Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJWJVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Vegna tilkomu hitaveitu á Suðurnesjum, sem kem- ur til með að nýta upphitað ferskvatn til sinnar starf- semi, hefur sú spurning vaknað með ýmsum íbúum svæðisins, hvort tryggt sé að ekki verði gengið um of á neysluvatnsforða á Reykjanesskaga með þeirri aukningu sem verð- ur á ferskvatnsnotkun á svæðinu, þegar hitaveita hefur veríð lögð þar í allar byggðir að Keflavíkur- flugvelli meðtöldum. En sem kunnugt er, haf a suðurnesjamenn löngum mátt búa við bágan kost í vatnsöf lunarmálum sínum og er ekki ýkjalangt siðan hætt var að safna þar rigningarvatni af húsþök- um í ýmsum byggðarlög- um, fyrir utan það að víða hefur neysluvatn það, sem fengist hefur úr jörðu ver- ið nánast ódrykkjarhæft sökum saltmengunar. Af þessu tilefni sneri Þjóðviljinn sér til Frey- steins Sigurðssonar, jarð- fræðings hjá Orkustofnun og lagði f yrir hann nokkrar spurningar um þessi mál. — Er nóg af neysluhæfu fersk- vatni finnanlegt á Reykjanes- skaga? — Áður en ég svara þessari spurningu, vil ég benda á það, að svæðið hefur enn ekki verfð rann- sakað nægilega meö tilliti til ferskvatnsöflunar til að hægt sé að gera sér grein fyrir með fullri vissu, hve mikiö af fersku vatni óhætt er aö vinna þar, án þess að tjón hljótist af. Að visu framkvæmdi setuliðið rannsóknir á Keflavikurflugvelli árið 1953, til að kanna sina mögu- leika, og hefur síðan hagaö sinni vatnsöflun i samræmi við niöur- stöður, sem þá fengust. Það kann þó vel að vera, að þar gæti veriö um langtimaskemmdir á vatns- bólum að ræða. Um aðra staði á Rosmhvala- nesi er það aö segja, að þar hefur ekki verið mörkuö sameiginleg stefna til vatnsöflunar fyrir þá byggðakjarna sem þar eru, þ.e. Keflavik, Sandgerði, Gerðar, Hafnir og Njarðvikur. Hver og einn hefur búiö þar að sinni holu, ef svo má að orði komast, og t.d. hafa sum þau stóru fiskverkunar- fyrirtæki, sem þar eruiborað eftir vatni svo að segja við húsvegginn til að ná þvi ferskvatni sem þau þurfa. Það segir sig náttúrulega sjálft, að afleiðingarnar eru i samræmi við það hvernig að þessu er staðið, og leikur þegar grunur á sjóblöndun I sumum af þessum holum. Rosmhvalanes utan Kefla- vikurflugvallar hefur ekki verið rannsakað enn að neinu marki, með tilliti til vatnsöflunar, utan hað Jón Jónsson, jarðfræðingur vann við athuganir I Njarðvikum árið 1909 og komst að þeirri niður- stöðu, aö nóg vatn væri að finna á Reykjanesskaga utan Hvassa- hrauns miðaö við þáverandi staðla. Hið eiginlega ferskvatnsvanda- mál á Reykjanesskaga kemur nefnilega ekki upp fyrr en að loknum tilraunaborunum eftir heitu vatni við Svartsengi árið 1971. Þá kom i ljós að saltmagn I heita vatninu var svo mikið, að það væri ekki gerlggt aö nýta það beint, og að eina ieiðin til að nýta jarðvarmann væri að hita upp ferskvatn. Menn gerðu sér þó ekki næga grein fyrir þvi aö þarna gætu ver- ið nein vandræði með að ná iferskt vatn, og eiginlegar athuganir á jarðvatnsstöðu i nágrenni Svarts- engis hefjast ekki fyrr en 1974, og þessar rannsóknir stóöu síöan með höppum og glöppum fram á haust 1975. Rannsóknir á vegum Orkustofnunar hófust ekki aftur fyrr en i febrúar á þessu ári, en i mars kom út hjá Orkustofnun skýrsla um vatnsþörf og vatns- öflun á Suðurnesjum, sem byggð var á þeim rannsóknum, sem þá höfðu farið fram og ágiskunum út frá þeim. Þá var eins og menn vöknuðu upp við þann illa draum, að etv. væri alls ekki nóg fersk- Nýting jarðvarmans við Svartsengi