Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 SKAMMTUR AF APASPILI Að undanförnu hefur fréttaþjónusta fjöl- miðla hérlendis verið nánast undirlögð af ein- hverju mesta stórmáli sem komið hefur upp í marga áratugi. Mál þetta hefur fyllt marga dálka dagblaðanna undanfarnar tvær vikur, en öldur Ijósvakans hafa ýfst til muna af fréttaf lutningi útvarps og sjónvarps um mál- ið. Upphaf þessara stórtíðinda er það að skip- stjórnarmenn á fraktskipinu Sögu tóku til við að manna skip sitt í Nígeríu og voru þá munstraðir á þennan farkost, ef marka má f réttir, tveir apar, f imm blámenn og eftir því sem næst verður komist ung, fönguleg, en fremur daufleg nígeríönsk sjöfiskakona. Ef einhver skyidi ekki vita hvað sjöfiskakona í Nígeríu er, þá má fá skýringu á f yrirbrigðinu í vísu sem fannst í dagbók skips, sem sigldi á sömu slóðir og Saga, en vísan er svona: Við konuna til klukkan tvö kokkurinn var að þrátta Svo færði hann'enni fiska sjö þá fór hún strax að hátta. Islendingar hafa löngum sótt sjóinn, eða f rá því að þeir sigldu hingað út frá Noregi með þræla sína, sem þeir hertóku á leiðinni. Virð- ast athafnir skipstjórnarmanna á Sögu benda til þess að enn blundi með íslenskum sægörp- um köllunin að drýgja þá hetjudáð að ná sér f ódýrt vinnuaf I á ferðumsínum.Eins og sannast hefur á blöðum sögunnar, er þrælahald æski- legasta ástandið í skiptum vinnuveitenda og vinnuþega, það er að segja frá sjónarhóli þeirra sem vinnuna veita, en vinnuþegar og vinnuveitendur hafa ekki verið á eitt sáttir í þessu efni og er það sjálfsagt þess vegna að þrælahald hefur ekki verið við líði hérlendis í nokkurhundruð ár. Vinnuveitendum hefur þótt vænlegra til árangurs í skiptum sínum við vinnandi lýð að læða því að honum að hann sé frjálsborinn en ekki ánauðugur. Það verður því að telja að skipstjórinn á Sögu hafi brotið blað þegar hann munstraði á skip sitt apana, blámennina og sjöfiskakon- una og er þessi tilraun til lækkunar á útgerðar- kostnaði býsna athyglisverð. Og varla hefur marglitari áhöf n áður siglt um heimsins höf á íslenskum farkosti. Flestir þekkja hinar óhugnanlegu stað- reyndir um þrælaflutninga milli heimsálfa á sautjándu átjándu og nítjándu öld, en talið er að fjórar miljónir negra hafi komið lifandi í höfn í Ameríku eftir volkið yfir hafið, en að enn fleiri haf i dáið drottni sinum um borð í portúgölskum, hollenskum og breskum þræla- skipum. Þegar komið var í höfn í Ameríku með þrælafenginn var hinsvegar alltaf reynt að blása líf i í þá sem enn voru með einhverju lífs- marki og á þetta einnig við um viðskipti skip- verja á „Sögu" við hina hörundsdökku sjö- fiskakonu. í hana var blásið gasi til að reyna að peppa hana svolítið upp. En þegar í höfn var komið í Reykjavík var tveim af skipshöf n- inni umsvifalaust lógað. Sem sagt öpunum. Blámennirnir sluppu að því er virðist naum- lega frá því að hljóta sömu örlög og aparnir, sem fýrsti stýrimaður mun hafa álitiðað væru bræður þeirra eða frændur, ef marka má orð sem féllu um borð í skipinu „Fucking nigger" og „monkey". Ekki er af fréttum fyllilega Ijóst hvort tek- ist hefur að blása nægilegu gasi í sjöfiska- kvennmanninn til að lífga hana við. Þegar haft er í huga, hvaða kjör innfæddir búa við í Af ríku, þá dettur manni í hug að þeir kalli ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Það er því athyglisvert að