Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR. Tveií að- stoðarlæknar óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins frá 1. jan- úar n.k. i 6 mánuði hvor. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 12. desember n.k. Umsóknareyðublöð eru fvrirliggj- andi á spitalanum. LÆKNARITARI óskast til starfa á spitalanum frá 1. desember n.k. eða eftir samkomulagi. Stúdents- próf eða hliðstæð menntun i tungu- málum ásamt góðri kunnáttu i is- lenskri réttritun nauðsynleg. Umsóknir ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 24. þ.m. YFIRHJÚKRUNARFRÆÐING- UR á Geðdeild Barnaspitala Hringsins og HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI á legudeild sömu stofnunar óskast til starfa frá 1. janúar n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landspitalans. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10. desember n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á spitalanum. VÍFISSTAÐASPÍTALINN MEINATÆKNIR óskast til starfa á spitalanum frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi. íbúð á staðnum gæti fylgt. Nánari upplýsingar veitir deildar- meinatæknirinn, simi 42800. YFIRMATRÁÐSKONA óskast til starfa á spitalanum frá 1. janúar n.k. Skilyrði er að umsækjendur hafi próf frá Húsmæðrakennara- skóla. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda til Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. desember n.k. KÓPAVOGSHÆLIÐ. AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast til starfa i eldhúsi hælisins frá 1. janúar n.k. Skilyrði er að um- sækjendur hafi próf frá húsmæðra- kennaraskóla. Nánari upplýsingar veitir yfirmatráðskonan. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12. desember n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á Skrifstofu hælisins. Reykjavik, 12. nóvember, 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5.SIM111765 Krhitójer Svavarsson^ menntaskólanenii í M/T, Lifi baráttueining verkalýðs og námsmanna Nú hefur grima „réttarrikis- ins" enn dottið af andliti islenska auðvaldsins og rikisvalds þess og við blasir imynd ófreskjunnar, imynd nakins arðráns. Þrátt fyrir að viöskiptahallinn við útlönd sé áætlaður 8-10 miljörðum minni i ár en i fyrra og verð á útflutnings- vörum islenskra kapitalista fari sihækkandi á erlendum markaði hefur verið ákveðið að skera enn niður félagslegar fjárveitingar. Gildir það jafnt um greiðslu á læknishjálp og lyfjum, stofn- kostnað dagvistunarheimila eða tii lánasjóðs islenskra náms- manna sem fjallað mun verða nánar um hér. t fjárlagafrumvarpí rikis- stjórnarinnar fyrir árið 1977 er Lánasjóði islenskra námsmanna aðeins ætlaður 1 milljarður króna en til þess að óbreyttu horfi frá þvi i fyrra sé haldið þarf sjóður- innrúma 2 miljarða. Þetta er yfir 50% skerðing á kjörum náms- manna sem þó voru bágborin fyr- ir. En það sem kórónar siðan ósköpin eru nýju úthlutunarregl- urnar. Mun ég taka helstu vankanta þeirra fyrir, lið eftir lið. Strax i fyrsta lið er fáránlegt ákvæði. Þar er talað um að námsmaður eigi ekki kost á láni ef skemmra er til námsloka en 2 ár sem þýðir það að menn sem neyðast til að hætta i miðju námi vegna fjár- skorts eiga ekki rétt á aðstoð þeg- ar áfram skal haldið ef minna en 2 ár eru eftir af námstimanum. 1 lið 1. 