Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 7 DV Sandkorn Ekki í sömu í Víkurblað- inu á Húsa- vík sagði af því að þær kjaftasögur hefðu verið lífseigar i S- Þingeyjar- sýslu að séra Sigurður Æg- isson á Grenjaðar- stað hefði haldið við Önnu Gerði Guðmunds- dóttur, eiginkonu sveitunga síns, vinar og frænda Bjarna Höskulds- sonar frá Aðalbóli. „Sú staðreynd að séra Sigurður er nýskilinn við konu sina gaf fiskisögunni auðvit- að byr undir báða vængi,“ segir Vikurblaðið. Sigurður og Anna brugðust hins vegar þannig við að þau sendu Víkurblaöinu yfirlýs- ingu um þessar sakir og hljóðaði hún þannig: Að færa allt á versta væng, er veiki sumra manna. Við deilum ekki sömu sæng, - Sigurður og Anna. prestur Sigurður mun hins vegar að sögn Vikurblaðs- ins hafa feng- iö þá bak- þanka að þessu loknu að nú myndu kjaftaskamir bara búa til þá sögu að í stað þess að hann hefði haldið við Önnu þá hefði hann hins vegar örugglega átt í harla nánu sambandi við Bjama vin sinn. Sem sé, lögga og prestur á föstu. Og þá sendi Sig- urður bara aðra yfirlýsingu: En ástin milli vina vex, þó von sé ekki á bami. Við eigum gjaman saman sex, - Sigurður og Bjami. Litlir hátalarar BæjarfuUtrú- ar á Húsavík ku hafa „sungið hátt“ er þeir ræddu á bæj- arstjómar- fundi rnn nið- urskurð menntamála- ráðuneytisins til framhalds- skólans á Húsavik og var ekki far- ið með háif- kveðnar vísur á þeim fundi. Vik- urbláðið segir frá þvi að einn bæjarfulltrúanna hafi sagst hafa fengið sig fullsaddan á aö standa í vamarbaráttu og endalausum slagsmálum við einhverja Papp- irs-Pésa að sunnan. Ekki væru þingmenn kjördæmisins betri, þeir kæmu hingað annaö slagið vesælir og vælandi eins og litlir hátalarar. - Þeir kunna enn að koma fyrir sig orði Þingeyingam- ir, ekki satt? Biðin langa Er ekki best að enda þetta í vest- urbænum í Reykjavík? Þar ku nú ríkja þjóðar- sorg eftir ósigurinn á Skaganum á sunnudaginn og enn mega KR-ingar bæta við ári eða áram í biðinni eftir íslandsmeistaratitlinum. Titilinn hafa KR-ingar ekki unnið síðan skömmu eftir miðja öldina en þá var Ásgeir Ásgeirsson forseti Is- lands. Gárangamir svokölluðu hafa haft á orði að það sé einn hlutur sem KR-ingar verði að koma i gegn ef þeir ætli sér titil- inn að nýju. Hann sé sá að aftur verði fariö að leika með reimuð- um T-bolta í íslandsmótinu eins og gert var þegar Vesturbæjarlið- ið vann titilinn fyrir 28 árum. Umsjón: Gylfi Kristjánsson. Lögga og sæng Fréttir Fiskiðjan Freyja á Suðureyri: Þorskur ætti helst ekki að koma á land til vinnslu Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri. DV-mynd BG DV, Suðureyri: „Því er ekki að leyna að staðan er snúin. Þetta er erfltt og hundleiðin- legt við að eiga. Fiskvinnslan er erf- ið og þar er sérstaklega tiltekinn þorskur, aðrar tegundir sleppa. Þorskur er eitthvert fyrirbæri sem helst ætti ekki að koma á land til vinnslu á íslandi," segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Freyju hf. á Suðureyri, um landvinnslu á fiski. Freyja er langstærsta fyrirtæki Súgfirðinga og þar starfa um 40 manns. Óðinn segir að rekstur fyrir- tækisins hafi verið í jámum undan- farin ár en hafi þó sloppið fyrir hom. Nú sé þó dekkra framundan í frystingu á þorski en verið hafi áður. Hann segir fyrirtækið ekki eiga möguleika á að breyta vinnslu frá frystingu yfir í söltun. „Það er sjálfsagt mögulegt aö snúa þessum rekstri úr tapi með söltun á þorski. Við erum bara ekki útbúnir í það og það myndi kosta okkur fjárfestingar. Þá býður fisk- stærð á Vestfjarðamiðum