Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.11.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. nóvember 1976 Kjarnorkusérfræðingurinn (Kjartan Ragnarsson) nýtur umtalsverör- ar kvenhylli (Margrét Helga Jóhannsdóttir, Aróra Halldórsdóttir, Margrét ólafsdóttir og Hrönn Steingrimsdóttir). LR sfnir Kjarn- orku og kvenhylli Leikfélag Reykjavikur frum- sýnir gamanleikinn Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þóröarson i Austurbæjarbiói i kvöld. Sýningin er sett á svið vegna húsbygging- arsjóðs Leikfélagsins. Nú er nýr hugur i leikfélagsmönnum þvi að nú er bygging Borgarleikhúss hafin. Og hálfnað er verk þá hafið er. Kjarnorka og kvenhylli var á árum áður eitt farsælasta verk- efni Leikfélagsins. Það var frum- sýnt i Iðnó 1955 og var sýnt þar alls 71 sinni, sem þótti einsdæmi þá. Leikstjóri var Gunnar R. Hansen, en hann átti drjúgan þátt i listrænum árangri og velgengni félagsins á þeim árum. — Kjarn- orka og kvenhylli fjallar meðal annars um misvitra stjórnmála- menn, ástamál og úranium- drauma, sem eiga um sumt skylt við stóriðjudraumsýnir nútim- ans. Eftir að verkið leit dagsins ljós i Iðnó, hafa allmörg áhugafé lög glimt við það. — Þetta er barn sins tima, en býr eigi að siður yfir notalegri og þó háðskri gaman- semi, sem ætti að höfða til manna nú sem endranær. Leikstjóri verksins nú er Sig- riður Hagalin, en þessi reyndi leikari fæst nú i fyrsta sinn við leikstjórn. Leikmynd gerir Jón Þórisson. Þorleif alþingismann leikur Guðmundur Pálsson, Karx- tas konu hans, Margrét ólafsdótt,- ir, Sigrúnu dóttur þeirra Ragrv- heiður Steindórsdóttir, Sigmund bónda Jón Sigurbjörnsson. Dr. Alfreðs leikur Kjartan Ragnars- son, Kristinu vinnukonu Valgerð- ur Dan, Valdimar stjórnmálci- leiðtoga Gisli Halldórsson, Elias sjómann Jón Hjartarson. Frúrn- ar þrjár leika Margrét Helga Jd- hannsdóttir, Aróra Halldórsdóttir og Hrönn Steingrimsdóttir. Bóas þingvörð leikur Karl Guðmunds- son, Epihara, prófessor Klemens Jónsson og blaðsöiudreng Hrafn- hildur Guðmundsdóttir. Aformaðar eru aðeins örfáar miðnætursýningar á leiknum fram að jólum. Pjóðleikhúsið: Tvær vinsælar Litli prinsinn á förum Óvenju mikil aðsókn hefur ver- ið að Þjóðleikhúsinu i október- mánuði, alls komu um 15 þúsund manns á sýningar leikhússins. Fádæma aðsókn hefur verið að hinu nýja verki Guðmundar Steinssonar, SÓLARFERÐ, sem verður sýnt i 25. skipti á laugar- dagskvöldið. Hefur verið uppselt á allar sýningar verksins til þessa og leikritinu verið mjög vel tekið. Þetta er þriðja verk höfundar, sem sýnt er i Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir og hefur miklu lofsorði ver- ið lokið á leikstjórn hennar i sýn- ingunni. Aðalhlutverkin, hjónin Ninu og Stefán, sem eru i sólarfríi á Spánarströnd, leika þau Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arn- finnsson, en meðal annarra leik- enda eru Bessi Bjarnason, Guð- rún Stephensen og margir fleiri. Eyþór Þorláksson og Sveinn Ey- Kammer- sveitin í Hamrahlíð Kammersveit Reykjavikur hef- ur 3. starfsár sitt með tónleikum i sal Menntaskólans við Hamrahlið n.k. sunnudag, 14. nóv. kl. 1G.00. A tónleikaskrá eru verk eftir Bohuslav Martinu, Leif Þórarins- son og Serge Prokofieff. Martinu var tékki, fæddur skömmu fyrir aldamótin siðustu. Kammersveitin hefur áður flutt verk eftir hann, en leikur nú i þetta sinn Rondi fyrir tvær fiðiur, Berta Sigurðardóttir, forstöðumaður barnabókadeildar Máls og menningar, og Þorleifur Hauksson, útgáfustjóri, viö opnun barnabókasyningarinnar. Hjá Máli og menningu er reynt að hafa allar isl. barnabækur á boðstólunum. Glæsileg norræn barnabókasýning Eina fullkomna barnabókabúðin 1 kjallara bókabúðar Máls og menningar er eina barnabóka- verslunin i Reykjavik sem stendur undir nafni. Þar er reynt að hafa allar barnabækur sem til eru á íslandi og veita bæði heimilum og uppalendum hina fullkomnustu þjónustu. A siðari árum hefur það farið mjög i vöxt að kennarar og fóstrur óskuðu eftir norrænum barnabókum til þess