Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR _ OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfnfélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent h.f. DANSKUR SENDIMAÐUR BRETA Á FERÐ í fyrradag ,var loks borið upp á Alþingi það samkomulag við breta um fiskveiðar þeirra hér við land, sem islenskir ráð- herrar féllust á úti i Osló þann 1. júni, s.l. Eins og menn muna átti samkomulag þetta aðeins að gilda i sex mánuði, það er i 182 daga. Þegar rpálið loks kom til af- greiðslu á Alþingi i gær voru liðnir 162 dagar af þessum 182 og samkomulagið hafði verið framkvæmt allan timann, — aðeins 20 dagar voru eftir af samnings- timanum. Það er auðvitað ekkert annað en hreinn skripaleikur, að afgreiða samningana á Alþingi nú, þegar sá timi, sem þeir voru miðaðir við má heita liðinn. Engu að siður var fróðlegt að fá það endanlega staðfest, að hver einasti þingmaður stjórnarflokk- anna beggja lýsti samþykki sinu við gerð- ir rikisstjórnarinnar i málinu, þegar at- kvæðagreiðsla fór fram i fyrradag að við- höfðu nafnakalli. Þegar þetta er skrifað, degi siðar en Oslóarsamkomulagið var samþykkt á Alþingi, þá eru svo islenskir ráðherrar enn á ný sestir að samningaborði um fisk- veiðar breta hér eftir 1. des. n.k., þegar fyrra samkomulag rennur út. Hinn danski sendimaður, sem hingað er sendur á vegum Efnahagsbandalags Evrópu til að tryggja hér áfrámhaldandi veiðar erlendra togara, — hann lýsir þvi yfir i samtali við málgagn utanrikisráð- herra íslands, Timann, — samtalið birtist í gær, —, að hann sé hingað kominn ,,til að leita að grunni fyrir, framtiðarsamvinnu”. < Nú er það sem sagt ekki neitt bráða- birgðasamkomulag, sem er á döfinni, heldur er stefnt að ,,framtiðarsamvinnu” um nýtingu islenskra auðlinda, fiskimið- anna við strendur landsins. Já, ber er hver að baki, nema sér þróður eigi. íslenskir ráðherrar hafa að úndan- förnu ekki farið dult með vilja sinn til að þóknast ráðamönnum breta og Efnahags- bandalags Evrópu og til að framlengja veiðiréttindi útlendinga hér. Ráðherrarnir og nánustu vopnabræður þeirra hafa verið mjög önnum kafnir i dauðaleit sinni að einhverri átyllu, sem hægt væri að flagga með framan i þjóðina sem afsökun fyrir nýrri samningsgerð. En þótt þeir hafi leitað nótt sem nýtan dag, þá hafa þeir alls enga frambærilega átyllu fundið. Allt talið um það, að vegna okkar hagsmuna sé nauðsynlegt að komast að samkomulagi um gagnkvæm veiðirétt- indi, það felur i sér svo gagnsæjar blekk- ingar, að fáir eða engir láta sannfærast. Vitað er að þær eiiju veiðar, sem orð er á gerandi, er islensk fiskiskip hafa stundað innan 200 milna linu frá ströndum.Efna- hagsbandalagsrikja, eru sildveiðarnar i Norðursjó, en þar er nú svo ástatt um sildarstofninn, að nefnd visindamanna á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur nýlega mjög eindregið lagt til, að þessar veiðar verði stöðvaðar með öllu. Það þarf enginn að láta sér detta i hug, að sá danski sendimaður Gundelach, sem hér ræðir við islenska ráðherra hafi upp á eitthvað að bjóða okkur, sem komið geti i staðinn fyrir það tjón, sem áframhaldandi veiðar breta og annarra rikja Efnahags- bandalagsins hér við land munu valda, ef þær fá að lialda áfram. Enginn slikur kostur er til. Það verða menn að gera sér algerlega ljóst. Það vita þeir Matthias Bjarnason og Geir Hall- grimsson, þótt þeir reyni að villa á sér heimildir með holtaþokuvæli um mögu- leika okkar til veiða i Norðursjó, eða við Grænland þar sem ördeyða rikir. Sé gengið út frá þvi, að við islendingar ætlum okkur að veiða álika mikið á næsta ári og gert verður nú 1976, — þá er það ljöst að alls enginn afli er afgangs fyrir aðrar þjóðir, ef nokkurt minnsta mark á að taka á ströngustu aðvörunum fiski- fræðinga um yfirvofandi hættu á hruni þroskstofnsins og fleiri helstú fiskistofna okkar. Allra sist er nokkuð afgangs, þegar reiknað hefur verið með þeim afla, sem þjóðverjar og fleiri útlendingar munu taka hér árið 1977 út á samninga, sem þeg- ar hafa verið gerðir. Nýir samningar við breta nú væru þvi ekki aðeins glapræði, heldur beinlinis til- ræði við mikilvægustu undirstöður lifs i þessu landi. Það eru til þorp á íslandi i dag, þar sem neyðarástand rikir nú þegar i atvinnu- málum, þar sem þörfin fyrir togarakaup er ákaflega brýn til bjargar. Rikisstjórnin bannar ibúum sumra