Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Kristján Jóh. Jónsson og Árni Bergmann skrifa Dagbók borgaralegs skálds er niunda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar aö þýö- ingum frátöldum. Hiin skiptist i fjóra hluta sem eru aðgreindir mað númerum en for- sendur þeirrar skiptingar eru ekki auð- séðar. Hún virðist helst markast af þvi að i fyrsta og öðrum hluta eru unnlend yrkisefni i meirihluta en erlend i tveim þeim siðari. Þar á ég við kvæði eins go „John Keats”, „Frá Feneyjum”, ..Duino”, „Trieste”, „1 Dolomitunum”, „A leiðinni vrá Colfosco til Cortina D’Ampezzo” osfrv. Eitt ljóð fellur utan þessarar fjórskiptingar. Það er nafn- laust og sett framan við fyrsta hlutann eins og nokkurs konar inngangur. Auöskilin Ijóð eða „opin". Eins og vænta má þegar margreynt skáld á i hlut eru áberandi heildareinkenni á þessum ljóðum. Þau eru mjög auðskilin. Það virðist markmið höfundar að ganga þannig frá þeim að hver einasti maður geti lesið þau átakalaust og skilið allt sem i þeim stendur. Það eina sem einhverjum gæti reynst dálitið erfitt að kyngja er notk- un erlendra staða- og mannanafna sém skáldið hefur að þvi er virðist dálitla til- hneigingu til að slá um sig með. Nú er það svo að i sjálfu sér er hvorki gott né vont að skrifa ljóð sin þannig að þau séu öllum skiljanleg. Ég nefni þetta hér sér- staklega vegna þess að þetta hefur verið svo einkar vinsælt tilefni til sleggjudóma. Þeir eru þá oftast á þá leið að ljóð séu þvi skemmtilegri og betri þeim mun torskildari sem þau eru eða þeim mun auðskildari, allt eftir þvi hver á heldur. Aðdáendur tor- skildra ljóða virðast yfirleitt kæra sig koll- ótta um það hvers vegna ljóðið er torskilið. Þeirra ánægja er öll fólgin i þvi að skýra og sýna og sanna með þvi sinar eigin góðu gáf- ur og ég get aldrei skilið hvers vegna nógu erfiðar krossgátur og skákþrautir og annað slikt getur ekki komið i staðinn fyrir ljóð i slikum tilfellum. Hrifning manna af ein- földum ljóðum er sömu takmörkum háð. Eina skynsamlega markmiðið með þvi að gera skáldskap sérstaklega auðskilinn er að gera þar með aðgengilegt eitthvað sem sá sami skáldskapur hefur fram að færa. Hvort sem menn dá og meta auðskilinn eða torskilinn skáldskap eru menn, með þvi að setja slikt á oddinn, að leggja rækt við formið formsins vegna og það kann ekki góðri lukku að stýra. Hugsanir likar þessum hljóta að vakna við lestur Dagbókar borgaralegs skálds. Hver er sá greiði sem lesandanum er gerð- Fyrir utan veit enginn hvert stefnir Jóhann lljálmarsson. ur með þvi að gera efni kvæðanna svo að- gengilegt sem raun ber vitni? Hvað birtist þegar ljóðið er opnað eins og ég hygg að Jóhann Hjálmarsson hafi sjálfur lýst þess- um kveðskaparmáta sinum? Með öðrum orðum: hvað hefur Jóhann Hjálmarsson að segja i ljóðum sinum? Að minu viti má skipta ljóðum þessarar bókar i tvennt eftir þvi hvort þau eru sviðsett utan dyra eða innan. Öryggið Ég held að sá lifsskilningur sem fram kemur i þessari bók sé hvað best sáman dreginn i kvæðinu „Ég nýt þessa dags”: Föstudaginn 1. febrúar 1974 kl. 15,35 Hef ég skrúfað fyrir útvarpið sest i stól til að hlusta á tist fuglanna i garðinum og horfa á dóttur mína leika sér á gólfinu. Þegar ég skrifa þessar linur sækir hún sér biað og teiknar innri rödd sina. Ég heyri öðru hvoru í strætisvagninum og i flugvélum sem fljúga yfir. lleimurinn er hér inni. Fyrir utan veit enginn hvert stefnir. Jóhann horfir á mannlifið út um stofu- .gluggann og bilrúðuna eða heyrir i þvi álengdar eins og i Ijóðinu hér á undan. „Fyrir utan veit enginn hvert