vakti spurningar um „Hljóðkútur” er það nafn sem þessuni formfagra steinkassa hefur verið gefið, en i gegnum hann fer gufan sem ekki er nýtt og þéttist og verður að söltu lóni i jaðri Illahrauns. Mynd:ráa Reykjanesskaga er hér skipt I þrjú svæði, hvert meö sérstök jarðfræöileg og vatnafræðileg einkenni. Rúöustrikuö eru þau svæði, þar sem öruggt er talíö aðmegi dæla upp nokkru vatnsmagni án hættu á sjó- biöndun, og langstrikuö eru þau svæöi þar sem hugsanlega er hægt aðdæla upp vatni án sjóblöndunar. VATNSÖFLUN OG VATNSÞÖRFÁ SUÐURNESJUM Þjóðviljinn ræðir við Freystein Sigurðsson, jarðfræðing, sem unnið hefur á Suðurnesjum við jarðvatnsrannsóknir Orkustofnunar vatn á Suöurnesjum. — Hvers vegna var ekki betur að þessum rannsóknum staðið i upphafi? — Ástæðan er náttúrulega fyrst og fremst skortur á mannafla og aðstöðu til að framkvæma þessar rannsóknr, og svo hitt að fram- kvæmdahraði vð virkjun jarð- varmans hefur verið meiri en svo, að tóm gæfist til að vinna all- ar nauðsynlegar undirbúnings- rannsóknir á jarðvatnsstöðunni fyrst. Hitt er svo annað mál, að þessum rannsóknum hefur verið haldið áfram i sumar og verður haldið áfram eftir þvi sem fjár- veiting verður til þeirra. Niður- stöður þessarra rannsókna sýna, að hægt er að vinna nóg af fersku vatni á Reykjanesskaga, ef rétt er á málum haldið. Við vitum þegar, að þarna er nóg vatn, þó við vitum ekki enn hversu mikið það er. — Hvaö er það einkum, sem rannsaka þarf i framhaldi af þvi sem þegar er vitaö? — Við höfum áætlað aö vatns- þörfin á svæöinu öllu verði á milli fimm og sexhundruö litrar á sek- úndu, þegar varmaorkuverið við Svartsengi veröur farið aö starfa með fullum afköstum, en gert er ráð fyrir að þaö verði árið 1980. Með tilliti til þess að Hitaveita Suðurnesja þarf þá ein og sér 300- 350 sekúndulitra af fersku vatni til sinnar starfsemi, er nauðsyn- legt að setja i rétt samhengi möguleikann á ferskvatnsskorti á Rosmhvalanesi, og ferskvatnsöfl- un hitaveitunnar á svæðinu norð- ur af varmaorkuverinu, sem að öðrum kosti hefði verið nærtæk- asta vatnsöflunarsvæðið fyrir byggðirnar þar á nesinu. Þvi gæti svo farið, að leita þyrfti út fyrir svæðið, til að fullnægja þörf Keflavikur og annarra byggða úti á nesi, og að ibúar þar þyrftu að leggja til sin vatnsleiðslu frá Vogaleiði eða Strandarheiöi, sem er gott svæði til vatnsöflunar og þvi ódýrari lausn en að bora fleiri holur á Rosmhvalanesi sjálfu, sem gæfu mismikið af sér. Þá þarf einnig að gera fullnaðarkönnun á þvi hvar væn- legast er að vinna ferskt vatn á svæðinu og hvað mikið magn má taka á hverjum stað án þess að ganga á vatnsforðann, en þau svæði sem við teljum að hægt sé að vinna neysluhæft vatn á eru af- mörkuð og jarðvatnsstaða ekki nema 1-2 metrar yfir sjó. — Hverjir eru helstu erfið- ieikarnir i sambandi viö öflun neysluvatns á Suöurnesjum? — Það er einkum tvennt sem torveldar eða útilokar vatns- vinnslu viöa á Reykjanes- skaganum. Hið fyrra er iblöndun frá jarðhitasvæðum, sem veldur þvi að ferskvatn er á mörkum þess að vera nothæft, samkvæmt ströngustu stöðlum um efnainni- hald, og getur til að mynda valdið tæringu i lögnum o.sfrv. Hið seinna er að hæð yfir sjávarmáli er það lág, aö hætta er á sjóblönd- un, sé ekki gætt ýtrustu varkárni. Þetta gerir þaö að verkum, að enda þótt nóg vatn sé að finna á svæðinu, getur vinnsla þess orðiö mun dýrari, en gert hefur verið ráð fyrir. Það eru til ýmsar að- ferðir, reglur og staölar til leiö- beiningar um hvernig staöið skuli að vinnslu vatns við slikar