Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 13
!DV MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Alltaf á mánudögum Listaklúbbur LeikhúskjaOarans er að hefja fjórða starfsár sitt undir nýrri stjórn: Þórunn Sig- urðardóttir leikstjóri leysir Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur af til jóla, en Sigríður er stödd i Mexíkó. Sem fyrr verða fundir á mánudagskvöld- um í Þjóðleikhúskjallaranum. Hvað verður boðið upp á í haust, Þórunn? Hrólfur og Álfur „Fyrsta kvöldið, 7. október, verður helg- að Bengt Ahlfors, einu þekktasta leik- skáldi Norðurlanda. Hann var að gefa út bók sem hefur vakið mikla athygli um ár sín sem leikhússfjóri í Helsinki og þegar hann var rekinn úr því starfí. Söguleg bók og lærdómsrík sem ýmsir leikhússtjórar, nú verandi og fyrrverandi liggja yfir um þess- ar mundir! Stefán Bald ursson ætlar að lesa þýð ingu sína á kafla úr henni. Svo verða leikin brot úr Ham ingjuráninu sem núna er að flytjast upp á stóra sviðið og lesiö úr öðram verkum hans, m.a. Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum sem margir muna eft- ir. Annars er dagskráin fram til jóla lituð af ýmsum merkisviðburðum og afmælum. Núna eru 200 ár síðan fyrsta ís- lenska leikritið var sýnt opinberlega, að því er best er vitað, og við verðum með tvær leiksýningar af því tilefni. Annað verkið er Hrólfur eftir Sigurð Pétursson, sem var leikið í Hólavallaskóla í Reykja- vík í árslok 1796. Spaugstofan ætlar að spreyta sig á þvi og leika bæði karla og konur, að sjálfsðgðu. Ég held að það verði ansi gaman. Einnig á að flytja Álf í Nóa- túnum sem talið er að Jónas Hallgríms- son hafi skrifað ásamt öðrum nemendum í Bessastaðaskóla, og það eru Bandamenn sem leika. Þetta verk hefur aldrei svo vit- að sé verið sýnt opinberlega. Álfur fer upp 21. október, en Hrólfur verður sýnd- ur 4. nóvember.“ - Bara eitt kvöld? „Þetta er svo óskaplega upptekið fólk að ég þori ekki að lofa neinu. Líkast til verða þetta einstakir viðburðir. A fyrsta klúbbkvöldínu verða leikin atriði úr Hamingjurán- inu sem nú er að flytjast af Smíðaverkstæðinu upp á stóra MálþÍllS UHl lcikrítlin sviðið í Þjóöleikhúsinu. Hilmir Snær Guönason í hlutverki Svo ætlum við að bjóða Leikfélagi Ak- Slnu‘ DV-mynd ÞOK ureyrar í bæinn 25. nóvember. Það á 80 Flosi Olafsson er líka í Hamingjuráninu ára afmæli í ár. Leikarar þaðan koma með afmæl- isdagskrá og ætla að hafa fjör í kjallaranum. ieðal annars fáum við að sjá brot úr Vef- aranum mikla sem verður sýndur fyrir norðan í vor. Við verðum með margar tónlistar- uppákomur, Camerarcticu, Caput og Atla Heimi, og Megas ætlar að halda út- gáfu- tónleika nýju plöt unnar sinn- ar hjá okkur 18. nóvember. Svo langar mig að vekja sér- staka athygli á dag- skránni 14. október. Þá gengst Listaklúbburinn fyr- ir málþingi um íslenska leikritun í samvinnu við Leikskáldafélagið. Tilefnið er auðvitað áðurnefnt 200 ára afmæli. Frummælendur eru sterkir, þeirra á meðal leikskáldin Ólafur Haukur Símonarson, Svein- björn I. Baldvinsson og Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir sem gerir sér sérstaka ferð frá París til að taka þátt í þinginu. Það verður bæði talað um sviðsverk og handrit fyrir sjónvarp og kvik- myndir. Eftir framsöguerindi verða pallborðsum- ræður.“ - Hvernig hefur gengið í samkeppni við aðra staði? „Klúbburinn hefur staðið sig vel. Auðvitað er aðsóknin misjöfn, en það er líka meiningin að opna fyrir nýstárlegum atriðum sem við getum ekki átt von á að fólk flykkist að. Þetta er ekkert hættuspil. Húsnæðið er ókeypis og klúbburinn sér um kynningar þannig að þeir sem koma fram bera engan kostnað en fá aðgangseyrinn í erfiðis- laun.“ - Af hverju ætti fólk að ganga í svona klúbb? „Af því að hann býður upp á góða upplyftingu fyrir sáralítinn pening, og svo fá félagsmenn skólaafslátt á sýningar í Þjóðleikhúsi, Borgarleik- húsi og íslensku óperanni ef pantað er samdæg- urs. Fólk stundar líkamsrækt af kappi, og það er gott mál, en það þarf líka að hugsa um andann.