Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Viðskipti Starfsmenn KR-þjónustunnar. KR-þjónustan á Hvolsvelli KR-þjónustan nefnist nýtt fyr- irtæki á gömlum grunni á Hvols- velli sem er að gera góða hluti. í sumar keyptu Smári Jósafatsson og Magnús Halldórsson fyrirtæk- in Vélsmiðju KR, Bílalager KR og Bílaverkstæði KR af Kaupfélagi Árnesinga og sameinuðu þau undir nafni KR- þjónustunnar. Nýir eigendur hafa aukið þjón- ustuna og fjölgað starfsmönnum úr 11 í 15. Starfsemin er undir sama þaki i 1.600 fermetra hús- næði. Landsbankinn réttir úr kútnum Fyrstu átta mánuði ársins hagnaðist Landsbankinn um 272 milljónir króna, samanborið við 177 milljóna hagnað allt árið í fyrra. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir áframhaldandi hagnaði síð- ustu fióra mánuði ársins. í tilkynningu frá Landsbank- anum, sem birtir milliuppgjör í fyrsta sinn, segir að innlánsþró- un hafi verið hagstæð. Heildar- innlán, þ.m.t. bankabréf og bankavíxlar, námu í lok ágúst tæplega 77 milljörðum króna og hafa aukist um 6,3 milljarða eða 9% frá síðustu áramótum. Lausa- fjárstaða bankans hefur batnað verulega á árinu. Útlán námu 81,5 milljörðum króna í lok ágúst og hafa lækkað um 2,2 milljarða eða 2,6% á ár- inu. Þess má geta að í tilefni 110 ára afmæli bankans gafst spari- fjáreigendum kostur á að leggja inn á sérstakan 12 mánaða spari- reikning í júlí sl. Viðtökur voru góðar og voru 707 miOjónir lagð- ar inn á reikninginn. Stóraukinn útflutningur Borgarplasts Borgarplast fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu og hefur fyrirtækið aldrei fyn- stað- ið í jafn miklum blóma. Megin- starfsemin er_ framleiðsla fiski- kera. Fyrstu átta mánuði ársins jókst útflutningur á framleiðslu- vörum fyrirtækisins um 170% en flutt er út tfl 27 landa. Útflutn- ingsverðmæti á árinu er áætlað 140 milljónir sem er tvöfóldun frá síðasta ári. Markaðshlutdeild Borgarplasts i framleiðslu fiskikera hérlendis hefur aukist úr 20% árið 1991 í um 60% á síðasta ári. Áætlað er að selja 16.500 ker á þessu ári. Velta fyrirtækisins er áætluð 380 miOjónir á árinu en var rúmar 260 milljónir í fyrra. Fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Borgarplasts er Guöni Þórðarson byggingatæknifræðingur. ísland með 25. bestu sam- keppnishæfnina ísland er í 25. sæti um sam- keppnishæfni þjóða samkvæmt alþjóðlegu skýrslunni „The World Competiveness Report" fyrir árið 1996. Árið 1995 var ís- land einu sæti ofar á sama lista. Hins vegar hafa efnahagsstoðir hagkerfisins styrkst að mati skýrsluhöfunda. ísland fer úr 24. sæti 1995 í 17. sæti á þessu ári. Þetta er meðal þess sem kom fram í síðustu viku á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um bætta sam- keppnisstöðu íslands. -bjb DV Þrettán af fimmtán stjórnarmönnum SH á vikuferðalagi í Japan.ásamt mökum: Merkilegt að nán- ast öll hjörðin fari - segir Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður og einn eigenda SH Nær öll stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, 13 af 15 fuO- trúum, er stödd í Japan á vikuferða- lagi ásamt forstjóra fyrirtækisins og tveimur öðrum starfsmönnum þess. Með í fór eru makar flestra þeirra. Farið var utan sl. laugardag og heimkoma ráðgerð um næstu helgi. Mörgum þykir ferð af þessu tagi skjóta skökku við þegar tekið er mið af fréttum um taprekstur af frystingunni og uppsögnum fisk- vinnslufólks. SH greiðir ferðir og uppihald starfsmanna og stjómar- manna en ekki fyrir maka þeirra. Lætur nærri að SH þurfi að kosta tO 2-3 milljónum króna vegna ferðar- innar. Dagbjartur Einarsson, út- gerðarmaður og forstjóri Fiska- ness í Grindavík, er meðal félags- manna og eig- enda SH. Hann hafði ekki heyrt Dagbjartur