyrir stjórnarfrumvörpum LUNDGNUM 12/11 Reuter — Anthony Wegdwood Benn, ráð- herra i bresku stjórninni og einn af leiðtogum vinstri arms Verka- mannaflokksins, krafðist þess I dag að lávarðadeild breska þingsins yrði lögð niður. Kvaðst Benn, sem sjálfur er aðalsmaður að uppruna en lagði niður lá- varðstitilinn til að geta setið I neðri málstofunni, ekki vera i vafa um að núverandi efnahags- leg vandræði Bretlands stöfuðu ekki sist hvað af svo frumstæðri og ófullnægjandi stofnun, sem lá- varðadeildin væri. Sagði hann ennfremur að deildin væri ólýð- ræðisleg i eðli sinu og ætti hún þvi að hverfa. Lávarðadeildin var stofnuð á þrettándu öld og hafa allir lá- varðar landsins rétt til setu i henni og eru ekki kjörnir. thalds- menn eru þar alltaf i meirihluta og veldur það rikíSstjórn Verka- mannaflokksins miklum vand- ræðum um þessar mundir, þar eð lávarðadeildin beitir aðstöðu sinni til að hindra samþykkt frumvarpa um þjóðnýtingu og fleira.semstjórnin eraðreyna að koma i gegnum þingið og ætlar með þvi að tryggja sér stuðning verkalýðssamtakanna. Þar á meðal er um að ræða frumvarp um atvinnutryggingu fyrir hafnarverkamenn. Einnig reyna lávarðarnir að sjá til þess að gróðravænlegar skipaviðgerða- stöðvarséu teknar út af lista flug- véla- og skipasmiðaiðnaðarins, sem stjórnin hyggst þjóðnýta. íhaldsmenn kalla þessi frumvörp rikisstjórnarinnar „öfgafullan sósialisma.” Neto sakar Suður-Afríku um íhlutun LUNDtJNUM 12/11 — Agostinho Neto, forseti Angólu, sakaði stjórn Suður-Afriku um það i dag að ástunda ásælni á angólsku landi og að skipuleggja skæruár- ásir inn I Angólu. Hann sagði enn- fremur að Angóla fyrirhugaði ekki að senda her inn i Namiblu (Suðvestur-Afriku). P.W. Botha, varnarmálaráð- herra Suður-Afriku, sagöi i gær að Suður-Afrika myndi snúast til gagnsóknar af öllu afli ef ang- ólskar hersveitir réöust inn i Namibiu. Taldi Neto að þessar hótanir stöfuðu af þvi að suður- afriskir valdhafar hefðu ruglast i riminu vegna stuönings Angólu við SWAPO, sjálfstæöishreyfingu Namibiu. Ennfremur er haft eftir Neto að suðurafriska stjórnin noti hjálp Kúbu og Sovétrlkjanna við Angólu sem átyllu til aö senda vopnaöa flokka „undir forustu is- raelsmanna’* inn i landið. PARÍS 12/11 —• Fulltrúar Banda- rikjanna og Vletnams hófu i dag formlegar viðræður með það fyrir augum að koma á eðlilegu stjórn- málasambandi milli rikjanna. Aðalatriðin i viðræðunum eru sú krafa Bandarikjanna að viet- namar geri grein fyrir örlögum um 770 bandariskra hermanna. TÖKÍÓ 12/11 Reuter — Sovéska þotan af gerðinni Mig-25 sem flogið var til Hakódate i Norður-Japan á dögunum, hefur nú verið flutt til hafnarinnar Hitatsji i sem skráðir eru týndir eftir Víet- namstriðið, og krafa Vietnams um tæknilega aðstoð Bandarikj- anna sem bætur fyrir eyðilegg- inguna, sem Bandarlkjaher olli I landinu. Bandarikin segjast viljug til að veita umrædda aðstoð en gera frekari upplýsingar um hina þrettán pörtuni, en þaðan á að flytja hana sjóleiðis