stefnir” og þar er ekki hægt að vera öruggur. Ef maður reisir sinn litla heim inni hjá sér getur mað- ur þó verið öruggur að nokkru leyti. Þá er mun auðveldara að verjast öllum þessum áleitnu spurningum um mennina og lif þeirra, andstæðurnar i samfélaginu og yfir- leitt allt þetta sem angrar svo mjög öll þessi skáld sem yrkja af löngun til að glima við þau vandamál sem skipta sköpum með mönnum. Ég sagði áðan að ljóðum Jóhanns mætti skipta eftir sviðsetningu. Ef þau fjalla um eitthvað sem er utan heimilis virðist tvennt ráðandi. Sé um pólitisk mál að ræða bæta þessi ljóð engu við einlita túlkun ihalds- blaða og frétta sbr. „Laugardagur 19. jan- úar 1974” (bls. 88) sem er um Soishenitsyn og allt það. Hafi skáldið hins vegar sjálft brugðið sér út fyrir landsteinana er sjón- hringur „túristans”allsráðandi með sögu- fræg herbergi og annað þviumlikt i önd- vegi: Hér er iltnur af bókum og dauða og inn um opinn glugga herbergisins þar sem skáldið kvaddi þennan heim berast raddir sölumannanna á torginu án þess að rjúfa einkennilega kyrrðina. Á heimavelli. Þegar Jóhann Hjálmarsson yrkir á heimavelli eða með öðrum orðum i stofunni sinni, er enginn til að leggja honum skoð- analinu og það hefur sfn áhrif. Þar kemur fram bæði einlægni og skemmtilegur skiln- ingur á viðfangsefnum. Besta dæmið um þetta er liklega fyrsta kvæðið i bókinni sem fjallar um sköpunarmátt skáldsins. Þar er minnst skemmtilega á að ekki er nóg að ætla að yrkja. Þörfin til þess að skapa verð- ur að vera með i leiknum: Ég vaknaði snemma i morgun til að yrkja ijóðið sem ég hafði lengi ætlað að yrkja. Ég settist við borðið, stakk blaði i ritvélina og beið þess að orð og setningar hyldu hvitt lómið. Dyrnar voru opnar og þegar dætur minar vöknuðu komu þær til min með teikniblöð og liti. Þær hófust þegar handa. Blöðin voru ekki lengi auð lieldur þakin húsum, skýjum, biluin, flug- vélum, fólki og köttum. Þær máttu ekki vera að þvi að borða morgunverð. Ég stóð upp frá borðinu, fór út úr herberg- inu og skildi þær eftir i fögnuði sköpunarinnar. i ritvélinni var blaðið autt. A gólfinu breiddu mörg ljóð úr sér skráð á græn teikniblöð á drungalegum febrúarmorgni. Kristján Jóh. Jónsson Trúin á innblásturinn Sigurður Guðjónsson. t leit að sjálfum sér. Iðunn 1976. Höfundur Truntusólar hefur sent frá sér safn greina og hug- leiðinga sem lýsa hugðarefnum hansog skoðanaþróun siðustu ár. í formála lýsir Sigurður van- trausti á algenga islenska ævi- sagnaritun fyrir það, að hún sé mestan part upptalning ytri at- vika „Hitt tel ég mjög fátitt, ef ekki einsdæmi, að menn skrái sögu hugmynda sinna, reynslu og siðast en ekki sist skynjunar, svo að segja um leið og dagarnir liða. Þessi bók hefur þó að miklu leyti orðið til á þann hátt”. Sjálf hugmyndasagan, sem Sig- urður villkalla svo, situr þó ekki i fyrirrúmi i þessari bók. Til þess er honum of mikið niðri fyrir: hann vill fyrst og fremst koma á framfæri ádrepu á falsguði, á giidismat sem honum finnst spillt og rangt, og þá mæla með öðru i staðinn. Það er þessi keðja fyrirbæra sem er honum mestur þyrnir i augum: kirkja, kapitai- ismi, efnishyggja Til þessa þri- stirnis rekur hann með ýmsum blæbrigðum gæfuleysi manna nú og hér. „Þeir (prestarnir) halda dauðahaldi i gamlar og úreltar hugmyndir, sem nú eru á góðri leið að gera heiminn að vellandi Sigurður Guðjónsson. helvíti ofbeldis, morða, hungurs og kúgunar” segir á einum stað. „Frelsi það er við sláum upp með risaletri á forsiðum dagblaðanna á tyllidögum reynist eftir allt saman eiga upphaf sitt og endi i þvi að allir eru jafn frjálsir að