að nota við störf sin og auka úrvalið, sem börnunum er boðið uppá. Tii þess að mæta þessum kröfum hefur barnadeildin hjá Máli og menningu efnt tii sýningar á 500 titlum norrænna barnabóka, aðallega dönskum og sænskum, og er ætlunin að hafa hluta þeirra á boðstólum fram- vegis og miða pantanir við undir- tektir uppalenda. ,,Ég gat ekki annað séð en að þessi sýning okkar vekti mikla hrifningu þegar hún var opnuð i fyrradag” sagði Berta Sigurðar- dóttir i gær, en hún veitir barna- bókadeild Máls- og menningar forstöðu. „Þetta eru sýnishorn frá forlögum á Norðurlöndum og verða þau til sýnis næstu viku Siðan gerum við ráð fyrir að kennarar og fóstrur leggi inn sinar pantanir og þá sjáum við hvað þeim kemur helst til góða. Það er mjög algengt að verða að kennarar óski eftir norrænum barnabókum til þess að nota við kennslu eldri barna, og svo er talsverð þörf á barnaheimilum fyrir góðar- myndabækur með litlum textum. Dönsku bækurnar eru á betra verði en þær sænsku og þvi mikið notaðar en þær siðarnefndu eru mjög skemmti- legar.” ----ekh Það er fjör i Islendingapartiunum á Spáni. Maðurinn (Róbert) mangar til við eina nýfráskilda (Anna Kristin Arngrimsdóttir.) þórsson leika spænska tónlist fyr- ir sýningu og i hléi og til þess að auka á sólarlandastemninguna, eru málverk eftir Tryggva Ólafs- son frá Sólarlöndum til sýnis i anddyri. í myndunarveikin í 40. skipti Þá hefur ímyndunarveiki Moli- éres einnig notið mikilla vinsælda i haust og nálgast sýningar nú 40. Verkið var frumsýnt i vor og sýnt i leikför i sumar og hefur mikil að- sókn verið að sýningunum nú i haust; hafa nemendur framhalds- skólanna f jölmennt á sýninguna og mikil kátina riktá sýningum. Þær breytingar hafa orðið á hlut- verkaskipan, að Margrét Guð- mundsdóttir hefur nú tekið við hlutverki Béline, eiginkonu hins í- myndunarveika, af Sigriði Þor- valdsdóttur. Bessi Bjarnason er Argan og Herdis Þorvaldsdottir Toinette. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en tónlist eftir Jón Þórarinsson. Litli prinsinn á förum Nú eru aðeins eftir þrjár sýn- ingar á barnaleikritinu Litla prinsinum, sem sýnt er á stóra sviðinu á sunnudagseftirmiðdög- um. Það eru stúlkur úr Leik- brúðulandi sem stjórna brúðun- um i þessari sýningu en leikarar Þjóðleikhússins flytja textann. Þar eð brúðurnar og sviðsbún- aður er fenginn að láni hjá Mariónettuleikhúsinu i Stokk- hólmi til takmarkaðs tima, verð- er ekki unnt að hafa fleiri sýning- ar á þessari fallegu sýningu. Næsta sýning er kl. 15 á sunnu- dag. Kammersveit Rvlkur. óbó, klarinett, fagott, trompet og pianó. Leif Þórarinsson er óþarfi að kynna. Eftir hann verður flutt verkið Angelus Domini, sem hann samdi sumarið 1975 og frumflutt þá til heiðurs Ragnari Jónssyni i Smára af félögum úr Kammer- sveitinni. Angelus Domini er samið við Mariuvers eftir Halldór Laxness, sem birtist i Vefaranum mikla frá Kasmir. Rut Magnússon syngur með Kammersveitinni i þessu verki. Siðast á tónleikaskrá er kvin- tett eftir Serge Prokofieff, er hann samdi 1924, en átti upphaf- legá að vera balletttónlist. Stjórnandi á tónleikunum er Leifur Þórarinsson. Aðgöngumiðar og áskriftarkort að tónleikunum eru seld við inn- ganginn. Börn og skólanemendur fá afslátt. Leikfélag Þorlákshafnar vinnur brautryðjendastarf Leikfélag Þorlákshafnar sýnir leikrit Þorsteins Marelssonar, „Venjulega fjölskyldu”, á Hvols- velli og Hellu á morgun, sunnu- dag. Siðar i mánuðinum verða sýningar á Selfossi, Borg, Flúðum og i Grindavik. I gær sýndi L. Þ. leikritið i Kópavogsbiói við gððar undir- tektir. „Venjuleg fjölskylda” var frumsýnd i Þorlákshöfn 22. okt. og hefur siðan verið sýnd i Vest- mannaeyjum og Skaftafells- sýslum. Leikfélag Þorlákshafnar er mjög ötult um þessar mundir. Það frumflutti leikrit Guðmundar Steinssonar, „Skirn” i fyrra og er nú annað árið i röð með frum- flutning á islensku verki. ---ekh. Or sýningu L.Þ. á Venjulegri fjölskyldu eftir Þorstein Marelsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.