Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17 Lewis og Clark og ferðin yfir Norður-Ameríku Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur gefiö út þriðja bindið i bókaflokknum Frömuðir landa- funda, sem Sir Vivian Fuchs rit- stýrir og nefnist það LEWIS OG CLARK og ferðin yfir Norður- Ameriku. Aður eru komnar i þessum flokki bækurnar Magell- an og fyrsta hnattsiglingin og KAPTEINN SCOTT og harm- leikurinn á Suðurskautinu. í bókinni eru 116 myndir sem sýna mannlif og landslag i „hinu villtra vestri” á þeim árum er stór hluti Norður-Ameriku var enn ókannaður. I fréttatilkynningu segir að fáar landkönnunarferðir hafi jafnast á við ferðalag þeirra Lewis og Clarks um sögulegt mikilvægi, enda markar leiðangurinn þátta- skil i sögu Bandarikjanna, en þá horfðu bandarikjamenn i fyrsta sinn i vestur um frekari útþenslu rikis sins. Er Thomas Jefferson hafði látið kaupa af frökkum óhemjuviöattu lands, sem þá nefndist Louisiana, vestur af Mississippi-fljóti, gerði hann út leiðangur þennan til að kanna þessar nýfengnu lendur og komast allt til Kyrrahafs- strandar. Þeir Lewis og Clark ferðuðust hátt á annan tug þúsunda kilo- metra um ókannað land og sættu oft haröræði, rysjóttu veðri og ýmsum háska. Siðari hluta árs 1804 lagði hópurinn af stað frá St. Louis upp Missouri-fljót i leit að ókunnum upptökum þess. Atján mánuðum siðar voru þeir við mynni Columbiufljóts á strönd Kyrrahafs. Þeir höfðu ferðast, mest á barkarbátum, um torfær svæði inni á meginlandi Norður- Ameriku, hitt þar fyrir fjöl- margar þjóðir indiána, sem sumar hverjar höfðu aldrei fyrr kynnst hvitum mönnum, og lent i aðstæðum sem kröfðust ýtrasta snarræðis og hugrekkis. Ritstjóri þessa bókaflokks, sem fjallar um ævintýri hinna miklu landkönnuða, Sir Vivian Fuchs, er fyrir löngu kunnur fyrir aö hafa veitt forustu ýmsum meiri- háttar leiðangrum á vorum dögum, þar á meðal þvert yfir Suðurskautslandið á árunum 1955-58, en það var i fyrsta skipti sem sú leið var farin. — Höfundur bókarinnar er David Holloway og þýöinguna hefur gert örnólfur Thorlacius. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar og prentuö og bundin i Bretlandi. Sjónvarp í kvöld: Hinn fullkomni mað ur Dostoéfskís » Sjónvarpið sýnir i kvöld kvikmyndina Furstinn skrýtni (Fábjáninn) sem er gerð eftir hinni þekktu skáldsögu Dostoéfskis, Idiot. Myndin er gerð árið 1958 og er Pitéf höfundur hennar. Þegar Dostoéfski bjó til þann undarlega mann, Misjkin fursta, hafði hann i huga að búa til full- komlega jákvæða persónu. Eins og eðlilegt var um mikinn trú- mann, ljær hann furstanum nokkra drætti Krists, og auk þess svipar Misjkin til annarrar frægrar og jákvæðrar hetju, Don Quijote. Misjkin er framúrskar- andi kærleiksrikur, næmur á sálarlif annarra, en um leið barnslegur og ekki af þessum heimi i ýmsum greinum. Þessi rússneski Kristur lendir eftir langa fjarveru i flóknu og heldur ókræsilegu tafli um auð og ástir fagurrar konu, Nastösju Filippovnu. Unga hafði rikismað- ur einn tekið hana frillutaki og vill nú losna viö hana með þvi að kaupa fátækan skrifara henni til eiginorðs. Húsbóndi skrifarans, hershöfðingi aö nafnbót, ætlar sér Nastösju að hjákonu — og i þriöja lagi hleypur nýrikur og sifullur svoli, Rogozjin kaupmannssonur á eftir henni, veifandi seðlabúnt- um. Misjkin er öllum öörum ólikur i þessu samkvæmi og hver og einn neyöisttil að bregðast viö honum, opna honum hug sinn, breyta ýmsum áformum. Frá þessu seg- ir i myndinni, sem spannar aðeins einn dag úr sögunni. Kammersveit Reykjavíkur Fyrstu tónleikar Kammersveitarinnar á þessu starfsári verða haldnir i sal Menntaskólans við Hamrahlíð, sunnudag- inn 14. nóvember, kl. 16:00. Á efnisskránni eru verk eftir: B. Martinu, Leif Þórarinsson og S. Proko- fieff Aðgöngumiðar við innganginn. Áskriftarkort eru seld i Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar. Skrifstofustarf • Skrifstofustarf við Sakadóm Reykjavikur er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist skrifstofu sakadóms Reykjavikur, Borgartúni 7 fyr- ir 6. desember n.k. Alúðar þakkir færum við öllum sem önnuðust Svavar Markússon og veittu honum styrk I veikindum hans og einnig þeim fjölmörgu er heiðruðu minningu hans og sýndu okkur hlut- tekningu. Kristin Páimadóttir Anna Elin Svavarsdóttir Berglind Svavarsdóttir Markús Einarsson Elin E. Sigurðardóttir Pálmi Jósefsson. Minar innilegustu þakkir til barna, tengdabarna og barnabarna minna og alira vina og vandamanna sem glöddu mig á sjötugsafmælinu minu 2/11. 1976, meö gjöfum, biómum og skeytum sem gerði mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Margeir Sigurðsson. