Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. nóvgmber 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Eysteinn Jónsson sjötugur I 33 ár höfum viö Eysteinn Jónsson verið fulltrúar á Alþingi fyrir sama kjördæmið. Fyrst sem fulltrúar Suður-Múlasýslu og sið- ar Austurlandskjördæmis. 1 framboði i þessum kjördæm- um, hvor fyrir sinn flokk, vorum við þó ennþá lengur saman, eða i full 38 ár. Pólitisk barátta okkar hefur þvi staðið alllengi og af skiljanlegum ástæðum höfum við kynnst allná- ið, aö minnsta kosti á stjórnmála- sviðinu. Mér er margt minnisstætt frá samskiptum okkar Eysteins, bæði frá deilum okkar á stjórn- málafundum og frá samstarfi okkar að austfirskum málefnum. Eysteinn var fimur fundarmað- ur. Hann var tvimælalaust einn besti ræðumaður á stjórnmála- fundum sem ég hefi kynnst. Hann var f ljótur að átta sig á málum og næmur á að velja það sem máli skipti en láta hitt liggja. Eysteinn var harður andstæð- ingur þegar þvi var að skipta og dró hann þá hvergi við sig til að ná þvi marki sem að var stefnt. Mér finnst þó, þegar ég lét yfir baráttutimabil okkar Eysteins, að hann hafi verið heiðarlegur andstæðingur og drenglyndur i pólitiskum átökum. Eysteinn Jónsson var fyrst kjörinn á þing árið 1933 . Hann varð ráöherra i rikisstjórn Her- manns Jónassonar árið 1943 og siðan má segja, að hann hafi ver- ið einn af valdamestu mönnum Framsóknarflokksins þar til hann hætti þingmennsku á árinu 1974. Eysteinn hefir tvimælalaust verið einn af áhrifamestu stjórn- málamönnum landsins á siðast- liðnum 40árum, enda lengur ráö- herra á þeim tima en nokkur ann- ar maður. Kynni min af Eysteini Jónssyni hafa þvi lengst af verið kynni af valdamiklum ráðherra og jafn- framt af áhrifamiklum foringja i pólitiskum andstöðuflokki. Agreiningur okkar um póliiskt viðhorf var oft mikill. Skoðanir hans og pólitisk stefna var oft i stærstu og þýðingarmestu þjóð- málum mjög á annan veg en skoðanir minar og stefna mins flokks. Viö Eysteinn deildum þvi oft hart, ekki sist i umræðum á Al- þingi, en einnig á stjórnmála- fundum i okkar kjördæmi. Þrátt fyrir allar deilur, áttum við þó mikil samskipti um marg- visleg heimamál okkar kjördæm- is. A árinu 1956 urðu mikil þátta- skil i samskiptum okkar Ey- steins. Á miðju þvi ári urðum við báðir ráðherrar i rikisstjórn þeirri, sem Hermann Jónasson myndaði. I þeirri stjórn sátum við saman i 2 1/2 ár. Ekki get ég sagt, að samkomulagið okkar á milli i þeirri stjórn hafi alltaf verið upp á það besta. Ég minnist frá þeim tima snarpra deilna, enda engin von til þess, að menn með okkar skap- gerð gætum leyst ýmis mikil ágreiningsmál með bliðmælind- um einum saman. Samstarf okkar Eysteins i vinstri stjórninni 1956 —1958 varð þó býsna mikið. Við stóðum þá þétt saman um útfærslu fiskveiði- landhelginnar i 12 milur og við stóðum saman einsog einn maður i baráttunni fyrir auknum fjár- framlögum til kaupa á nýjum fiskiskipum og til framkvæmda i fiskiðnaði og öðru sem horfði til aukinnar atvinnu, ekki sist úti á landsbyggðinni. A timabili við- reisnarstjórnarinnar frá 1959 — 1971 stóöum við Eysteinn saman i stjórnarandstöðu. Það er skoðun min, að á þeim árum hafi Ey- steinn Jónsson verið að færast meir og meir til vinstri i stjórn- málaafstöðu sinni. Eysteinn var einn helsti for- göngumaður að myndun vinstri- stjórnarinnar árið 1971 og studdi dyggilega við bakið á þeirri stjórn þar til upp úr slitnaði á árinu 1974. Á tima vinstri stjórnarinnar fannst mér að skoðanir okkar Ey- steins færu betur saman varðandi afstöðu til ýmissa stærstu mála, sem þá komu upp, en nokkru sinni áður. Mér fannst afstaða Eysteins þá til erlendrar stóriöju og til hætt- unnar af áhrifavaldi erlendra auðhringaá þróun islenskra efna- hagsmála, mjög á sömu lund og afstaða min. Og viðhorf hans til uppbyggingar og þróunar is- lenskra atvinnuvega og byggðar i landinu, fannst mér sama og min viöhorf. 