Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Utlönd Yasser Arafat og Benjamin Netanyahu ræða frið í Washington: Snæddu kjúkling og kúskús hjá Clinton Leiðtogar Palestínumanna og ísraels snæddu kjúkling og kúskús saman í þrjár klukkustundir í bóka- herbergi Hvíta hússins í gær en það dugði ekki til að komast að sam- komulagi um að bjarga friðarferlinu í Mið-Austurlöndum. . Sameiginlegur málsverður þeirra Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, og Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, kom mörg- um á óvart þar sem þeir höfðu að- eins hist einu sinni áður við landa- mæri ísraels og sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. Og það er heldur ekki langt síðan Netanyahu kallaði Arafat hryðjuverkamann. ísraelskir og palestínskir embætt- ismenn voru langt fram á nótt að reyna að komast að samkomulagi eftir fund leiðtoganna tveggja sem komu til Washington að áeggjan Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Hvorir tveggju sögðu að áfram yrði haldið en greinilegt var að ýmis ljón voru í veginum. Vonast var til að leiðtogarnir myndu hittast aftur í gærkvöld en snemma í morgun hafði enn ekki orðið af þeim fundi. ísraelskir embættismenn sögðu viðræðurnar hafa verið afslappaðar og viðamiklar en palestínskir starfs- bræður þeirra voru heldur varkár- ari. „Það eina sem ég get sagt er að viðræðumar halda áfram. Banda- ríkjamenn hafa gert sitt besta til þessa,“ sagði Nabil Abu Rdainah, ráðgjafi Arafats. Það eina sem fékkst upp úr emb- ættismönnum var að ísraelar hefðu ekki látið undan þrýstingi banda- rískra stjórnvalda um að fastsetja dagsetningu fyrir brottkvaðningu ísraelskra hersveita frá borginni Hebron á Vesturbakkanum. Israels- menn eiga að vera löngu farnir það- an. Palestínumenn líta á Hebron sem prófstein á það hvort Netanyahu ætlar að standa við friðarsamning- ana sem fyrirrennari hans í emb- ætti gerði. „Eins og alsiða er í samningavið- ræðum í Mið-Austurlöndum munu samningámennirnir vera að störf- um í alla nótt og sofa síðan á með- an lokaathöfnin fer fram,“ sagði Mike McCurry, talsmaður Banda- ríkjaforseta, bæði í gamni og al- vöru. Þeir Arafat og Netanyahu tókust i hendur við upphaf málsverðarins í gær. Bandaríkjaforseti og Jórdan- íukonungur sátu með þeim til að byrja með en síðan voru leiðtogam- ir einir, ásamt aðstoðarmönnum sinum. Reuter Viöurkennir að hafa þegið mútur Neil Hamilton, fyrrum ráð- herra í bresku stjóminni, hefur nú viðurkennt í viðtali við BBC að hafa þegið fé, um 1 milljón ís- lenskra króna, af þrýstiaðila. Greiðsluna fékk þingmaðurinn fyrir að kynna þrýstihópinn fyrir skjólstæðingi sínum. Á mánudag- inn hætti þingmaðurinn við meið- yrðamál á hendur dagblaðinu Gu- ardian. Blaðið hafði haldið því fram að Hamilton hefði þegið fé fyrir að bera fram tilteknar fyrir- spurnir á þingi. Unga Tyrkja- brúðurin léttari Fjórtán ára bresk stúlka, sem giftist 18 ára tyrkneskum þjóni sem hún hitti þegar hún var í fríi í Tyrklandi með foreldrum sín- um, ól dreng í gær. Bresk og tyrk- nesk yfirvöld lýstu hjónabandið ógilt og var stúlkan send heim. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti bauö þátttakendum á neyöarfundinum um ástandið fyrir botni Miöjaröarhafsins til há- degisveröar í gær, þeim Yasser Arafat, leiötoga Palestínumanna, Benjamin Netanyahu, forsætisráöherra ísraels, og Hussein Jórdaníukonungi. Símamynd Reuter Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1997 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 1997 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. á eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið 30. september 1996 w* ■ 0\öeí \a<9e 39,90 mínútan Talebanar sækja að stríðsherra Útvarpið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, sem er undir stjórn Talebanskæruliða, skýrði frá því í morgun að Talebanar hefðu sótt inn í Panjsherdalinn þar sem Ahmad Sham Masood, fyrrum yfirmaður stjórnarhersins, ræður ríkjum. ' Útvarpsstöðin sagði að Talebanar hefðu lagt einhver landsvæði undir sig en greindi ekki nánar frá því. Ekki var heldur skýrt frá mannfalli. Kabúlútvarpið sagði að allt væri með kyrrum kjörum á víglínunni nærri Salang-jarðgöngunum sem skilja að Talebana og Úzbekaforingj- ann Abdul Rashid Dostum. