Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 32
V I K 1T#| til n?iki/s að vinnO fi * @@(30) FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Bárðarbunga: Öskugos hófst í morgun Gosið undir ísnum við Bárðarbungu ruddi sér leið í upp í gegn um ísinn og stóð gufu- og öskustrókur flmm þúsund fet í loft upp um níuleytið í morgun, að sögn Ragnars Stefánssonar, jarð- eðlisfræðings á Veðurstofunni. Ragnar segir að um sé að ræða gufugos. Bráðinn ís og aska hafi rutt sér leið upp í gegnum jökulinn og þegar frá líði muni aska færast i aukana eftir því sem gosstrókurinn bræðir meir og meir frá strokknum sem myndast hefur upp í gegn um íshelluna frá sjálfri eldstöðinni. -SÁ Loðnan fundin á Halamiðum DV, Akureyri: „Við erum á landleið með full- fermi eða 1100 tonn og Beitir fékk 700 tonn í nótt,“ sagði Ragnar Eð- varðsson, stýrimaður á loðnubátn- um Jóni Kjartanssyni, í morgun, en þessi tvö skip hafa leitað að loðnu að undanfómu. Leitin bar árangur norður af Hal- anum í nótt og segir Ragnar að svo virðist sem talsvert sé af loðnu á þeim slóðum og að loðnan sé á norð- austurleið. „Ég er bjartsýnn á fram- haldið, að það verði hægt að veiða loðnu á næstunni, en annars er þetta svo dyntótt kvikindi að það er best að segja sem minnst.“ -gk Grindavík: Eldur í íbúö- arhúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grindavík í nótt. Töluverðar skemmdir urðu en svo vel vildi til að það var mannlaust. Vel gekk að slökkva. -sv Árnessýsla: Banaslys við Þrándarholt Ungur maður fórst í árekstri á Þjórsárdalsvegi, skammt austan Þrándarholts í Gnúpverjahreppi um kl. 21.30 í gærkvöldi. Ungi maðurinn ók litlum fólksbíl sem skall framan á pallbO og talið er að hann hafi látist samstundis. Við áreksturinn kastaðist pallbíll- inn út fyrir veg og valt. Ökumaður hans slasaðist ekki alvarlega. Öku- mennirnir voru einir í bílunum. -SÁ Tveimur mönnum bjargað úr íbúð í Mávahlíð í morgun: Heyrðum mann hósta og reyna aö ná andanum - segir slökkviliðsmaður sem aðild átti að björguninni „Það var allt svart af reyk í íbúðinni þegar við komum þarna inn. Við heyrðum snarkið í eldin- um og heyrðum mann hósta og reyna að ná andanum og ég er ekki frá því að hann hafi verið að kalla á hjálp, annars gerðust hlut- irnir mjög hratt,“ sagði Sveinn Logi Bjömsson slökkviliðsmaður við DV í morgun, en Sveinn Logi og félagi hans, Þorvaldur Geirs- son, björguðu tveimur mönnum úr brennandi íbúð við Mávahlíð um fimmleytið í morgun. Það var skömmu fyrir kl. 5 sem tilkynnt var um bruna í íbúð á 2. hæð í Mávahlíð. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru reykkafararn- ir, þeir Sveinn Logi og Þorvaldur, sendir inn í íbúðina og fundu þeir tvo menn sem þar voru. íbúðin var þá full af reyk og reyndist hafa kviknað í hljóm- flutningstækjum og stafaði reyk- urinn af plastefnum sem tækin eru gerð úr að hluta, en slíkur reykur er mjög eitraður og hættu- legur. Sveinn Logi segir að þeir hafi fundið annan manninn á gólfi í suðvesturhorni íbúðarinnar og hafði hann greinilega andað tölu- vert aö sér reyknum og var tals- vert máttfarinn. Hinn hafi hins vegar verið í herbergi með nokk- uð þéttum dyrum og var lítill reykur í því herbergi og maður- inn sem þar var, eldri maður, hafði beðið minni skaða af reykn- um en sá sem fyrr fannst. Aðstæð- ur til björgunar voru erfiðar vegna þykks reyks; . . . „það var kolsvartur reykur þannig að við þurftum að þreifa okkur áfram og reyna að átta okkur á því hvar við værum,“ segir Sveinn Logi. Mennirnir tveir sem voru í íbúðinni voru fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur og var annar þeirra, sá sem fannst á gólfinu, fluttur á gjörgæsludeild vegna reykeitrun- ar og síðan í þrýstiklefa, þar sem hann var enn þegar DV fór í prentun. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni og innanstokksmunum af völdum reyksins. -SÁ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, heilsa Olafi G. Einarssyni þingforseta viö upphaf þingsetningar í gær. Á innfelldu myndinni ræðir Ólafur Ragnar við Árna Johnsen, Sigríði Jóhannesdóttur og Siv Frið- leifsdóttur. Sigríöur fer á þing fyrir hinn nýkjörna for- seta. Kartöflur hækká á ný Svo virðist sem verðstrið á kart- öflumarkaðinum sé í rénun ef marka má verð á 2 kg pokum i gær því flestar verslanimar höfðu þá hækkað verðið frá síðustu könnun okkar um miðjan september. Bónus var með lægsta verðið í gær og bauð pokann á 69 kr. Heild- sölubakaríið bauð næstlægsta verð- ið, 99 kr„ en hafði þó hækkað pok- ana aftur frá því að bjóða þá á 79 kr. Hæsta verð í könnuninni var 199 kr. fyrir pokann. -ingo Forseti íslands: Þingið verj- ist sérfræð- ingum 121. löggjafarþing íslendinga var sett í gær og í þingsetningarræðu sinni sagði forseti íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, að þingið þyrfti að heyja vissa varnarbaráttu til að tryggja það vald sem því ber sam- kvæmt stjómskipaninni. Þingið yrði að tryggja að vald þess færðist ekki smátt og smátt yfir til sérfræðistofnana fram- kvæmdavaldsins eða stjómenda hagsmunasamtaka. Þetta væri ekki séríslenskur vandi heldur þekkt meðal allra þróaðra lýðræðisríkja. Forseti íslands sagði enn fremur að eitt meginverkefni þingsins þyrfti að vera það að leita leiða til að styrkja efnahagslífið og bæta um leið lífskjör heimilanna. -SÁ Helgi Skúla- son látinn Einn þekktasti leikari og leik- stjóri þjóðarinnar, Helgi Skúlason, lést síðastliðið mánudagskvöld. Hann var 63 ára gamall. Á ferli sín- um lék Helgi fjölda eftirminnilegra persóna, bæði á hvíta tjaldinu og á leiksviði. Hann leikstýrði einnig fjölda leikrita en síðast leikstýrði Helgi leikritinu Þrjár konur stórar í Kjallaraleikhúsinu. Eftirlifandi eig- inkona hans er Helga Bachman, leikari og leikstjóri. -JHÞ CHÚRRA FYRIR FORSETANUM! Veðrið á morgun: Rigning og skúrir Á morgun verður norðaust- ankaldi á Vestfjörðum en ann- ars suðlæg átt. Rigning verður norðan og norðvestan til en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig en kólnandi síðdegis, fyrst um landið vestanvert. Veðrið í dag er á bls. 36 Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.