þrúgast niður i þennan eymdar- dal, þar sem verslunaræði, gróðafikn, hégómagirni, vaida- streita, ófyrirleitni og mannhatur eru helstu náðarmeðulin”, segir i annarri grein. Andspænis þessum ósköpum stillir Sigurður upp þörf fólks fyr- ir „traust” fyrir ,,að opna sig”. Þar með fylgir hrifning á þeirri kynslóð, sem a.m.k. að nokkrum hluta sneri baki við þvi mati á verðmætum sem rikt hefur á okk- ar slóðum og leitaði farsælla lif- ernis i nýjum sambýlisháttum (kommúnur, blómabörn, hippi). En Sigurður viðurkennir reyndar undir lokin, að þessu fólki hafi mörgu hverju tekist miður en til stóð að festa i sessi nýtt mat á til- verunni. Þar með verður sterkari eftir þvi sem liður á syrpu þessa, sá boðskapur höfundar, að væn- legast sé að freista gæfunnar á innlöndum, „hlustaá alheiminn”. Vegurinn að „kjarna allra hluta” hann „liggur i gegnum sjálf okk- ur”. Hinn félagslegi tónn vikur fyrir lýsingum á hugljómun ein- verustunda með náttúrunni: „Ég trúi þvi að ég hafi blátt áfram skynjað leyndardóminn djúpa, uppsprettu lifsins. Hugur minn sem var tómur og dauður varö nú heiðrikur og tær. Ég sá allt i nýju og skæru ljósi. Náttúran hafði umskapasti æðri mynd. Þegar ég gekk upp móana á Valhúsahæð talaði til min hvert smáblóm, söng við mér hvert strá, brosti til min hver mosaskóf, hvislaði að mér hver steinn”. Akveðnar þverstæður má finna i þessum hugsanaferli. Annars- vegarheldur Sigurður viða (t.d. i greininni Kynslóðaskipti) fram þeirri kenningu, sem gerir sam- félagmeð öllu ábyrgt fyrir van- sæld manna og ógæfu. Eiturlyfja- neysla hlýtur t.d. þá réttlætingu, að hún sé tilraun einstaklinga i nauðum til að rjúfa einangrun sem fjandsamlegt samfélag hafi dæmt þá til og endurheimta sitt sjálf. A hinn bóginn verður það þá ekki aðalatriöi hjá höfundi að um- bylta þessu margseka þjóðfélagi (þótt vissulega hafi hann samúð með slikum áformum) heldur það, að hver sé sinnar gæfu smið- ur. Að frelsunin liggi um ihygla einsemdarieit að „týndri speki þroskuðustu anda mannskyns- ins.” Sigurður er gagnorðari og hressilegri penni en obbinn af þeim sem hafa mikla trú á dul- rænni reynslu. Kapp hans og á- kefð getur verið smitandi, ein- lægni hans vekur samúð. Hann tekur mjög mið af sinni miklu fyrirmynd, Þórbergi Þórðarsyni, einkum og sér ilagi Bréfi til Láru. Þessa gætir bæði i prédikuninni og isjálfslýsingum höfundar, sem sveiflast á milli sjálfsháðs og sjálfshafningar. Bókin nýtur góðs af þessari fyrirmynd, en ekki r.ema að vissu marki: það kemur að þvi að lesanda finnst lærisveinninn of háður meistar- anum — þetta verður sérstaklega áberandi i ádrepunni á kirkju og klerka. Það er reyndar með þvi undarlegasta i bókinni, hve mjög hin lúterska rikiskirkja getur far- ið i taugarnar á höfundinum, það minnir helst á þá áráttu að menn noti sin stærstu skot til að plaffa með á spörfulga. Ef þessi bók er borin saman við frumraun Sigurðar Guðjóns- sonar, Truntusól, þá er þar skemmst frá að segja, að Truntu- sól var að þvi leyti mun fróðlegri, sem hún var miklu persónulegri heimur og rækilegar byggður at- vikum og manneskjum. t þessari bók eru allt önnur hlutf., hið al- menna ræður rikjum, reiðin, hneysklunin, beiskjan, vonin, hrifningin, sælan. „t leit að sjálf- um sér" er þvi einhæfari bók, enda þótt höfundur komi viða við. Hún hefði styrkst ef minna hefði verið treyst á hinn almáttka inn- blástur, hugljómunina. en þeim mun meira byggt á athugun, könnun, natni við hin einstöku dæmi veruleikans sem allur mál- flutningur þarf á að halda. Arni Bergniann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.