þessara þorpa að koma sér upp togara til að bægja frá vá at vinnuleysis og neyðar. Því er borið við, að fiskistofnarnir þoli ekki fleiri togara. Ætlar þessi sama rikisstjórn að gefa bretum heimild til að hafa hér 24 togara að daglegum veiðum ailt næsta ár, og máske lengur? k. Upplagsleyndin bara á Mogga Frétt Þjóðviljans um upplag dagblaðanna hitti auman blett á Morgunblaðinu. Dagblaðsmenn brugðu skjótt við og ráku skýrslur um prentun blaðsins i marga mánuði framani blaðamann Þjóðviljans. Enn eru upplýsingarnar um upplag Dagblaðsins einu tölurnar sem hnekkt hefur verið. Morgun- blaðið svarar með þvi að stað- hæfa enn að það sé prentað i rúmlega 40 þdsund eintökum og ber svo fram kröfuna um að opinbert eftirlit verði haft með upplagi allra blaðanna. Framkvæmdastjóri Morgun- blaösins harðneitar hinsvegar að veita Þjóðviljanum sams- konar aðgang að prentunar- skýrslum eins og Dagblaðs- menn veittu. Hvað hefur hann aö fela — má það ekki koma i ljós hvað hefur verið prentaö af Morgunblaöinu sl. þrjá mánuði? Auðsjáanlega ekki. Auvelt er nú að fylgjast með upplagstölum þeirra blaða, , Visis, Timans og Þjóöviljans, sem prentuö eru i Blaðaprenti. Þær tölur liggja á lausu. Dagblaðsmenn telja sig engu hafa að leyna. Það er bara Morgunblaðið sem þegir. Tapað þúsundum Ástæðan er augljóst. Fréttir af útsölustöðum benda til þess að Morgunblaðið hafi tapað þús- undum áskrifenda frá þvi að Dagblaðið hóf göngu sina. Raunar benda öll sólarmerki til þess að uppiagstölur Morgun- blaðsins hafi um árabil verið hærri i munni forsvarsmanna þess en á teljara prentvélarinn- ar. Það hafa fleiri en tveir stað- hæft i eyru þess sem þetta skrif- ar að á þeim árum, þegar Morgunblaðsmenn sögðu blaðið vera prentað i 36 til 40 þúsund eintökum hafi teljarinn stöðvast á 27 þúsund eintökum kvöld eftir kvöld. Þetta voru menn sem komu á prentsmiðju Morgun- blaðsins á hverju kvöldi til þess að sækja blöðin fersk fyrir vinnustaði sina. Fölsun eða upp- lýsingaskylda Það er mikið alvörumál að falsa upplagstölur sér til framdráttar á auglýsingamark- aðinum. Það er þvi eölilegt að Verslunarráö tslands skuli óska eftir því að blöðin efni til sam- starfs við það um að koma á upplýsingaskyldu um upplag dagblaðanna. Fyrir tæpu ári reyndu auglýsingastofur að hafa frumkvæði að samskonar samstarfi, en málið sofnaði i nefnd. Jónas Kristjánsson tekur máliö upp i forystugrein i Dagblaðinu og segir: ,,í öllum nágrannalöndum okkar eru tölur sem þessar undir nákvæmu eftirliti óvil- hallra aðila. Þar er unnt að fá traustverðar tölur um prentað upplag, tölu seldra eintaka, fjölda lesenda á hvert eintak og um skiptingu lesendahóps milli kynja, kynslóða og tekjuhópa.” Og ennfremur: „Dagblaöið svaraði um hæl bréfi Verslunarráösins og fagn- aði eindregið frumkvæði ráðs- ins. í svari Dagblaðsins stóð m.a.: „Dagblaðið villtaka þátt i samstarfi um þetta og er reiðu- búið til að láta öll nauðsynleg gögn af hendi. Ég legg áherzlu á, að vandaö verði til þessarar könnunar. Til dæmis verði könnuð frumgögn úr prentsmiðjum fyrir löng timabil þar á meðal þau gögn, sem skipting pappirskostnaðar er byggð á. Enn fremur tel ég eðlilegt, að reynt verði með statistiskum aðferðum aö finna, hve mikið blöðin eru lesin og af hverjum.” Allir grœða á eftirliti — nema Mogginn Það ætti semsagt að vera sjálfsagt að hægt væri að ganga að þeirri vitneskju vísri, hvað mikið er prentað af hverju blaði, hve miklu keyrt á haug- ana og hverjir lesa blöðin. Slik vitneskja er ekki siður mikilvæg fyrir ýmsa þjóðfélagsvisinda- menn heldur en fyrir auglýs- endur. Þaö eru aðeins til „stikkpruf- ur” á þessum vettvangi. Þær hafa 'þó leitt i ljós t.d. að Þjóðviljinn hefur helmingi fleiri lesendur á hvert eintak heldur en Morgunblaðiö. Liklegt er einnig að siðdegisblööin hafi svipað lesendahlutfall og Morgunblaðið. Eintakafjöldinn segir þvi ekki allt um hvað blöð- in ná til margra, og þaðan af siður til hvaða þjóðfélagshópa. Hann er heldur ekki einhlitur þegar meta skal áhrif blaða á skoðanamyndun i þjóöfélaginu. En hvernig sem málið er skoðað (frá sjónarmiði auglýs- enda, ritstjórna, þjóðfélagsvis- indamanna eða annarra) hljóta allir að græða á þvi að upplags- tölur séu undir eftirliti — nema kannski Mogginn. Og þar stendur hnifurinn i kúnni — ekh iHonmubltiöiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.