Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. nóvember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 Þorleifur þingmaður (Guðmundur Pálsson) kiappar á bakið á atkvæði sinu, Sigmundi bónda (Jóni Sigurbjörnssyni). Fjölskyldu- tónleikar sinfóníunnar í dag Sinfóniuhljómsveitin heldur fjölskyldutónleika i Háskólabiói i dag kl. 14.00, og eru þeir tónleikar að venju ætlaðir börnum á skóla- skyldualdri i fylgd með foreldrum sinum. Stjórnandi er KAESTEN ANDERSEN ogeinleikari JÓNAS SEN, en kynnir er ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR. A efnis- skránni eru eftirtalin verk: Tsjaikovsky — Ur „Hnetubrjótn- um”. Rússneskur dans, Blóma- valsinn. Chopin — Andante Spianato Grande polonaise (einleikari á pianó Jónas Sen) J. Strauss — Pizzicato polka A. Dukas — Lærisveinn galdra- meistarans. Aðgöngumiðar eru seldir i eftirtöldum bókabúðum: Lárus Blöndal, S k ól a v ör u s t i g , Eymundsson, Austurstræti og Bókaversluninni Veda, Hamra- borg, Kópavogi. Shakespeare. Makbeð og Týnda teskeiðin næstu verkefni Leikfélags Reykjavíkur Næsta verkefni Leikfélags Reykjavikur er Makbeð i þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar, en þessi magnþrungni harm- leikurShakespearesverður af- mælisverkefni félagsins á 80 ára afmælinu 11. janúar n.k. Þá verður tekið til við nýtt verk eftir Kjartan Ragnars- son, leikara, sem gat sér gott orð sem leikritahöfundur með Saumastofunni, en hún hefur nú verið sýnd 100 sinnum á einu ári. Þetta nýja verk hans nefnist Týnda teskeiðin. Jólakort Ásgrímssafns Asgrimssafn hefur að venju gefið úr vandað jólakort fyrir þessi jól. Að þessu sinni er á framhlið kortsins myndin „Vor á Húsafelli”, sem Asgreimur málaði 1950. Myndin er i litum og prentuð i Vikingsprenti. Kortið er gefið út sem aldar- minning Asgrims Jónssonar. Á bakhlið er mynd að málaranum að störfum, sem Ósvaldur Knudsen tók. Þá eru einnig upp- lýsingar um verkið og málar- ann. Hugmyndasamkeppni um húsahitun á „köldu svæðunum” Stjórn Sambands sveitar- félaga i Austurlandskjördæmi skipaði á fundi sinum á Egil- stöðum 8. þ.m. eftirtalda menn I dómnefnd, vegna hugmynda- samkeppni þeirrar um húsahit- un á „köldu svæðunum”, sem sambandið hefur efnt til og aug- lýst hefur verið hér i blaðinu og viðar. Jóhannes Zöega, hitaveitu- stjóra, Reykjavík, formann Loga Kristjánsson, verkfræð- ing, bæjarstjóra, Neskaupstað og Hörð Þórhalisson, viðskipta- fræðing, sveitarstjóra, Reyðar- firði. Til vara: Þórarinn Magnússon.verkfræð- ing, Neskaupstað Einar Þorvarðarson, verkfræð- ing, Reyðarfirði og Jón Júliusson, tæknifræðing, Mýrum, Skriðdal. Sú ákvörðun stjórnar S.S.A. að skipa dómnefnd nú þegar, er gerð til að samræma störf sin reglum Verkfræðingafélags Is- lands, þannig að enginn mis- skilningur né tortryggni milli þessara aðila þurfi að torvelda farsæla lausn þessa þýðingar- mikla máls fyrir, ekki aðeins Austfirðinga, heldur e.t.v. öll þéttbýlissveitarfélög á landinu, sem ekki eiga kost á nýtanleg- um jarðvarma. Jólakort F.E.F. Jólakort Félags einstæðra foreldra eru komin út og eru að þessu sinni fjórar nýjar gerðir. Tvö kortanna gerði Þorbjörg Höskuldsdóttir, listmálari, en hin eru eftir börn 7 og 12 ára úr Langholtsskóla, Brynju Matthiasdóttur og Olgu Berg- mann. Félag einstæðra foreldra hefur lagt áherslu á að gefa út kort með barnateikningum ár hvert og hefur það mælst sér- lega vel fyrir og kórtin orðið FEF hin ágætasta tekjulínd. Jólakortin verða seld i Bóka- búð Blöndals i Vesturveri, á Umferðamiðstöðinni, i Bókabúð Olivers i Hafnarfirði, Bóka- búðinni Kleppsvegi, á skrif- stofunni i Traðarkotssundi 6 og viða úti um land. Kortin eru unnin i Kassagerð Reykjavikur eins og undanfarin ár. Minningar um sumar í Berlín í dag kl. 2 stendur félagið Ger- mania fyrir sýningu i Nýja-Bió á myndinni Minningar um sum- ar i Beriln. Leikstjóri er Rolf Hádrich en hann er Islending- um að góðu kunnur m.a. vegna leikstjórnar sinnar á Brekku- kotsannál og af störfum sinum nú i Þjóðleikhúsinu. Ekki getur að sinni orðið af sýningu á Brúðkaupi Figarós, sem fyrirhuguð var á vegum tónlistarnefndar Háskólans vegna þess, að myndin kemur ekki til landsins i tæka tið og biður sú sýning þvi betri tima. Sparaksturskeppni F.I.B. Nystofnaður Bila- klúbbur innan Félags isl. bifreiðaeigenda efnir til spar- aksturskeppni á sunnudaginn. Þetta er fyrsta verkefni klúbbs- ins. Um 30 bilar hafa veriö skráðir til keppninnar og verður þeim skipt i flokka eftir vélar- afli. Keppnin hefst kl. 14 við Essostöðina á Neshaga. Ekið verður um Hringbraut — Miklu- braut og út úr bænum gengum Hafnarfjörð. Þá verður ekið um Krisuveikurveg og Isólfsskála- veg til Grindavikur og þaðan eftir þvi sem bilarnir komast um Grindavikurveg og i átti til Rvikur. Fimm litrar verða á bilunum i upphafi akstursins. — Nei. Ertu vitlaus? Ég get ekki undirritað tékk með fótunum.... — Hversvegna er pabbi þinn — Góðan daginn, frú. Þér gætuð svona súr út i mig, heldurðu að ekki verið án tikalls eða ein- þaö sé vegna þess að faðir minn hvers álika... er svona rikur...? — Það er söfnun fyrir Skarphéðin, það á að reka hann á morgun.... — Þið getið ekki imyndað ykkur — Ef ég fer niöur reipið fvrst, þá hvað útsýnið er fallegt hérna geiUr þú komið á eftir..'. ofan að... — Er þetta i fyrsta sinn, sem þér farið i f jallgöngu...? — Þetta er aumasti leiðsögumaður i fjallgöngu sem ég hef kynnst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.