Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 37 I>V Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir meö- al annars trefla í Listakoti. Silkitreflar Nýr meðlimur Listakots, Hrönn Vilhelmsdóttir, hönnuð- ur í Textílkjallaranum, opnar í dag sýningu í litla sal Listakots, Laugavegi 70. Þar verða til sýn- is silkitreflar fyrir konur, karla og krakka. Margs konar silki fær mismunandi meðhöndlun hjá listakomumi og síðan er silkið fóðrað með ullarefni, auk þess sýnir listakonan önnur textílverk. Sýningin stendur til 10. október og er opin frá kl. 12-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaginn 5. október. Sýningar Vatnslitamyndir í Lóuhreiðri í dag verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Soffíu Sigurjónsdóttur í Kaffistofunni Lóuhreiðri í Kjörgaröi (2. hæð) við Laugaveg. Þetta er fyrsta einkasýning Soffiu. Stendur sýningin fram til 21. október og er opið á verslunartima. Málverk í Listhúsi 39 í Listhúsi 39, Strandgötu, Hafnarfirði stendur nú yfir sýn- ing á málverkum eftir Yngva Guðmundsson. Um verk sín seg- ir Yngvi: „Á ferðum mínum um landið hef ég orðið fyrir sterk- um áhrifum. Einstök augnablik, staðir og stundir sitja djúpt í vit- und minni. Þessi hughrif leitast ég við að riíja upp.“ Sýning Yngva stendur til 14. október. Munurinn á engu og hinu smæsta í kvöld heldur kínverski myndlistarmaðurinn Albert? Ka Hing Liu fyrirlestur í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Nefnist fyrirlesturinn Munurinn á engu og hinu smæsta (The Difference between Nothing and the Smal- lest Thing). Áttavitanámskeið Fyrra námskeið af tveimur á þessu hausti um notkun áttavita á vegum Hjálparsveitar skáta í Reykjavik hefst í dag og klárast á morgun. Er námskeiðið haldið að Snoirabraut 60 og hefst kl. 20. Námskeiðið er ætlað almenn- ingi og er auk lærdóms á átta- vita fariö í almenna ferða- mennsku. Samkomur Leiðtogafundnrinn 1986 - 10 árum síðar er yfirskrift fyrri dags mál- þings sem haldið verður í dag og á morgun. Seinni daginn verður fjallaö um samskipti Bandaríkj- anna og Rússlands og áhrif þeirra á þróun heimsmálanna. Almenn skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp og hefst það í dag I Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeiðs- dagarnir eru fjórir. Breiðholtslaug: Göngu- og skokkleiðir Breiðholts- sundlaug - gönguleið Suðurhclar Breiðholts sundlaug Hraunberg Að byrja að hlaupa eða ganga frá sundlaugum er mjög vinsælt og yfir- leitt eru í sundlaugum sýndar á kortum nokkrar leiðir. Þeir sem leggja leið sína í Breiðholtslaug geta valið úr leiðum. Á kortinu hér tU hliðar má sjá tvær göngu- og hlaupaleiðir frá Breiðholtslaug og eru þær þriggja og fimm kílómetra langar. Eins og sjá má er sú styttri alveg innan Breiðholtsins en sú lengri liggur niður að hinu mikla og faUega útivistarsvæði í Víðidal og EUiðaárdal. Umhverfi Fyrir þá sem vUja hlaupa lengri leið er hægt að taka hring í EUiða- árdcdnum og fleiri leiðir bjóðast einnig innan þessa svæðis, enda eru í EUiðaárdalnum einhverjar vinsæl- ustu skokk- og gönguleiðir á höfuð- borgarsvæðinu og ekki spUlir nátt- úrufegurðin fyrir. Skemmtanir í Sumri á Sýrlandi eru árin 1975 og 1996 tengd saman og skoðað hvað þessir ólíku timar eiga sam- eiginlegt. Útgangspunkturinn er fíkniefnin en þau spUa stóra ruUu í lífi þessara kynslóða og er boð- skapurinn sá að fikniefni séu af hinu iUa. Valgeir Skagfjörð er leikstjóri og hefur hann einnig endurskrifað handritið frá þvi það var í uppfærslu fjölbrautaskólans. Leikarar og söngvarar eru aUir ungir en upprennandi. Margir af þeim hafa tekiö þátt í uppfærslum eins og Hárinu, Rocky Horror og Jesus Christ Superstar og aUir hafa að einhverju leyti verið viðriðnir leiklist í framhaldsskól- um. Bráðskemmtileg lög sem flestir þekkja eru flutt í leikritinu. Loftkastalinn: a Sýrlandi Sumar í kvöld er sýning i