Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Tengsl grunnskóla viö atvinnulífið Við mótun grunnskóla- laganna, einkum þegar þau voru i höndum Alþingis, var mikið rætt um að tengja skyldi skólann atvinnulifinu og i 42. gr. laganna segir: „Fræðsluráð skal i samráði við launþega- og atvinnurekendasamtök og hlut- aðeigandi skólastjórn skipu- leggja atvinnuþátttöku nem- enda, þar sem slikrar skipu- lagningar er þörf....” Minna var rætt um framkvæmdina. Flestir eru trúlega sammála um nauðsyn slikra tengsla og vilja að spyrnt sé við þeirri firringu i menntuninni, sem óneitanlega er fyrir hendi, þar sem skólinn er allnokkuð ein- angraður frá öðru daglegu lifi i þjóðfélaginu. En hugmyndir manna um slik tengsl virðast vera nokkuð misjafnar. Á skólinn að sjá fyrir varavinnuaf li? Sumir virðast halda, að skól- inn eigi að þjóna staðbundnum hagsmunum eða timabundnum vandamálum, kalla eigi nem- endur á vinnustað, þegar þar vantar mannskap, þeir skuli vera varavinnuafl t.d. þegar rnikill fiskur berst á land i sjávarplássi eða þegar fyrirtæki tekur að sér verk, sem það reynist ekki hafa mannafla i. Slikt tengir ekki að minu mati skóla og atvinnulif eða breytir við horfum nemenda til at- vinnuveganna. Þarna er um mjög takmörkuð kynni að ræða og nemendur fá enga heildarsýn frekar en i sumarvinnunni, en þar kynnast þeir yfirleitt ekki nema einu starfi og eru sér oft ekki meðvitaðir um samhengið i starfsemi vinnustaðarins. Þvi má lika bæta við að brátt fer að sneiðast um sumarvinnuna a.m.k. á þéttbýlissvæðum, og þá fer þörfin á skipulagðri kynningu á atvinnulifinu að verða enn brýnni. Skólinn sjálfur þarf að skipuleggja nám nem- enda úti i atvinnulífinu. Ef skólinn á að tengjast atvinnuvegunum, þarf það að gerast á annan hátt en hér var lýst að framan. Hraði eða afrakstur má ekki sitja i fyrir- rúmi. Til þess að kynnast fram- leiðslu þurfa nemendur að kynnast af eigin raun hverju stigi vinnslunnar, læra handtök- in af verkafólkinu, vita tilgang hvers þáttar, kynnast hráefn- inu og vita hvaðan það kemur, vita hvert afurðirnar eru seldar, hvað kaupandinn gerir við þær, hvað við fáum fyrir þær og ekki sist hvert tekjurnar fara. Einnig þarf nemandinn að kynnast sögu atvinnugreinarinnar og kanna stöðu hennar fyrrum, nú og i framtiðinni. í þjónustugreinum þurfa nemendur að skilja mikilvægi þjónustunnar og vita t.d. hvort hún er einstaklingsframtak eða félagslega rekin. Með viðtölum við starfsfólk geta nemendur kynnst viðhorfum einstakling- anna til vinnunnar og þess sem þeir bera úr býtum. Vettvangsfræðsla verður að vera í tengslum við annað nám. Nám úti i atvinnulifinu þarf að vera i beinum tengslum við annað nám i skólanum, ekki bara við einstakar greinar eins og samfélagsfræði, heldur allt skólanámið. t yngri bekkjum grunnskólans getur vart verið um annað að ræða en tilfallandi heimsóknir, sem unnið er úr i skólanum með ritgerðum, blaðaútgáfu, leikrænni tján- ingu, myndum o.s.frv. Það er staðreynd að börn a.m.k. i þétt- býli þekkja varla vinnustað for- eldra sinna, hvað þá að þau hafi innsýn i aðrar starfsgreinar. t mörgum skólum fara eldri nemendur eina viku á vetri út i atvinnulifið. Haldin er svonefnd starfsvika (oftast i 10. bekk). Á meðan er allt „venjulegt skóla- starf” lagt niður. Hætt er við að sú skipan viðhaldi aðeins al- gerri aðgreiningu bóklegs og verklegs náms i stað þess að reyna að tengja það á öllum sviðum. Bóklega námið hefur alltaf tröllriðið kerfinu. Nú er kominn timi til að verklegt nám alls konar úti i atvinnulifinu eða á skólaverkstæðum og iðkun listgreina öðlist hærri sess. (I 42 gr. grunndkólalaganna segir reyndar að i 7.