“ Árgjald Listaklúbbsins er 2000 kr. og félagar borga 400 kr. inn, en aðrir 600. Hver með sínu nefi? Tónlistarhátíðin Norrænir músík- dagar er haldin víða. Eiginlega í öllum tónleikasölum borgarinnar nema í tónlistarhúsinu margfræga. Enda er 'það ekki til enn. Á sunnudagskvöld hafði íslenska óperan orðið fyrir val- inu; hús sem hefur fremur litla endur- ómun og hentar því strengjaleikurum Kammersveitar Reykjavíkur illa. Strengir þurfa nefnilega hljómmikinn sal ef leikur þeirra á að njóta sín til fulls. Samt virtist það ekki koma að sök í þetta sinn því Kammersveitin stóð sig með eindæmum vel. Átti hlJómsveitarstjórinn, Silvia Massar- elli, án efa drjúgan þátt í því að flutn- ingur hljómsveitarinnar yfirvann nán- ast alla vankanta hússins. Fyrst á efnisskránni var Aura eftir Dagfinn Koch, lagrænt verk og góð byrjun á tónleikunum. Hver sagði að nútímatónlist væri óaðgengileg? Aura var það svo sannarlega ekki; tónlistin rann áfram og var unaður á að hlýða. Næst á dagskrá var Om att cykla eftir Reine Jönsson. Það byggist á ein- faldri tónhugmynd sem síðan er end- urtekin hvað eftir annað i ýmsiun út- gáfum. Svona þrástefjun er þekkt tón- listarform sem kallar á framleika og hugmyndaauðgi ef áheyrandanum á ekki að leiðast óstjórnlega. Þvi miður var Om att cykla ekki mjög spennandi; byrjunin var að vísu ósköp áferðarfal- leg en í heild var verkið trúlega of langt. Þegar maður heyrir sömu tón- ana aftur og aftur er hætt við að tón- listin verði ekki merkilegri en hljóð í hakkavél Á eftir Om att cykla var komið að Kamme|-sveit Reykjavíkur. Morgen eftir Pál P. Pálsson. í aðalhlut- verki þar var Rannveig Fríða Bragadóttir skilið fyrir frammistöðuna. Textinn var eftir messósópran. Hún skilaði sínu mjög vel og á lof skoska ljóðskáldið John Henry Mackay og í efn- isskránni segir að verkið búi yfir eig- inleikum sjálfsævisögu. Víst er að mikið var um dramatísk tilþrif og spilaði þar leikur píanósins stórt hlut- verk. Morgen er vel heppnað tónverk og var besta verkið fyrir hlé. Eftir að áheyrendur höfðu hvilt sig stundarkom var komið að furðulegri tónsmið eftir Göran Gamstorp. Hún bar nafnið Puls III og mátti helst ætla að tónskáldið hefði viljað að hver hljóðfæraleikari spilaði með sínu nefi og af alefli eins hratt og mögulegt var. Án efa var þarna úthugsað form að Tónlist Jónas Sen baki, þó erfitt hafi verið að átta sig á því við fyrstu áheym. Sum tónverk þarf að hlusta á oft og mörgum sinn- um - og stundum oftar en það - áður en einhver glóra fæst í þau. Vel má vera að svo sé um Puls III. Það sama var ekki uppi á teningn- um í síðasta verki tónleikanna, Canto IV eftir Einojuhani Rautavaara. Rautavaara er eitt fremsta tónskáld samtímans og hefur samið margar merkilegar tónsmíðar. Enda er auð- heyrt að hann býr yfir miklum inn- blæstri og er Canto IV glöggt dæmi um það. Slíkri tónlist er ekki hægt að lýsa með orðum; maður verður að hlusta til að upplifa hana. Einmitt þannig eru mikil listaverk. 4/þenning 13 Þrennir tónleikar hjá Kammer- sveitinni Kammersveit Reykjavíkur hóf 23. starfsár sitt með tónleikum á Norrænum músikdögum, sem Ífiallað er um á menningarsíðu í dag. Auk þeirra veröa þrennir tónleikar í vetur á vegum sveitar- innar, þeir fyrstu 18. nóvember, : tileinkaðir Johannesi Brahms, en á næsta ári verður 100 ára ártíð hans. Johann Sebastian Bach. Jólatónleikamir í Askirkju 15. desember bera yfirskriftina Bach og synir og þar verða leikin verk eftir Carl Philippe Emanuel og Johann Christian Bach og tvö verk eftir föður þeirra, konsert fyrir 3 fiðlur og Brandenburgar- konsert nr. 1. 17. mars verða svo tónleikar undir heitinu f Vesturheimi þar sem verða leikin verk eftir bandarísk tónskáld auk strengja- kvintetts eftir Árna Egilsson sem hefur búið lengi vestanhafs. Kammersveitin mun einnig halda þrenna tónleika á menning- arhátíðinni Les Boréales de Normandie í Frakklandi I desem- ber þar sem kynnt verða verk ís- lenskra tónskálda. Kvikmynda- fræðafélag Nýlega var stofnað Hið ís- lenska kvikmyndafræðafélag til að vinna að framgangi rannsókna og fræðimennsku um öll svið I kvikmyndagerðar og „efla kvik- myndatengda menntun innan skólakerfisins", eins og segir í fréttatilkynningu. í fyrstu stjórn félagsins sitja kvikmyndafræð- ingarnir Kormákur Bragason, Oddný Sen og Anna Sveinbjarn- ardóttir, sem er formaður, Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýn- andi og Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands. Þýskt ljóðakvöld Annað kvöld, 3. október, verð- ur þýskt ljóðakvöld I Skálanum á Hótel Sögu. Þar flytur Petra von Morstein eigin ljóð og ræðir um þau við áheyrendur. Með henni verður Ingo Seidler, prófessor í þýskum bókmenntum við Michig- an háskóla í Bandaríkjunum og Itekur þátt í umræðunum, sem fara fram á þýsku, íslensku og ensku. Petra von Morstein er þýsk en hefur verið búsett í Kanada frá 1967 og starfað sem prófessor í heimspeki við Calgary háskóla. Hún hefur samið fræðileg rit auk ljóða bæði á þýsku og ensku. Petra verður hér þennan mánuð og kennir námskeið um heim- speki og skáldskap fyrir nemend- ur í heimspeki, bókmenntafræði og þýsku við Háskóla íslands. Ljóðakvöldið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.