Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT! 14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimastða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Milljón króna dagsverk Ríkisstjómin hefur með sameinuðu átaki þriggja ráð- herra ákveðið að tryggja fimm miUjóna króna árlega fjárveitingu skattborgaranna til að leysa eitt af innri vandamálum þjóðkirkjunnar, einkastyrjöld nokkurra fé- lagslega vanþroskaðra einstaklinga í Langholtssókn. íslendingar í Lúxemborg og nágrenni hafa ekki beðið um þjónustuna, sem nú á að rétta þeim á silfurfati, né hafa þeir verið með í ráðum. Þeir láta sér fátt um fmn- ast og segja prestsverk þar vera þriggja daga vinnu ári. Þeir vilja áfram snúa sér til íslenzka prestsins í London. Ríkisstjórnin getur yfirleitt fúndið peninga, þegar leysa þarf sérhagsmuni af ýmsu tagi. Stundum em þetta bara litlir sérhagsmunir í minni háttar stofnunum og samtökum. Oftar eru það því miður stórir og dýrir sér- hagsmunir í voldugum stofnunum, samtökum og fyrir- tækjum. Lög em sett til að gæta hagsmuna tryggingafélaganna gegn hagsmunum almennings. Sérleyfi em gefin út til að gæta hagsmuna flugfélaga gegn hagsmunum almenn- ings. Einkaréttur er notaður til að gæta hagsmuna síma- og póststofnunar gegn hagsmunum almennings. Pólitík á íslandi snýst í ríkum mæli um hagsmuni og fyrirgreiðslur. Þingmenn em að meirihluta fulltrúar hagsmuna á borð við staðbundna kjördæmahagsmuni, sem kalla á fyrirgreiðslur af hálfu skattgreiðenda. Það er kölluð byggðasteöia og þykir vænleg til endurkjörs. Ef Alþingi og ríkisstjóm víkja af þessari braut, er það ekki lengur vegna umbótavilja að innan, heldur vegna þrýstings að utan. Flestar pólitískar ákvarðanir, sem koma almenningi að gagni, em teknar samkvæmt skuld- bindingum ríkisins í útlendum fjölþjóðastofnunum. Þannig neyðast stjómvöld til að láta þýða mýgrút af evrópskum lögum og reglum til notkunar hér á landi. Annars em stjómvöld dregin fyrir evrópska dómstóla og látin svara til saka fýrir brot á mannréttindum, brot á heiðarlegum viðskiptaháttum og annað af því tagi. Nú er svo komið, að íslenzkra almannahagsmuna er fremur gætt úti í Genf og Brussel heldur en í Reykjavík. Að utan koma réttarbætur almennings og þaðan kemur opnun viðskiptahátta, sem nú hefur til dæmis leitt til mikiilar lækkunar á kostnaði fólks af bílatryggingum. Nú er svo komið, að íslenzkur almenningur getur átt- að sig á, að fjandmenn hans sitja á Alþingi og í ríkis- stjórn, en stuðningsmenn hans sitja á skrifstofum í er- lendum stórborgum. Slík er orðin niðurlæging íslenzkra stjórnmála í hagsmunapoti og fyrirgreiðslum. Umtalsverður hluti af tíma og fyrirhöfh íslenzkra stjómvalda fer í að snúast kringum framfarimar frá út- löndum, tefja ffamgang þeirra og reyna að túlka þær al- menningi í óhag. Það sýnir bezt dæmið af ofurtollunum, sem hlaðið er á ýmis innflutt matvæli almennings. Nýjar sagnffæðitúlkanir benda til, að þetta sé ekki ný bóla. Fyrr á öldum reyndu kóngsins menn í Kaupmanna- höfn með misjöfhum árangri að gæta hagsmuna ís- lenzkrar alþýðu gegn innlenda embættis- og stórbænda- valdinu, sem var oft illskeytt í garð almannahagsmuna. Þannig er hefð fyrir því, að íslenzk stjómvöld hafi ekki aflögu fimm milljónir króna hér og þar til að setja í ákveðna þætti skólamála eða heilsugæzlu, en