Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 Skrifiö eða hringið. Sfmi: 81333 Fáein orð um skattamál Kjarabarátta launa- stéttanna er eitt þeirra verkefna, sem verkalýðs- félögin verða að sinna, enda beinir aðilar að gerð launasamninga. í verð- bólguþjóðfélagi sem okk- ar, verður hún að vonum jafnan og endalaust ofar- lega á baugi. Mér viröist reynsla undanfar- inna ára hafa verið sú, að þegar kjarasamningar hafa verið gerðir, hafi i fyrstu þótt sjálf- sagt að bæta sérstaklega kjör hinna lægst launuðu, en þegar upp er staðið hefur raunin ávallt orðið sú, að þeir, sem mest höfðu launin fyrir, fengu flestar krónurnar i kjarabætur. Raunin verður þessvegna ætið sú, að svonefndar kjarabætur þeirra lægst launuðu brenna þar afleiðandi fyrstar upp i dýr- tiðareldinum. En það, sem ég ætlaði að ræða hér er þáttur, sem snertir kjarabaráttuna almennt og þó öðrum fremur hinar svokölluðu vinnandi stéttir, en þar á ég við það fólk, sem tekur laun fyrir vinnu sina og hefur engan rekst- ur með höndum. bað er þetta fólk, sem hlýtur að tiunda allar sinar tekjur og borga af þeim skatta og skyldur, eins og lög gera ráð fyrir. Þó að maður tali nú ekki um bein skattsvik, sem auðvitað er hreinn þjófnaður, þá virðist mér skattalöggjöfin svo meingölluð, að stórum hópi gjaldþegnanna er gefin opin leið til að sleppa við opinber gjöld i stórum stil. beim fjárhæðum, sem þannig koma ekki til skila, er svo jafn- að niður á hina, sem eftir eru, og þeir verða þvi að bera þyngri byrðar en ella væri. Hin svonefnda fyrningar- regla, ásamt verðbólgunni, spannar sérstaklega inn i skattamál með svo hrikalegum hætti, að ekki er viðunandi. Svo nefnd séu dæmi til skýringar þessu atriði má nefna fyrirtæki, sem fyrir 10 árum var byggt upp fyrir 10-15 millj. kr. og var ný- lega selt fyrir 70 millj. Rekstr- artekjur f-yrirtækisins hafa ekki skilað sköttum til rikis og bæjar þau ár, sem það var rekið, fyrn- ingarreglan sér fyrir þvi. Niður- staðan verður sú, að eigendur fyrirtækisins hafa i skattlausar tekjur 55-60 millj. kr. Nú vil ég ekki fortaka, að fyrningarregl- an eigi engan rétt á sér, en þeg- ar eignaskipti verða og stór- eignir verða til, m.a. vegna fyrningarreglunnar, sýnist mér sjálfsagt að þær tekjur verði skattlagðar á sama hátt og launatekjur. Það er að minum dómi engin ástæða til að byggja upp skattakerfi, sem gerir braskaralýð, sem með einhverj- um hætti hefur aðgang að spari- fé almennings, tækifæri til að klófesta það með slikum hætti. Mér ^finnst að verkalýðshreyf- ingin', með stjórn Alþýðusam- bands Islands i broddi fylking- ar, hafi ekki sinnt þessum óbeina þætti kjarabaráttunnar sem skyldi og skora ég hér með á fulltrúa Vestmannaeyja á 33. þingi ASÍ að beita áhrifum sin- um i þessu máli. Annað atriði, sem gengur i svipaða átt, er að margir þeir, sem hafa einkarekstur með höndum, geta fært einkaneyslu sina sem tap á rekstrinum og sleppa þvi við að greiða skatta og útsvar, enda þótt við blasi, að þeir hafi rúm fjárráð og það langt umfram hina, sem borga skatta og skyldur af hverri krónu. Hér er aðeins minnst á tvö dæmi um það ranglæti, sem skattalöggjöfin býður upp á og mönnum finnst illt að þola, en af nógu er að taka. Að lokum vil ég minna á, að nú munu 10 ár liðin siðan skipuð var nefnd til að vinna að staðgreiðslukerfi skatta. Ég tel mikilsvert að það Frá Vestmannaeyjum. mál nái fram að ganga sem fyrst, ekki sist vegna þess, að hér eru oft miklar sveiflur i launatekjum og svo mundi slik löggjöf flýta fyrir innheimtu til þeirra, sem gjöldin eiga að fá. Jónas Guðmundsson, Vestmannaeyjum. Líkjast fremur skurð- um en akvegum — Kennsla féll niður i barna- og gagnfræðaskólanum hér á mánudaginn, sagði fréttaritari Þjóðviljans á Eskifirði, Hrafn Jónsson, i viðtali við blaðið nýlega. Kennarar munu hafa setið á fundi og rætt kjaramál sin. Veðurfar I byrjun október skipti um veðurlag hér hjá okkur, eftir