Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Victoria er á batavegi. Posh Spice veik: Hélt hún myndi deyja Victoria Beckham varö líf- hrædd þegar hún fékk heila- himnubólgu fyrir fjórum vikum síðan. „Ég var virkilega hrædd og hélt að ég myndi deyja,“ segir Victoria í The Sun. „Ég mun aldrei gleyma orðum læknsisins. Þetta var sjokk sem setur enn mark sitt á mig enda býst maður ailtaf við því versta," segir Victoria sem var nýlega val- in flottasta kona ársins af Elle Magazine. Victoria er á batavegi en segir að síðustu vikur hafi ver- ið mjög leiðinlegar þar sem henni hafi verið skipað að taka það ró- lega. Gárinn Pollýanna hefur breytt um persónuleika: „Páfagaukurinn minn er umskiptingur“ - segir eigandinn sem þekkir ekki fuglinn lengur Það var haust- ið 1994 að blaða- maðurinn Stein- unn Stefánsdótt- ir gaf einni dótt- ur sinni páfa- gauk í 10 ára afmælisgjöf. Fuglmn, sem er blágrænn gári, fékk nafnið Pollýanna og varð hún strax mið- punktur heimilisins. „Hún fékk að fljúga frjáls um íbúð- ina og var virkilega skemmtileg. Hún settist gjaman á öxlina á manni og spjallaði við mann og allir heimilsmeð- limir dáðu hana,“ minnist Steinunn. í dag er öldin önnur. Pollýanna vill helst hanga inni í búrinu sínu og hef- ur ekki lengur gaman af því að stela komflexi af morgunverðardiskunum eða hamast í Morgunblaðinu þegar húsráðendur era að lesa það. Botninn datt úr búrinu Breytingamar á Pollýönnu áttu sér stað árið 1997 og nú, þremur árum seinna, er Steinunn þess fullviss að það sé einhver allt annar fúgl en Poliý- anna sem hún sé með á heimilinu. „Við höfðum sett Pollýönnu í pöss- un og vorum að ná í hana að afloknu vel heppnuðu sumarfríi þegar botninn dettur úr búrinu og fúglinn flýgur út,“ segir Steinunn sem man vel þennan hrollkalda dag. „Það var farið að dimma og veðrið var mjög hráslaga- legt. Við gengum um allt hverfið og kölluðum á fuglinn en án árangurs," minnist Steinunn, en dóttir hennar grét alla nóttina vegna fuglsins. Fannst hjá nágrónnunum Pollýanna hafði þá áður týnst fyrir tveimur árum síðan en fundist heil á húfi hjá góðviljuðu fólki sem skotið haíði yfir hana skjólhúsi. „Þá voram við í sumarfríi í Danmörku og fúglinn var í pössun hjá vinafólki en slapp út um glugga. Það var fyrir algjöra tilvilj- un að hann fannst aftur,“ segir Stein- unn og riijar upp þá skemmtOegu sögu. „Faðir minn bjó í sömu götu og vinafólk okkar sem hafði fúglinn í pössun og dag einn tók hann eftir fugli Er þetta virkilega Pollýanna? Steinunn meö fuglinn sem líkist Pollýönnu í útliti en ekki persónuleika. í glugganum hjá nágrönnunum sem líktist mjög Pollýönnu. Hann var alltaf að sjá fuglinn og var að lokum orðinn handviss um að hann væri Pollýanna. Hann vissi þá ekkert um það að Pollý- anna væri týnd en þegar hann komst að því bankaði hann upp á hjá ná- grönnunum og grunur hans var réttur, fuglinn í glugganum var Pollýanna," segir Steinunn. Varö fyrir losti Þegar Pollýanna týndist i seinna skiptið var fjölskyldan vongóð um að finna hana aftur eins og í fyrra skiptið en eftir árangurslausa leit í hverfinu var sett auglýsing í Morgunblaðið. Auglýsingunni var svarað og Steinunn fór og náði í Pollýönnu. „Fuglinn var alls ekkert líkur sjálf- um sér eftir að hann fannst, hann var svo styggur og leiðinlegur, en við héld- um náttúrulega að hann hefði einfald- lega orðið fyrir svo miklu áfalli að hann þyrfti tíma til að ná sér á strik,“ útskýrir Steinunn. Vikumar liðu sem og mánuðimir og nú era liðin þrjú ár en ekki virðist Pollýanna vera rönkuð við úr „lost- inu“. „Vinir og kunningjar fóra fljót- lega að segja við okkur að þetta væri alls ekki sami fuglinn, en við óskuðum þess svo innilega að þetta væri Pollý- anna að við hlustuðum ekki á þær raddir og vonuðum að fuglinn næði sér og yrði eins skemmtilegur og áður,“ segir Steinunn, sem viðurkenn- ir að í dag sé hún orðin sannfærð um það að fúglinn