Ein- af Japansferð. arsson, forstjóri inni þegar DV Fiskaness. sið a þráðinn tfl hans. „Mér fmnst merkOegt að nánast öll hjörðin skuli fara. Maður hefði haldið að það væri ekki þörf á því. Ég held að flestir hljóti að vera sam- mála um það. Mér finnst svona ferð varla við hæfi og tel hana ástæðu- lausa. Eflaust hafa þeir sérstök rök fram að færa fyrir ferðinni, sem em þó líklega hæpnar. MOljónunum er ekki vel varið að þessu sinni, þeir hefðu átt að borga þetta sjálfir,“ sagði Dagbjartur. Engin lúxusferð DV náði tali af Friðriki Pálssyni, forstjóra SH, í Japan í gær. Hann sagði ekkert óeðlOegt við þessa ferð. Hún hefði staðið tO lengi en skrif- stofa SH i Japan fagnaði 5 ára af- mæli í fyrra. Gagnrýni á ferðina væri vart svaraverð. „Það er víðs fjarri að þetta sé ein- hver lúxusferð. Við eram að heim- asækja okkar við- skiptavini, sem eru nokkrir af þeim stærstu hjá SH. Helmingur af okkar útflutn- mánuði ársins var til Japans. Friörik Pálsson, Jafnframt erum forstjóri SH. við að si?oða fisi{. markaði og heimsækja nokkra framleiðendur sem vinna úr okkar fiski. Það er mjög mikOvægt að fara svona ferð, í raun er það óeðlOegt að hún hafi ekki verið farin fyrr,“ sagði Friðrik. -bjb Stofnun dótturfyrirtækis Kaupþings í Lúxemborg tilkynnt. Kaupþing í Lúxemborg Kaupþing varð fyrst íslenskra verðbréfafjrrirtækja tO að setja á stofn fjármálafyrirtæki í útlöndum. Á mánudaginn var tilkynnt stofnun dótturfyrirtækis í Lúxemborg í samráði við Rothschild-bankann. Fyrirtækið mun fyrst um sinn stýra tveimur sjóðum, annars vegar al- þjóðlegum skuldabréfasjóði og hins vegar alþjóðlegum hlutabréfasjóði. Rotschild verður vörsluaðOi sjóð- anna. Markmið Kaupþings er að fylgja eftir árangri í rekstri sjóða er- lendis, bjóða íslenskum fjárfestum upp á nýja valkosti og fá útlendinga tO þess að kaupa verðbréf í íslensk- um krónum. Sigurður Einarsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, er lengst tO hægri á myndinni til hliðar. Síðan koma Olivier d’Auriel, aðalbankastjóri Rothschild, Guð- mundur Hauksson, stjórnarformað- ur Kaupþings, og Anne de la VaUeé, bankastjóri og varaforseti banka- stjórnar RothschOd i Lúxemborg. 300 milljóna viðskipti Hlutabréfaviðskipti í gegnum Verðbréfaþing og Opna tilboðs- markaðinn í síðustu viku námu tæpum 300 milljónum króna. Lang- mestu viðskiptin voru með bréf Plastprents eða fyrir 118 mOljónir. Næst komu Eimskipsbréfin með ríf- lega 20 mOljóna viðskipti og hluta- bréf fyrir 19,5 milljónir skiptu um eigendur í SÍF. Þingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki sl. fóstudag þegar hún fór 1 2189 stig. Munaði þar nokkru um hækkun hlutabréfa í fyrirtækj- um eins og Flugleiðum, Haraldi Böðvarssyni og SOdarvinnslunni. Núna á mánudaginn varð hins veg- ar lækkun í Flugleiðum úr 3,15 í 3,00 og þingvísitalan fór niður í 2180 stig. Álverð á heimsmarkaði hækkaði lítiflega í síðustu viku en lækkaði aftur á ný eftir helgi. Staðgreiðslu- verðið var komið niður í 1334 doll- ara tonnið þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun. Lægra verð hefur ekki sést síðan í júli 1994. Eft- irspurn er lítO um þessar mundir og búist er við frekari verðlækkunum, niður í 1310-1320 doUara. Dolfar og pund hækka DoUar og pund halda áfram að hækka í verði. Sölugengi pundsins var komið í 105,30 krónur í gær- morgun sem er um 2% hækkun frá byrjun september. Sölugengi doUars var 67,30 krónur í gærmorgun. Mark og jen hafa lítið breyst að und- anfomu. Upplýsingar um skipa- og gáma- sölu erlendis höfðu ekki borist frá Aflamiðlun LÍÚ þegar þetta var rit- að í gær. -bjb Olís Þingvísit hlutabr. 2100 2050 Þingvísit. húsbr. 157 156 155 154 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.