þegar blökkumenn frá Afríku eiga að fara að deila sömu kjörum og íslenskir sjómenn, þá kemur þeim fyrrnefndu ekkert annað í hug en þrælahald og ættu ís- lenskir sjómenn að láta sér þá staðreynd að kenningu verða. „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann" sagði Jón Hreggviðsson. íslenskir sjómenn og aðrir launþegar gætu svo sannarlega á síðustu og verstu tímum sagt: „Hvenær er maður þræll og hvenær er maður ekki þræll". Yfirvöld hafa tvímælalaust náð umtalsverð um árangri í hetjulegri baráttu við launþega í landinu og eins og dæmin sanna eru laun sjó- manna ekki samboðin þrælum. Víst er um það að nokkurrar sigurgleði gætir í þessari vísu, sem útgerðarmaðurinn varpaði fram í viðtali við sjávarútvegsráðherra á dögunum: Uggvænlegt er ástandið er þó huggun nokkur að blámenn geta ei búið við bátakjör hjá okkur. Flosi Afmæliskveöja Kristín Sigvaldadóttir, síðasta húsmóðirin i Svinadal í Kelduhverfi. 70 ára 25. okt. ’76. 1 norðri blátt og breitt er hafið. Brotið var þar land, sem úr jörðu gull er grafiö og gæfu treyst var band. Heyra má í Hljóðaklettum hljóm frá þýöum söng með undirtón af ómi léttum ár og kvöldin löng. Kristln Sigvaldadóttir. Víöa pottur brotinn hjá Sædýrasafninu Rekiö í leyfisleysi og hvergi til á skrá en þiggur þó styrki bæði frá ríki og bæ Haukur Már Haraldsson, blaðamaður á Alþýðublaðinu, hefur undanfarið skrifað nokkrar athyglisverðar greinar um mál- efni Sædýrasafnsins, sem svo mjög hefur verið til umræðu und- anfarna mánuði. Ekki er þó leng- ur bent á þá hörmungaraðstöðu sem þar er og þá illu meðferð sem dýrin hljóta, heldur hefur nú komið i ljós að i viðbót við allt slikt er fyrirtækið hvergi til á firmaskrá eða annars staðar i hinu opinbera kerfi, auk þess sem það hefur ekki endurnýjað rekstrarleyfi sitt frá árinu 1969, en skylt er að gera það árlega. Sædýrasafnið hefur á skömm- um tima þróast úr þvi að vera nokkur fiskabúr i eigu skáta- hreyfingar i Hafnarfirði upp i stóran og viðamikinn dýragarð, sem verulega er styrktur af riki og sveitarfélögum. Er nú unnið að þvi að fá til muna aukna styrki frá opinberum aöilum en hætt er við að þeir fáist ekki greiddir út, fyrr en i fyrsta lagi eftir að leyfi til rekstursins hefur verið endnýj- að, en slikt gerist ekki án um- sagnar dýraverndunarfélagsins og fleiri aðila. Einnig finnst mönnum ekki óeðlilegtað fyrirtækið komist ein- hvers staðar á skrá, þvi ekki er gott að réttlæta styrkveitingar upp á miljónir króna árlega til einhvers fyrirtækis sem ekki er til!! Skuldir Sædýrasafnsins nema nú um fjörutfu miljónum króna og er þvi mikið i húfi að ekki komi afturkippur i styrkveitingarnar á þessari örlagastundu. —gsp. Ef að litið er til baka á ævi þinnar verk, eftir þvi þá allir taka, að ætið varstu sterk. Margt er það, sem margan lystir að mega færa i tal. Við arin þinn nú enginn gistir inn i Svinadal. Ekkert var I yfirskini unnið, sagt og gert. Þér fagnað er af frænda og vini. Fátt gat þrekið skert. Kvenskörungar ennþá finnast, eins og jafnan fyrr. Hver skal sinnar móður minnast i mótgangs hörðum byr. AOalsteinn Gislason. DJOÐVIUINN BÍÓ FYRIR BLAÐBERA Laugardaginn 13. nóvember verður sýnd i Hafnarbiói bandariska gamanmyndin „Sómakarl” með gamanleikaranum Jack Gleason i aðalhlutverki. Sýning hefst klukkan 13.00 eins og endra- nær. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.