Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Fréttir íslenskur iönrekandi í Ástraliu: Islensku vélstjór- arnir eru bestir - segir Kolbeinn Guönason í Portland Okkur vantar menn meö alhliða tæknimenntun og íslenskmenntaðir vélstjórar henta okkur mjög vel þar sem þeir eru mjög vel menntaöir. Ég er því aö leita að vélstjórum hér sem eru tilbúnir að koma til starfa í Ástralíu," segir Kolbeinn Guðna- son, vélstjóri og iðnrekandi í Portland í Ástralíu, í samtali við DV. Kolbeinn fluttist til Ástralíu árið 1987 og settist að í Portland þar sem hann rekur fyrirtæki sem annast viðgerðir og viðhald á flskibátum sem gerðir eru út frá Portland og nágrenni. Jafnframt annast fyrir- tæki Kolbeins sölu á vélum og tæknibúnaði fyrir báta og bátasjó- menn og annast viðhaldsþjónustu á búnaðinum. „Við vorum áður í út- gerð og það hefur töluvert af íslend- ingum starfað hjá okkur í gegn um árin. Maður sá glögglega muninn þegar íslenskir vélstjórar voru á bátunum. Það var ekki sambæri- legt. Það voru aldrei nein vandamál hjá þeim íslensku." Bátar, sem gerðir eru út frá Port- landssvæðinu, veiða aðallega stór- vaxinn humar en auk þess eru stundaöar togveiðar, ekki sist á búra. Portland er mjög miðsvæðis, að sögn Kolbeins, og stutt á miðin og á markað með afurðimar í Mel- boume. Kolbeinn segir að verið sé að koma á kvótakerfi í humarnum og menn því alvarlega að líta í kring um sig með að fara út í línu- veiðar og handfæraveiðar þegar humarkvótinn er veiddur. „Ég er hér því öðrum þræði til að sækja sjávarútvegssýninguna til að líta í kring um mig eftir tækjum og bún- aði sem henta myndi hjá okkur.“ Kolbeinn hefur reyndar flutt inn handfærarúllur frá DNG sem hafa reynst mjög vel. Hann segir að nauðsynlegt sé að geta haft full- komna viðhaldsþjónustu fyrir allan slíkan búnað en menn séu smeykir við að kaupa innfluttan búnað og sitja síðan uppi með það að fá enga viðgerðarþjónustu eða varahluti ef búnaðurinn bilar. Kolbeinn segir talsverða mögu- leika á útflutningi frá íslandi á tækjum til fiskveiða og fiskiðnaðar. Þegar hafi Hampiðjan kynnt Gloria- trollin sem hafi reynst mjög vel og cdlinn alveg þrefaldast við notkun þeirra og slíkt spyijist fljótt út. „Það er mjög gott aö búa í Port- land, verðlag er tiltölulega lágt og skattar skikkanlegir. Ég held að ef menn eru sæmilega útsjónarsamir og tilbúnir að vinna sé hægt að komast áfram mjög auðveldlega," segir hann. „Það hefur verið kostur fyrir mig að vera einn af fáum sem menntaðir eru í bátum og skipum. Ég hef alltaf verið meira í kring um báta en stærri togara og því verið fær um að leysa vandamál sem aðr- ir réðu ekki við þótt það þyrfti svo sem engin kraftaverk til,“ segir Kol- beinn Guðnason, vélstjóri og iðn- rekandi í Portland í Ástralíu. -SÁ Undrun meðal íslendinga í Lúxemborg: íslenska ríkið virðist vera að hefja trúboð í Mið-Evrópu - segir Hermann B. Reynisson, formaður íslendingafélagsins „Þeir íslendingar sem hér búa eru ekki íslenskir skattgreiðendur þannig að skattborgarar á íslandi munu borga fyrir þessa þjónustu við okkur. Þá hefur nokkur hluti ís- lendinganna hér tekið erlent ríkis- fang þannig að manni viröist við fyrstu sýn sem íslenska ríkið sé að hefia trúboð á meginlandi Evrópu," segir Hermann B. Reynisson, for- maður íslendingafélagsins í Lúxem- borg. í samtali við DV í gærkvöldi sagði Hermann að meðal íslending- anna ríkti mikil undrun yfir hinni skyndilegu ákvörðun stjómvalda á íslandi um að stofna prestsembætti til að þjóna þeim og öðrum löndum á svæðinu. Ekkert samband hefði verið haft viö stjóm íslendingafé- lagsins né nokkurn íslending vegna málsins áður en ákvörðunin var tekin. Hermann segir að íslendingamir búi í lifandi samfélagi og hafi öll tækifæri til að fá trúarþörfum sín- um fullnægt og að menn sjái ekki sérstaka þörf fyrir nýja prestsemb- ættið. „Maður hefði haldið að það hefði verið ódýrara fyrir íslenska skattborgara að starfskraftar þessa manns hefðu nýst þeim sjálfum á ís- landi á einn eða annan hátt,“ segir Hermann. Hermann B. Reynisson segir að íslendingarnir í Lúxemborg hafi að frumkvæði íslendingafélagsins not- ið þjónustu sr. Jóns A. Baldvinsson- ar, sendiráðsprests í London, og hafi hann komið að jafnaði þrisvar á ári og stundum ásamt kór íslend- inga í London og flutt messu. í sér- Kolbeinn Guönason rekur fyrirtæki sem annast viðhald og sölu á vélum og tæknibúnaöi fyrir fiskibáta í Portland í Ástralíu. Hann var á íslandi á dögun- um til að kynna sér nýjungar á sjávarútvegssýningunni, sem geta nýst í áströlskum sjávarútvegi, en einnig til að ráða nýja