1 þessum fáu orðum minum í RAFAFL SVF. Tökum aö okkur nýlagnir í hús, viðgerðir á eldri rafiögnum og raftækjum. Kynnið ykkur af- sláttarkjör Kafafls á skrifstofu félagsins, Barmahifð 4 Reykja- vfk, simi 28022 og i versluninni að Austur- götu 25 Hafnarfirði, simi 53522. RAFAFL SVF. Eigum ennþá allt lambakjöt á gamla verðinu: matarkaup Heilir skrokkar 549 kr. kg, lsti verðflokkur. Nýreykt hangikjötslæri 889 kr. kg. Nýreyktir hangikjötsframpartar 637 kr. kg. Hálfir hangikjötsskrokkar 731 kr. kg. Ennþá okkar góða verð á nautakjöti: Úrvals nautahakk f lOkllóa pakkningum, 600kr.kg. nautahamborgarar 50 kr. stk. Nauta bóg- og grillsteikur 655 kr. kg. CS=ÐC®TrM]D[E)@Tr®[S)DR£l Laugalœk 2 - Reykjavík - Sími 3 50 20 tilefni af sjötugsafmæli Eysteins Jónssonar, hefi ég nær eingöngu rættum samskipti okkar á stjórn- málasviðinu. Um aðra þætti ræði ég ekki. Ég veit að ýmsir munu skrifa mikið mál um Eystein sjötugan, til þess er lika ærið tilefni. Eysteini Jónssyni og konu hans Sólveigu sendi ég og min kona bestu hamingjuóskir i tilefni af afmælinu um leið og við þökkum þeim margar ánægjulegar vina- stundir. Að lokum vil ég segja, að Ey- steinn Jónsson er eirin af þeim samfylgdarmönnum minum sem jafnt og þétt hafa vaxið i minu áliti og ég met nú meir en nokkru sinni fyrr. Lúðvik Jósepsson. Afmæli eru ekki aðeins við- burðir i lifi hvers einstaklings, heldur áfangar sem minna sam- ferðamenn á gang timans likt og klukkusláttur. A sjötugsafmæli Eysteins Jónsonar i dag er sú sveit óvenju fjölmenn sem staldrar við og hugsar til afmælis- barnsins hlýjum huga og sendir þvi árnaðaróskir. Spor Eysteins liggja það viða um ísland og snerta svo mörg svið þjóðmála eftir nær hálfrar aldar starf hans að opinberum málum, að enginn fulltiða islendingur hefur komist hjá þvi að veita honum eftirtekt, sumir úr fjarska, aðrir náið. Ná- komnastur hefur hann verið okk- ur austfirðingum vegna uppruna sins og starfa á Alþingi í þágu Austurlands og sem virtur en u m- deildur stjórnmálaforingi. Hann var þannig snar og lengst af vaxandi þáttur þess félágslega umhverfis og pólitiska andrúms- loftssem lék um Suður-Múlasýslu ogsiðar fjórðunginn i heildi fjóra áratugi, sveipaður þeim ljóma sem fylgir valdi, en þó umfram allt i krafti persónuleika sins og elju. Eysteinn var sestur i ráðherra- stól áður en ég fæddist og strax i æsku fylgdist ég með honum á siðum flokksblaðsins og i nokkuð árvissum heimsóknum hans á heimili foreldra minna og á sumarhátiðum Framsóknar- manna i Atlavik. Ég taldi mig sem unglingur ótvirætt I hans flokki og var þannig i hópi pólitiskra aðdáenda. Minnistæð eru frá þeim árum löng kvöld við útvarpsumræður, þar sem beðið var með spenningi eftir Eysteini, sóknþungum málflutningi hans og sannfæringarkrafti. Viðbrögð heimafólks viö málflutningi hans og ádeilum andstæðinga voru þáttur i þessum þingpalli heimil- isins, og fyrir kom að faðir minn stóðst ekki mátið og slökkti á við- tækinu, ef honum þóttu andstæð- ingargerastóþinglegiri ádrepum á Framsókn. Þá var enn hlustað með athygli á útvarp frá Alþingi og krafan um hraðsoðna og snubbótta stjórnmál’aumræðu ekki á dagskrá eins og nú. Stórviðburðir eins og fram- boðsfundir, haldnir I hverjum hreppi, eiga einnig sinn stað i þessari mynd. Misjafnlega stund- visir bændur koma til fundar og þoka sér til i fundarsal i átt að sviði eða borði frambjóöenda i von um handtak frá Eysteini og eitt eða tvö orð i hálfum hljóðum með kankvisu brosi. Með þessu voru tengslin tryggð á ný, at- kvæði innsiglað sem kannski hafði léð auga Isafold og Verði eða andstæðingar vélað af leið með gylliboðum. Þessir fram- boðsfundir á þröngum þingstöð- um hreppanna voru ólikt litrikari ensviðsettarumræður isjónvarpi okkardaga, og þar var ekki hægt að skrúfa fyrir þótt andstæðingar réttrar stefnu gerðust ósvifnir i málflutningi með Lúðvik fremst- an i flokki. Það er ekki alltaf gott að greina, hvar skilja leiðir manna i stjórnmálum fremur en á öðrum sviðum, hvar átrúnaður hætti og gagnrýnið mat og efi tekur við. Slik upprifjan á kannski ekki heima i afmælisgrein, enda sætti hún engum tiðindum nema sem persónuleg reynsla æskumanns, en fleirum kann að hafa farið