Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 I>V 5 Fréttir Skiptar skoðanir á þingi um framgöngu iðnaðarráðherra í álversmálinu: Alþingi íslands hefur verið blekkt Selfossprestakall: - sagði Ögmundur Jónasson - Samfylkingin styður Valgerði Sverrisdóttur „Alþingi hefur verið blekkt." Þannig hóf Ögmundur Jónasson haröa gagnrýni sina á iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverr- isdóttur, á þingi í gær, þar sem þingmaðurinn sakaði ráðherra um að hafa vísvitandi leynt þingið og nefndir þess upplýsingum um bakslag Norsk Hydro. Aðeins Vinstri grænir töldu svo vera og vörðu stjómarandstæðingar í Sam- fylkingunni gjörðir ráðherra að nokkru. Sjálf sagði Valgerður að stuðningur Austflrðinga við fram- göngu stjómvalda væri sér mikil- vægari en ásakanir pólitískra and- stæðinga. Alvarleg staða Ögmundur vísaði sérstaklega til þess að ráðherra hefði leynt iðnaðar- nefnd og efnahags- og viðskiptanefnd upplýsingum um að blikur væm á lofti hjá Norðmönnum. Það væri ámælisverð framkoma og krafðist Ögmundur að forsætisnefnd þings- ins kæmi strax saman til að taka á málinu. í ofanálag væri upplýsing- unum haldið leyndum á sama tíma og þinginu væri ætlað að taka ákvörðun um virkjanaleyfi fyrir Kárahnjúka. Á sínum tíma hefði ver- ið rætt að engar ákvarðanir væm teknar um virkjun fyrr en kaupandi aö orku væri fyrir hendi. Hann væri Valgeröur Sverrisdóttir. ekki í sjónmáli og því væri komin upp mjög alvarleg staða. Þinginu væri ætlað að taka stórákvörðun með bundiö fyrir augun. Valgerðup svaraði því sama og fyrr að hún hefði viljað fullvissa sig um gang mála áður en hún gaf op- inberlega út yfirlýsingar um Össur Sverrir Skarphéðinsson. Hermannsson. breytta stöðu. Það væri aðalatriði málsins. Vonlaust aö semja Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að það hefði engu breytt um afstöðu hennar til virkjanaleyfisins þótt óvissa um Norsk Hydro hefði legið fyrr fyrir. Hitt væri þó með öllu ólíðandi ef þing- nefndir fengju villandi eða rangar upplýsingar um stöðu verkefnisins. Sverrir Hermannsson, formaður frjálslyndra, sagði fráleitt að ræða virkjanamálið á sama tima og von- laust væri að ná samningum við nokkurt fyrirtæki um álver á Reyðar- firði. Það gæti ekki risið í bráð vegna hins lága verðs á álmörkuðum. Ekki væru efni til að greiða lögbundið lág- marksorkuverð eins og sakir stæðu. Hjálmar Árnason, formaður iðnað- arnefndar, sagði dylgjur vinstri grænna „fáránlegar". Alþingi tæki ekki endanlega ákvörðun um virkjun heldur framkvæmdavaldið. Viðskipta- samningar yrðu ekki gerðir á þingi. Óbragö í munni Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist vera með „óbragð í munni“ eftir samskipti ís- lendinga við Norsk Hydro. Norð- menn hefðu leynt upplýsingum og af- vegaleitt íslendinga. Hins vegar féll- ist hann ekki á sök ráðherra í mál- inu. --Þingforseti, Halldór Blöndal, sinnti í engu óskum Vinstri grænna og tók málið á dagskrá i kjölfar um- ræðunnar. Harðar umræður stóðu fram á kvöld í gær og var jafnvel búist við næturfundi. -BÞ Tölvuteikning álvers vlö Reyöarfjörö. Ögmundur Jónasson. Sjö sóttu um prests- embættið Sjö sóttu um embætti sóknar- prests í Selfossprestakalli, en um- sóknarfrestur rann út 27. mars síðastliðinn. Umsækjendurnir eru eftirtaldir; Ástríður Helga Sigurðar- dóttir guðfræðingur, séra Gunnar Bjömsson, Helga Helena Sturlaugs- dóttir guðfræðingur, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, séra Skírnir Garðarsson, Sólveig Jónsdóttir guð- fræðingur og séra Valdimar Hreið- arsson. Embættið er veitt frá fyrsta júní. Vígslubiskup Skálholtsumdæmis, séra Sigurður Sigurðarson, boðar fimm manna valnefnd fulltrúa prestakallsins auk vígslubiskups og prófasts Árnesprófastsdæmis saman til að gera tillögu um ráðningu sóknarprests. Dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, skipar í emb- ættið til fimm ára samkvæmt niður- stöðu valnefndar, sé hún einróma. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson gegndi embætti sóknarprests Selfoss- prestakalls til 1. október á síðasta ári. Settur sóknarprestur á Selfossi er séra Gunnar Bjömsson. -NH Símavakt um helgina Þjónustusímar skattyfirvalda verða opnir sem hér segir: - laugardag B. apríl kl. 12-17 - sunnudag 7. apríl kl. 12-21 - mánudag S. apríl kl. 16-22 SKATTST JÓRAR OG RÍKISSKATTSTJÓRI Spurningar um skattamál 5s\ 'l CDCD c=;í—\ Spurningar um tæknimál 5B3 1111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.