starfsmenn því hann vantar íslenska vélstjóra til starfa. DV-mynd ÞÖK stökum tilvikum, eins og þegar um andlát hefur verið að ræða, hafi sr. Jón verið kallaður til og hafi þá ís- lendingafélagiö staðið straum af öll- um kostnaði. Hermann segir stjóm íslendinga- félagsins öðmm þræði eins konar safnaðarstjórn sem kallar til prest þegar þörf er á sérþjónustu og hafi samstarfið við sr Jón A. Baldvins- son verið mjög gott. „Stjórnin ákveður hverju sinni hverja hún vill fá til samstarfs og innan hennar hefur ekkert verið rætt um breyt- ingar. Við munum að öllum líkind- um skipuleggja okkar vetrarstarf með tilliti til þess hverja okkur langar til að fá í heimsókn til okkar og ég vænti þess að sr. Jón A. Bald- vinsson komi til okkar að okkar beiðni, eins og áður. Annað mál er að við lítum já- kvætt á erindi fólks sem vill koma og heimsækja okkur en það verður að passa inn í okkar dagskrá. Við erum hin eiginlega safnaðarstjóm sem gleymst hefur að tala við í þessu máli,“ sagði Hermann Reynis- son, formaður íslendingafélagsins í Lúxemborg. -SÁ Dagfari Fórnarkostnaðurinn Á Islandi hefur sú stefna verið rekin svo lengi sem elstu menn muna að halda jafnvægi í byggö landsins. Það er kölluð byggða- stefna og hefur einkum markast af þeirri viðleitni stjórnvalda og landslýðs alls að efla atvinnulíf út á landi, bæta samgöngur og beita fyrirgreiðslu til fyrirtækja úti á landsbyggðinni umfram þann at- vinnurekstur sem fer fram í þétt- býlinu. Þessi stefna hefur leitt til þess að íbúum landsbyggðarinnar hefur fækkað jafnt og þétt og ligg- ur nú við landflótta frá Vestfjörð- um í krafti þessa göfuga málstaðar. Enda er það rökrétt afleiðing af bættum vegum og samgöngum að leiðin hefur orðið greiðari suður. Og svo hafa menn getað nýtt sér styrkina frá Byggðastofnun til að koma undir sig fótunum í Reykja- vík. Nýlega hefur Ríkisendurskoðun gert Byggðastofnun þann greiða að taka saman hvað starf og styrkir Byggðastofnunar hafa kostað, Stofnunin sjálf hafði enga yfirsýn yfir þau útgjöld og núverandi for- maður Byggðastofnunar er Rikis- endurskoðun afar þakklátur fyrir þessa greiðasemi, enda „getur hún orðið góð leiðsögn fyrir Byggða- stofnun" og þetta „eru klárar talna- legar niðurstöður". Og hverjar eru þessar talnalegu niðurstöður? Jú, Byggðastofnun hefur varið sautján milljörðum á árunum 1985 til 1995 til að halda jafnvægi í byggð lands- ins. Með sautján milljarða styrkj- um hefur stofnuninni tekist að jafna út flóttann af landsbyggðinni þannig að fólk hefur flutt nokkurn veginn í sömu hlutfóllum frá hin- um ýmsu landsfjórðungum. Þetta er klár talnaleg niðurstaða sem er afar gagnlegt fyrir Byggða- stofnun að sjá svart á hvítu. Það getur aö minnsta kosti enginn sak- að forsvarsmenn stofnunarinnar um að hafa mismunað kjördæm- um. Þeir hafa styrkt alla jafnt til að komast í burtu. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar að skort hafi framkvæmdaáætlun, styrkveitingar hafi verið tilviljana- kenndar og handahófskenndar og stofhunin hefur ekki lagt fram til- lögur eða farið eftir neinum áætl- unum um lausnir á þeim vanda sem ýmis landsvæði hafi staðið frammi fyrir. Ríkisendurskoðun segir að styrkirnir hafi verið hæstir til þeirra þar sem atvinnutekjurnar voru hæstar. Þetta síðastnefnda er athyglisvert og á sér þá eðlilegu skýringu að vonlaust er að styrkja þá sem ekkert eiga. Nær er að hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir, enda eru þeir líklegastir til að hafa þrek til að koma sér burt og skapa sér tekjur annars staðar. Raunar staðfestir Ríkisendurskoðun þá niðurstöðu að fyrirgreiðsla Byggðastofnunar hafi ýtt undir bú- ferlaflutninga, sem er út af fyrir sig gagnleg talnaleg niðurstaða fyrir Byggðastofnun. Fórnarkostnaður- inn er metinn á 8,4 milljarða króna en það er sú tala sem ríkissjóður hefði haft í tekjur af meðalávöxtun þess fjár sem Byggðastofnun hefur haft til ráðstöfunar á umræddu tímabili. Það er sú talnalega niður- staða sem formaður stjórnar Byggðastofnunar metur mest og telur afar gagnlega fyrir stofnun- ina. Er ekki nokkur vafi á því að rík- isstjómin og stjómmálamenn allra kjördæma munu nú í framhaldinu efla Byggðasjóð og Byggðastofnun sem mest þeir mega þegar sú talna- lega niðurstaða liggur fyrir að fórnarkostnaðurinn við að styrkja fólk til búferlaflutninga af lands- byggðinni ber þann árangur sem raun ber vitni án þess að nokkur stefna, áætlun eða skynsemi liggi að baki þeim ákvörðunum, önnur en sjálfsögð og eðlileg fyrirgreiðsla velviljaðra alþingismanna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.