til Sovétrikjanna. Embættis- menn og sérfræðingar flug- herja Bandarikjanna og Japans hafa kynnt sér flug- vélina mjög vandlega. týndu hermenn að skilyrði fyrir aðstoðinni, svo og þvi að þau taki upp stjórnmálasamband við Viét- nam. Samkvæmt fréttum frá Sameinuðu þjóðunum hyggjast Bandarikin enn beita neitunar- valdi i öryggisráðinu gegn þvi að Vietnam fái aðild að Sameinuðu þjóðunum, en það hafa þau þegar gert tvívegis. Viðræðurnar fara fram i villu i útborginni Neuilly-sur-Seine, sem var áður aðsetursstaður sendi- nefndar Þjóðfrelsishreyfingar Suður-Vietnams i Frakklandi. Gert er ráð fyrir að þær taki langan tima og er haft eftir bandariskum sendiráðsmönnum að ekki sé þess að vænta að neitt þoki áleiðis I þeim fyrr en Jimmy Carter flytur i Hvita húsið, en það gerir hann 20. jan. n.k. Enrico Berlinguer, leiðtogi italskra kommúnista — I annað sinn bjargaði flokkur hans lifi rikisstjórnarinnar. Kommúnistar og sósíalistar bjarga stjórn Andreottis RÓM 12/11 Reuter— Minnihluta- stjórn kristilegra demókrata undir forystu Giulios Andreotti hélt velli á þingi i dag er atkvæði voru greidd um traustyfirlýsingu stjórninni til handa. Fékk stjórnin 249 atkv., 37 voru á móti en 267 sátu hjá. Bjargaði þessi mikla hjáseta llfi stjórnarinnar og stóðu að henni einkum flokkar kommún- ista og sósialista. Talsmenn flokka þessara beggja lýstu yfir meiri eða minni óánægju með efnahagsráðstafanir stjórnar- innar, en kváöust láta hjá liöa að greiða atkvæði gegn henni með tilliti til þjóðarhags og sérstakra kringumstæðna. Ráðstafanir stjórnarinnar, sem hún telur að séu óhjákvæmilegar til að stöðva verðbólguna, sem nú nemur 18% á ársgrundvelli, eru meðal annars þær að hækkað er verð á olíu, rafmagni, póst- og simaþjónustu. Þetta er i annað sinn, sem kommúnistar og sósia- listar gefa stjórn Andreottis lif með hjásetu; i fyrsta sinn gerðist það i ágúst s.l. Svíþjóð: Umdeilt ritfrelsis- fmmvarp samþykkt LUNDI 12/11 frá Gisla Gunn- arssyni, fréttaritara Þjóðvilj- ans. í fyrradag var samþykkt I sænska þinginu mjög umdeilt frumvarp um rit- og prentfrelsi og greiddu þingmenn Vinstri- flokksins-kommúnista (VPK) einir atkvæði gegn þvi, en all- margir þingmenn sátu hjá. Frumvarpið var upphaflega lagt fram af rikisstjórn sósial- demókrata og voru allir stjórn- málaflokkar þvi i fyrstu sam- mála og einnig höfðu félög blaðamanna, rithöfunda, blaða- eigenda og bókaútgefanda lýst yfir samþykki sinu við það. Hinsvegar jókst andstaða gegn frumvarpinu eftir þvi sem á leið og bent var á neikvæðar hliðar þess. Kom svo um siðir að VPK skipti um afstöðu og snerist gegn frumvarpinu og hið sama hafa .samtök prentara gert, en þau eru róttækust allra sænskra verkalýðsfélaga. Rithöfundar og blaðamenn gerast einnig stöðugt meir á báðum áttum um gildi frumvarpsins. I umræðunum benti einn þingmanna Vinstriflokksins- kommúnista, Jörn Svensson, sem er i frjálslyndari armi flokksins á fimm neikvæðar hliðar frumvarpsins en tók að visu