Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 20
PJOÐVIUINN Laugardagur 13. nóvember 1976 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstudaga, kl. 9-12 á laugar- dögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaða- menn og aðra starfsmenn blaösins i þess- @81333 um simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Einnig skal bent á heimasfma starfs- manna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Jón L. Arnason. 15 ára skák- meistari TR Jón L. Árnason, hinn 15 ára gantli nentandi i Menntaskól- anum við Hamrahlið, tók læri- meistara sinn. Stefán Briem kennara við MH, illilega i karphúsið i vikunni sem er að liða. Þeir félagar mættust i fjögra skáka einvígi um titil- inn Skákmeistari TR 1976, en á haustmóti Tafifélagsins urðu þeir efstir og jafnir meö 7 1/2 vinning hvor. Það þurfti þó ekki að tefla nema fimm skákir, þvi Jón sigraöi i þeim ölium og varð um ieið yngsti meistari TR fyrr og siðar. Lúðvík Jósepsson á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: Sýnum og sönnum að flokkurinn sé for- ystuafl vinstri manna A f lokksráðsf undi Alþýöubandalagsins, sem haldinn er i Þjóðviljahús- inu og hófst í gær, hélt Lúð- vík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins ýtarlega fram- söguræðu um hlutverk Alþýðubandalagsins við núverandi aðstæður. Við munum eftir helgina gera grein fyrir ræðu Lúð- víks, en lokaorð hans voru þessi: Við þær aðstæður, sem nú rikja verður Alþýðubandalagið að taka að sér forystu fyrir vinstri mönn- um i landinu. Alþýðubandalagið er nú i sókn, þá sókn þurfum viö að herða. Nú þurfum við Alþýðubandalags- menn að skera upp herör um allt land. Við þurfum að efla okkar flokksstarf, og styrkja okkar inn- viði. Útbreiðslu Þjóðviljans þurf- um við að sórauka, en draga þó ekki á neinn hátt úr krafti okkar kjördæmablaða. En umfram allt þurfum við, að sækja út á meðal fólksins. Taka þar beinan þátt i daglegum við- fangsefnum þess, og nota hvert tækifæri til að sýna og sanna, að við erum forystuflokkur vinstri manna. Okkur þarf að takast að sýna þeim þúsundum vinstri manna, sem í siðustu kosningum voru blekktir til fylgis við Framsókn, og þeim þúsunduin launamanna, sem i siðústu kosningum kusu Sjálfstæðisflokkinn, að þeir eiga enga samleið með rikisstjórnar- flokkunum, — að þeir eiga hins vegar eðlilega samleið með okkur Alþýðubandalagsmönnum. Eina leiðin til þess að koma 'I veg fyrir áframhald þeirrar stjórnarstefnu, sem nú rikir, er að vinstri menn i landinu átti sig i tima á þvi, að þeir þurfa sterkan forystuflokk, sem verði næst stærsti flokkurinn á Alþingi eftir næstu kosningar. Slik staða myndi gera áfram- hald ihaldssamvinnu Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins ógerlega. Hún gæti knúið fram stefnubreytingu. Alþýðubandalagið hefur mögu- leika á að ná þeirri stöðu, að verða næst stærsti flokkurinn, — að þvi marki þurfum við að keppa. Unnið í kyrrþey að Fossvogsbrautarmálinu... En nefndin kemur saman einu sinni á ári Fyrir átta dögum kom saman i annað sinn á tveimur árum nefnd sú, sem skipuð var af yfirvöldum i Kópavogi og Reykjavik til að kanna nauðsyn á lagningu Foss- vogshraðbrautarinnar, sem i eina tið var svo mikið i fréttunum. Ekki hafa kópavogsmenn verið yfir sig hrifnir af þeim fyrírhug- uðu framkvæmdum og þvi ekki Samtök lierstöðvaandstœðinga: Veglegt bóka- og listmuna- happdrætti Mikilvæg fjáröflun til þ ess að standa undir öflugu starfi. Samtök herstöðvaandstæð- inga starfa nú af miklum krafti. i Reykjavik og nágrenni eru starfandi hverfa- og svæðishóp- ar sem halda regiuiega fundi. Viða um land hafa starfshópar verið stofnaðir eða eru i undir- búningi. Verið er að útbúa fræðsluefni sem ætlað er fyrir þá sem eru að hefja þátttöku I Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Siðan er einstökum starfs- hópum ætlað að vinna áfram að sérstökum verkefnum i sam- ræmi við þá ákvörðun lands- fundar að afla upplýsinga um eöli og orsakir hernámsins. Ný miðnefnd vinnur nú að þvi að styrkja skipulag samtak- anna, koma á svæðahópum og starfshópum, og hefur fegnið góðar undirtektir viða um land. Þessa dagana er verið að undir- búa útkomu Dagfara og ákveða fyrirkomulagið i vetur. Mikil verkefni eru framundan og til þess að standa straum af kostnaði við öflugt starf hefur Miðnefnd ráðist i myndarlegt bóka- og listmunahappdrætti. Þrjátiu og niu myndlistar- menn og rithöfundar hafa gefið málverk, listmuni og ritsöfn til happdrættisins. 1 hópi þessara gefenda eru margir af kunnustu listamönnum og rithöfundum þjóðarinnar auk margra athyglisverðra listamanna úr hópi yngri kynslóðarinnar. Þessa dagana er verið að skipu- leggja dreifingu happdrættisins og gert ráð fyrir að byrjað verði að selja miða um allt land nú um helgina. Hver miði kostar kr. 1000. Miðnefnd herstöðvaandstæö- inga leggur áherslu á að mikil- vægt sé að herstöðvaandstæö- ingar um iand allt sýni þessu framtaki stuöning og kaupi miða til þess að styrkja þannig fjárhagslegan lágmarksgrund- völl samtakanna. Dregið verður 1. desember. lagt hart að nefndinni að vinna i málinu, en reykvikingar hafa hins vegar haft frumkvæðið og var haldinn fundur samkvæmt þeirra tillögu. Þjóðviljinn hefur frétt að komið hafi i ljós á fundinum að mikið hafi verið unnið i málinu af hálfu reykvikinga, en Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri i Kópa- vogi, sem jafnframt á sæti i „rannsóknarnefndinni” vildi þó ekki kannast við það, að á umræddum fundi hafi komið fram i dagsljósið árangur mikill- ar undirbúningsvinnu reykvik- inga. —Það var á þessum fundi ein- göngu rætt um hvaða þætti helst þyrfti að kanna til þess að komast að raun um nauðsyn þess að leggja hraðbraut i gegnum Foss- vogsdal, sagði Björgvin - Ég lit á þennan fund nefndarinnar sem Framhald á bls. 18. Hér á milli húsanna, Reykjavfkurhús nær en Kópavogsbyggðin fjær, stendur til að leggja hraðbraut fyrir öskrandi blikkbeljur. Friðsælu umhverfi ibúanna er þar með spillt_að ekki sé talað um allt dýralifið sem blómstrar i dalnum, þéttbýiisbúum til óblandinnar ánægju. Rannsóknaráð ríkisins gefur út: Þrjár leiðir í landbúnaði Komin er út á vegum Rann- sóknaráðs rikisins mjög Itarleg skýrsla um ástand og framtiöar- horfur I Islenskum iandbúnaði. Eins hefur ráðið einnig gefið út Skýrslu um ástand og horfur i sauðfjárbúskap sérstaklega. Skýrslur þessar eru mjög Itar- legar, eins og áður segir. Við lestur þeirra kemur I ljós að land- búnaður á tslandi á við margvis- Iega erfiðleika að etja og lausn á þeim vanda virðist ekki auð- fundin. Sem dæmi má nefna, að það kostar Islenskan bónda næstum jafn mikið að framleiða 6,9 tonn af kindakjöti og 0,6 tonn af ull af 355 kindum og það kostar nýsjá- lenskan bónda að framleiða 16,8 tonn af kjöti og 6,6 tonn af ull af 1650 kindum. Þetta er vitaskuld hrikalegt dæmi. Þá má einnig nefna sem dæmi, að sláturkostn- aður á hvert kiló af kindakjöti er hér á landi 50 kr. en I Nýja-Sjá- landi 21 kr. Eftir mjög itarlega úttekt á ástandinu eins og það er I dag, er gerð spá um þróunina I landbún- aði fram til ársins 1985 og bent á þrjár mismunandi leiðir, sem hægt er að fara. 1 1. lagi er miðað vð óbreytt ástand i framleiðslumálum land- búnaðarins. 1 2. lagi stefnu sem miðar að takmörkun framleiðsl- unnar við innanlandsmarkað með minnstum bústofni og minnstum mannafla og I 3. lagi stefnu, sem miðar að framleiðslu búvara til Framhald á 18. siðu. Muniö kvöldfagnaðinn í Nýja Þjóðviljahúsinu í kvöld — ABR,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.