eigi jafn- an slíka peninga aflögu, þegar leysa þarf sérhagsmuni, sem að alls engu leyti þjóna hagsmunum almennings. Fimm milljónir króna á ári til prests í Lúxemborg er angi af eymd íslenzkra þjóðmála, linnulausri þjónustu stjórnkerfíisins við kostnaðarsama sérhagsmuni. Jónas Kristjánsson Á síðastliðnu vori voru sam- þykkt á Alþingi ný lög um fram- haldsskóla. Sá hópur sem talaði af mestri ákefð um nauðsyn þess að sefja þessi lög bar því við að með samþykkt þeiira yrði gjörbreyting á allri starfsmenntun í landinu en vildi minna koma inn á það í um- ræðum að það sem raunverulega lá að baki lagasetningunni var ákveðin stjórnkerfisbreyting. Þar var höfuðáhersla lögð á að auka miðstýringu í framhalds- skólakerfinu. Enda er sú raunin að nú í upphafl nýs skólaárs er búið að tryggja það að mennta- málaráðherra hafl meirihluta i öll- um skólanefndum framhaldsskóla á íslandi en lítið fer fyrir þeim breytingum á skipulagningu kennslu sem boðaðar höfðu verið. Og ekki er mér kunnugt um að ein einasta tveggja ára starfsbraut samkvæmt nýju lögunum hafi far- ið af stað í haust en áformað er að einhverjar slíkar brautir fari af stað um áramót. Hvar á aö spara? Eitt hefur þó borið til tíðinda. Nú þegar skólar hafa hafið starf og Greinarhöfundur segir sjúkraliða ekki hafa fengið starfsréttindi sín lög- vernduð. - Sjúkraliðar funda. Niðurskuröur í framhaldsskólum kennarar standa með starfssamn- inga sína fýrir þessa önn í hönd- unum þá gengur sá boðskapur út frá hinu háa ráðuneyti að á þessu skólaári skuli spara 200 milljónir í fram- haldsskólunum. Ekki fylgir ein ein- asta vísbending um hvar eigi að spara en aflir sem eitt- hvað þekkja til vita að í framhaldsskól- unum hefur niður- skurðarhnífnum verið beitt ótæpi- lega á undanförn- um árum. Allir vita að sparnaðurinn hlýt- ur að lenda á seinni önninni því engu verður breytt í starfssamn- ingum sem gerðir voru áður en yf- irstandandi önn hófst. Hvað skyldi nú liggja best við hnífnum? Það skyldu þó aldrei vera þær skraut- fjaðrir sem mest var gumað af þegar talað var fyrir fyrr- nefndri lagasetn- ingu, þ.e. aukin stuðningskennsla og námsráðgjöf. Og eitthvað kostar væntanlega að setja af stað tveggja ára starfs- menntabrautimar sem skipu- leggja á í samstarfi við atvinnulíf- ið. Eða á ef til vill bara að fresta því? Það skyldi þó ekki koma á dag- inn nú, eins og stundum áður hefur gerst, að verknámið lendi út und- an þrátt fyrir fogur orð og fyrirheit vegna þess að það kostar peninga sem ríkisvaldið er ekki reiðubúið að láta af hendi. Hvaða samráö? Ég hef talað fyrir þvi, og það löngu áður en títt- nefnd lög vom sett á síðastliðnu vori, að komið væri á styttri starfsnámsbrautum fyr- ir þá sem af ýmsum ástæðum henta ekki þeir valmöguleikar sem nú em í boði. Ekki síst hafði ég hugsað þessar námsbrautir til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins fyrir meiri menntun starfsfólks og tel mjög brýnt, eins og reyndar er gert ráð fyrir i frumvarpinu, að slíkt nám fari fram í nánu samráði og samvinnu við samtök launa- fólks og atvinnurekendur. En samráðið er nú reyndar ekki nánara en það að ég veit ekki til að neinar viðræður hafi enn farið fram um stöðu þess fólks sem mun hefja þessa starfsmenntun, t.d. úti á vinnustöðunum á meðan á námstíma stendur, þar sem vænt- anlega