svipað. Vegna siðari kynna og samskipta okkar Eysteins hefur það þó rifjast upp oftar en ella, hver vonbrigði tengdust afstöðu hans til sjálfstæðismála landsins á árunum 1949-1951, þegar Bandarikin voru aö tryggja sér hér hernaðaraðstöðu i framhaldi af Keflavikursamningi. Þá svign- uðu forystumenn flokkshans einn af öðrum i blóra við skoðun og til- finningu mikils hluta fylgis- manna og býr að þvi enn, þótt vilji til endurmats blundi með mörgum. Stjórnmálamaðurinn Eysteinn Jónsson skyggði lengi á náttúru- unnandann og náttúruverndar- manninn og hlaut svo að vera á meðan flokksforysta bættist við önnur stjórnmálaumsvif og stórt kjördæmi. Þó vissu kunnugir um næmt auga hans fyrir umhverfi ogað hann lagði lykkju á leið sina út af þjóðbraut, er færi gafst á. Sem strákur minnist ég hans úr skóginum heima rásandi á óvænt- um slóðum, þar sem stjórnmála- manna var ekki von, langt utan alfaraleiða um ógreiðfært þykkni. 1 æsku ólst Eysteinn upp við töfrandi og fjölbreytta náttúru i heimabyggð sinni við Djúpavog, og férðir hans um landið, oftast i pólitiskum erindum, hafa opnað honum sýn til margs. Hins vegar hef ég orð hans fyrir þvi, að úti- vistin, náttúruskoðun og skiða- ferðir, hafi orðið að föstum lið i lifi hans sem undankoma eða hlé frá erli stjórnmálanna, sima og gestanauð, og hafa margir leitað i lakara skjöl. Gróin félagsleg viðhorf ásamt þekkingu og ást á náttúru lands- ins var það nesti sem náttúru- verndarmaðurinn Eysteinn Jóns- son lagði upp með þegar ögn hægðist um á vettvangi stjórn- málanna. 1 sama mund og náttúruverndaraldan reis hér- lendis áttihannhlutað þviað flutt var á Alþingi árið 1969 frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum, sem náði fram að ganga vorið 1971. Að hausti sama árs var hann skipaður formaður i Land- græðslu- og landnýtingarnefnd á vegum vinstristjórnarinnar, en sú nefnd stóð að myndarlegum tillögum i tengslum við þjóðhátið 1974. Vorið 1972 tók hann við for- mennsku i Náttúruverndarráði, þar sem hann heldur enn um stjórnvöl styrkri hendi. Enginn einstaklingur hefur átt jafn veigamikinn hlut og Ey- steinn Jónson i að hefja náttúru- vernd til vegs hérlendis og tryggja starfi að henni kjölfestu. Til þessa hafði hann alla burði og við sem i áhugasveit höfum staðið á þeim vettvangi hljótum allir sem einn að þakka honum fyrir að hafa helgað náttúruverndar- málum drjúgan hluta af starfs- tima sinum hin siðustu ár. Náttúruvernd verður ekki ein vörðungu reist á fræðilegum grunni, viðfangsefni hennar eru engu siður félagslegs og um leið pólitisks eðlis. Það hefur verið ánægjuleg reynsla og mikill skóli að kynnast viðfeðmum tökum, vandvirkni og öruggri verkstjórn Eysteins i Náttúruverndarráði nú i meira en fimm ár og fyrir þá leiðsögn vil ég þakka honum al- veg sérstaklega. Kynnisferðir ráðsmanna um landið með hon- um um byggð og óbyggð sumar hvért hafa orðið þátttakendum afar minnisstæðar og fært menn nær viðfangsefnunum en ella. Við sem þar höfum verið á ferð, sum- part með mökum okkar, höfum saknað Sólveigar, konu Eysteins, úr liðinu hin siðustu ár og vonum að heilsa hennar leyfi brátt sam- fundi á góðri stund eins og í Mý- vatnssveit sumarið 1973. Sú forysta sem Eysteinn Jóns- son hefur veitt á mörgum sviðum þjóðmála í hálfa öld, er gleggstur vottur um hæfileika hans. Tak- mörk hans hverju sinni sem for- ingja hafa ekki sist ráðist af þeirri sveit, sem hann hefur gengið fyrir og hefur þó margt vaskra manna verið þar á ferð. Við Kristin sendum honum og Sólveigu alúðarkveðjur og árnaðaróskir nú er sigurverkið stendur á sjötiu og biðjum um fleiri stundir saman i sól og regni. Hjörleifur Guttormsson. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, sendibifreið, vörubifreið og kranabifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 12-3. Tiiboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðahreppi I' Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. L“~ SIMI 53468 Áskriftasöfnun Þjóðviljans stendur sem hæst. Sími 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.