1. kemur fram að veiting námsaðstoðar fer eftir geðþótta sjóðsstjórnar sem býður algeru öryggisleysi heim og sömuleiðis liður 2. 4 a þar sem segir að ..breytist fjárhagur sjóðsins skal eitt yfir alla ganga”. 1 sama lið kemur fram að úthlutun fyrstu námsaðstoðar skuli miðast við tekjuáætlun sem semja á á miðj- um vetri. 1 lið 2. 5 er framfærslukostn- aður samkvæmt mati sjóðs- stjórnar rakinn og er hann svo- hljóðandi: a. fæði 30.000 b. hús- næði 10.0000 d. hreinlæti og heilsugæsla 3.500 e. fatnaður 4000f. bækur, ritföng og þessh. 3.500 g. húsgögn, búsáhöld og heimilis- tæki 5000f. ferðir 5000 h. Ýmislegt annað 6000. Samtals 65.000 krónur á mánuði. t þessu er ekkert ráð gert fyrir skemmtunum svo sem kvikmynda- og leikhúsferðum auk þess sem bókakostnaður fer ætið langt uppfyrir 3.500 á mán- uði, einkum i háskólanum. t lið 4. 3 a segir að búi náms- maður i heimahúsum lækki fram- færslukostnaður hans um 40% eða i 39.000 krónur. Þetta ákvæði þjónar aðeins þvi hlutverki að hrekja námsmenn af fátækari heimilum burt þaðan. t c. lið 4.3 segir að hafi maki námsmanns tekjur umfram eigin framfærslu Kristófer Svavarsson. kemur sú upphæð sem þvi nemur til frádráttar af námslánum hans. i d. liö 4. 3 segir að sé námsmaður styrkþegi af völdum örorku skuli það talið til tekna. Það er ekki gengið út frá auknum kostnaði einstaklings i slikri stöðu vegna ágallans. t lið 7 segir m.a. að út- hlutun lána til námsmanna hér- lendis skuli eigi hefjast siðar en 15. nóvember. Nú er almennt álit- ið að hún hefjist ekki fyrr en i byrjun desember. Ýmis mikilvæg atriði hafa far- ist fyrir við samningu reglnanna. T.d. að námsmaður i sambúð fær ekki viðbót vegna barns eða barna, þeim er ekki ætlað að þurfa mat. Ekki er tekið tillit til sumarleyfis en samkvæmt gömlu reglunum var hálfur mmánuður ætlaður til þess og svona má iengi telja. Jafnvel lögbrot eru ekki lát- in aftra kjaraskerðingunni og á ég þar við lið 1. Afgreiðsla reglnanna er mjög einkennileg i alla staði. Mer.nta- málaráóherra staðfesti gildistöku þeirra þann 20. október án þess að gefa námsmönnum færi á að gera athugasemd við innihald þeirra. Nokkrum dögum áður höfðu full- trúar námsmanna geng'ið á fund hans og settt fram þá ósk að út- hlutað yrði samkvæmt gömlu reglunum. t það hafði hann ekki tekið illa og kom þvi fréttin um gildistöku nýju reglugerðarinnar sem köld gusa i andlit þeirra auk þeirrar litilsvirðingar sem þeim er augljóslega sýnd. En hvað er til úrbóta? Hvernig má bregðast við árásum rikis- valdsins á sem áhrifarikastan hátt? Námsmenn hafa mótmælt margvislega, þeir halda fjölda- fundi, þeir afhenda mótmæla- skjal, þeir hafa jafnvel hug á að stöðva starfsemi menntamála- ráðuneytisins i einn dag. Allt þetta vekur umræðu, vekur at- hygli fólks á þvi sem er að gerast. En er þetta nóg? Stöðvast kjara- skerðingarnar við mótmæli sem þessi? Heynslan segir okkur að svarið sé nei. Námsmenn eru vissulega afl en þeir eru ekki úr- slitaráðandi um gang efnahags- maskinunnar. Þó að við mótmæl- um, förum i verkföll, kröfugöngur og höldum fundi þá óttast kapital istinn ekki mikið og heldur kjara- skerðingunni áfram með aðstoð rikisvalds sins. En er þá baráttan til einskis? Vist er hún til einhvers, ef sú eina rétta barátlulina sem ávöxt getur borið er viðhöfð. Skoðum aðeins nánar hverjir það eru sem þurfa