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristin Sveinbjörns- döttir les söguna „Aróru og pabba” eftir Anne-Cath. Vestly (12) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Barnatimi kl. 10.25: Þetta erum viö að gera. Stjórn- andi: Inga Birna Jónsdóttir. Lif og lög kl. 11.15: Guð- mundur Jónsson les úr ævi- sogu Péturs A. Jónssonar söngvara eftir Björgúlf Olafsson og kynnir lög sem Pétur syngur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 A prjónunum Bessí Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 I tónsmiöjuuni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (6). 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir islenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.35 Létt tónlist Edith Piaf syngur og Mantovani og hljómsveit hans leika. 17.00 Handknattleikur i 1. deild Jón Asgeirsson lýsir hluta tveggja leikja. Kapp- lið: Grótta og Valur, Hauk- ar og ÍR. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn” eftir Patriciu Wright- son Edith Ranum færði i leikbúning. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Fjóröi og siðasti þáttur: „Hérinn vinnur”. Persónur og leikendur: Andri ... Arni Benediktsson Mikki ... Ein- ar Benediktsson, Jói... Stefán Jónsson, Matti ... Þórður Þórðarson, Bent Hammond ... Erlingur Gislason.ökunnurmaður ... Arni Tryggvason, Tom ... Flosi ólafsson, Harry ... Siguröur Skúlason, Aðrir leikendur: Sigmundur örn Arngrimsson, Jón Gunnars- son, Guðrún Alfreösdóttir, Valdemar Helgason og Benedikt Arnason. Sögu- maöur: Margrét Guð- mundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 1*00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A lsafirði milli striða Guðjón Friðriksson ræðir i sfðara sinn viö Jón Jónsson skraddara. 20.00 öperettutónlist: Þættir úr „Betlistúdentinum” eftir Carl MiliöckerHilde Guden, Rudolf Schock, Hilde Konetzni, Fritz Ollendorff, Lotte Schadle, Peter Minich og kór Þýsku óperunnar syngja meö Sinfóniuhljóm- sveit Berlinar; Robert Stolz stjórnar. 20.35 „Oft er mönnum i heimi hætt” Þáttur um neysiu ávana-og fikniefna. Andrea Þórðardóttir og GIsli Helga- son taka saman. — Siðari hluti. 21.35 „Boöiö upp i dans” eftir Cari Maria von Weber Art Schnabel leikur á pianó. 21.45 „t kapp við klukkuna”, smásaga eftir Rut Guö- inundsdóttur Ingibjörg Jðhannsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dansiög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. # s|ónvarp 17.00 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.35 Haukur i horni Breskur myndaflokkur. 4. þáttur. Þýöandi Jón O. Edwald. 19.00 tþróttir Illé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks Breskur gamanmyndaflokkur. Þýö- andi Stefán Jökulsson. 21.00 Cr einu i annað Um- sjónarmenn Arni Gunnars- son og ólöf Eldjárn. Hljóm- sveitarstjóri Magnús Ingi- marsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Furstinn skrýtni (Fá- bjáninn) Sovésk biómynd, byggö á alkunnri sögu eftir Dostojevskl. Einkennilegur maöur, Misjkin fursti, kem- ur til Pétursborgar eftir langa útivist. Hann iendir af tilviljun i flókinni atburða- rás, sem snýst um ástir og þokka ungrar konu með vafasama fortið. Hin sér- stæöa góövild og skarp- skyggni furstans truflar ýmsaráætlanir, sem gerðar hafa verið af miður göfug- um hvötum. Þýðandi Arni Bergmann. 00.00 Dagskrárlok Þakkarávarp Innilegar þakkir vildi ég færa öllum þeim sem á margvislegan hátt, með skeytum, blómum og öðrum gjöfum sýndu mér vin- arhug á niræðisafmæli minu, þann 5/11. siðastliðinn. Guð blessi ykkur öll Guðbjörg Erlendsdóttir frá Ekru. Styrkir til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi ■ V.. Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa islendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Finnlandi námsárið 1977-78. Styrkurinn er veittur til niu mánaða dvalar frá 10. september 1977 að telja og er styrkfjárhæöin 1.000 finnsk mörk á mánuði. Þá bjóöa finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki og er mönnum af öllum þjóðernum heimilt að sækja um: 1. TIu fjögurra og hálfs til niu mánaða styrki til náms i finnskri tunau eöa öörum fræöum er varöa finnska menningu. Styrkf járhæð er 1.000 finnsk mörk á mánuði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaöa styrki handa vísinda- mönnum, listamönnum eöa gagnrýnendum til sérfræði- starfa eöa námsdvalar i Finnlandi. Styrkfjárhæö er 1.300 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um alla framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyr- ir 5. janúar n.k. Umsókn skalfylgja staöfest afrit prófskir- teina, meðmæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. — Sérstök umsóknareyöublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.