Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Fréttir n>v Skinnaiðnaður hf. á Akureyri: Tæplega 40 milljóna króna hagnaður - fyrstu 6 mánuði ársins Fisk- verkafólk með ráð- stefnu DV, Akureyri: Málefni fiskverkafólks verða til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður á Hótel íslandi n.k. laugardag, en það er fisk- vinnsludeild Verkamannasam- bands íslands sem stendur að ráðstefnunni. Á dagskrá eru umræður um mörg helstu baráttu fiskverka- fólks. Eftir ávarp Aðalsteins Baldurssonar formanns fisk- vinnsludeildar VMSÍ mun Ari Edwald aðstoðarmaður Þor- steins Pálssonar ávarpa ráð- stefnugesti en á eftir fylgja er- indi og umræður um kjaramál, starfsmenntunarmál, vinnu- verndarmál, félagsleg áherif kvótakerfisins, samanburð á um- hverfi land- og sjóvinnslu og starfsemi Fiskifélags íslands. -gk DV, Akureyri: Hagnaður af rekstri Skinnaiðnað- ar hf. á Akureyri fyrstu 6 mánuði ársins nam 38,6 mUljónum króna og segir Bjarni Jónasson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að þessi niðurstaða sé mjög í takt við þær væntingar sem stjómendur fyr- irtækisins hafi til rekstrarins. Á síðasta ári nam hagnaður fyrirtæk- isins 68 milljónum króna og er gert ráð fyrir svipaðri afkomu í árslok nú. Ekki eru til sambærilegar tölur frá síðasta ári. Hins vegar em til tölur um tekjur fyrirtækisins fyrstu 8 mánuði ársins í ár og á síðasta ári og hefur aukningin verið 77,5 millj- ónir eða 15,6%. Hagnaður Skinnaiðnaðar fyrstu 6 mánuði ársins fyrir fjármagnsliði nam tæplega 75,7 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta var 61,8 milljónir. í lok júní voru eignir Skinnaiðnaðar bókfærðar á rúmar 719 milljónir en skuldir námu 422,8 milljónum. Eigið fé nam tæpum 296,4 milljónum króna og eignar- hlutfallið 41,22%. -gk Sauöfjárrækt viö DýraQörö: Held áfram meðan ég skrimti „Þetta er aðeins lakara en í fyrra en þó þolanlegt. Það er hálfnað að slátra frá mér og meðalfallþunginn er um 14,5 kíló. Það lagði sig á 15,5 kíló á síðasta ári,“ sagði Jón Val- geirsson, bóndi á Lækjarósi í Dýra- firði, þegar DV ræddi við hann í síð- ustu viku. Jón er með milli 60 og 70 kindur FIMMTUDAGAR irsx^i Dagskrá: Á fimmtudögum fylgir DV áttasíðna blaðauki um dagskrá Ijósvakamiðlana. DV er eina blaðið sem gefur út sérstakt dagskrárblað vikulega. Blaðið er þægileg handbók um dagskrá sjónvarps og útvarps þar sem m.a. er að finna stjörnugjafir við flestum myndum sem sýnar eru. I •AtiMenning: Fjölbreytt og skemmtileg menningarumfjöllun í umsjón Silju Aðalsteinsdóttur er alla fimmtudaga í DV. - skemmtilegt blað fyrir þig - segir Jón bóndi á Lækjarósi og segist ekki vera á leið að hætta þrátt fyrir að vera nokkuð við ald- ur. „Ég held áfram meðan ég skrimti. Maður verður að hafa eitthvað til að lifa af,“ segir Jón. Hann segir sárt að horfa upp á þá hnignun sem orðið hefur í sveitinni, m.a. með lokun Núpsskóla. „Það hefur gengið mjög nærri sveitinni og það er sárt að horfa upp á fækkun starfa samfara lokun skól- ans,“ segir Jón. 8 Jón bóndi Valgeirsson viö Land-Rover bíl sinn sem er af árgerð 1965. Jón segir sárt að horfa á hnignun sveitar sinn- ar. DV-mynd BG Bifreiöaskrá: Leyndarskráning möguleg - til aö verjast þjófum, segir forstjóri Bifreiðaskoöunar „Fólki er nú heimilt að setja nafn- leynd á skráningu bíla sinna i bif- reiðaskrá. Það hefur settur hemill á þessa upplýsingaveitu, en einungis þessa," segir Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands. Karl segir að bifreiðaskrá hafi þótt dálítið galopin og jafnvel taliö að hún væri misnotuð þannig að þjófar hringdu til að fá nöfn og heimilisföng bíleigenda gefin upp eftir bílnúmerum til að geta síðan fariö aö næturþeli til að brjótast inn í bílana og stela úr þeim eða stela bílunum sjálfum. Karl segir að þurfi fólk hins veg- ar af rökstuddum ástæðum að vita um eiganda bíls með tilteknu núm- eri, t.d. vegna áreksturs, þá fái það þær upplýsingar en þurfi að vísu að hafa lítið eitt meira fyrir því að fá þær en áður, kannski skrifa línu með beiðni um upplýsingarnar eða sækja þær í gegnum lögreglu. „Því er ekki alfarið hafnað að gefa upp- lýsingamar heldur aðeins í þessari galopnu upplýsingaveitu," segir Karl. Hann segir enga hættu á því að ferli tjónbíla veröi haldið leyndu fyrir fólki í skjóli nafnleyndar. Ef fólk hringi og spyrji hvort trygg- ingafélag hafi átt tiltekinn bíl þá teljist það fullgild ástæða til að gefa svar. Komi það fram í ferilskrá bíls að hann hafi verið í eigu trygginga- félags þá er það venjulega sterk vís- bending um að um tjónbíl sé að ræða. „Við teljum að fólk eigi rétt á slíkum upplýsingum en í þeim er fólgin viss neytendavernd. Hitt at- riðið er einungis til þess að freista þess að koma í veg fyrir misnotkun óvandaðra manna,“ segir Karl Ragnars. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.