Loftkastalan- um kl. 20 á Sumri á Sýrlandi. Verkið var fyrst sýnt í Fjölbraut í Breiðholti síðastliðinn vetur og er byggt í kringum hina vinsælu plötu Stuðmanna, Sumar á Sýr- landi. Öll lögin af plötunni Sumar á Sýrlandi hljóma ásamt lögum af Tivolí, Gráa fiðringnum og Með allt á hreinu. Hálka á Öxa- fjarðarheiði Þjóðvegir eru viðast hvar í góðu ásigkomulagi, en á vegum sem liggja hátt hefur myndaðist hálka og má þar nefna Möðrudalsöræfi og Öxafjarðarheiði. Vegavinnuflokkar eru enn að störfum á nokkrum stöð- um og ber að fara eftir aðvörunum Færð á vegum um að virða hraöatakmarkanir og sýna aðgát. Ágæt færð er á hálend- inu og eru allar leiðir færar, en vert er að taka fram að margar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjallabílum og þeir sem hafa hug á að fara á há- lendið ættu að huga vel að ökutækj- um og öðrum búnaði. Ástand vega Hálka og snjór s Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^) Lokaö^10011 ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Erlín Ósk Þessi myndardama, sem fengið hefur nafnið Erlin Ósk, fæddist þann 5. júní kl. 14.07. Við fæðingu Barn dagsins var hún 4720 grömm að þyngd og 56 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Óskarsdóttir og Stefán Guðmundsson. Erlín Ósk á tvo bræður, Friðrik Þór, átta ára, og Stefán Þór, sex ára. Peter Berg og Damon Wayans leika boxarana tvo sem berjast um heimsmeistaratitilinn. Hæpið Regnboginn hóf sýningar fyrir helgi á Hæpið (The Great White Hope). Sögusviðiö er Las Vegas og fjallar myndin um Fred Sult- an sem er óumdeildur konungur umboðsmanna hnefaleikara. Hann er ríkur, valdamikill og svifst einkis til að græða pen- inga. Þegar áhugi almennings fyrir hnefeleikum virðist vera að dvína telur hann sig þurfa að finna einhver ráð til þess að gera íþróttina vinsæla meðal almenn- ings á ný. Hann er á því að ástæðan sé að fólk sé orðið leitt á að horfa á svartan mann lémja annan svartan mann í hringnum og leggur því alla áherslu á að finna hvítan hnefaleikara sem gæti síðan skorað á heimsmeist- arann. Kvikmyndir Það er Samuel L. Jackson sem leikur Sultan, Peter Berg leikur „hvítu vonina“, Jeff Goldblum samstarfsmann Sultans og Damon Wayans leikur heims- meistarann. Nýjar myndir: Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbíó: Crying Freeman Saga-bíó: Það þarf tvo til Bíóhöllin: Guffagrín Bíóborgin: Fyrirbærið Regn- boginn: Hæpið Stjörnubíó: Sunset Park liðið Krossgátan r~ T~ * 5~ 6? r ■/ IO !F" i n * )b \ú ft" ifo íi Lárétt: 1 konungur, 6 öðlast, 7 gruna, 8 sögn, 10 slórar, 11 dáinn, 13 menn, 15 ótta, 16 lappar, 18 haf, 20 flökta, 21 hreinn. Lóðrétt: 1 skvetti, 2 gjöfula, 3 fól, 4 afkvæmi, 5 blóm, 6 daður, 9 djörf, 11 útskýri, 12 níska, 14 heydreifar, 17 skóli, 19 óður. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 horfur, 8 efja, 9 nöf, 10 stóru, 11 ná, 12 tól, 14 anga, 16 ál, 17 snakk, 19 södd, 21 rór, 22 stó, 23 iðka. Lóðrétt: 1 hest, 2 oft, 3 rjóls, 4 far- andi, 5 ununar, 6 rög, 7 ófá, 13 ólöt, 15 akra, 16 áss, 18 kók, 20 dó. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 217 02.10.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tallqengi Dollar 66,980 67,320 66,380 Pund 104,870 105,410 103,350 Kan. dollar 49,220 49,530 48,600 Dönsk kr. 11,4390 11,5000 11,6090 Norsk kr 10,3080 10,3650 10,3430 Sænsk kr. 10,1340 10,1890 10,0220 Fi. mark 14,6880 14,7750 14,7810 Fra. franki 12,9600 13,0340 13,0980 Belg. franki 2,1323 2,1451 2,1795 Sviss. franki 53,5500 53,8500 55,4900 Holl. gyllini 39,1500 39,3800 40,0300 Þýskt mark 43,9300 44,1600 44,8700 ÍL líra 0,04406 0,04434 0,04384 Aust. sch. 6,2410 6,2800 6,3790 Port. escudo 0,4325 0,4351 0,4377 Spá. peseti 0,5218 0,5250 0,5308 Jap. yen 0,59940 0,60300 0,61270 írskt pund 107,010 107,670 107,600 SDR 96,12000 96,70000 96,83000 ECU 83,7000 84,2100 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.