fram að það hefði einnig já- kvæðar hliðar. Það atriði frum- gegn vaxandi andstöðu vinstrimanna og frjálslyndra varpsins, sem flestum mun lit- ast verst á, er að samkvæmt þvi er sérstökum embættismanni, justikansler, sem er einskonar einkalögfræðingur rlkisvalds- ins, falið aö ákveða hvort höfða skuli mál gegn blaði, sem hefur gerst sekt um subbuleg skrif gegn yfirvöldum að dómi þeirra sjálfra, en áður þurfti úrskurð dómsmáiaráðherra til slikrar málshöfðunar. Það sem mesta andstöðu hefur vakið við þessa grein frumvarpsins og jafn- framt frumvarpið i heild er aö núverandi justikansler, Ingvar GullnSs, er mjög óvinsæll meðal vinstrisinnaðra og frjálsiyndra manna almennt. Að dómi þeirra á hann að baki næsta vafa- saman feril og eftir honum eru meðal annars höfð ummæli eins og þau, að prentfrelsið komist i hættu ef yfirvöld láti hvers- konar „óábyrgum ’’ mönnum liðast að birta hverskonar „ó- ábyrg” skrif, þar eð slikt muni verða óvinsælt hjá „ábyrgum” borgurum. Tortryggnin gegn GullnSs er slik að dómsmála- ráðherra fann sig knúðan til að heita þvi að bera undir rikis- stjórnina ef til þess kæmi að þessu atriði laganna yrði beitt. Þá er það umdeilt atriði i frumvarpinu að samkvæmt þvi getur fyrrnefndur embættis- maður fyrirskipað lögreglunni að gera blöð og heimildir upp- tækar og fjalli dómstóll um það eftir á, en áður þurfti úrskurð dómstól eða rikisstjórnar til slikra lögregluaðgerða. Enn má nefna að ef blöð hegða sér illa að dómi yfirvalda, er nú e.’:ki ein- ungis^. hægt að lögsækja ábyrgðarmenn þeirra, heldur og alla sem hlut eiga að máli i sambandi við blaðið, meira að segja er hægt að lögsækja prentara fyrir að prenta subbu- leg skrif. Þannig er hinu opin- bera ákæruvaldi gefin heimild til að velja úr stórum hópi manna þann eða þá sem það vill lögsækja. Þá hefur verið rýmk- uð heimild rikisvaldsins til að gera upptækt það, sem það álitur að sé til skaða fyrir öryggi rikisins, og þurfa þá ekki njósnirfyrirerlend riki að koma til. Hefði þetta atriöi verið i gildi Lars Werner, leiðtogi Vinstri- flokksins-kommúnista. Flokkur hans tók upphaflega afstöðu með frumvarpinu, en snerist siðan gegn því. þegar blaðið FIB-Kulturfront ljóstraði upp IB-hneykslinu um árið, hefði samkvæmt þvi verið hægt aö gera blaðið upptækt eins og það lagði sig. Það sem einkum olli þvi að frumvarpið fékk svo mikið fylgi i upphafi mun hafa verið að samkvæmt þvi eru almenn á- kvæði um ritfrelsi og prentfrelsi skýlausari en áður var. Frumvarp þetta er upphaf- lega tilkomið vegna IB-málsins. 1 þvi var FIB-Kulturfront dæmt samkvæmt lagagrein, sem sett haföi verið inn i lögin í allt öðrum tilgangi og þótti sú máls- meðferð, sem Ingvar GullnSs átti hlut að, svo hneykslanleg að jafnvel hægrisinnaðir lög- fræöingar mótmæltu. Varö þetta til þess aö umrædd laga- grein var felld úr gildi og taldi þá rikisstjórnin þörf á nýrri lög- gjöf um þessi mál. Mig-25-þotan send heim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.