þurfa aðrir starfsmenn að leiðbeina þeim. Hvemig verður þeim leiðbeinendum þá umbunað? Hvemig verður tryggt að nemend- urnir taki ekki vinnu, t.d. yfir- vinnu, frá öðm starfsfólki og hver verður staða þeirra þegar þeir sækja um vinnu að loknu þessu námi? Verður þeim tryggður ein- hver forgangur til vinnu fram yfir ófaglært starfsfólk? Raunasaga sjúkraliöa Við verðum að vera á varðbergi gegn því að verið sé að stefna hóp- um fólks út í starfsnám sem ekki gefur nein raunvemleg réttindi og nægir þar að benda á raunasögu sjúkraliða sem vítin til að varast. Þeir hafa ekki fengið starfsréttindi sín lögvemduð. Það kemur fyrir þegar auglýst er eftir starfsfólki hjá umönnunarstofnunum og sjúkraliðar sækja að forstöðu- menn stofnananna segja: „Við vilj- um helst ráða sjúkraliða en þeir verða þá að vinna á Sóknarlaun- um. Stofnunin hefur ekki efni á að borga sjúkraliðalaun." Já, spamaðurinn í ríkiskerfinu hefur ýmsar skondnar hliðar. Og það er deginum ljósara að 200 mifljónirnar sem menntamálaráð- herra ætlar að spara í framhalds- skólakerfinu á þessu skólaári munu þýða að ekki verður svig- rúm til að efla stórlega starfs- menntun í landinu á næstunni. Til þess að ná því göfuga markmiði hefði þurft stóraukin framlög, ekki niðurskurð. Sigríður Jóhannesdóttir Kjallarinn Sigríöur Jóhannesdóttir alþingismaður „Þaö skyldi þó ekki koma á dag- inn nú, eins og stundum áður hef- ur gerst, að verknámið lendi út undan þrátt fyrir fögur orð og fyr■ irheit vegna þess að það kostar peninga sem ríkisvaldið er ekki reiðubúið að láta afhendi Skoðanir annarra I sátt og samlyndi við ESB „Nokkuð er til vinnandi að Evrópusambandið eigi aðild að samkomulagi um veiðar úr síldarstofninum. Þótt auðvitað verði að halda til streitu kröfum um að tekið verði tillit til sögulegrar veiði úr stofninum og til þess hversu háð ríki era fiskveiðum, er betra að hafa ESB innanborðs en að sambandið haldi áfram að skammta sér einhliða kvóta. ... Eins og Emma Bonino minnti á í heimsókn sinni til íslands, eru ís- lendingar og ríki ESB saman á úthöfunum og verða að læra að lifa þar í sátt og samlyndi." Úr forystugrein Mbl. 1. sept. Afskiptaleysi biskups „Það hefur sætt nokkurri gagnrýni hvernig staðið er að nýrri stöðu prests á meginlandinu. Forsætis- ráðherra hefur upplýst að alls hafi fjórir ráðherrar komið að lausn málsins, sem meðal annars kallaði á fimm mifljón króna fjárveitingu. ... Þjóðkirkjan á hins vegar í slíkri tilvistarkreppu að leiðtogar henn- £ir hafa ekki verið þess umkomnir að leiða hjörðina úr ógöngunum. Afskipti biskups Islands af Lang- holtskirkjudeilunni gerðu þannig illt verra á sínum tíma, og ekki verður annað séð en hálf ríkisstjórnin hafi að lyktum orðið að taka frá honum kaleikinn." Úr forystugrein Alþbl. 1. okt. Framtíð Flateyrar „Auðvitað er uggur í mörgum út af komandi vetri, það er ekki nema ár liðið frá snjóflóðunum og hörmulegum afleiðingum þeirra, en við vinnum okk- ur sameiginlega út úr því. Ungur maður er að skapa sér eigin atvinnu með því að vinna rekavið og smíða úr honum Euro-vörubretti og einnig hefur hann unnið að viðhaldi og endurgerð íbúðarhúsnæðis á staðnum. Þetta sæist ekki ef fólk hefði ekki trú á framtíðarbúsetu hér á Flateyri." Hinrik Kristjánsson í Degi-Timanum 1. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.