-9. bekk skuli verklegt skyldu- og valnám nema 1/5 til helmingi náms- timans). I eldri bekkjum grunnskólans getur vettvangsfræðsla fallið inn á almenna stundaskrá t.d. þannig að ákveðinn dag vikunn- ar fara nemendur á vettvang og dvelja þar dagpart, en eru auk þess hluta dags i skólanum. Það hlýtur að gera unglinginn sjálf- stæðari að vera stundum slitinn úr félagahópnum og þurfa að standa á eigin fótum á einhverj- um vinnustað, þar eru engir fé- lagar nálægt til þess að halla sér að. Nemendur geta siðan komið i nokkrar vikur á sama stað en fara siðan annað að þeim tima liðnum. 1 námslýsingu er skráð, hvað taka á fyrir á hverjum degi. Dagur á vettvangi getur jafnvel byrjað á fyrirlestri starfsmanna yfir nokkrum nemendum, sem dreifðir eru um sömu stofnun. Sjálfsagt er, að nemendur skrifi dagbók og greini þar frá þvi, sem þeir heyra, sjá og reyna sjálfir. Þeir geta einnig safnað bæklingum og sýnis- hornum ýmiss konar t.d. af eyðublöðum, sem þeir læra að fylla út. Ekki er óeðlilegt, að þeir taki viðtöl við starfsfólkið um vinnuaðstöðu þess, mennt- un, kaup og kjör. eftir Geröi Óskarsdóttur, skólastjóra Á hverjum vinnustað þarf að vera umsjónarmaður, sem skipuleggur vinnu nemandans, leiðbeinir honum og fylgist meö mætingum. Slik tengsl við atvinnulifið, sem hér hefur verið lýst, auka ekki skólakostnað. Eini kostn- aðurinn yrðu laun til kennara, sem skipulegði þetta starf, gerði námslýsingar og liti eftir. Slikt væri greitt eins og hver önnur kennsla. Þvi er ekki að neita, að slik starfsemi gerði miklar kröfur til starfsfólks fyrirtækja og stofn- ana, sem tækju nemendur að sér. Jákvætt viðhorf og trú á gildi starfsins er fyrsta skilyrði góðs árangurs. Það þarf að vinna ákveðna undirbúnings- vinnu áður en nemandi kemur, einnig þarf að fórna miklum hluta þess tima, sem nemand- inn stendur við. Að auki þurfa fulltrúar vinnustaða að vera til- búnir til að koma á fundi i skól- anum vegna vettvangsfræðsl- unnar. Sjálfsagt þýðir litið að ætla venjulegum einkafyrirtækjum að sinna sliku verkefni, en opin- berar stofnanir, rikisfyrirtæki og félagslega rekin fyrirtæki ættu varla að geta skorast und- an þeirri skyldu að uppfræða þjóðfélagsþegnana um starf- semi sina, þvi þau starfa i þeirra þágu og eru þeirra eign. Auk þess að efla þekkingu nemenda ætti vettvangsfræðsl- an að auka áhuga þeirra á lifinu i kringum þá og reikna má með að áhugi og þekking á umhverf- inu geri einstaklinginn ham- ingjusamari en ella. F’yrirtæki eða stofnun, sem opnar dyr sinar fyrir fjölda skólanemenda ár hvert, færist nær þjóðfélaginu öllu. Með þvi að kynnast starfsemi náið, læra menn að meta hana og fordóm- ar eiga erfiðara uppdráttar. 011 samskipti verða einnig auðveld- ari á eftir. Slik kynni hjálpa nemendum að tengja nám sitt raunveruleikanum, þeir sjá sjálfa sig i þjóðfélagslegu sam- hengi og ættu að sjá betur að á- kveðin ábyrgð hvilir á hverjum og einum, svo þjóðfélagið megi standast og þróast. Skólinn er lokuð stofnun. Eig- inlega vita engir nema nemend- ur, kennarar og örfáir foreldrar hvað þar fer fram. Með þvi að nemendur skólans dreifist i stórum stil út i atvinnulifið vikulega allt skólaárið, eru um leið sköpuð tengsl milli skóla og annarra þjóðfélagshópa. Hinir ýmsu vinnustaðir verða hluti af skólanum. Nemandi á vinnustað segir frá skólanum. og heim- sókn hans eða eftirlitskennara getur orðið tilefni umræðna um skóla. Þess má vænta að fólk al- mennt fari þá að gera sér betur grein fyrir þvi, að allt þjóðfélag- ið er ein allsherjar uppeldis- stofnun, alls staðar verða börn og unglingar fyrir uppeldisá- hrifum: i sundlaug, verslun og strætó jafnt sem á heimili og i skóla. Umhverfið hefur mikil mót- andi áhrif á skólann. Það er skólastarfi mikils virði, að þvi sé sýndur áhugi, en skólinn get- ur ekki vænst athygli nema hann komi meira til móts við al- menning en raun hefur verið á hingað til. Þar gegnir þátttaka foreldra stóru hlutverki, en það er mál út af fyrir sig. Skólamál eru allt of litið rædd i okkar þjóðfélagi bæði manna á meðal og i blöðum og útvarpi. Þó er skólafólk. bæði nemendur og kennarar. lang- stærsta starfsstétt landsins. Skóli er stundaður af