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að á næstu dögum færi sendi- maður þeirra til viðræðna við Tale- bana, nýju valdhafana í Kabúl. Með- al þess sem sendimaðurinn á að gera er að meta líkurnar á því að senda starfsfólk aftur til sendiráðs- ins en það var rýmt fyrir sjö árum. „Tilgangur ferðarinnar verður að komast I samband við leiðtoga Tale- bana, að kanna stöðuna í Kabúl og sjá hvort verið er að mynda stjórn,“ sagði Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, við fréttamenn. Reuter Mikki mús og Hillary saman í afmælisveislu Mikki mús og þúsundir nánustu vina hans söfnuðust saman í Disney World í Flórída í gær í tilefni aldar- fjórðungsafmælis skemmtigarðsins. Meðal þeirra sem tóku þátt í hátiða- höldunum var Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, og hópur HoUywood-stjarna. „Þakka ykkur fyrir að minna okkur á að það eru engin takmörk fyrir ímyndunarafli Bandaríkja- manna. Þakka ykkur fyrir að hvetja okkur til að láta draumana rætast og fyrir að láta bömin vera í fyrir- rúmi,“ sagði bandaríska forsetafrú- in í Disney World. Frá því að skemmtigarðurinn var opnaður 1971 hafa bandarískir for- setar, erlendir þjóðhöfðingjar, íþróttamenn og kvikmyndastjömur verið meðal gestanna. Talið er að yfir 15 mUljónir manna hafi heim- sótt garðinn í fyrra. Garðurinn stækkar stöðugt og ráðamenn hans leitast við að lokka til sín fullorðna þó börn þeirra séu farin að heiman. Reuter Stuttar fréttir i>v Hermenn til Bosniu Um 5 þúsund bandarískir hermenn verða sendir til Bosníu á næstu dögum vegna brottflutnings tuga þúsunda friðargæsluliða frá landinu. 15 þúsund fengu eitrun Bandaríska varnarmála- ráðuneytið sagði I gær að að minnsta kosti 15 þúsund bandarískir hermenn kynnu að hafa orðið fyrir eitrun af efnavopnum í Persaflóastríð- inu. Bonino gagnrýnir SÞ Emma Bonino, einn af fram- kvæmda- stjórum Evrópusam- bandsins, gagnrýndi í gær Samein- uðu þjóðirnar fyrir að ávíta ekki Afganistan fyrir að hverfa aftur til barbarisma fyrri alda. Nefndi Bonino sér- staklega örlög kvenna undir stjórn Talebana. Refsiaðgerðum hætt Öryggisráð SÞ lauk form- lega viðskiptaþvingunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi í gær sem settar voru á 1992. Áfram endurbætur Rússar halda fast við um- bótaáætlun sína þrátt fyrir áhyggjur umheimsins af heilsu Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta. Kínverjar gagnrýna Kínversk yfirvöld sögðu í gær að aðgerðir vissra aðila til að tefja aðild þeirra að Heims- viðskiptastofnuninni sköðuðu þróunina í heimsviðskiptum. Dole varar Bob Dole, forsetafram- bjóðandi repúbliltana í forseta- kosningun- um í Banda- ríkjunum, berst nú af alefli þegar aðeins nokkrir dagar eru þangað til fyrstu kappræðurn- ar fyrir kosningarnar hefjast. Varar Dole kjósendur við því að leggja trúnaö á orð Clintons forseta. Ræöismaður myrtur Aðalræðismaður Suður- Kóreu í Vladivostok í Rúss- landi fannst látinn nálægt bú- stað sínum. Taliö er víst að hann hafi verið barinn til dauða. Heiðrar Móður Teresu Bill Clint- on Banda- rlkjaforseti undirritaði í gær frum- varp um að gera Móður Teresu að bandarísk- um heiðurs- borgara vegna framlags henn- ar til aðstoðar bágstöddum og sjúkum. Móðir Teresa er nú orðin 86 ára. Dvínandi vinsældir Vinsældir Alains Juppes, forsætisráðherra Frakklands, hafa minnkað verulega eftir að hann kynnti sparnaðarfjár- lagafrumvarp í síðasta mán- uði. Verjandi hættir Lögmaðurinn, sem ráðinn var til að verja fjöldamorðingj- ann Martin Bryant i Ástralíu, dró sig í hlé nokkrum dögum eftir að Bryant vísaði því á bug að hafa myrt 35 manns. Reuter við Clinton

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.