að- stæður, og samkvæmt þeim talið óráðlegt að dæla meiru úr hverri borholu, en 10-30 sekúndulitrum á vænlegustu svæðunum. En þvi fleiri og þéttari sem holurnar eru á hverju svæði, þvi minna vatn er hægt að vinna úr hverri þeirra, svo þar getur skakkað talsverðu. — Nægja þá fimm borholur ferskvatnsþörf Hitaveitu Suöur- nesja, eins og upphaflega var gert ráð fyrir? — Nei, fyrir hitaveituna þarf að bora miklu fleiri holur og jafn- vel leita út fyrir það svæði, sem hún ræður yfir til ferskvatns- öflunar. Samkvæmt þvi áliti, sem Orkustofnun hefur sent stjórn hitaveitunnar, er gert ráð fyrir, að hún þurfi að láta bora 20-30 holur, til að ná þeim 300-350 sekúndulitrum, sem hún þarf 1980. Þegar hafa verið boraöar þrjár holur og þær anna fyllilega ferskvatnsþörfinni fyrir hitaveit- una til Grindavikur, sem er 30-35 sekúndulitrar. En til að halda framkvæmda- áætlun hitaveitunnar, hefði veriö æskilegt að bora fleiri holur nú i sumar, til að tryggja það, að nægjanlegt ferskvatn verði til staðar fyrir þann áfanga hitaveit- unnar, sem ljúka á næsta ár. — Er ekki dýrt aö bora eftir köldu vatni? Hvaö kostar hver borhola? —• Það er vissulega dýrt fyrir- tæki að bora eftir köldu vatni ekki siður en heitu. Þar kemur tii kostnaður við borunina sjálfa, könnunarkostnaður, veitulögn, vegagerð og lagning raflinu og dælukostnaður. Ég giska á svona 10 miljónir króna fyrir holuna, en það er aðeins lausleg ágiskun min. — Nú er ætlunin aö affallsvatn- ið frá virkjuninni viö Svartsengi renni beint út í hraunið og myndi þar svokallaö „heitt lón” viö virkjunarstaðinn. Er ekki hætta á þvi aö þetta salt- og klsilmengaöa vatn blandist grunnvatninu og spilli vatnsbólum? —- Það er talin geta verið hætta á þvi að þetta vatn geti komist i þau vatnsból, sem grindvikingar nota núna. Meðal annars hefur þess vegna verið lagt til að borað verði eftir ferskvatni á Vatnsheiði austan við kaupstaðinn i Grinda- vik, og yrði hægt að gripa til þeirr- ar holu, ef þau vatnsból spillast, sem nú er notast við. Bæjar- stjórninni i Grindavík er kunnugt um þennan möguleika á vatns- mengun, og er þessi borun lögö til, i samráöi við hana. En „heita lónið” á ekki að geta haft nein áhrif á vatnsból hitaveitunnar, norövestur af varmaverinu. — Þetta gæti semsagt haft töluverö óþægindi og kostnaö I för meö sér fyrir grindvíkinga? — Með þvi að hefja fljótlega borun eftir ferskvatni á Vatns- heiöi, væri reynt að afstýra þvi að óþægindin og kostnaðurinn yrðu enn meiri, ef svo illa tækist til, að salt affallsvatn bærist i vatnsól grindvikinga. En við vitum sem- sagt ekki enn, hvort sú verður raunin, þótt við séum við öllu búnir, ef svo tekst til. Við vitum Sivalningurinn á myndinni er svokallaöur „afloftari”, þar sem óæski- legar lofttegundir eru fjarlægöar úr vatninu, sem hitaö hefur veriö upp i varmaverinu viö Svartsengi. —Mynd: ráa. þó, að hætta er á að vatnsbólin spillist, ef vatnið úr „heita lón- inu” við Svartsengi nær að berast i þau, vegna þess að saltið i vatn- inu er það mikið og hverfur ekki úr þvi, þótt ýmis önnur efni kunni etv. að falla út á svo langri leið. — Hvers vegna var ekki tekin upp breytt stefna i sambandi viö þessar framkvæmdir, viö hita- veituna og fersvatnsöflun til hennar, eftir aö álit ykkar hjá Orkustofnun birtist i vor? — Akvörðunaraðilar töldu ekki ástæðu til að breyta áætlunum um framkvæmdir við hitaveituna, miðað við þann grundvöll sem þetta álit okkar var byggt á, enda ferskvatnsörf Grindavikur- veitunngr fullnægt meö þeim áætlunum. Okkar álit er miðað