einmuna gott og þurrviðrasamt sumar. Fór þá að rigna og var mjög úrfellasamt allan október- mánuð. Samt hafa hlýindin haldist og varla komið nokkur frostnótt og aðeins litilsháttar fölnað, svona ofan i miðjar hlib- ar. Rjúpnaveiði Strax hinn 15. okt. hófust hér rjúpnaveiðar. Menn hafa verið nokkuð misjafnlega fengsælir eins og gengur en sagt er, að meira sé af rjúpunni en undan- farin ár. Þeir veiðnustu eru búnir að hafa eitthvað á annað hundrað fugla og mesta dags- veiði hjá einum manni, sem ég veit um, voru 80 rjúpur. Aöal- Enn um Eykon og hrútinn Eykon hrútinn elti út og ætlaði að stúta í blóra. Kvaðst ei lúta lagahnút en langa að múta Dóra. G.K. veiðisvæðin eru á öxi og Jökul- dalsheiði. Útgerð Annar togarinn okkar, Hólmatindur, er nýkominn úr tveggja mánaða viðgerð. Þvi hefur verið hér nokkru minni at- vinna en oft áður. Má glöggt af þvi marka hvert lifakkeri skut- togararnir eru hinum minni sjávarplássum. Hinn togarinn, Hólmanes, hefur aflað misjafn- lega og menn hafa það á orði, að samningar Geirs og Co. við breta og vestur-þjóðverja séu farnir að segja til sin i minnk- andi afla fyrir Austurlandi. Tveir bátar hafa verið á neta- veiðum og aflað sæmilega. Sex minni bátar hafa stundað linu- veiðar. Gæftir hafa verið stop- ular en reitingsafli hefur verið hjá minni bátunum þegar gefið hefur. Sæborg var á sildveiðum fyrir Suðurlandi og aflaði i sinn kvóta. Fór svo i Norðursjóinn. Báturinn lagði sildina upp hér á Eskifirði og voru saltaðar af honum 1600 tunnur. Á annari söltunarstöð hér, Auðbjörgu, voru saltaðar 4.300 tunnur. Af Héraði Bændur á Héraði njóta veður- sældarinnar eins og aðrir. Uppi á Efra-Jökuldal var unnið að jarðabótum a.m.k. fram undir mánaðamótin okt.-nóv. og er fátitt að unnt sé að stunda þá vinnu svo lengi á þessum árs- tima. Eru bændur þar efra litið farnir að taka af fé nema þá lömb og hrúta, enda ekki ástæða til. Övenjuvel smalaðist I göngum i haust a.m.k. miðað við siðari ár þvi iðulega hafa komið fjárskaðaveður um miðjan sept. eða fyrr. En nú eru heimtur góðar og dilkar vænir. Barnaskólahús 1 sumar var hafin bygging á barnaskólahúsi fyrir Jökulsár- Eskifjörður hlið og Hróarstungu. Er skóla- húsið reist skammt innan við Fossvelli. Búið er að steypa upp neðri hæðina. Gert er ráð fyrir. heimangöngu i skólann, en aðstaða er þó fyrir einhverja heimavist. Bygging þessa skólahúss er verulegt átak fyrir ekki fjöl- mennari sveitarfélög en þau, sem þarna eiga hlut að máli, en hinsvegar er það mjög mikil- vert fyrir þessar sveitir að fá skóiann heim til sin i stað þess að þurfa aö senda börnin burtu yfir háveturinn, margra kiló- metra leið. Slæmir vegir Mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á ástandi veganna á Efra-Jökuldal. Þar má nú enn, á þvi herrans ári 1976, finna vegarkafla, sem eru um það bil einum metra lægri en umhverfið. Væri raunar sönnu nær að kalla þetta skurði en vegi. Auðvitað verða slikir „vegir” ófærir i fyrstu snjóum og svo vegna aurbleytu fram eftir öllu sumri. Það vakti og furðu mina i haust er ég fór yfir Hellisheiði, sem liggur á milli Jökulsárhlið- ar og Vopnafjarðar, að vegurinn þar er að verða ófær vegna van- hirðu. Það eru a.m.k. þrjú ár siðan að nokkurri krónu hefur verið varið til viðhalds á þeim vegi, sem þó er stysta, og ætti að vera yfir sumartimann, jafn- framt greiðfærasta leiðin milli Héraðs og Vopnafjarðar, og er mjög vinsæl ferðamannaleið. Þetta eru aðeins tvö dæmi af ótal mörgum, sem hægt væri að nefna, um algjöran skilnings- skort stjórnvalda á þörf fólksins i hinum dreifðu byggðum fyrir hliðstæða þjónustu þeirri, er sjálfsögð þykir t.d. suður á Reykjanesi. Væri það verðugt verkefni fyrir þingmenn þessa landshluta, að reyna að ná ein- hverju af þeim miljörðum, sem ætlaðir eru til hraðbrauta á næsta ári og verja þeim til vegabóta austanlands. —mhg Urnsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.