sé ekki Pollýanna. Héð- an í frá verður hann þó varla látinn fara af heimilinu enda virðist hann una sér ágætlega innan um hin gælu- dýr hússins, tvo ketti og kaninu. -snæ Þjóðremba Það var á dögunum að við heiðurshjónin sátum fyrir framan sjónvarpið og ég veitti því athygli að kona min flóði í tárum og ég sagði einsog ég segi oft þegar hún grætur: - Er eitthvað að? Hún svaraði með því að lýsa yfir að ég væri sálarlega bæklaður og tilfinningalega lamaður að beygja ekki af útaf því sem var á skjánum í sjónvarpinu. Og ég var fljótur að sjá að hún hafði nokkuð til síns máls. Það var semsagt verið að veita Völu Flosadóttur bronsverðlaun fyrir stangarstökk á Ólympíumótinu í Ástr- alíu og mín heittelskaða grét með ekkasog- um, tárum og nefrennsli. Það var alveg á mörkunum að ég þyrði að ávarpa konu mína á þessu viðkvæma augnabliki en lét þó vaða: Er þetta ekki allt of mikill óhemjugangur útaf ekki meira tilefni? - Ég græt bara þegar mér sýnist, svaraði kona mín og þú myndir áreiðanlega gráta líka ef þú værir ekki gersamlega tilfinn- ingalaus, sálarlega lamaður og trúlaus í þokkabót. Og þama kom hún við veikan blett. Stundum einsog sakna ég þess að vera ekki handgengnari himnafeðgunum en ég er. Amma lét mig fara með faðirvorið á hverju kvöldi upphátt á meðan hún ennþá réði við mig. Síðar kom að þvi að ég samdi við hana um að fara með bænina annað- hvort kvöld og þá í hljóði. Fljótlega fór ég að svíkjast um þetta einsog gengur, aðallega vegna þess að mér fannst bænin ekki þjóna neinum tilgangi. Þessu er öfugt farið með konu mína. Hún er bæði trúuð, bænheit og tilfinningarík og flnnst það helsti ljóður á ráði mínu hvað samband mitt við himnafeðgana er lítið. Hún segir semsagt að sá maður hljóti aö vera tilfinningalega lamaður sem ekki sé í upphöfnu sálarástandi útaf því að vera ís- lendingur þegar við séum að sigra hverja greinina á fætur annarri á Ólympíuleikun- um. Og að á svona augnablikum gráti hver ís- lendingur. Hér flnnst mér eiga við orö hetjunnar forðum: - Eigi græt ég kona nema harmur sé upp kveðinn. Og sem við sátum þama fyrir framan sjónvarpsskjáinn og verið var að veita stöll- unum þrem - þeirri amerísku, þeirri áströlsku og þeirri íslensku, gull, silfur og brons - eiginkonan hágrátandi með vasa- klút fyrir vitunum og ég svona einsog hálf- vandræðalegur, varð okkur snöggvast orð- fall. Þá lét ég þessi orð falla: - Hún samsvarar sér nú glettilega vel þessi ástralska. Þetta hefði ég ekki átt að láta útúr mér. Það fór ekki milli mála að athugasemdin átti ekki við í stöðunni. Enda mælti konan: - Þú ert ekki normal. Og nokkuð til í því, enda voru þær sem unnið höfðu til verðlauna í stangarstökkinu allar komnar í íþróttagalla og ekki með rök- um hægt að leiða getum að því hvemig sú ástralska væri í laginu þarna á pallinum. Ég haföi hinsvegar fylgst með henni í stangarstökkinu sjálfu og vissi þessvegna fullvel hvað ég var að tala um. En auðvitað hefur konan mín talsvert til síns máls. Sá maður er ekki normal heldur tilflnningalega lamaður sem ekki hrífst þeg- ar blessaðir elsku krakkarnir okkar eru að slá í gegn suðrí Ástralíu á Ólympíuleikun- um, hvort sem þau nú eru þriðju, fjórðu, sjöundu eða bara mætt til að taka þátt í drengilegum leik. Megi forsjónin og gæfan verða þeim hlið- holl um alla framtíð. Hitt er svo annað að þjóðremban sem fjölmiðlar hafa þyrlað upp í sambandi við þátttöku íslands í leikunum er svo smekklaus og hallærisleg áð það jaðrar við að maður skammist sín fyrir að vera íslendingur þegar samansöfnuð minni- máttarkennd íslensku þjóðarinnar brýst út í blöðum og ljósvakafjölmiðlum. Þessi endalausi komplexarembingur fjöl- miðla útaf íslenskum afreksmönnum á er- lendri grund virðist öngvan enda ætla að taka og varpar einungis skugga á frábær af- rek íslensku þátttakendanna í Ólympíuleik- unum. Til hamingju. Flosi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.