námslán og styrki sér til fram- dráttar meðan á námi stendur. Það eru augljósl. þeir sem eru af láglaunafólki komnir, synir og dætur verkalýðsins. Til hans eig- um við að leita um styrk i barátt- unni, hann er það félagslega afl sem gangverk þjóðfélagsins byggist á, það er hann, já hann einn, sem getur sett hnefann i borðið og sagt hingað og ekki lengra og þannig brotið kapital- istann á bak aftur. Þetta er hans hagsmunamál, hann vill eiga jafnan rétt á við aðra um mennt- un sinna barna. Þess vegna verð- um við námsmenn að leggja mikla áherslu á að upplýsa verkafólk um eðli málsins svo það sé reiðubúið til baráttu við hlið okkar. Þetta var valið sem dag- skrárefni hátiðarhaldanna 1. desember af róttæklingum i há- skólanum. Námsmenn og verkamenn eiga i sameiginlegri baráttu gegn sameiginlegum óvini. auðvaldinu og rikisvaldi þess. Jafnframt þvi sem ég vil undirstrika þetta ætla ég að lokum að lesa kröfur stúd- entaráðs i sambandi við úthlutun- arreglurnar og gera að minum. 1. Að jafnan sé byggt á raun- hæfu mati framfærslukostnaðar. 2. a. Lán til nánismanna i sam- húð verð ekki skert. b. Lánsviðbót vegna barns eða barna verði ekki skert. 3. Engir þeir liðir sem áður hafa verið i mati framfærslu- kostnaðar vcrði felldir niöur. 4. Engir kostnaðarliðir svo sem áður liafa verið sérstaklega til- greindir verði felldir undan við haustlánaúthlutun. 5. Enga mismunun vegna eðiis nánts. 6. Lifvænleg lán á lifvænlegum kjörum til allra sem þess þarfn- ast. Lifi jafn réttur til .náms. Lifi baráttueining verka- lýðs og námsmanna. Síldarverksmiðjan á Reyðarfirði: NÍUSAGTUPP Búið er nú að segja upp starfsmönnum sildarverk- smiðjunnar á Reyðarfirði, 9 að tölu. Atti uppsögnin sér stað 3. þ.m. og tekur gildi um næstu mánaðamót. Blaðið náði tali af Birni Þór Jónssyni, sem er einn þeirra, sem orðið hafa fyrir barðinu á uppsögnunum og staðfesti hann það að þetta væri rétt. Uppsagn- ir hefðu borist 3. nóv. og eftir næstu mánaðamót gætu starfs- mennirnir ekki treyst á að fá vinnu hjá verksmiðjunni. Forráðamenn verksmiðj- unnar segjast gera þessar ráð- stafanir ef svo skyldi fara, að ekkert yrði að gera frá nóvem- berlokum og þar til loðnan færi að berast, en i fyrra var það um miðjan jan.Eftir þvi gætum við reiknað með atvinnuleysi allt upp i tvo mánuði. Slíkar uppsagnir hafa ekki tiðkast áður hjá verksmiðjunni, sagði Björn Þór Jónsson. Ég hef verið hér i þrjú ár og endar hafa alltaf náð saman. Verið er að byggja hér hús i sambandi við löndunaraðstöðuna og viðþað er auðvitað vinna. Okkur finnst þvi þessar uppsagnir vera ástæðu- litlar. Það er nú ekkert spaug að vera atvinnulaus, sist á þessum árstima og þvi þarf ekki að bú- ast við að við sitjum af okkur aðra vinnu sem bjóðast kann i óvissri von um að við fáum eitt- hvað að gera hér i verksmiðj- unni i desember og janúar. Og það er slæmt fyrir verksmiðj- una að missa þessa starfskrafta þvi þetta eru allt menn, sem búnir eru að vera þarna lengi og þviorðnir vinnunni vanir. Þetta er forráðamönnum verksmiðj- unnar lika ljóst og ég held að þeir geri sér vonir um að ein- hver vinna verði fyrir hendi áfram. Hitt er svo annað mál hvort við getum treyst á slikt, úr þvi að búið er að segja okkur upp á annað borð, sagði Björn Þór Jónsson að lokum. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.