við jafnvægisnýtingu svæðisins alls, með það fyrir augum, að ekki verði gengið á vatnsforða svæðisins. Það hafa reyndar komið fram hugmyndir um eins konar námuvinnslu á ferskvatni á svæðinu, allt þar til forðann þrýt- ur og leita þá annað. En það væri algjört neyðarúrræöi, aö fara að ganga á vatnsforðann, og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar i för með sér. A Reykjanesskaga er nóg vatn, sem á að geta enst um langa framtið, sem reikna má með að gerist t.d. ef Islendingar fara að haga sér eins og menn og fullnýta sjálfir það hráefni, sem, sem fiskafli okkar er. Þá koma frystihúsin til með að þurfa miklu meira vatn en þau nota I dag, og ef sjóefnavinnsla af fullkominni gerð verður hafin á Reykjanesi, má ætla að ferskvatnsþörf til þeirrar starfsemi verði mæld i tonnum á sekúndu, en ekki litr- um, og þá getur svo farið, að leita verði inn á nýjar brautir til fersk- vatnsöflunar. — Má þá ekki draga lærdóm af þeim mistökum, sem gerö hafa veriö i sambandi viö undirbúning ferskvatnsvinnslu fyrir hitavcit- una? — Það eru vissar stjórnunar- legar, hagkerfislegar og mann- legar ástæður fyrir þvi, að ekki var staðið sem skyldi að forkönn- un vegna hitaveitunnar. Það er hinsvegar annað mál hvort hægt hefði verið að sjá fyrir þau mis- tök, sem átt hafa sér stað. Þaö hefur nefnilega viljað brenna of oft við, að nauðsynlegar undir- búningsrannsóknir hafi ekki verið framkvæmanlegar i tæka tið, vegna þess, hve ákvörðunarsókn- ir þurfa alltaf að vera skrefi á undan töku ákvarðana um fram- kvæmdir, ef hægt á aö vera að taka tillit til þeirra og þannig hafa fullt gagn af þeim. —Þaö er þvi miöur útbreiddur misskilningur, aö gnægö sé af fersku vatni á Islandi. En sá ferskvatnsforði er ekki óþrjót- andi, frekar en annað það sem af ertekið. Eins og málum er háttað i dag, þyrftu flest stærri byggðar- lög hér á landi aö fara að gera sér ljós fyrirsjáanleg vandræði með ferskvatnsöflun. Viða er stað- setning mannvirkja t.d. með þeim hætti, aö frárennsli frá þeim veldur mengun drykkjarvatns, sem er mjög alvarlegt mál. Við það bætist að viða er mjög erfitt að ná i neysluhæft vatn, og þvi betra að hafa vaðið fyrip neðan sig, áður en vatnsskortur veröur tilfinnanlegur. r^a. • Hægt er aö vinna nóg ferskvatn á Reykja- nesskaga ef skynsamlega er á málunum haldið • Varmaverið við Svartsengi þarf mun meiri fleiri borholur til ferskvatnsöflunar en gert hafði verið ráð fyrir #Hætta talin á að vatnsból Grindvíkinga spillist, ef salt affallsvatn frá varmaverinu nær að berast í þau • Jafnvægisnýting á vatnsforða svæðisins og samvinna sveitarfélaganna um fersk- vatnsöflun eina raunhæfa lausnin • Undirbúningsrannsóknir þurfa alltaf að vera skrefi á undan töku ákvarðana um framkvæmdir, ef fullt gagn á að vera af þeim • Því miður of útbreyddur misskilningur að gnægð sé af fersku vatni á Islandi Reykjanesskaganum hinsvegar (svæöi 1,11, og III á kortinu), þ.e. 1050-4200 iitra/sekúndu. Athugiö aö linuritiö nær ekki nema upp i 2000 Htra/sekúndu. — Linurnar A,B, ogC sýna áætlaöa vatnsþörí á Suöurncsjum næstu árin. A: án hitaveitu. B: meö hitaveitu utan Keflavikurflugvallar. C: meö hitaveitu fvrir byggöir og ilugvöll. Linuritiö leiöir I Ijós, aö vatnsvandamál hinna ýmsu sveitaríéiaga á Suöurnesjum veröur aö leysa meö samvinnu byggöanna um vatnsöflun. vegna þess að fyrr en siöar veröur aö leita út fyrir svæöi I og 11 ( á kortinu ) meö vatnsöflun, og þaö vröi alltof dýrt fyrir einstök sveitarfélög.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.