Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Nemendur og starfsfólk Félagsmálaskóla alþýöu nú i október Úr kennslustund á 1. önn. Frá Félagsmálaskóla alþýöu Félagsmálaskóli alþýðu var settur i ölfusborgum sunnudag- inn 17. október. Formaöur MFA Stefán ögmundsson setti skól- ann og fól Bolla B. Thoroddsen hagræöingi ASl stjórn hans. Þetta var i fjórða skipti sem skólinn starfaði. Aður höfðu tvær fyrstu annir og ein önnur önn starfað i hálfan mánuð hver. Þetta var fyrsta önn og stóðu frá 17.—30. október. Verkefnin, sem tekin voru fyrir á þessari önn voru i höfuð- atriðum þessi: Leiðbeining i hópstarfi (hópefli), skráning minnisatriða, undirstöðuatriði ræðuflutnings, félags- og fundarstörf, staða trúnaðar- mannsins skv. lögum, Vinnulög- gjöfin og drög að nýrri, trúnaðarmaðurinn á vinnustað og samskipti hans við stjórnendur fyrirtækja, vinnu- félaga og verkalýðsfélag, fræðslustarfið og vinnustaður- inn, hver er réttur þinn skv. lög- um og reglugerðum um almannatryggingar, heilbrigðis- og öryggismál á vinnustöðum, vinnuverndar- mál, verkalýðshreyfingin, saga og markmið, áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar á isl. stjórnmála- og félagsmálaþró- un, drög að stefnuskrá ASl. Að þessum verkefnum var mikið unnið i sjálfstæðu hóp- starfi nemenda, auk málfunda, sem ýmist fóru fram undir stjórn leiðbeinenda eða nemenda sjálfra. Leiðbeinendur um einstök verkefni voru þessir: Gunnar Árnason, Bolli B. Thoroddsen, Magnús L. Sveinsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Gunnar Eydal, Guðmundur Bjarnleifs- son, Sigriður Skarphéðinsdóttir, Stefán ögmundsson, örn Eiðs- son, Guðjón Jónsson, Ólafur R. Einarsson, Ólafur Ragnar Grimsson, Svanur Kristjánsson og Baldur Óskarsson. Tvö kvöld var fjallað um list- fræðileg efni, fyrra kvöldið ánn- aðist Hrafnhildur Schram myndlistarkynningu með erindi, litskyggnum og umræð- um. Siðara kvöldið las Svava Jakobsdóttir úr sögu sinni Leigjandanum og urðu liflegar umræður að þvi búnu. Þá höfðu nemendur kvöldvöku, sem þeir önnuðust sjálfir af mikilli prýði. Aj*ð lokinni hinni eiginlegu námsskrá skólans, næstsiðasta daginn, voru umræður með nokkrum forystumönnum úr verkalýðsfélögunum. Þeir voru: Björn Jónsson forseti ASt, Gurún ólafsdóttir formaður Verkakvennafélags Keflavikur og Njarðvikur, óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands tslands, Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar og Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna. Fyrirspurnir nemenda til for- ystumanna og svör þeirra leiddu til fróðlegrar og málefna- legrar umræðu. Siðasta verkefnið var umræða um skólann sjálfan og tóku þátt i henni auk nemenda, Bolli B. Thoroddsen, Stefán ögmunds- son og Tryggvi Þór Aðalsteins- son. Var rætt um árangur af skólastarfinu og komu fram gagnlegar ábendingar nemenda um hvað betur mætti fara i skólastarfinu. Að þvi loknu flutti formaður MFA nokkur kveðju- orð og þakkaði starfsfólki og nemendum gott starf og ánægjulegt. Þá afhenti Bolli B. Thoroddsen nemendum viður- kenningarskjal fyrir að hafa lokið 1. önn Félagsmálaskólans og sleit siðan skólanum með ræðu. Þá flutti einn af pemend- um, Þorbjörn Guðmundsson kveöju og þakkarorð til skólans og þeirra, sem að störfuðu. VERKFALLIÐ BORGARNESI 17.-29. FEBRÚAR cv \Ö % 3sfrbi: Þótt stéttarfélögin i Borgar-' nesi séu ekki stór hluti af þeirri heild, sem myndar samtök launafólks á Islandi, þá er það engu að siður mikilvægt, að þau taki sem virkastan þátt i starfi launþegasamtakanna. Skerist félög úr leik er átakamátturinn minni. Þetta er nauðsynlegt að hafa i huga þegar rætt er um verkfallsboðun stéttarfélag- anna i Borgarnesi i febrúar s.l. Allir eru sammála um, að vérkföll séu neyðarúrræði, sem ekki megi gripa til nema þegar aðrar leiðir reynast ekki færar. Þessari stefnu hefur verið fylgt af stéttarfélögunum i Borgar- nesi. Verkfallsvopninu hefur verið beitt af varúð og ávallt i samáði við heildarsamtökin. Aðstæður á hverjum tima