ekki upp á þessa vinnslu," segir Óðinn. Hann segir næstu framtíð heldur óljósa þar sem ekki hafi verið út- kljáð fiskverð og ljóst að ná verði fram lækkun eigi vinnslan að eiga möguleika á því að vinna þorsk án stórtaps. „Við getuni greitt 65 krónur á hvert kíló. Við erum að keppa við það að kvótinn einn selst á 90 til 100 krónur þannig að menn geta séð við hvað við erum að keppa. Ég get bent á að fiskverð í Noregi er þannig að þorskverð er ef miðaö er við fyrsta flokks fisk, á bilinu 1,1 kíló til 2,6 kíló, 60,54 kr. Verð á ýsu þar er 58,17 krónur. Hér erum við að tala um þorsk á 64 krónur, óslægðan, og ýsu á 65 krónur, óslægða,“ segir Óðinn. „Það hefur verið hagnaður af rekstrinum síðustu tvö ár en í fyrra var reksturinn mjög lélegur. Fyrstu 5 mánuði þessa árs var þetta betra en við fórum í ákveðinn fiskverðs- slag og það kom strax fram í reikn- ingum. í heildina held ég að staðan sé mjög svipuð og hjá öðrum fyrir- tækjum á Vestfjörðum, hvorki verri né betri," segir Óðinn. -rt Grunnskólinn á Flateyri býr yfir öflugum tölvukosti. Hér er Björn Hafberg skolastjóri ásamt nemendum 6. bekkjar sem eru aö æfa fingrasetningu. DV-mynd BG Grunnskólinn á Flateyri: Hefur yfir aö ráöa öflugu tölvuveri DV, Flateyri: „Við höfum verið að byggja upp á seinustu tveimur árum öflugt tölvu- ver. Við erum í dag mjög sátt og ánægð með þessa tæknivæðingu," segir Bjöm Hafherg, skólastjóri Grunnskólans á Flateyri. 1 skólanum er mikið byggt á tölvu- kennslu og segir Björn að börnum allt niður í 4. bekk sé kennt að vinna á tölvur. „Krakkarnir gera sér vel grein fyr- ir hversu mikilvægt það er upp á framtíðina að tileinka sér þessa tækni og þeir eru mjög áhugasamir um þetta nám. Að auku gefa tölvurn- ar okkur möguleika á samskiptum um Intemet við aðra skóla,“ segir hann. Bjöm segir tölvumar að miklu leyti keyptar fyrir gjafafé en að auki hafi sveitarfélagið lagt fram fjármagn til kaupanna. Hann segir ætlunina að útfæra tölvunámið og gefa Flateyr- ingum á öllum aldri kost á að læra á tölvur. „Það hefur verið ákveðið að bjóða aðstöðuna hér og tölvukostinn end- urgjaldslaust til að halda námskeið hér í vetur. Þar með gefst fólki kost- ur á því að læra á tölvurnar gegn vægu gjaldi," segir Björn Hafberg.-rt Guðni Einarsson: Alltaf eitthvaö til bjargar DV, Suðureyri: „Eg hef enga trú á að þessar breytingar verði til þess að út- gerð smábáta héðan leggist af eða stórminnki. Þeir sem ætla að hætta eru þegar hættir og það eru aöeins tveir bátar,“ segir Guðni Einarsson, skipstjóri og eigandi Hrannar ÍS, sem er með 4. stærsta kvóta smábáta yfir landið. Á Suðureyri hefur útgerð smábáta blómstrað á undanförn- um árum og Guðni segir að svo verði vafalaust áfram. „Það er alltaf eitthvað sem verður til bjargar og útgerð smá- báta mun áfram blómstra héðan. Ég get nefrit sem dæmi að hér mokveiddist ýsa í sumar. Við prófuðum að beita loönu og feng- um hreina ýsu sem mjög hag- kvæmt er að veiða. Einn róður- inn fengum við 2.500 kíló af ýsu og 12 kíló af þorski. Það er hvergi betra að gera út smábáta og þessi útgerð mun verða héðan áfram,“ segir Guðni. -rt Guöni Einarsson skipstjóri DV-mynd BG STÓRA SKRIÐDÝRASÝNINGIN Lifandi hitabeltisdýr Risasnákar Eitursnákar Eðlur Skjaldbökur Sporðdrekar - kóngulær o.s.frv. ^ Hitabeltisfiðrildi ^e//^r,á Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262 í hundraðatali Tropical Zoo í heimsókn JL-Húsið v/Hringbraut 2. hæð, 1000 m2 sýningarsalur 5. okt. - 27. okt. Opið virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.