margfalt fleiri einstaklingum en t.d. keppnisiþróttir. sem samt eru umræðuefni allra fjölmiðla dag- lega. „Rækjustríð á Axarfiröi" R Aöeins flugufótur — segja ráðuneytisstarfsmenn Frá rækjuveiðum. Veriö að flokka rækjuna um borð. Vegna fréttar á baksiðu Þjóð- viljans 11. nóvember s.l. um rækjustrið á Axarfirði ásamt við- tali og mynd af Kristjáni nokkr- um Asgeirssyni á Húsavik, vilj- um við undirritaðir starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins taka fram eftirfarandi: Það er með öllu tilhæfulaust, að ráðherra hafi veitt „stærri” bát- um leyfi til veiða á 120 tonnum á rækju, sem flutt sé til vinnslu hjá K. Jónssyni og Co á Akureyri. Hefðu blaðamenn Þjóðviljans getað reynt sannleiksgildi þess- arar æsingafréttar með þvi að hafa samband við ráðuneytið, en ekki hefur það passað i kramið þar sem enginn ráðuneytismanna hefur verið um þetta spurður. Oft er það þó svo, að einhver flugufótur finnst fyrir sh'kum skrifum þótt þau birtist lesendum siðan i liki úlfalda. Það rétta i þessu máli er, að Sölustofnun lag- metis hefur nú um nokkurt skeið mjög eindregið farið þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið, að það heimili K. Jónssyni og Co að kaupa rúmlega 100 tonn af rækju úr Axarfirði til þess að bjarga mjög mikilvægum sölusamning- um á niðursoðinni rækju, sem öðrum kosti yrðu vanefndir vegna skorts á hráefni. Eins og endranær þegar svo ber undir hafði ráðuneytið samráð við viðkomandi aðila um erindi þetta og um siðustu helgi héldum við undirritaðir fundi með for- svarsmönnum rækjuvinnslu- stöðvanna á Kópaskeri og Húsa- vik til að ræða málið. A fundinum á Húsavik voru auk þess mættir 14 af 16 umsækjendum um rækju- veiðileyfi á þessari vertið, enda átti einnig að ræða úthlutun veiði- leyfa til Húsavikurbáta. Er skemmst frá þvi að segja, að á báðum þessum fundum sýndu menn skilning á vandamáli Sölu- stofnunar lagmetis og K. Jóns- sonar og Co vegna ofangreinds hráefnaskorts rækjuniðursuðunn- ar og varð enginntil þess að mót- mæla þvi að K. Jónsson og Co fengi vegna þessa umrætt magn af kvdta hvorrar verksmiðju á Kópaskeri og Húsavik. Hins veg- ar tóku menn skýrt fram á báðum þessum stöðum, að þótt þeir myndu sætta sig við þetta nú, þá þýddi þaö allsekki viðurkenningu af þeirra hálfu á þvi að K. Jóns- son og Co eða aðrir en verksmiðj- urnar á Kópaskeri og Húsavik hefðu eignast nokkurn rétttil Ax- arf jarðarrækjunnar. Þessir tveir staðir ættu nú og i framtiðinni aö eiga allan forgang til veiða og vinnslu á þessari rækju. AHúsavikurfundinum varð auk þess samkomulag um það hvern- ig haga skyldi leyfisveitíngum til Húsavikurbáta með tilliti til þess að þeir veiddu þá rækju er fari til K. Jónssonar og Co. Við undirritaðir gáfum ráð- herra skýrslu um ofangreinda fundi og niðurstöður þeirra s.l. mánudag, en engin ákvörðun var þá tekin i málinu. Seinna þann sama dag brá siðan svo við, að nokkrir menn hringdui ráðuneyt- ið til þess að mótmæla þvi, sem þeir höfðu sjálfir samsinnt á fundinum. Hefur ráðherra siðan borist eitt simskeyti frá Kópa- skeri og annað frá Húsavik þar sem mótmælt er þvi, sem gengið var Ut frá á fundunum, að K. Jónsson og Co fengi nokkra rækju úr Axarfirði. Ráðherra og ráðunevti hans hefur þetta mál nú til athugunar og hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort farið verði eft- ir niðurstöðum ofangreindra funda eða hvort ofangreind mót- mæli og hótun verkalýðsfélags Húsavikur um beitingu samtaka- máttarins breytir einhverju þar um. Hitt er ljóst, að viðbrögð sumra fundarmanna á Kópaskeri og Húsavik eftir að við vorum farnir þaðan. eru okkur undirrit- uðum þó nokkuð áfall i þeirri við- leitni okkar að gefa mönnum úti á landi kost á að tjá sig og ræða við okkur um þau þeirra mál sem við höfum til umfjöllunar i ráðuneyt- inu. Þórður Asgeirsson skrifstofustjóri Jón B. Jónasson deildarstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.