hafa ráðið þvi, hvort verkfall hefur verið látið koma til fram- kvæmda. Verkföll hafa verið háð i Borgarnesi á liðnum árum. Til verkfalls kom t.d. á árunum eftir 1950. Einnig i nokkra daga 1969 og 1970. Þá hafa verkföll oft verið boðuð, en ekki komið til framkvæmda eða staðið mjög stutt, þar sem samningar hafa tekist. Það er þvi ekki ný stefna, að verkfall sé boðað, og komi til framkvæmda i Borgarnesi eins og sumir andstæðingar félag- anna hafa haldið fram. Fundur i félögunum voru vel auglýstir, svo félagsmenn vissu, að til stóð að taka ákvörðun um verkfallsboðun. Þeir sem heima sátu bera þvi fulla ábyrgð á verkfallsboðunum stéttarfélag- anna. Við sem framkvæmdum ákvarðanir lögmætra félags- funda mættum mjög almennum stuðningi og velvilja félags- manna.Aðeins i einstaka tilfelli veittust menn með persónu- legum ásökunum að þeim sem framkvæmdin hvildi á. Vist er þeim vorkunn sem á þann hátt auglýsa félagslegan vanþroska sinn. Við hátiðleg tækifæri er oft talað um nauðsyn á bættri sam- búð verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar, en þegar til alvörunnar kemur virðist áhugi ráðamanna vera ■ af skornum skammti. Er ekki kominn timi til að breytt verði um stefnu og afl þessara hreyf- inga verði virkjað til sameigin- legra átaka i þágu alþýðu þessa lands? Illu heilli hefur Vinnumála- samband Samvinnufélaganna staðið þétt við hlið Vinnuveit- endasambands Islands við gerð heildarkjarasamninga, og er þvi varla hægt að gera greinar- mun á kaupfélögum og öðrum atvinnurekendum þegar verk- fall er boðað. Það er ekki óeðlilegt, að vinnustöðvunin komi verst við stærsta atvinnurekandann, en hinu skal enn einu sinni harð- lega mótmælt, að stéttarfélögin i Borgarnesi hafi beint að- gerðum sinum sérstaklega gegn Kaupfélagi Borgfirðinga. Félögin fóru eftir settum reglum og hlutleysis var gætt. Ekki var mögulegt að koma i veg fyrir, að eigendur fyrir- tækja afgreiddu i verslunum, ef þeir höfðu áður unnið við fyrir- tækið. Þetta virtust ekki allir skilja og við þvi er ekkert að gera. Stéttarfélögin á staðnum sýndu míkla samstöðu i verk- fallinu og félagsmenn árvekni við gæslustörf. Um niðurstöður samninganna má deila, en flestir munu sam- mála um, að ekki var um sigur að ræða heldur vörn, en eining verkafólks, sem fram kom i verkfallinu, dregur kjarkinn úr þeim sem sifellt reyna að skapa það þjóðfélag á Islandi, sem byggist á fámennri yfirstétt og þægri og undirgefinni alþýðu. Verkfallið i vetur var ósigur slikra skoðana. J.A.E. ' * V ' v 1 Félagsfréttir Verkalýðsfélags Borgarness og Fréttabréf Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Fréttabréf verka- lýðsfélaganna eru nauðsynleg til upplýsingar verkafólki Það værist hú i vöxt að verka- lýðsfélög viða um land gefi út fréttabréf til upplýsingar fyrir félaga sina og til eflingar félagslifi og umræðu. Þannig hefur Þjóðviljinn nú undir hönd- um Félagsfréttir sem gefnar eru út af Verkalýðsfélagi Borgarness og hófu góngu sina i nru'i en nú i október kom út ann- að tölublað. Þetta er fjölritað blað 10—15 bls. i hvert skipti. Ennfremur hefur borist blað- inu Fréttabréf Verkalýðsfélags Vestmannaeyja en það byrjaði einnig að koma út i ár og 3. tbl. kom út 1. nóvember sl. Frétta- bréf er fjölritað, svipað að stærð og Félagsfréttir. Þetta framtak verkalýðs- félaganna er góðra gjalda vert og ætti að auka samband verka manna við forustuna og glæða áhuga þeirra á verkalýðsmál- um auk þess að vera vettvangur fyrir skrif þeirra. Efni þessara tveggja blaöa, en nokkur önnur verkalýðsfélög múnu einnig gefa út fréttabréf i svipuðu formi. eru fréttir frá verkalýðsbaráttunni og einnig úr bæjarlifinu á hvorum stað, kauptaxtar og hugleiðingar. 1 3. tbl. Fréttabréfsins er td. pistill um menningarmál. kjallara- grein og pistill sem nefnist hver er réttur þinn? 1 2. tbl. Félagsfrétta er svipað efni ma. grein um verkfallið i Borgarnesi i febrúar i ár og er hún birt hér á siðunni. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.